Morgunblaðið - 09.10.1982, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1982
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
□ Gimli 598210117 — 1 Atk
□ Helgafell 59821092 IV/V — 5
Krossinn
Samkoma í kvöld kl. 20.30 aö
Alfhólsvegi 32, Kópavogi. Hel-
ena og Gréta koma i bæinn. Allir
hjartanlega velkomnir.
Elím, Grettisgötu 62,
Reykjavík
A morgun, sunnudag. veröur
sunnudagaskóli kl. 11.00 og al-
menn samkoma kl. 17.00.
Athugiö breyttan samkomutíma.
Veriö velkomin.
Heimatrúboöiö
Óðinsgötu 6a
Almenn samkoma á morgun
sunnudag kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
Sunnudagaskólar
Fíladelfíu
Njarövíkurskóli kl. 11.
Grindavikurskóli kl. 14.
Munum svörtu börnin. Öll börn
hjartanlega velkomin.
Kristján Reykdal
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11796 og 19533.
Sunnudagur 10. október
1. kl. 10. Langahlíö — Brenni-
steinsfjöll — Settún
Nokkuö löng.ganga. en ekki erfið
2. kl. 13. Ketilstígur — Krísuvík
— Seltún
Ekiö á Lækjarvelli, síöan gengiö
um Ketilstig. Arnarvatn og i
Krísuvík. Létt ganga. Verö i báö-
ar feröirnar kr. 180, gr. viö bíl-
inn. Frítt fyrir börn i fylgd meö
foreldrum sinum. Fariö frá Um-
feröarmiöstööinni aö austan-
veröu.
Ferðafélag Islands.
m
Símsvari: 14606
Dagsferöir sunnudag-
inn 10. okt.
Kl. 8.00 Þórsmörk. Verö 250 kr.
Háltt gjald fyrir 7—15 ára.
Kl. 13 ísólfsskóli — Selatangar.
Katlahraun (Dimmuborgir), hell-
ar, fiskabyrgi, refagildrur, o.m.fl.
skemmtilegt. Verö: 150 kr. frítt f.
börn m. fullorönum. Brottför frá
BSl, bensínsölu. (í seinni ferö er
stansaö v/Kirkjug. Hafnarf.).
Bjart framundan. SJÁUMSTI
Feröafélagiö Útivist
Félagið Svæðameðferð
heldur námskeiö i haust sem hér
segir:
Upprifjunarnámskeiö fyrir þá,
sem hafa lokiö hæfnismati.
Námskeiö I og II.
Upplýsingar og pantanir í síma
92-1689.
Til sölu
3ja herb. íbúð
í þríbýlishúsi í Fellabæ (Egils-
stööum). ibúöin er rúmlega
fokheld. Uppl. í síma 1180 Eg-
ilsstööum á kvöldin.
UTIVISTA'RFERÐIR
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Keflavík
Aðalfundur Heimis, FUS, Keflavík, veröur
haldinn laugardaginn 9. október kl. 14.00 f
Sjálfstæöishúsinu, Hafnargötu 46, Keflavfk.
1. Aöalfundarstörf.
2. Bæjarmálin.
Frummælandi: Hjörtur Zakariasson.
3. Þurfum viö aö breyta
lýöræöisskipulaginu ?
Frummælandi: Hannes H. Gissurarson.
4. Önnur mál.
Stiórnin.
Sjálfstæðiskvennafélagið
Edda, Kópavogi
Aöalfundur veröur haldinn fimmtudaginn 14. október 1982 kl. 20.30
aö Hamraborg 1, 3. hæö.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Önnur mál.
3. Kaffiveitingar.
Stjórnin.
Keflavík
Aöalfundur Heimis,
FUS, Keflavik, veröur
haldinn laugardaginn
9. október kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Aöalfundarstörf.
2. Bæjarmálin.
Frummælandi: Hjört-
ur Zakaríasson.
3. Þurfum viö aö breyta lýöræöissktputagtnu? Frummælandl Hannes
H. Gissurarson. ,
4. Önnurmál. St*órn,n
Akurnesingar
Fulltrúaráö sjálfstæöisfélaganna á Akranesi heldur fund f Sjálfstæö-
ishúsinu mánudaginn 11. október kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Valdimar Indriöason, forseti bæjarstjórnar Akraness ræöir bæjar-
malefni
2. Albert Guömundsson, alþingismaöur situr fyrir svörum um stjórn-
málaviðhorfiö
3. Almennar umræöur og fyrirspurnlr.
Allt sjálfstæöisfólk veikomiö
Stjómki.
Hafnarfjörður
Stefnir, félag ungra sjálfstæöismanna í Hafnarfiröi, heldur aöalfund
sinn þriöjudaginn 12. októbar nk. kl. 20.30 i Sjálfstæöishúsinu Hafn-
arfiröi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Félagsmenn f jölmenniö og takiö meö ykkur nýja félaga.
Stjórnin.
Einstaklingsframtak eða
ríkisforsjá
Samband ungra sjálfstæöismanna efnir til almenns stjórnmálafundar
í matsal Hjálms Flateyri laugardaginn 9. október kl. 16.00.
Ræðumenn:
Geir H. Harde
formaöur SUS
Einar K.
Guöfinnsson
Eiríkur Greipsson
oddviti.
Allt áhugafólk vel-
komiö.
Geir Einar
Fulltrúaráð sjálfstæðis-
félaganna í Kjósarsýslu
Aöalfundur fulltrúaráösins veröur haldinn i Fólkvangi, Kjalarnesi,
mánudaginn 11. október kl. 9 e.h.
Fundarefni:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Þingmennirnir Salóme Þorkelsdóttir, Matthías Mathiesen og Ólaf-
ur G. Einarsson koma á fundinn.
3. Sameiginleg kaffidrykkja.
Stiórnin.
Guðmundur Guðmunds
son Flateyri - Minning
Fæddur 5. desember 1882
Dáinn 2. október 1982
I dag verður til moldar borinn á
Flateyri við Önundarfjörð Guð-
mundur Guðmundsson, skósmið-
ur, saddur lífdaga, enda vantaði
aöeins tvo mánuði á það að hann
næði 100 ára aldri.
Guðmundur var fæddur að
Vöðlum í Önundarfirði 5. desem-
ber 1882. Foreldrar hans voru
hjónin Guðmundur Pálsson og
Ingileif Ólafsdóttir, en þau fluttu
að Kirkjubóli í Bjarnardal, er
Guðmundur var á öðru ári, og þar
ólst hann upp þar til hann hleypir
heimdraganum um tvítugt og fer á
Hvammstanga að vinna að skó-
smíðum, en þær hafði hann numið
af Katli skósmið á ísafirði.
Á Hvammstanga bjó Guðmund-
ur í tvö ár, en þar kynntist hann
konu sinni, er þá var ekkja með
tvö smá börn, Guðrúnu Jónsdótt-
ur, en Guðrún var valinkunn
sæmdarkona, og reyndist þeirra
sambúð sérlega farsæl alla tíð.
Guðrún lést 5. júní 1957 á Flat-
eyri, og voru það þung spor Guð-
mundi og börnunum að fylgja
henni til grafar, svo mikill styrkur
hafði hún ætíð verið sinni fjöl-
skyldu. Frá Hvammstanga flutt-
ust þau hjónin til Hafnarfjarðar
1912. Þar vann Guðmundur ýmis
störf, bæði til lands og sjávar,
skósmíði og smíðar á vetrum, en
við sjóinn á sumrin. En hörð voru
þessi fyrirstríðsár og eins árin
1914 til 1918, og sem dæmi um hve
kröpp kjörin voru, sagði Guð-
mundur mér að á þeim níu árum
er hann dvaldi í Hafnarfirði hefði
hann flutt tólf sinnum milli íbúða.
Eins og síðar kemur fram, var
Guðmundur sérlega nýjunga-
gjarn, og eignaðist því snemma
reiðhjól. Dag einn mætir hann
Þórarni Olgeirssyni, útgerðar-
manni, og biður hann Guðmund að
hjóla með bréf fyrir sig til Kefla-
víkur, og liggi mikið við, enda
skuli hann greiða tíu krónur fyrir
viðvikið. Þetta sagði Guðmundur
mér að hefði verið til þess að
bjarga heimilinu næsta mánuð-
inn, enda stór peningur í þá daga.
Árið 1921 flytur Guðmundur svo
aftur til Flateyrar á fornar slóðir
og býr þar allt til ársins 1977, er
hann flytur til dóttur sinnar, Ingi-
leifar, í Hafnarfjörð.
Þeim Guðmundi og Guðrúnu
varð þriggja barna auðið. Þau eru:
Ingileif, gift Gunnlaugi Sveins-
syni, kennara, Sigurlaugur, ógift-
ur, vinnur sem iðnverkamaður í
Rvík, og Lilja, ógift, sem hefir alla
tið búið hjá foreldrum sínum á
Flateyri, og býr þar enn.
Á Flateyri hafði Guðmundur
ætíð nokkurn búskap allt fram á
síðustu ár. Áður fyrr átti hann
trillubát er hann reri á á sumrum,
eða vann annað það sem til féll, er
oft vildi vera stopult, en þá sneri
hann sér að sínum hugðarefnum
og kenndi þar margra grasa, og
skal hér nú nokkuð upptalið:
Um Guðmund átti vel við þessi
vísa:
Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prc.stur,
smiöur, kongur, kcnnarinn,
kerra, plógur, hcstur.
Svo var Guðmundur fjölhæfur
að einsdæmi má telja, ekki færri
en sex iðngreinar hefir hann lagt
fyrir sig um dagana. Hann hafði
iðnréttindi sem trésmiður, skó-
smiður og staðarlöggildingu sem
rafvirki á Flateyri. Múrvinnu hef-
ir hann unnið fyrir Flateyringa
fram á síðustu ár sjöunda tugar-
ins, bátasmíði hefir hann fengist
við og vefnað og prjónaskap, þá
hefir hann á síðustu árum gert
teppi og púða allskonar, sem hver
ungfrúin gæti verið stolt af. Þess
má og geta að Guðmundur mun
fyrstur manna hafa rafdrifið
spunarokk. Þannig sá hann aldrei
svo nýjungar, að hann vildi ekki
finna hvaða gagn þær mættu færa
til léttis og framfara.
Þegar Guðmundur var um ferm-
ingu gaf Norðmaðurinn Ellefsen,
sá er rak hvalstöðina á Sólbakka,
nokkrum unglingum í önundar-
firði skíði. Guðmundur minntist
þessa oft með hlýju, og reyndar lét
hann sitt ekki eftir liggja og
stundaði skíðaíþróttina, og er
hann var áttræður tók hann þátt í
skíðalandsgöngunni, og var auð-
vitað elsti þátttakandinn á Flat-
eyri.
Guðmundur gat ekki talist
mannblendinn, en var hrókur alls
fagnaðar í góðra vina hópi, enda
traustur vinur vina sinna og
trölltryggur. Guðmundur var tölu-
vert lesinn, hann var sjór af sög-
um og vísum og frásagnargáfan
var slík, að í honum bjó áreiðan-
lega rithöfundur, ef hann hefði
snúið sér að þeim málum.
Síðustu þrjú árin var Guðmund-
ur vistmaður að Sólvangi og hrak-
aði bæði andlegri og líkamlegri
heilsu hans ört, en þó hafði hann
fótavist daglega fram til síðustu
stundar, en elli kerling var farin
að taka sinn toll af hugsanagangi
gamla mannsins.
Hér er nú lokið sögu hins dag-
farsprúða eljumanns, sem aldrei
mátti vamm sitt vita, en vann
dagsverk sitt í kyrrþey án kröfu
til upphefðar eða launa af samfé-
laginu. Það er dásamlegt að hafa
átt vinfengi og samleið með slík-
um manni, og minningin lifir um
góðan dreng, sem ætíð átti gott
eitt til að leggja samferðamönn-
unum.
Ættingjum og vinum Guðmund-
ar sendum við hjónin samúðar-
kveðjur.
Magnús Konráðsson
ATHYGU skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. f
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.