Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 65 „Ríkisbáknið hefur þanist út með ótrúlegum hraða“ „Að sjálfsögðu þarf ríkið á miklu fé að halda, því mikið er af því heimilað. Ég held þó, að vitur- legra hefði verið að festa minna fé í framkvæmdum og fyrirtækjum, sem sum gefa lítinn arð og með öðrum þarf að gefa stórfé, sam- anber járnblendið í Hvalfirði og Kröflu. Ríkisbáknið hefur þanist út með ótrúlegum hraða. Til fræðslu- og tryggingamála fer nær helmingur af tekjum ríkisins og þó er það eigi nema hluti af kostnaðinum. Sveitarfélögin stynja undan framlögum sínum til skólamála og lífeyrissjóðakerfið er að verulegu leyti utan við þessi framlög ríkisins. Á báðum þessum liðum má spara verulega með því að gera skólakerfið dálítið vitur- legra og samræma tryggingakerf- ið þannig, að einn lífeyrissjóður væri fyrir alla landsmenn. Fram- lög til landbúnaðarmála mætti lækka án þess að það þrengdi kosti bænda. Námslán fá flestir stúd- entar, sem þess óska og þeim skól- um fer fjölgandi, sem mega út- skrifa stúdenta. Stúdentahópur- inn stækkar því árlega, nýjar deildir hafa verið stofnaðar við háskólann, sem litla hagnýta þýð- ingu hafa fyrir þjóðfélagið. Mjög margir stúdentar eru við nám er- lendis, fá að sjálfsögðu námslán. Ég held, að eigi væri óviturlegt að samræma þessi námslán meira og betur við þarfir þjóðfélagsins en nú er gert. Það er ástæðulaust að veita ótakmörkuðum fjölda stúd- enta námslán. Réttara er að miða við þarfir þjóðfélagsins. Það er meira en vafasamt að jákvætt sé að stétt háskólaborg- ara verði alltaf fjölmenn. Þegar menn eru búnir að dvelja við nám í 20 ár og jafnvel þó rólega hefði verið að vinnu staðið, hlifast við- komandi aðilar við ’að fara að vinna við aðrar starfsgreinar en þeir hafa verið að kynna sér, enda í mörgum tilfellum orðnir óhæfir til annarra starfa. Það má draga úr útgjöldum þjóðfélagsins á mörgum sviðum, en út í það skal eigi fara frekar nú.“ — Telur þú þjóðfélagsþróunina í ósamræmi við það sem efni standa til? „Til ríkisins fara u.þ.b. 30% af Rætt við Björn á Löngumýri um hugmyndir hans gegn verðbólgunni þjóðartekjum og til sveitarfélaga og lífeyrissjóða rennur stórfé. Það mun því eigi fjarri lagi að 40—50% af þjóðartekjum fari í gjöld. Slíkt hlýtur að hafa veruleg áhrif á allt fjármálakerfið. Það er venja hjá fjármálaráðherrum okkar, þegar deilt er á þá fyrir há fjárlög, að bera þá vörn fram, að útgjöldin séu jafn há eða hærri en hjá nágrannaþjóðum okkar. Ég held, að við ættum að fara varlega í það að apa allt éftir þeim, því lífsskilyrði eru ólík.“ „Grunnskólalögin hafa hvorki auðgað okkur að visku eða fjármunum" „Við erum fámennir og búum í strjálbýlu landi. Grunnskólalögin sótti Gylfi t.d. til Svíþjóðar. Ég held, að þau hafi hvorki auðgað okkur að visku eða fjármunum. Danir greiða 90% launa í atvinnu- leysisstyrki. Rólyndir menn hagn- ast á því þar að gera ekki neitt, því það kostar sitt að fara í vinnu. Danir hafa því þróað hjá sér at- vinnuleysið á þann hátt. Frakkar og V-Þjóðverjar fluttu inn Tyrki og Araba af því þeir þóttust of góðir til að vinna óþrifaleg verk og skortir nú vinnu fyrir milljónir manna. Rómverjar létu þræla vinna á ökrunum, en fengu Ger- mani til að verja land sitt. Ríki þeirra liðaðist í sundur. Þegar borgarar einhvers þjóðfélags fara að flytja inn ýmiskonar fólk til þess að vinna verk, sem þeir þykj- ast of góðir til að vinna sjálfir, þá fer slíkt þjóðfélag að hrörna innan frá. Það er auðveldara að auka út- gjöld en minnka þau og hægara að gera vitleysu en bæta úr henni. Verðbreytingar í aðalviðskipta- löndum okkar hafa mjög mikil áhrif á efnahagsafkomu þjóðar- innar. Þjóðin er fámenn og fram- leiðsla frekar einhæf. Viðskipti eru því mjög mikil miðað við þjóð- artekjur. Breytilegt verð á inn- fluttum nauðsynjum hefur því veruleg áhrif á afkomu atvinnu- veganna og kaupgjaldsvísitöluna. Við þann þátt verðbólgunnar geta íslensk stjórnvöld ekki ráðið og því eigi hægt að vænta þess, að verðbólga verði lægri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar." — Hvað finnst þér um þróun launamála? „Launamálin eru mjög viðkvæm og um þau er endalaust verið að deila. Kaupgjaldsvísitölunni er kennt um verðbólguna. Vera má, að það sé að einhverju leyti rétt, en fleiri ástæður koma þar til greina. Ef laun eru of há í landinu sem ég er ekki viss um, þá eru það óraunhæfar grunnkaupshækkan- ir, sem því valda frekar en kaup- gjaldsvísitalan. Árið 1974 og 1977 voru stjórnvöld og atvinnurekend- ur kúgaðir til að skrifa undir óraunhæfar launahækkanir, sem þeir gátu eigi staðið við. Það eru vandræði að geta ekki staðið við gerða samninga og það er óvitur- legt af launþegum að þvinga fram óraunhæfar kaupkröfur. Það hlýt- ur að leiða til gengislækkunar og aukinnar verðbólgu en engra kjarabóta." „Oft slá bestu hjörtun undir treyju þeirra sem erfida“ „Ljóst er, að ef vinnulaun og önnur útgjöld hækka um 30—50% umfram hagvöxt á ári, þá hlýtur verðgildi hverrar krónu að minnka jafnmikið eða meira. At- vinnurekendur, ríki, félög og ein- staklingar hafa oftast verið tregir til að hækka beinar launagreiðsl- ur, en furðu fúsir að samþykkja ýmsar aukagreiðslur og margar þeirra ákvarðaðar með lögum. Ég taldi einu sinni saman nærri þrjá- tíu útgjaldaliði, sem sjávarútveg- ur og iðnaður urðu að greiða auk vinnulauna. Til að greiða alla þessa aukapinkla fóru nærri 50% af kaupinu. Vera má, að þetta hafi eitthvað breyst, en ég dreg í efa, að um lækkun sé að ræða. Vafa- laust eiga allir þessir aukapinklar Morgunblaftið/KÖE sinn þátt í því, að'hér virðist lítið um að atvinnurekstur beri sig. Það væri þrifaverk, ef stjórnvöld, launþegar og atvinnurekendur lækkuðu þessar aukagreiðslur og strikuðu sumar alveg út. Þá væri hægt að hækka laun og atvinnu- reksturinn bæri sig betur. Það er eðlilegt, að launþegar vilji fá hærri laun, þegar allt verðlag hækkar. Hins vegar þarf kaup- gjaldsvísitalan að vera miðuð við raunþarfir fólksins. Ástæðulítið er að taka tillit til brennivíns og utanlandsferða. Nauðsynlegt er að taka tillit til verðbreytinga á mat- vörum, fatnaði, húsnæði og upp- hitun. Kostnaður við bílaeign er e.t.v. umdeilanlegur að einhverju leyti. Mikið mun vanta á, að nægi- legt tillit hafi verið tekið til hús- hitunar úti á landsbyggðinni, þar sem ekki er hitaveita. Ég hygg að mörg minni heimili greiði þar allt að því eins mikið fyrir olíu og rafmagn og þá matvöru, sem keypt er. Húsnæði er sennilega dýrara í Reykjavík, þannig að eigi er víst, að dýrara sé að búa úti á landi, þegar þess er gætt, en ódýr- ara er það ekki. Mikið annríki hef- ur verið á þessu ári við kjara- samninga og allir þykjast hafa fengið einhverja úrlausn, tilfærslu á launaflokkum eða greiðslu fyrir einhverja daga, sem ekki er unnið o.s.frv. Þannig, að formenn launa- hópanna geta komið til umbjóð- enda sinna og skýrt frá því, að vel hafi verið að verkið staðið. Ragnar Arnalds skýrði frá því í byrjun samningaviðræðna, að til- gangslaust væri að semja um launahækkanir, því ekkert fé væri til að borga með. Víst er þessi hreinskilni virðingarverð. Allir fengu samt einhverja úrlausn. Rétt er að taka það fram, að laun- þegar hafa sjaldan verið hófsam- ari í kröfugerð og þeir voru ófúsir að fara í verkfall. Satt að segja held ég, að fólkið sé farið að sjá, að óraunhæfar kaupkröfur eru eigi árangursríkar til að bæta lífskjör- in. Það sé viturlegra að fara aðrar leiðir. Það er fjarri lagi, að lág- launafólkið sé óbilgjarnara í kaupkröfum en aðrar stéttir. Ég álít það jafnvel sanngjarnara og oft slá bestu hjörtun undir treyju þeirra sem fást við erfiðari verkin. Þegar samningum við flesta laun- þegahópana var lokið, þá komu sjómenn og heimtuðu hliðstæðar hækkanir. til þess að hægt væri að hækka fiskverðið þurftu fisk- vinnslustöðvarnar að fá fleiri krónur fyrir fiskinn. til þess að það væri hægt þurfti að lækka gengið og vegna þess að gengið fór stöðugt lækkandi, þarf að stór- hækka vexti. Annars tæmast bankarnir af sparifé." „Furöar á aö þeir skuli ekki búnir að segja af sér“ „Þannig gengur þetta til. Endir- inn á öllu þessu samningsþófi er sá, að ríkisstjórnin gefur út bráða- birgðalög, sem stjórnarandstaðan hótar að fella. Kratar og Sjálf- stæðisflokkurinn afhentu á sínum tíma Seðlabankanum valdið til að ákveða vexti og gengisskráningu. Þingið getur því engu breytt um þau atriði, nema breyta fyrst Seðlabankalögum. Stjórnarand- staðan getur hins vegar fellt ákvæði um kaupskerðingu 1. des., lengingu orlofs og fleiri ákvæði til aðstoðar við útveginn. Eigi mundi það leysa nein vandamál. Ég held, að þjóðin hljóti að vera farin að sjá, að ekki er hægt til lengdar að stjórna banka- og fjármálum þjóðarinnar á þann veg, sem gert er. Það er ekki hægt að reka heil- brigðan atvinnurekstur, ef alltaf er verið að lækka gengi, hækka vexti, hækka skatta, taka lán og bæta aukapinklum á atvinnuveg- ina. Öll þessi atriði auka verðbólg- una og hafa hliðstæð áhrif og að ausa olíu á eldsglóð. Þetta hljóta þeir að sjá, sem stjórna þessum málum. Ég furða mig satt að segja á því, að þeir skuli ekki vera búnir að segja af sér.“ „Búnir aö gera öllu meira en Geir geröi“ „Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokkur fóru með stjórn frá 1974—1978. Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra. Kjarasamn- ingar voru gerðir 1977, sem höfðu í för með sér verulegar launa- hækkanir í krónutölu. Atvinnu- rekendur töldu sig ekki geta staðið við þá samninga og ríkisstjórnin gaf út bráðabirgðalög, sem skertu kaupgjaldsvísitölu. Frammámenn hjá Alþýðubandalagi og jafnvel krötum æstu fólkið upp og heimt- uðu að staðið væri við samninga. Guðmundur J. Guðmundsson tók útflutningsmálin í sínar hendur og bannaði að skipa út fiski nema með sínu leyfi. Kom Guðmundur oft í útvarp og lét allvænt yfir sér og sínum verkum. Hagaði Guð- mundur störfum sínum þannig, að þeir fengu að flytja út fisk, þar sem hús voru að fyllast og vinna að stöðvast. Hinir urðu að geyma fiskinn og greiða vexti af birgð- unum. Ekki varð lát á þessari stjórnsemi Guðmundar fyrr en eftir kosningar, þegar Álþýðu- bandalag og kratar voru búnir að vinna glæsilegan sigur. Ríkis- stjórnin hélt að sér höndum allan tímann og gerði ekkert. Ég held, að það sé dálítið erfitt að stjórna landi, þar sem svona hlutir geta gerst. Og tæplega hefðu leiðtogar Austur-Évrópuríkja látið Guð- mund tölta of oft í útvarpið með hliðstæðar tilkynningar. Nú eru Guðmundur og félagar hans búnir að gera nákvæmlega sömu hluti og Geir gerði og raunar öllu meira. Því Geir hækkaði eigi vexti og lækkaði gengi jafnhliða vísitölu- skerðingu. Nú heyra menn heldur ekki í útvarpi hina karlmannlegu rödd Guðmundar gefandi fyrir- mæli um að skipa ekki út fiski. Viðreisnarstjórnin sáluga hafði þann sið að gera óvinsæla hluti strax eftir kosningar, en var við- mótsþýð og liðleg, þegar leið að kosningum. Þetta virðist Geir eigi hafa athugað 1978. Það var að ^meygja snöru um eigin háls að rifta launasamningum skömmu fyrir kosningar. Ég held, að ger- legt hefði verið að draga allar að- gerðir fram yfir kosningar með smávægilegri aðstoð hjá ríki og SJÁ NÆSTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.