Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 10
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón Sighvatur Blöndahi
Þjóðartekjur
minnka um 5%
á næsta ári
Viðskiptakjör versna um í námunda við 2%
VIÐSKII’TAKJÖR okkar hafa verið mjög rokkandi á liðnum árum, eins og
meðfylgjandi súlurit sýnir glögglega. Árið 1975 voru þau 98, miðað við
vísitölu 100 árið 1970, en þau höfðu þá versnað um 16,0% frá árinu á undan.
Kiðan fara þau ört batnandi, árið 1976 komust þau í 110 stig og árið 1977
voru þau 119 stig. l»au voru óbreytt árið 1978.
Á árabilinun 1979—1982 hefur
síðan stöðugt hallað undan fæti.
Árið 1979 voru viðskiptakjörin 108
stig, árið 1980 105 stig, bötnuðu
síðan lítilsháttar í fyrra er þau
voru 106 stig, en í ár er því spáð af
Þjóðhagsstofnun, að þau verði um
104 stig, eða versni um 2% frá
liðnu ári.
Árið 1975 voru þjóðartekjur á
mann 121 stig, miðað við vísitölu
100 árið 1970. Þjóðartekjur jukust
síðan um 5,0% árið 1976, þegar
þær voru 128 stig og fóru enn vax-
andi árið 1977, þegar þær voru 138
stig. Jukust um 8,1% milli ára.
Árið 1978 jukust þjóðartekjur um
2,7% og voru 142 stig. Þær minnk-
uðu síðan eilítið árið 1979, eða um
0,7% og voru 141 stig. Árið 1980
jukust þjóðartekjur um 1,6% og
voru 143 stig. Aukningin á þjóðar-
tekjum í ár verður um 0,6% sam-
kvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar
og verða þær 144 stig. Á næsta ári
gerir spá Þjóðhagsstofnunar síðan
ráð fyrir um 5% minnkun á þjóð-
artekjum, þannig að þær verði 137
stig, miðað við vísitöluna 100 árið
1970, eins og sjá má á súluritinu.
VIÐSKIPTAKJÖR 1975 1982
(VÍSITALA 100 ÁRIÐ 1970)
120 .
Ath. Árið 1981 er áætlun og 1982 er spá Þjóðhagsstofnunar
Davíð Vilhelmsson, forstöðumaður austursvæðis Flugleiða, þ.e. Evrópu, t.h. og Antoine Quitard, forstöðumaður
svæðisskrifstofu Flugleiða í París. Ljósmynd Mbi. RAX.
Davíð Vilhelmsson, forstöðumaður Austursvæðis Flugleiða:
Efnahagssamdráttur og
óhagstæð gengisþróun hef-
ur gert okkur erfitt fyrir
„Anægður með útkomuna í Frakklandi,“
segir Antoine Quitard, forstöðumaður
svæðisskrifstofu Flugleiða í París
„HINN almenni efnahagssamdráttur í heiminum hel'ur gert okkur sérstak-
lega erfitt fyrir, bæði hvað varðar sölu á ferðinni til íslands og ennfremur
yfir hafið til Bandaríkjanna," sagði Ilavið Vilhelmsson, framkvænidastjóri
Evrópusölusvæðis Flugleiða, i samtali við Mbl. á dögunum, en hann var hér
staddur á námskeiði fyrir yfirmenn félagsins erlendis. Davíð hefur aðsetur í
Frankfurt í Vestur-Þýzkalandi.
„Gengisþróunin hefur verið af-
skaplega óhagstæð undanfarin
misseri og hefur reyndar gert það
að verkum, að mjög óhagstætt er
fyrir Evrópubúa að fara í ferðalög
til Bandaríkjanna. Má í því sam-
bandi nefna, að í októbermánuði
1980 þurftu menn að greiða 1,80
vestur-þýzkt mark fyrir hvern
Bandaríkjadollar, en í október-
mánuði í ár þurfa menn að greiða
2,50 vestur-þýzk mörk, eða tæp-
lega 40% meira. Þá þurftu menn
að greiða 4 franska franka fyrir
Bandaríkjadollar í októbermánuði
1980, en í dag þurfa menn að
greiða 7,20 franska franka, eða um
80% meira.
Hvað varðar þessa óhagstæðu
þróun gengismála, þá virðist fólk
lítið hafa gert sér grein fyrir
henni á síðasta ári, en í ár hafa
áhrifin komið af fullum þunga á
okkur. Það má hins vegar ekki
gleyma jákvæðu hliðinni, en það
er stóraukning á ferðum Banda-
ríkjamanna til Evrópu með félag-
inu, en í því sambandi eru far-
gjöldin reyndar ennþá of lág,
þannig að þessi aukning skilar sér
ekki sem skyldi fyrir félagið,“
sagði Davíð Vilhelmsson.
„Ef litið er einangrað á Þýzka-
landsmarkaðinn, þá kippa Þjóð-
verjar mjög fljótt að sér hendinni
með allan munað, þegar eitthvað
harðnar á dalnum. í Þýzkalandi
hefur efnahagsástandið farið
heldur versnandi undanfarna
mánuði og misseri, þótt auðvitað
sé ekki verið að tala í tugum pró-
senta eins og hér á landi. Eitt pró-
sent hækkun á verðbólgu þykir
mikið efnahagslegt rask í Þýzka-
landi. Þessi efnahagsvandi í
Þýzkalandi hefur leitt það af sér,
að Þjóðverjar fara mun minna til
útlanda í frí, en þeir hafa gert í
gegnum tíðina. Þeir kippa ein-
faldlega fyrst að §ér kendinni á
þessu sviði. Þá ér rmKÍl óvissa
ríkjandi í stjórmálum landsins,
sem gerir dæmið ekki einfaldara,"
sagði Davíð Vilhelmsson ennfrem-
ur.
Það kom fram í samtalinu við
Davíð Vilhelmsson, að um 16%
samdráttur hefði verið almennt á
ferðum Evrópubúa til Banda-
ríkjanna á fyrri helmingi þessa
árs. „Okkur tókst hins vegar að
halda nokkurn veginn í horfinu,
en á sama tíma jukum við sæta-
framboð nokkuð. Aðalástæðan
fyrir því, að við höfum ekki lent
verr í því en raun ber vitni, er sú
staðreynd, að fólk hefur fengið trú
á Flugleiðum á nýjan leik eftir
vandræðin á sínum tíma. Þá fer
það ekki á milli mála, að með sam-
stilltu átaki starfsmanna hefur
tekizt að bæta og styrkja rekstur
félagsins verulega á síðustu
tveimur til þremur árum,“ sagði
Davíð Vilhelmsson.
Um sölu á ferðum til íslands
sagði Davíð, að samdráttur hefði
verið frá Þýzkalandi í sumar, en
hins vegar hefði tekizt að auka
söluna nokkuð frá Frakklandi.
„Efnahagsástandið hér á landi
hefur hins vegar gert okkur veru-
lega erfitt fyrir. Fólk skilur
hreinlega ekki hinar miklu verð-
hækkanir, sem hér dynja stöðugt
yfir. Það er t.d. orðið mjög erfiét
að selja bílaieigubíla, sem eru
mun dýrari, en almennt gerist er-
lendis. Þá hafa hótelverð enn-
fremur gert okkur erfitt fyrir á
köflum, sérstaklega úti á lands-
byggðinni. Við höfum hins vegar
orðið áþreyfanlega varir við það,
að áhugi Evrópubúa á Islandi fer
sízt þverrandi. Það hefur einfald-
lega minna handa á milli og svo
má ekki gleyma þeirri staðreynd,
að ísland er gríðarlega langt í
burtu fyrir þetta fólk. Ef takast á
að selja ferðir til Islands í auknum
mæli þarf ^ eyða miklum fjár-
munum íwkynningarstarfsemi.
Mun meiri fjármunum, heldur en
við höfum nokkur tök á,“ sagði
Davíð Vilhelmsson. Davíð gat þess
ennfremur, að í gegnum tíðina
hefði verið varið gríðarlegu fjár-
magni til kynningar á landi og
þjóð. Það hefði í raun enginn aðili
lagt sig eins fram eins og Flugleið-
ir í þeim efnum.
Aðspurður um veturinn sagði
Davíð Vilhelmsson, að nokkuð
ljóst væri, að hann yrði félaginu
þungur. „Eg er hins vegar hæfi-
lega bjartsýnn á framhaldið al-
mennt. Okkur hefur tekizt að ná
meiri aukningu farþega út úr
Bandaríkjunum, en nemur heild-
araukningunni þaðan og ef eðli-
legt ástand skapast í efnahags-
málum Evrópuríkja, munum við
auka okkar hlut þar einnig," sagði
Davíð Vilhelmsson að síðustu.
„Ég get ekki annað en verið
ánægður með útkomuna hjá okkur
í Frakklandi í ár. Okkur hefur tek-
izt að auka sölu á ferðum til Is-
lands töluvert, reyndar höfum við
stöðugt verið að sækja á undan-
farin ár,“ sagði Antoine Quitard,
forstöðumaður svæðisskrifstofu
Flugleiða í París, í samtali við
Mbl., en hann var ennfremur
staddur hér á dögunum.
„Við höfum alla tíð átt gott
samstarf við sendiráðið í París
hvað varðar kynningu á landinu
og vonandi verður áframhald á
því. Þá hefur Vigdís Finnboga-
dóttir ekki spillt fyrir, en hún er í
miklum metum í Frakklandi. Ég
er hins vegar dálítið smeykur um
framtíðina, þar sem stjórnvöld í
Frakklandi hafa ekki staðið sig
sem skyldi. Kaupgeta fólks hefur
farið minnkandi að undanförnu og
það virðist halla undan fæti á ansi
mörgum sviðum," sagði Antoine
Quitard ennfremur.
Það kom fram í spjallinu, að
fyrstu átta mánuði ársins hefði
orðið um 25% aukning á farþegum
frá Frakklandi til Islands, auk
þess sem töluverð aukning hefði
orðið að farþegum milli Frakk-
lands og Bandaríkjanna í ár.
„Ég er hins vegar snnfærður um
að ef rétt er á málum haldið, þá
megi auka ferðamannastrauminn
milli Frakklands og íslands veru-
lega á komandi árum og það er
einmitt það sem við stefnum að,“
sagði Antoine Quitard, að síðustu.
r'