Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982
VTL
yerðbólgan verður eigi upprætt nema með
einu alhliða átaki
GREIN ARNI JOHNSEN
„Það er alltaf hægt að
spjalla um skemmtisögur og
siúður, en það sem skiptir
máli er að finna lausn á
verðbólgunni og það hef
ég,“ sagði Björn á Löngu-
mýri ábúðarfullur á svip.
„Nú tölum við um verðbólg-
una, því menn geta lært af
því.“ Ég áréttaði, að það
væri nú hægt að tala um
fleira en verðbólguna. „Nei,
ekki í þessu viðtali,“ svaraði
Löngumýrarbóndinn, »ég
svík ekki þjóð mína og hef
boðskap að flytja henni um
verðbólguna.“ Við hófum
spjallið.
„I fjóra tugi ára hafa verðbólgu-
málin verið eitt aðalumræðuefni
hjá banka- og stjórnmála-
mönnum. Flestir fjölmiðlar hafa
auk þess eytt miklum tíma og
rúmi í umræður um þau mál.
Stjórnmálamenn hafa látið að því
liggja, að þeir vildu og ætluðu að
vinna á móti og draga úr verðbólg-
unni. Verðbólgan hefur samt auk-
ist með vaxandi hraða. Eitthvað
hlýtur því að vera að. Annað hvort
skortir skilning á orsökuin og eðli
verðbólgunnar eða réttum aðferð-
um er eigi beitt nema hvort
tveggja sé. Á ég þá við það sem er
og hefur verið að gerast hér hjá
okkur. Verðbólga skapast og eykst
við það, að vörur og þjónusta
hækka í verði. Kaupmáttur hverr-
ar krónu rýrnar. Þau atriði, sem
einkum valda því, að þetta gerist,
eru að mínu áliti: 1. gengislækkan-
ir, 2. fjármagnskostnaður, 3.
skattheimta ríkis og sveitarfélaga,
4. almennar launahækkanir og 5.
verðhækkanir á innfluttum og
innlendum vörúm."
— Hverja telur þú aðalástæð-
una fyrir verðbólgunni?
„Það eru fyrst og fremst endur-
teknar gengislækkanir, sem hafa
valdið verðbólgu hér á landi.
Seðlabankinn og hinar ýmsu ríkis-
stjórnir hafa að mestu ráðið að-
gerðum í efnahagsmálum. Ein-
stakir þingmenn hafa eigi haft að-
stöðu til að ráða miklu. Hafi
Seðlabankinn eigi komið sínum
hugmyndum fram meðan Alþingi
var að störfum vegna andstöðu
þingmanna, hefur það tekist eftir
þinglausnir eða þingrof, samanber
árið 1974. Ráðamenn í fjármálum
okkar hafa rökstutt gengislækk-
anirnar með því að þær væru af-
leiðing en eigi orsök verðbólgunn-
ar. Þessar afsakanir eru að nokkru
leyti réttar, en þá þarf að einbeita
sér að því að uppræta þær orsakir,
sem valda því, að verðgildi gjald-
miðilsins minnkar. Eitt af því,
sem gera þarf til þess að það tak-
ist, er að ráðamenn, banka- og
fjármála, hafi kjark og manndóm
til að neita að lækka gengi krón-
unnar og geri þær ráðstafanir í
þjóðarbúskapnum sem þarf til
þess að hægt sé að komast hjá því.
Sé það gert, leitar allt til jafnvæg-
is og verðbólga hjaðnar. Rétt er að
rifja upp í fáum orðum sögu geng-
islækkana. Þegar ég man fyrst til
var dollarinn 6 króna virði. 1959
var hann skráður á 16 krónur. það
ár tók hin svonefnda Viðreisnar-
stjórn við völdum. Gengisskrán-
ingunni var breytt þannig, að doll-
arinn jafngilti 38 krónum. Vextir
voru hækkaðir um u.þ.b. 50%.
Miklar deilur urðu um þessar
ráðstafanir. Stjórnarandstaðan
var á móti þeim án þess þó að
benda á aðrar raunhæfar úrlausn-
ir.“
— Hvað vildir þú gera í þessum
efnum?
„Ég hafði þá sérstöðu, að ég
vildi eigi lækka gengið meira en
það, að dollarinn væri skráður á
32 krónur. Ég var dálítið kunnug-
ur sjávarútvegsmálum um það
leyti og álít þá gengislækkun
raunhæfa. Vexti vildi ég hins veg-
ar eigi hækka. Ríkisstjórnin vildi,,
að ég ætla, lækka gengið svona
mikið til þess að nota þessa óþarfa
gengislækkun fyrir nokkurs konar
varasjóð. Ég hélt því fram, að
óþarflega mikil gengislækkun
mundi auka hraða verðbólguskrið-
unnar og enda með því að krónan
yrði verðlaus. Sá spádómur hefur
því miður komið fram. Ríkis-
stjórnin gaf fyllilega í skyn á
þinginu 1959—1960, að gengi krón-
unnar mundi eigi lækka frekar
næstu árin og margir munu hafa
trúað því. Við þetta var þó eigi
staðið, því árið eftir lækkaði geng-
ið úr 38 krónum í 42 krónur dollar-
„Hefnigirni er vand-
ræða eiginleiki“
„Ástæðan var, að ríkisstjórn-
inni mislíkaði kjarasamningar
sem SIS gerði. Hefnigirni er vand-
ræðaeiginleiki. Það neikvæðasta
við þessa ákvörðun var, að fólkið
hætti að trúa á stöðugleika gjald-
miðilsins. Deilurnar um gengis- og
vaxtamálin á Alþingi 1959—1960
hafa án efa þreytt ríkisstjórnina,
því litlu síðar fékk stjórnin sam-
þykkt lagafrumvarp, þar sem
Seðlabankanum var falið vald til
þess að ákveð!f vexti og gengis-
skráningu. Bankinn þarf aðeins að
fá samþykki ríkisstjórnarinnar ef
um meiriháttar gengisbreytingar
er að ræða, því tæplega hefur allt-
af verið leitað til ríkisstjórnarinn-
ar, þegar gengissigsaðferðin hefur
verið notuð. Valdið til að ákveða
gengi og vexti var þannig fært frá
þinginu til Seðlabankans. Þetta
álít ég hafa verið óhappaverk, því
þó þingmenn séu að sjálfsögðu
misvitrir og heimskan verði oft í
meirihluta, held ég, að ástandið í
vaxta- og gengismálum hefði verið
betra en nú er, ef þingið hefði
meiru ráðið um þau mál. Nokkrum
sinnum hafa orðið stjórnarskipti
síðan viðreisnarstjórnin hætti, en
það furðulega er, að þeir flokkar,
sem voru andvígir því að fá Seðla-
bankanum nær öll völd í vaxta- og
gengismálum, hafa ekkert gert til
pess að fá því breytt, þegar þeir
fengu aðstöðu til að geta það. Ég
held, að forsendan fyrir því sé sú,
að þeim þyki þægilegt að geta ráð-
ið vaxta- og gengismálum í sam-
ráði við Seðlabankann og gleyma
því að setan í ráðherrastólum vill
oftast verða skömm. Gengi krón-
unnar var lækkað 1967 og 1968 um
ním 100% og þegar ríkisstjórn
Ólafs Jóhannessonar tók við 1971
var dollarinn 88 krónur og sú
gengisskráning var óbreytt, þótt
gengið væri orðið rangt skráð,
þegar þingrofið varð 1974. Énda
held ég, að flestir þingmenn og
ráðherrar Framsóknar og Alþýðu-
bandalags hafi verið mótfallnir
lækkun gengis og hækkun vaxta.
Veturinn 1974 fóru ráðamenn
Seðlabankans að hafa áhuga á að
hækka vexti stórlega. Gengis-
lækkanirnar höfðu gert sparifé
landsmanna verðlítið. Flestir
hröðuðu sér að eyða því lausafé,
sem þeir eignuðust og vildu flest
frekar eiga annað en peninga í
bankabókum. Bankana skorti
lausafé til útlána, auk þess held
ég, að forráðamenn Seðlabankans
hafi haft dálítið samviskubit
vegna þess, hvernig búið var að
fara með eigendur sparifjár. En
hvað sem því líður, þá er eitt víst,
að eftir þingrofið, þegar bankinn
var laus við aðhald þingsins, var
Seðlabankinn fljótur að lækka
gengi og hækka vexti og varð vel
ágengt í því efni áður en ríkis-
stjórn Geirs Hallgrímssonar tók
til starfa. Á tímabilinu frá þing-
rofi 1974 þar til stjórn Geirs fór
frá 1978, lækkaði gengi krónunnar
úr 88 krónum í 260 krónur dollar-
inn, eða um næstum 200% á fjór-
um árum. En á tímabilinu frá 1978
þar til stjórn Gunnars Thoroddsen
var mynduð, lækkaði gengi úr 260
krónum í 400 krónur dollarinn.
u
Stjórn Gunnars Thoroddsen hefur
nú verið við völd í tæp þrjú ár. Á
því tímabili hefur gengi krónunn-
ar lækkað úr 400 krónum í 1550
krónur, eða í 15 nýkrónur og
fimmtíu aura, af því peningaskipti
hafa farið fram. Gengið hefur því
lækkað um nær 300% á tæplega
þremur árum.“
„Verðbólga og gengislækkun
eru óaðskiljanlegar systur“
„Verðbólga og gengislækkun eru
óaðskiljanlegar systur. Það er því
ljóst, að verðbólgan hefur aldrei
verið meiri en þetta síðasta
stjórnartímabil.
Árið 1979 voru samþykkt lög
sem kennd voru við Ólaf Jóhann-
esson, en eðlilegra hefði verið að
kenna þau við Landsbankann, því
þaðan munu þau ættuð að mestu
leyti. Efni þessara laga var fyrst
og fremst það að hækka vexti það
mikið í áföngum að eigendur
sparifjár fengju að fullu bætta þá
verðrýrnun sem verða kynni á
sparifé þeirra. Þessu takmarki
þóttust bankarnir hafa náð í árs-
byrjun 1981, en talsvert mun
vauta til að svo sé á þessu ári.
Hægt er að verðtryggja banka-
innistæður eða leggja peninga inn
á bundna reikninga í 3—6 mánuði
og fá 38% vexti. Þessi lög eru
sanngjörn gagnvart sparifjáreig-
endum og þau hefðu átt að geta
gert flestum ljóst, að ekkert var
unnið við að lækka gengið, því þá
hækkuðu vextir hliðstætt.
Þetta virðast talsmenn útvegs-
og iðnaðarmanna ekki allir hafa
séð enn. Mikið af útlánum bank-
anna er verðtryggt. Æði verðbólg-
an áfram eins og útlit er fyrir,
verða það ævintýralegir vextir
sem þarf að greiða. Ljóst er, að öll
útgjöld, sem lögð eru á atvinnu-
rekstur, hækka framleiðslukostn-
að. Skiptir þá engu máli, hvort um
vinnulaun, vexti eða opinber gjöld
er að ræða. Háir vextir eru því
verðbólguhvetjandi engu síður en
launahækkanir. Það er hæpið, að
útflytjendur sleppi skaðlausir þó
vaxtahækkun og gengislækkun
fylgist að, vegna þess að hækkun
vaxta eykur verðþólgu og hækkar
því laun og opinber gjöld. Það eru
fleiri en útflytjendur, sem þurfa á
lánum að halda. Verslunin þarf
mikið lánsfé, því að miklir fjár-
munir eru bundnir í húsum og
vörubirgðum. Háir vextir hljóta
því að leiða til þess að meira þarf
að leggja á vöruna. Vera má, að
einhverjar verslanir geti bjargað
sér á því að komast hjá skatt-
greiðslum, eða hækka umboðslaun
sín fyrir sölu afurða. Hitt er samt
staðreynd, að hinir gífurlegu vext-
ir, sem eru afleiðing endurtekinna
gengislækkana, eru hrein martröð
fyrir verslunina, einkum í dreif-
býli og raunar öll viðskipti. Til
þess að geta lifað í okkar kalda
landi þurfa menn föt, fæði og hús-
næði. Erfiðasta fjárfestingarþrep-
ið hjá venjulegu launafólki er að
eignast íbúð. Meðan fólk gat feng-
ið óverðtryggt lán var þetta auð-
velt. íbúðina var hægt að borga að
verulegu leyti með mörgum sinni
verðminni krónum en teknar voru
að láni í upphafi. íbúðareigendur
þurftu því raunverulega eigi að
greiða nema hluta af kostnaðar-
verðinu. Hitt greiddu eigendur
sparifjár, sem voru rændir, á þann
hátt að spariféð var gert svo til
verðlaust með gengislækkunum,
og skattgreiðendur með framlög-
um í lánasjóði. Rétt er þó að taka
fram, að margt ungt fólk lagði
fram mikla eigin vinnu og greiddi
á þann hátt hluta af kostnaðar-
verði íbúðanna strax. Vissulega er
það gott, að ungt fólk geti eignast
íbúð til eigin nota, en nú er breyt-
ing á orðin. Taki ung hjón 600 þús.
króna lán til að eignast íbúð, þurfa
þau að greiða tvö til þrjú hundruð
þúsund í vexti árlega. Við það
ræður eignalítið fólk ekki. Til þess
að það sé hægt, verður verðbreyt-
ingarhluti vaxtanna að mestu
leyti að bætast við stofnlánið.
ískyggilega há verða þau lán, þeg-
ar árin líða. Auðveldara er fyrir
þá að eignast íbúð, sem fá 90% lán
gegnum verkamannabústaðakerfi,
en það tekst ekki öllum. Skatt-
greiðslur hafa að sjálfsögðu áhrif
á afkomu launafólks og atvinnu-
rekenda. Því meira sem launþegi
greiðir í beina og óbeina skatta,
þeim mun hærri þurfa launin að
vera að öðru jöfnu. Sama er að
segja um fyrirtæki. Það er óvitur-
legt að láta frystihús, fiskvinnslu-
hús, sláturhús og jafnvel verslun-
arhús greiða jafn háa fasteigna-
skatta og nú er gert. Sama má
segja um launaskattinn og jafnvel
tekjuskattinn. Fyrir tveimur til
þremur árum var góð afkoma hjá
sumum fiskvinnsluhúsum og þau
borguðu háan tekjuskatt. Ég las
þá grein eftir Isfirðing, þar sem
hann talaði um, að það væri ekki
til neins að hafa góða afkomu, rík-
ið hirti tekjuafganginn að mestu.
Fyrirtæki geta eigi mætt erfiðu
árunum, fái þau eigi að bæta hag
sinn í góðærum. í dag er eigi hægt
að reka fjárfrek fyrirtæki, hvort
sem þau eru rekin af félögum eða
einstaklingum nema að verulegar
eignir standi á bakvið."