Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982
69
Hjúkrunarfélag íslands:
Markmið hjúkrunarrannsókna
er að auka gæði hjúkrunar
- segir Penny Prophet, prófessor í hjúkrunarfræðum
FYRIR SKÖMMU var stödd hér á landi kaþólsk nunna,
systir Penny Prophet, prófessor í hjúkrunarfræðum við kaþ-
ólska háskólann í Louvain í Belgíu. Hún var hér í boði
Hjúkrunarfélags íslands, í þeim erindum að halda fyrirlestra
um hjúkrunarrannsóknir. Voru fyrirlestrarnir fluttir sl. mánu-
dag og þriðjudag á Hótel Esju, og sóttu þá í kringum 50
hjúkrunarfræðingar.
„Þetta er í fyrsta skipti sem
Hjúkrunarfélag íslands ræðst í
það að fá hingað erlendan fyrir-
lesara," sagði María Finnsdóttir
hjá Hjúkrunarfélagi íslands.
„Við höfum verið í samvinnu við
hjúkrunarfélög í Evrópu um efl-
ingu hjúkrunarrannsókna, og
þess vegna leituðum við eftir
fyrirlesara núna til þess að
kynna þessi mál hér á landi.
Hjúkrunarrannsóknir hafa ver-
ið dálítið afskiptar hérlendis
alla tíð. Það hefur aldrei tíðkast
að hjúkrunarfólk hafi skrifað
niður fullkomna lýsingu á
hjúkrun einstakra sjúklinga,
það hefur einfaldlega ekki verið
tími til þess. Þessu þarf að
breyta, hjúkrunarfræðingar
verða sjálfir að taka virkan þátt
í því að vinna að söfnun þekk-
ingar sem getur stuðlað að
bættri hjúkrun."
En hvað eru hjúkrunarrann-
sóknir? Penny Prophet Svarar:
„Hjúkrunarrannsóknir eru
einfaldlega skipulegar athugan-
ir á starfi hjúkrunarfólks í þeim
tilgangi að auka gæði hjúkrun-
ar. Við getum tekið dæmi: Það
er gríðarlega krefjandi og getur
tekið á taugarnar að sinna sjúku
fólki, að ég tali nú ekki um fólk-
ið sem á við alvarleg veikindi að
stríða. Og það er þekkt fyrir-
brigði að þeim sem starfa við
heilsugæslu hættir hreinlega til
að „bræða úr sér“. Með hjúkrun-
arrannsóknum hafa verið
fundnar ýmsar leiðir til að leysa
þetta vandamál. Það er fjöl-
margt sem komið hefur í ljós að
reynist vel: t.d. að færa starfs-
fólk á milli deilda, svo sem frá
deildum sem sinna alvarlega
veiku fólki yfir á deildir sem
léttara er yfir.
Þetta var dæmi um það
hvernig hjúkrunarrannsóknir
geta stuðlað að bættri aðstöðu
starfsfólksins, en bætt vinnu-
skilyrði skila sér alltaf í betri
vinnu; betri hjúkrun í þessu til-
felli.
En við getum líka tekið ein-
falt dæmi um það hvernig
hjúkrunarrannsóknir geta
beinlínis stuðlað að bættri
hjúkrun. Til skamms tíma var
talið að það væri of mikil
áreynsla fyrir hjartasjúklinga
að baða sig sjálfir, og því voru
þeir þvegnir í rúminu. En síðan
Systir Penny Prophet undir lok
siðasta fyrirlestursins sem hún
hélt á Ilótel Esju á þriðjudaginn.
„Þetta er einstök kona,“ sagði
Katrín Pálsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur, „það er ekki að sjá á henni
þreytumerki þótt hún sé búin að
vera að frá því klukkan níu í
morgun og allan gærdaginn. Hún
er alltaf jafn hress og reitir af sér
brandarana."
Morgunblaðiö/ Kmilía
kemur í ljós að það reynir mikið
minna á sjúklinginn að fara
fram í sturtu en að láta ein-
hvern ókunnugan baða sig.“
Hverjir eiga að sinna hjúkr-
unarrannsóknum? Er það sjálft
hjúkrunarfólkið eða sérstakir
aðilar?
„Það er útilokað annað en að
það sé sjálft hjúkrunarfólkið.
Það veit einfaldlega best hvar
skórinn kreppir. Þekkingaröflun
á hagnýtu sviði hlýtur alltaf að
fylgja þeirri hringrás, að fyrst
eru það hin daglegu störf sem
leiða til athugana á einhverju
tilteknu atriði; þessar athuganir
geta svo hugsanlega af sér kenn-
ingu, þ.e. alhæfingu, sem er síð-
an prófuð í hinu hagnýta starfi.
En því miður hefur það farið
svo í Bandaríkjunum að það hef-
ur orðið ákveðinn aðskilnaður á
milli hinna daglegu starfa og
rannsókna. Það eru sjálfsagt
margar skýringar á því hvers
vegna málin hafa þróast þannig.
Ég get nefnt nokkrar: hjúkrun-
arfólk hefur ekki verið hvatt til
þess að stunda rannsóknir, það
hefur ekki tíma til þess, því
finnst rannsóknir of erfiðar,
leiðinlegar kannski, o.s.frv.
En það er einmitt eitt af því
sem ég hef reynt að koma inná í
þessum fyrirlestrum mínum
núna, að það getur verið mjög
skemmtilegt að stunda rann-
sóknir og það þarf ekki að vera
erfitt."
markaðnum. Markaður unninnar
ullarvöru virðist öviss nú sem
stendur og íslenzkur iðnaður á í
harðri verðsamkeppni við erlend-
ar framleiðsluvörur, þrátt fyrir
sérstöðu sína og gæði.
Vinnuvaka kvenfélagsins
Um síðustu helgi héldu konur í
Kvenfélagi Saurbæjarhrepps
vinnuvöku sína, ásamt konum af
Skarðsströnd, eins og svo mörg
kvenfélög önnur í landinu þessa
helgi. Höfðu þær bækistöð í veiði-
húsinu Árseli. Unnu þær og seidu
handavinnu sína og héldu bazar í
lok vökunnar, auk þess sem þær
seldu veitingar á meðan á vökunni
stóð. Að sögn formanns kvenfé-
lagsins, Elísu Berthelsen í Hvíta-
dal, söfnuðust um 10 þúsund krón-
ur, sem verður að teljast mjög
góður árangur. Verður fénu varið
til styrktar öldruðum og þá trú-
lega lagt til þeirrar byggingar
fyrir aldraða í Dölum, sem hafin
er nú í Búðardal.
Vegagerð
í sumar var unnið að vegagerð í
Svínadal — og var þar um að ræða
verulegar endurbætur og nýbygg-
ingu í svonefndum Mjósundum og
bæði sunnan þeirra og vestan.
Gengu þessar framkvæmdir með
ágætum, vel var að þein staðið og
veðurfar ákjósanlegt til slíkra
framkvæmda. Verður gaman að
sjá, hvernig þessi nýi vegarkafli
stendur sig, þegar byljir vetrarins
fara að hefjast fyrir alvöru, en
ennþá hefur ekki á þetta reynt, því
veðurblíða hefur verið hér undan-
farið með eindæmum góð á þess-
um árstíma. Þá voru gerðar all-
miklar vegabætur við Breiðabóls-
stað á Fellsströnd. Þannig stefnir
vegagerðin sífellt í áttina til betri
vega, og ber að þakka það, þó
okkur finnist nú oft, að of hægt
Ingiberg J. Hannesson
gangi. En fjármagn er afl þeirra
hluta, er gera skal, og það er af
skornum skammti enn sem komið
er, og ekki er útlitið nógu bjart í
þeim efnum nú, ef marka má tal
landsfeðranna um efnahagsörðug-
leika og minnkandi þjóðartekjur
samfara auknum erfiðleikum í
markaðsmálum landsmanna. En
við erum bjartsýn og trúum því,
að upp stytti, enda þurfum við ís-
lendingar sízt að kvarta slík sem
velmegunin er.
Laugaskóli
Á skólasetrinu Laugum í Sæl-
ingsdal var starfrækt sumarhótel
nú í sumar eins og áður. Gekk sú
starfsemi með ágætum, og er
vafalaust, að hún á framtíð fyrir
sér. Staðurinn er vel fallinn til
hótelrekstrar, húsakynni góð og
húsrými ágætt, á staðnum er
sundlaug og þar er einnig Byggða-
safn Dalamanna, sem Magnús
Gestsson safnvörður veitir for-
stöðu og hefur byggt upp með
miklum ágætum. Hótelstjóri hef-
ur verið undanfarin sumur Óli J.
Ólason og er hann jafnframt
skólabryti á vetrum, og með ágæt-
um störfum sínum hefur hann
skapað staðnum hinn bezta orð-
stír.
Skólastjóri Laugaskóla er Guð-
jón Sigurðsson. Þar eru nú hafnar
framkvæmdir við byggingu
íþróttahúss, og standa vonir til, að
hægt verði að reisa það og full-
byggja á næstu 5—6 árum. Er það
mikið átak en afar brýnt, þar sem
íþróttaaðstaða á staðnum hefur
verið í lágmarki, en nemendur um
100 í heimavist samtímis og þörfin
því mikil á slíku húsnæði.
Framkvæmdir í Búöardal
í Búðardal er einnig verið að
reisa myndarlega viðbyggingu við
grunnskólann þar og er sú fram-
kvæmd orðin afar brýn, en
þrengsli mikil í þeim hluta skól-
ans, sem fyrir er. Ýmsar fleiri
framkvæmdir eru þar í gangi, svo
sem bygging íbúða fyrir aldraða
og iðngarðar og sýsluhús í undir-
búningi.
Þannig er gróska veruleg í
framkvæmdum hér um slóðir, og
veitir ekki af, því héraðið er til-
tölulega fámennt, en þörfin mikil
á að veita festu og tiltrú í búsetu
og framtíðarstörfum. Það er
áreiðanlega þjóðhagsleg nauðsyn
að treysta byggðina út um landið
og veita mannlífinu þar þau skil-
yrði og þá hagsæld, sem þéttbýlið
nýtur í ríkara mæli enn sem kom-
ið er, en hvorugt getur þó þrifist
án hins, þannig að það hlýtur að
vera farsæl byggðastefna að búa
svo um hnútana, að mannlíf geti
þróast og blómstrað jafnt í hinum
dreifðu byggðum landsins sem í
þéttbýlinu. Að því ber að stefna,
og þannig helst það jafnvægi í
byggð landsins, sem er þjóðinni
nauðsyn.
Hinu eru ekki að neita, að að-
stöðumunurinn er mikill, og nægir
þar að nefna gífurlega hátt orku-
verð, sem dreifbýlisbúar yfirleitt
verða að sætta sig við, þrátt fyrir
loforð ríkisvaldsins um jöfnun
orkuverðs. Nýleg tilkynning
stjórnvalda um leiðréttingu í þess-
um efnum er vissulega spor í átt-
ina, þar sem hennar gætir, en
hverfur um leið í hækkunarskrið-
um óðaverðbólgunnar, sem nú rík-
ir. Þess vegna er nauðsynlegt að
stíga þar stærri og áhrifameiri
skref en gert hefur verið.
Aðstöðumunurinn birtist og á
fleiri sviðum, svo sem í lélegri að-
stöðu nemenda í dreifbýli til að
njóta sambærilegrar menntunar
við þéttbýlisbúa. Og margt fleira
mætti þar auðvitað nefna. Og
samt telja háttvirtir alþingis-
menn, að það eina nauðsynlega nú
um stundir sé að leiðrétta það sem
þeir kalla „misvægi atkvæða" í
landinu — og telja allra meina bót
að fjölga þingmönnum þar sem
þeir eru flestir fyrir og aðstaðan
bezt. Hvílík fásinna. Ætli það
væri ekki nær að huga í meiri al-
vöru að öðrum vandamálum þjóð-
arinnar, leiðrétta annað og alvar-
legra „misvægi" — þann hrikalega
aðstöðumun á svo mörgum sviðum
þjóðfélagsins, bæði milli dreifbýl-
is og þéttbýlis — og stétta í milli
— sem áreiðanlega er brýnna úr-
lausnar en það að koma fleiri
þingmönnum að í þéttbýli Reykja-
nesskagans — og stækka um leið
yfirbyggingu ríkisbáknsins, sem
er nú nægilega mikil fyrir og auka
um leið aðstöðumuninn í staðinn
fyrir að minnka hann. En nú er ég
víst kominn rækilega út fyrir efni
þessa pistils, — en stundum getur
maður nú ekki orða bundist.
lngiberg
Ný unglingabók:
„Á flótta undan
nasistum“
IÐDNN hefur gefið út unglingabókina
Á flótta undan nasistum eftir Erik
t'hristian Hauqaard. Hann er danskur
að uppruna, en hefur frá sautján ára
aldri átt heima annars staðar, búið í
Kandaríkjunum. Ítalíu og á Spáni.
Áður hefur komið út á íslensku
bók hans, Litlu fiskarnir sem á sínum
tíma fékk mikla viðurkenningu. — Á
flótta undan nasistum gerist skömmu
fyrir síðari heimsstyrjöld og er efni
hennar kynnt svo á kápubaki: „Erik
er fjórtán ára danskur piltur á
skólaferðalagi til Þýskalands árið
1937. Á ferjunni gefur ókunnur mað-
ur sig á tal við hann og afhendir
honum pakka sem hann á að fá
ákveðnum manni í hendur á knæpu í
Hamborg. Þar með er Erik flæktur í
ófyrirsjáanlega atburði. Hann kynn-
ist ýmsum í Þýskalandi, eignast vini,
en hittir líka menn sem eru til alls
vísir. Nasistar hafa náð alræðisvöld-
um, stríðið á næsta leiti, harðvítugar
ofsóknir hafnar gagnvart öllum sem
nasistastjórnin telur sér þránd í
götu. Hvernig á Erik að forða sjálf-
um sér og vinum sínum undan
hrammi nasista?" Á flótta undan nas-
istum þýddi Anna Valdimarsdóttir.
Bókin er 160 blaðsíður. Oddi prent-
aði.
FROST A FRONJ
„Frost á Fróni“
I>riöja bókin um Samma
llt er komin hjá Iðunni þriðja bókin
í teiknimyndaflokknum um Samma.
Nefnist hún Frost á fróni.
Höfundar þessara bóka eru Berck
og t’auvin. Aðalpersónur þessa flokks
eru Sammi og vinur hans, Kobbi,
sem taka sér fyrir hendur að leysa
ýmis erfið verkefni. Um efni þessar-
ar bókar segir á kápubaki: „Grímsi
er merkilegur vísindamaður, en einn
daginn verður óþægilega heitt á hon-
um. Sammi og Kobbi taka að sér,
fyrir góða borgun, að fylgja Grímsa
burtu á kaldan stað, svo að ekkert
komi fyrir hann. Þetta er ekki
vandalaust því að glæpamanna-
flokkur er jafnan á hælunum á
Grímsa og margar aðrar hættur
liggja í leyni." — Frost á fróni er 4
blaðsíður. Bókin er gefin út í sam-
vinnu við Interpresse í Danmörku.
Jón Gunnarsson þýddi texta bókar-
innar sem prentuð er á Ítalíu.