Morgunblaðið - 09.10.1982, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982
22
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö.
6,45 aurar í 9,5 aura
— ekki 15—20 aurar
Iöllum mannlegum sam-
skiptum gildir sú megin-
regla, þegar menn semja sín á
milli, að í upphafi setja þeir
fram ýtrustu kröfur og fikra
sig svo áfram að sameiginlegri
niðurstöðu, þeir komast að
málamiðlun sé vilji til sátta
eða samninga en leita ella rétt-
ar síns með öðrum hætti. Þessi
einfalda regla ætti að vera öll-
um ljós og ekki síst stjórn-
málamönnum. Þeir ættu að
vita betur en flestir aðrir, að
málamiðlun næst ekki nema
báðir aðilar deilu vilji nokkru
fórna fyrir sættir.
Hinn 25. mars 1982 lagði dr.
Paul Múller, formaður fram-
kvæmdastjórnar Alusuisse, til-
boð fyrir Hjörleif Guttorms-
son, iðnaðarráðherra, um lausn
á ágreiningi milli ríkisstjórnar
íslands og Alusuisse. Eitt
helsta ágreiningsmálið er verð
á raforku til álversins í
Straumsvík. Eftir að Hjörleif-
ur hafði tekið við þessu tilboði
sagði hann í blaðaviðtali „að
málin lægju nú ljósar fyrir en
áður og unnt ætti að vera fyrir
málsaðila, Island og Alusuisse,
að gera upp hug sinn varðandi
efnisatriði deilunnar fyrr en
seinna". Hinn 6. maí 1982 hitt-
ust aðilar aftur og þá var
Hjörleifur Guttormsson með
gagntilboð, þar sem hann bauð
Alusuisse það, að verð á raf-
orku til álversins skyldi frá og
með 1. júlí 1982 hækka úr 6,45
mills í 9,5 mills og síðan að
nýju, þegar ál hefði hækkað
miðað við skráningu á markaði
í London, en sú hækkun hefur
ekki enn orðið. Vegna þeirra
tímamarka sem ráðherrann
gaf viðsemjanda sínum, nokkr-
ar klukkustundir, til að taka
tilboði sínu rifti Alusuisse við-
ræðunum á þeim forsendum,
að sér hefðu verið settir
úrslitakostir og ekki gefið tóm
til að kynna sér ráðherratillög-
urnar. Þennan sama dag hélt
Hjörleifur Guttormsson svo
ræðu á Alþingi þar sem hann
sagðist hafa krafist 15 til 20
mills hækkunar á raforkuverði
í þessum viðræðum við Alu-
suisse.
Um tvísögli ráðherrans var
fjallað í gær. Ráðherrann segir
nú, að hann hafi boðið 9,5
mills, sem þá samsvaraði 9,5
aurum af því að hann ætlaði að
fá hækkun upp í 15 til 20 mills!
Þessi samningatækni stangast
á við allar viðteknar venjur í
mannlegum samskiptum —
venjulega verða menn að slá af
kröfum til að ná samkomulagi.
Hvaða maður mundi hefja
söluviðræður um húsið sitt
með því að bjóðast til að gefa
það? Tilboð Hjörleifs til Alu-
suisse sýnir, að honum er ekki
unnt að treysta fyrir málstað
íslands. Tilboð Hjörleifs var of
lágt miðað við stöðuna í samn-
ingunum. Mistök iðnaðarráð-
herra í álmálinu eru mörg en
þetta lága tilboð líklega hin
verstu. Hvað skyldi það kosta
þjóðina tímabilið sem Hjörleif-
ur Guttormsson veldur móðu-
harðindum í orkumálum?
SÍS á ísafirði
Eftir að vörumarkaðurinn
Ljónið á ísafirði hafði ver-
ið seldur Kaupfélagi ísfirðinga
sagði fráfarandi framkvæmda-
stjóri vörumarkaðarins, Heið-
ar Sigurðsson, í viðtali við
Morgunblaðið, að sér fyndist
að stjórnvöldum væri að takast
það sem þau stefndu að, þ.e. að
þjarma svo að versluninni, og
þá sérstaklega matvöruversl-
uninni, að hún kæmist öll á
eina hendi og fyndist honum
ekki ástæða til þess lengur að
taka þátt í þessum skollaleik
stjórnvalda. Réttmæti þessara
fullyrðinga er alls ekki dregið í
efa. Og þeir eru ekki ófáir leið-
ararnir sem Tíminn, flokks-
pólitískt málgagn SIS, hefur
ritað um vanda dreifbýlisversl-
unarinnar vegna of lágrar
álagningar. Hvernig stendur
þá á því, að SÍS getur og vill
kaupa vörumarkaðinn Ljónið á
ísafirði?
Benedikt Bjarnason, formað-
ur Kaupmannafélags Vest-
fjarða, segir að geta SIS stafi
af því, að þessi mikli verslun-
arhringur njóti betri starfs-
skilyrða en einkaaðilar. Um þá
staðreynd þarf ekki að deila,
enda kveinka flokkspólitískir
málsvarar SÍS sér mest þegar
sagt er að hringurinn eigi að
njóta sömu skilyrða og aðrir.
Vilji SÍS stafar af þeirri áráttu
svo stórra fyrirtækja að út-
rýma öllum keppinautum. Nú
er SIS að verða einrátt á Isa-
firði og mun „eignast" höfuð-
stað Vestfjarða, þegar það nær
tökum á frystihúsunum, en það
er lokamarkið.
Morgunblaðid/ Kristján Einarsson
Klemminn yfir Reykjavík í hinu sögulega flugi í gær. Flugmálastjóri stjórnar flugvélinni úr aftursætinu.
Klemminn aftur í
loftið eftir 42 ára hlé
ÞAII tíðindi gerðust i g«r, að I
ið var á ný einni fyrstu flugvél ls-
lendinga, Klcmmanum svonefnda,
TF-SUX, sem á sínum tíma gegndi
mikilvKgu hlutverki i flugsam-
göngum hér á landi.
Það var Agnar Kofoed Hansen
flugmálastjóri sem stjórnaði
TF-SUX, en hann var einn
þeirra sem á sínum tíma stjórn-
aði vélinni. Flaug Agnar í nokkr-
ar mínútur yfir Reykjavík, en
unnið er að gerð heimildarmynd-
ar um flugvélina.
Klemminn var skráður hér á
landi í september 1938, en tekinn
af skrá í febrúar 1940, og hefur
því ekki flogið í millitíðinni, ef
undan er skilinn einn hringur
um Reykjavíkurflugvöll sumarið
1979 eftir að Gísli Sigurðsson
hafði endurbyggt flugvélina.
Flugvélin er þýzk, af gerðinni
Klemm KL-25, og það voru þýzk-
ir vísindamenn sem komu með
hana á sínum tíma. Sá sem flaug
TF-SUX seinna mest á sínum
tíma var Sigurður Jónsson, Siggi
flug, fyrsti flugmaður íslend-
inga, og hann var að sjálfsögðu
viðstaddur þegar vélinni var
flogið í gær.
Eins og nærri má geta er þessi
fimmtuga flugvél í flughæfu
ástandi, en heiðurinn af því á
Gísli Sigurðsson þúsundþjala-
smiður Flugmálastjórnar.
Gísli fylgdist að sjálfsögðu
með í gær og fannst mikið til
koma að sjá krossviðsvélina
gömlu kljúfa loftið. Gísli hefur
nýverið fært í tal við Flugsögu-
félagsmenn að nú sé bara að
drífa í því að smíða Avro
504K-flugvél eins og þá fyrstu
sem flaug hér á landi, en það var
Agnar Kofoed Hansen búinn að hagræða sér I flugstjórasætinu og til-
búinn að hefja flugið.
árið 1919. Til munu fullkomnar
teikningar og ýmsir þeir hlutir
sem til þarf, og segir Gísli að
ekkert sé í veginum, og bezt sé
að hefjast handa sem fyrst.
Um þessar mundir fæst Gísli
við endursmíði fyrstu og einu
flugvélarinnar, sem hönnuð hef-
ur verið og smíðuð hér á landi,
en það er Ögnin svonefnda, sem
Gunnar Jónsson forstjóri í
Stálhúsgögnum og fleiri smíð-
uðu á sínum tíma. Endursmíðin
er unnin að tilstuðlan Flugsögu-
félagsins, og er vel á veg komin,
en flugvél þessi flaug síðast 1942.
- ágás.
Gísli Sigurðsson þúsundþjala-
smiður, sem endursmíðaði
Klemminn og gerði flugið í gær
kleift, fylgdist með fluginu í gær.
Morgunblaðid/ Ólafur K. Magnússon
t Morgunblaöið/ ÓI.K. Mag.
Siggi flug við Klemminn á Reykjavíkurfugvelli í gær. Hann flaug þessari flugvél meir en nokkur annar hér á
landi á sínum tima.