Morgunblaðið - 12.10.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.10.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1982 31 > FREiSIO 2. A«e. #9fl» Frelsið innbundið ANNAR árgangur tímaritsins Frelsis- ins, 1981, sem Félag frjálshyggju- manna gefur út þrisvar á ári, er nú kominn út innbundinn fvrir þá, sem það vilja. Á meðal greina í þessum 2. árgangi er grein eftir Davíð Olafsson seðlabankastjóra um Birgi Kjaran, önnur eftir Davíð Oddsson borgar- stjóra um sjálfstæðisstefnuna, síðan skrifar llannes H. Gissurarson sagn- fræðingur um ádeilur ýmissa íslenskra menntamanna á þingræði á þriðja ára- tug aldarinnar og Friðrik Friðriksson hagfræðingur um þær umræður, sem verið hafa hérlendis um hagfræði- kenningu austurríska nóbelsverð- launahafans heimskunna Friedrich A. Hayeks. í 2. hefti árgangsins er síðan rækileg skrá um rit, sem varða frjáls- hyggju, bæði innlend og útlend. Áskrifendur Frelsisins eru að sögn ritstjóra þess, Hannesar H. Gissur- arsonar, nú um 1050. í ritnefnd tímaritsins eru þeir Gísli Jónsson norrænufræðingur, Jónas H. Haralz bankastjóri, Matthías Johannessen skáld, Olafur Björnsson prófessor og dr. Þorsteinn Sæmundsson stjarnfræðingur. Á þessu ári hefur 1. hefti verið gefið út, þar sem aðalefnið var við- tal við Ólaf Björnsson prófessor í tilefni sjötugsafmælis hans, en 2. heftið er væntanlegt síðast í þessum mánuði. í þvi eru greinar eftir Einar Guðfinnsson um stjórnmálakenn- ingu Milton Friedmans, eftir Jónas H. Haralz um bókina Frjálshyggjuna, eftir Birgi Björn Sigurjónsson viðskiptafræðing, eftir Jónas Krist- jánsson ritstjóra um Unesco og skoðanafrelsið og eftir Ólaf Björnsson um atvinnuleysi og verkalýðsfélög. Sýningu Braga lýkur í kvöld Málverkasýning Braga Ásgeirsson- ar í Vestursal Kjarvalsstaða, sem átti að Ijúka á sunnudagskvöld, hefur ver- ið framlengd, og lýkur henni ekki fyrr en í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 22. „Jú, sýningin hefur gengið mjög vel, og þótt ég ætlaði alls ekki að framlengja, þá hef ég orðið við óskum margra og framlengt hana til þriðjudagskvölds," sagði Bragi í spjalli við blaðamann Morgunblaðs- ins í gær. „En lengra verður það alls ekki,“ bætti Bragi við. „En ég er mjög þakklátur fyrir viðtökurnar einkum vegna þess að ég hef fengið tvö tilboð um að gera grafíkseríur Bragi Ásgeirsson við eitt verka sinna á sýningunni á Kjarvalsstöðum. erlendis og hygg gott til þess. Eig- inlega sit ég í startholunum og hlakka til leyfis frá kennslu í eitt ár. Svo verður það að ráðast hvernig hlutirnir ganga fyrir sig.“ Eflum einn flokk til ábyrgðar sins k Dregió 16. október. 3 glæsilegir bifreiðavinningar. Colt 1200 GL Verðmæti hvers bíls er 140.000.- Afgreiðslan er opin frá kl. 9—22. Sími 82900 Sækjum greiöslu heim, ef óskað er. Vinsamlega gerið skil sem fyrst. Enginn efast um gæðin fra General Electric Toppklassa, kæli- og frystlskápar, þvottavélar og þurrkarar fyrlrliggjandi. Þaö Pesta veröur ávallt ódyrast, þegar til lengdar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.