Morgunblaðið - 09.10.1982, Page 44

Morgunblaðið - 09.10.1982, Page 44
^^kriftar- síminn er 830 33 tttttmMftpft S _jiglýsinga- síminn er 2 24 80 LAUGARDAGUR 9. OKTOBER 1982 Verkfall hjá mjólkurfræð- ingum í nótt „LAUSN málsins er alls ekki í augsýn,“ sagði Guðlaugur Uorvaldsson, ríkissáttasemj- ari, í samtali við Mbl., er hann var inntur eftir stöðu mála í kjaradeilu mjólkur- fræðinga og viðsemjenda þeirra. Mjólkufræðingar höfðu boðað verkfall frá og með miðnætti sl. og þegar Mbl. fór í prentun seint í gærkvöldi, leit ekki út fyrir annað, en það kæmi til framkvæmda. Mjólkufræðingar felldu ASÍ— VSI samkomulagið á fundi sínum í september s.l., en þeir hafa krafizt þess að fá sambærilegan samning þeim er byggingariðnaðarmenn gerðu við viðsemjendur sína í sumar, en þar er um nokkru meiri hækkanir að ræða, heldur en gert er ráð fyrir í samkomulegi ASI og VSÍ. FULLORÐINN maður slapp ómeiddur er lítilli flugvél, sem hann á ásamt fleirum, hlekktist á í lendingu á flugvellinum við Hrauneyjafoss um miðjan dag í gær. Vélinni, sem er fjögurra sæta af gerðinni Cessna 172, hafði mað- urinn flogið frá Vestmannaeyjum til Hrauneyjafoss þar sem hann hugðist heimsækja son sinn. Hann var einn í flugvélinni. Við Hraun- eyjafoss er um 600 metra löng flugbraut, en maðurinn lenti vél- inn of innarlega á vellinum þannig að hann náði ekki að stöðva í tíma. Rann vélin út af brautarendanum og fór kollhnís fram yfir sig út af 4—5 metra háu barði og endaði á hvolfí. Maðurinn slapp ómeiddur, en vélin, sem ber einkennisstafina TF-ONO, er talsvert skemmd. Hægviðri um helgina ÚTLIT var í gær, samkvæmt upp- lýsingum frá Veðurstofunni, fyrir að hægviðri yrði áfram um helgina, en skýjað með köflum. Þá var spáð áframhaldandi hlý- indum, en reiknað með austlægari átt á sunnudag með austangolu. Tilbod opnuð i smíði Breiðafjarðarferju: Lægsta tilboð tæp- lega 27 milljónir kr TILBOÐ í Breiðafjarðarferju voru opnuð í Framkvæmdastofnun í gær, en stjórn Framkvæmdastofn- Starfsmenn Síldarverksmiðjanna á Siglufirði: Fengu greidd laun þó þeir legðu niður vinnu um tíma ÞKIR starfsmenn Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði, sem lögðu niður vinnu til að mótmæla uppsögnum þriggja starfsfélaga sinna fyrir skemmstu, fengu greidd laun fyrir þann tíma, sem þeir voru frá vinnu. Þetta staðfesti Kolbeinn Friðbjarn- arson, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, i samtali við Mbl. „Eftir því sem ég best veit hafa laun aldrei verið greidd í verkfalli á íslandi og hið sama er að segja þeg- ar fólk hefur gripið til mótmælaað- gerða sem þessara svo að ég viti til,“ sagði Kolbeinn. Hann var spurður hver þáttur verkalýðsfélagsins væri í þessu máli? „Við skrifuðum strax stjórn Síldarverksmiðju ríkisins og kröfðumst þess, að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka. Einnig heimtuðum við að þeir, sem bæru ábyrgð á uppsögnunum og fram- kvæmd þeirra, þ.e. framkvæmda- stjóranum, skrifstofustjóranum á Siglufirði og verksmiðjustjóran- um á Siglufirði, yrði vikið úr starfi. Við teljum að þessir menn séu Hefja rekstur farþegaskips á næsta vori EIMSKIPAFÉLAG íslands og Haf- skip hafa stofnað sjálfstætt hlutafé- lag, Farskip hf., til að annast út- gerð bilferju og farþegaskips milli Reykjavíkur, Newcastle í Englandi og Bremerhaven í Vestur-Þýzka- landi frá og með sumrinu 1983. Gert er ráð fyrir vikulegum sigling- um frá Reykjavík, og býður far- kosturinn upp á öll þægindi farþegaskips ásamt flutningi á einkabílum. ábyrgir fyrir því hvers konar vinnubrögð voru viðhöfð við þess- ar uppsagnir. Að okkar dómi vildu þessir menn ná fram hefndum á gömlum starfsmanni fyrirtækisins. Við álítum að þetta sé valdníðsla og stjórnin hafi ekki ætlast til þess. Og einnig drögum við í efa að það hafi verið vilji stjórnarinnar að hóta þeim starfsmönnum, sem lögðu niður vinnu í mótmælaskyni við uppsagnirnar, brottrekstri ef þeir kæmu ekki til starfa um há- degi daginn eftir, eins og stjórn- endur gerðu," sagði Kolbeinn. unar og yfirstjórn Byggðasjóðs ákváðu fyrir nokkru að beita sér fyrir því að fengin yrði ferja á Breiðafjörð, til þess að sinna byggð þar og umferð um Breiða- fjarðarsvæðið, samkvæmt upplýs- ingum sem Mbl. fékk hjá Sverri Hermannssyni, framkvæmda- stjóra stofnunarinnar. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér, átti Báta- lón í Hafnarfirði lægsta tilboðið í ferjuna, 26,750 milljónir, síðan kom Stálvík í Garðabæ með 28,770 milljónir, þá kom Stál hf. Seyðisfirði með 29,470 milljónir, Skipavík Stykkishólmi með 29,750 og loks Marselíus Bern- harðsson á Isafirði með 44,850 milljónir. Tekið skal fram að í tölum þessum er miðað við mis- munandi vélarstærð. Sverrir Hermannsson sagði í samtali við Mbl. að stjórnskipuð nefnd hefði verið sett á laggirn- ar til að ræða um gerð og stærð ferjunnar og hefði Siglinga- málastofnun verið beðin um að teikna ferju, í samræmi við niðurstöður nefndarinnar. Síðan hefði verkið verið boðið út á grundvelli útboðsgagna frá Sigl- ingamálastofnun, en síðan yrðu tilboðin metin af stofnuninni. Sverrir kvaðst ekki vita hvenær afstaða yrði tekin til tilboðanna, en menn hefðu vonað að ferjan kæmist í gagnið snemma árs 1984. Ekki hefur verið ákveðið hver gera mun ferjuna út, en Sverrir kvað hugmynd hafa komið upp um að Baldur myndi gera það. „Það sem verið er að gera þarna er brúarbygging, það er verið að leggja veg til eyja- manna, rétt eins og þegar Fram- kvæmdastofnun byggði Hríseyj- arferju," sagði Sverrir. „Ég held að þetta svæði sé dýrðar ferða- mannaland og við höfum haft þá hugmynd að tengja þetta hótel- inu í Stykkishólmi og reyna að leyfa mönnum að njóta þess dýrðar ferðamannalands sem Breiðafjarðareyjar eru, án þess þó að fuglalífi verði spillt," sagði Sverrir Hermannsson. Forseta íslands á ný boðið til Bandaríkjanna FORSETA íslands, Vigdísi Finn- bogadóttur, hefur verið boóið aftur til Handaríkjanna í tcngslum viö „Scandinavia Today". Að sögn Patriciu McFate, forseta Amerísk- norræna félagsins (The American- Scandinavian Foundation), en þaö skipulagningu menningarkynningarinnar, hefur Vigdísi veriö boöið að flytja aðal- ræðuna við opnun „Scandinavian Today“ á vesturströnd Bandaríkj- anna 9.—11. febrúar á næsta ári. Þingflokksfundur Alþýðuflokksins í gær: Full samstaða — sam- þykktin stendur óbreytt „SAMÞYKKT þingflokksins frá í ágúst stendur óbreytt. Það var sam- komulag um alla hluti á fundinum í gær,“ sagði Magnús H. Magnússon varaformaður Alþýðuflokksins að loknum þingflokksfundi Alþýðu- flokksins í gær, en þar náðist fullt samkomulag eftir hreinskiptar um- ræður um að þingflokkurinn stæði sem einn maður að afgreiðslu bráða- birgðalaga ríkisstjórnarinnar og að samþykkt þingflokksins frá í ág- ústmánuði stæði óbreytt, en hún fel- ur ra.a. í sér að þingflokkurinn muni greiða atkvæði gegn staðfestingu bráðabirgðalaganna. Eins og Mbl. skýrði frá í frétt- um í gær var nokkur ósamstaða innan þingflokksins um hvernig standa skyldi að afgreiðslu máls- ins og hafði Árni Gunnarsson lýst því yfir, að honum fyndist réttara að samþykkja þau en hjálpa stjórnarliðum frá þeirri ábyrgð sem ætti að fylgja samþykktum þeirra. Á fundinum í gær fóru fram hreinskiptar umræður og að sögn viðmælanda blaðsins úr þingflokknum var fundurinn árangursríkur að þessu leyti og náðist þar full samstaða. Næsti þingflokksfundur er boðaður að lokinni þingsetningu á mánudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.