Morgunblaðið - 12.10.1982, Page 15

Morgunblaðið - 12.10.1982, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 15 með altósaxófónleik sínum. Þetta er tregafull melódía í stíl við það, sem ýmsir saxófónleik- arar hafa spreytt sig á allar göt- ur síðan Coleman Hawkins blés Body and Soul. Sigurði tekst mjög vel upp í þessu lagi og sjálfum finnst mér þetta besta verkið á plötunni. Þessi 18 ára menntaskólanemi á mikla fram- tíð fyrir sér með þessu áfram- haldi. Þriðja lagið á þessari hlið ber nafnið „Frýgiskt frumlag". Það er eftir Jóh. G. Jóhannsson og er útsett af honum og Sveinbirni I. Baldvinssyni. Sveinbjörn tekur ágætan sóló á gítarinn og gægist Philipe Catherine stundum fram á milli gripanna. í heild er þetta nokkuð frumlegt og skemmtilegt verk. Síðasta lagið á plötunni er „Dögun“ eftir Jóh. G. Jóhanns- son. Þar kemur áhrifavaldurinn Bill Evans nokkuð fram, en verkið er athyglisvert og greini- lega samið af alvöruþrungnum tóniistarmanni. í heild er mikill fengur að þessari plötu og ber hún vott um þá miklu grósku, sem færst hef- ur í íslenskt jazzlíf að undan- förnu. Auðvitað eru á plötunni hnökrar, t.d. finnst mér strákun- um takast mun betur upp, þegar þeir leika í hægum lögum en hröðum, þar sem stundum skort- ir nokkuð á tækni. Eftir mínu viti er vel til plötunnar vandað, upptökur góðar og frágangur í besta lagi. Nýja kompaníið á þakkir skildar fyrir þetta frumkvæði sitt og enginn jazzunnandi má láta þessa plötu framhjá sér fara. Jón Oddur og Jón Bjarni gera víðreist NÆSTU helgar verða síðustu sýningar á kvikmyndinni Jón Oddur og Jón Bjarni á íslandi í bráð. Að undanförnu hefur myndin vakið athygli á kvik- myndahátíðum erlendis, og er nú mjög spurt eftir henni til þátttöku í hátíðum og til sýn- inga. Af þessum sökum fara öll eintök af myndinni úr landi á næstunni, segir í tilkynningu frá Norðan 8 hf. Dagana 7.—17. sept. sl. var myndin í hópi þeirra ellefu mynda sem voru valdar til þátttöku í Attundu alþjóðlegu barnamyndahátíðinni í Frank- furt am Main í Vestur-Þýska- landi, en af öðrum myndum sem þangað var boðið má nefna „Gimsteinaríkið" eftir hinn kunna indverska leikstjóra Satyajit Ray. Jón Oddur og Jón Bjarni vakti afarmikla athygli í Frankfurt og fékk myndin íof- samleg ummæli í blöðum þar, og buðu Þjóðverjar myndinni að taka þátt í Nordische Filmtage í Lubeck, 4.-7. nóv. nk. Einnig var falast eftir myndinni af vestur-þýska og hollenska sjón- varpinu. Kvikmyndin Jón Oddur og Jón Bjarni var einnig boðsgestur á 4. Norrænu barna- og unglinga- myndahátíðinni, sem að þessu sinni fór fram á Hanasaari í Finnlandi. Þar fékk myndin hin- ar bestu viðtökur hjá áhorfend- um og finnska sjónvarpið tryggði sér þegar í stað sýn- ingarréttinn. Mótatimbur Hagstætt verð/góð greiðslukjör V Timburverzlunin Völundur hf. KLAPPARSTÍG 1 S. 18430 SLLX/EHK rafeindailtveL aWúmiiiTLaiinsms Þeir sem þurfa aö vélrita mikið vita manna best hve ritvélin skiptir miklu máli. Ritarar, rithöfundar, blaða- menn, skrifstofufólk og aðrir atvinnumenn við ritvélina, sem verja miklum hluta vinnutíma síns í textagerð og skriftir velja sér þess vegna ritvél af sömu nákmæmni og orðin, sem þeir nota. Silver Reed rafeindaritvélarnar eru í atvinnumanna- flokknum. Þær eru ekki aðeins með allt það sem prýðir fullkomnar rafeindaritvélar, heldur einnig sjálfvirka undirstrikun, sjálfvirka miðjustillingu, Decimal Tabulator og ekki síst: 5 íslenskar leturtegundir og útlitið er öðruvísi! — Silver Reed rafeindaritvélarnar fást í þremur gerðum; EX42, EX44 og EX55,- allt eru þetta úrvalsvélar sem uppfylla allar kröfur atvinnumannsins. Silver Reed rafeindaritvélar: ódýrar og með 5 íslenskum leturtegundum. Komið - hringið - skrifið og kynmst Silve1 Reed rafeindaritvélinni - sýnisvélar í verslun okkar. SKRIFSTOFUVELAR H:F. % Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.