Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 53 Farangursrými er mjög rúmgott, sérstaklega er það rúmgott í Wagon-bílnum. Annars er stærð þess á bilinu 300—480 lítrar, eftir því um hvaða útfærslu bílsins er að ræða. Sunny er á bilinu 4.040— 4.255 mm á lengd eftir út- færslu, 1.620 mm á breidd og hæð bílsins er 1.385 mm. Hjólhafið er 2.400 mm. Veg- hæð Sunny er 175 mm. Sunny-bílarnir eru á bilinu 790-905 kg. Bíllinn er boðinn með tveim- ur mismunandi vélum, annars vegar 4 strokka, 1.270 rúm- sentimetra, 74 hestafla, og hins vegar 4 strokka, 1.488 rúmsentimetra, 84 hestafla. Hámarkshraði bílsins er á bil- inu 150—155 km á klukku- stund. Samkvæmt upplýsingum, sem fengust hjá Ingvari Farangursrými er mikið Helgasyni, umboðsmanni Datsun, komu fyrstu bílarnir hingað til lands í vikunni, en samkvæmt bráðabirgðaút- reikningi munu bílarnir kosta á bilinu 145.000-160.000 krón- ur. Toyota Camry Toyota Camry heitir sá nýjasti frá Toyota TOYOTA kynnti á dögunum nýj- an bíl, en sá nefnist Toyota Camry og er fimm manna meðal- stór fjölskyldubíll, sem knúinn er 4ra strokka 90 hestafla vél, en hámarkshraói bílsins er 175 km á klukkustund. Vindstuðull Camry-bílsins er 0,35—0,37 Cw, þannig að Ijóst er, að vel hefur til tekizt í hönn- un bílsins hvað straumlínulög- un varðar. Þá er bíllinn íburð- armikill innandyra. Camry er framleiddur með 5 gíra kassa, „standard", en síðan er boðið upp á fjögurra gíra sjálfskiptingu. Bíllinn er með sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli. Toyota Camry verður kynnt- ur í Evrópu í ársbyrjun 1983. T&hoVi Kunnáttumaðurinn kýs KNORR í dag kynnir Skúli Hansen Pönnusteiktur skötuselur með hrísgrjónum og karrýsósu Uppskrift fyrir 4 Efni: 600 g. skötuselur 1 stk. stór laukur 2 stk. græn epli 50 g. rúsínur 1 dl. mysa 2 pakkar KNORR karrýsósa Krydd: KNORR Condi-Mix, salt, pipar, hvítlaukur og Mango Chutney Matreiðist: Skötuselurinn hreinsaður og skorinn í hæfilega þykkar sneiðar (ca. 2 cm.), þeim velt upp úr hveiti, kryddaðar og síðan steiktar á vel heitri pönnu í 2 mín. á hvorri hlið. Laukurinn og eplin afhýdd, söxuð niður og látin krauma á pönnunni ásamt rúsínunum. Mysunni helltyfir og suðan látin koma upp augnablik. KNORR karrýsósan löguð samkvæmt uppskrift á bakhlið pakkans og henni hellt yfir. Bragðbætt með Mango Chutney, Soyja og þeyttum rjóma. 'TéhOVl Kórónan á kóngamáltíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.