Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982
Skip á leið
út úr þokunni
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Grand oid man færeyskrar
nútímaljódlistar heitir ('hristian
Matras. Fyrsta Ijóðabók hans nefnd-
ist Grátt, kátt og hátt (1926). Safn
Ijóóa hans og Ijóóaþýðinga kallast
Leikur og loynd (1975). ('histian
Matras er mikiis metinn lærdóms-
maður, prófessor í norrænum fræð-
um og höfundur færeysk-danskrar
orðabókar. Ekki ómerkur þáttur í
ævistarfi hans eru þýðingar erlendra
öndvegisverka og ritgerðahöfundur
er hann ágætur.
Ég hitti Christian Matras í boði
sem Rithöfundasamband Færeyja
hélt rithöfundum á ráðstefnu um
sérstöðu þeirra norrænu þjóða
sem tala og skrifa mál sem fáir
skilja. Hann var heiðursgestur.
William Heinesen var líka boðið,
en hann treysti sér ekki til að
koma. Christian Matras er orðinn
gamall maður, 82 ára, farinn að
bogna í baki og heyrir illa. Hann
er í lægra meðallagi, svipurinn
höfðinglegur, fræðimaður og skáld
í einni persónu.
Christian Matras sagðist yrkja
lítið um þessar mundir, en eitt og
eitt smákvæði yrði þó til. Hann
vildi fá að vita hvort ég kannaðist
við ljóð hans af þýðingum á önnur
mál eða hvort ég hefði lesið þau á
frummálinu. Greinilega var það
honum áhyggjuefni að þýðingar
færeyskra ljóða gæfu ekki rétta
mynd af þeim. Hann spurði til
dæmis: „Hvernig líst þér á þýð-
ingar Danans Poul P.M. Peder-
sens?“ Stærsta þýðingasafn fær-
eyskra ljóða er að því ég best veit
eftir Pedersen: Færöske digte
1900—1971, útg. Rosenkilde og
Bagger 1972.
I veisluglaumi var erfitt að
komast í samband við skáldið. Og
ekki virtist hann málgefinn um of.
Christian Matras yrkir mikið
um færeyska náttúru, ekki sist um
heimabyggð sína, Viðoy. Eyjan
virðist honum skip sem siglir út úr
þokunni á leið út í hinn stóra
heim. Fólkið, dýrin og fuglarnir
eru hinn dýri farmur um borð.
Ljóð Matras eru bundin Færeyj-
um og þránni til Færeyja, eru lof-
söngur um uppruna skáldsins,
verðmæti sem það vill ekki glata.
Eins og hjá William Heinesen er-
um við stödd í miðju heimsins
þegar við ferðumst með Christian
Matras um Færeyjar.
Flest ljóð Matras eru stutt og
hnitmiðuð. Þau fjalla eins og fyrr
segir um kunnuglega hluti úr
náttúrunni, en þeir eru gæddir
sjaldgæfu lífi skáldskapar og búa
('hristian Matras
yfir fleiri merkingum en liggja í
augum uppi. Myndmálið er einfalt,
en oft í því einhver dul sem skír-
skotar til þess sem innra býr. Ekk-
ert færeyskt nútímaskáld (undan-
tekning William Heinesen sem
yrkir á dönsku) er jafn óumdeilan-
legur meistari ljóðformsins og
Christian Matras. Það kemur því
ekki á óvart að hann hefur orkað
mjög á yngri skáld, ekki síst Guð-
rið Helmsdal Nielsen (f. 1941) og
Steinbjörn B. Jakobsen (f. 1937).
Lýtt lot (1963) hét fyrsta ljóða-
bók Guðrið Helmsdal Nielsen.
Færeysk náttúra er yrkisefni
hennar. Christian Matras er spar
á orð, en svo varlega fer Guðrið
Helmsdal Nielsen með orð að sum
ljóða hennar eru ekki nema fáein-
ar stuttar línur. Meðal þeirra er
hið kunna ljóð Morgunn í mars:
Morgunn
í mars.
Hjartað:
tjaldur
Flýgur
til þín
Hún yrkir um frostmorgna
bernskunnar, um það hvernig þlár
morgunn birtist og nóttin er hrafn
sem flýgur framhjá glugganum.
Eitt ljóða hennar fjallar um
hræddar og fölar stúlkur sem
reika spyrjandi út í nóttina og
hverfa sorgmæddar hver í sína
átt. Augu þeirra lýsa eins og
stjörnur. í ljóðum hennar er við-
kvæmni og lífsþrá sem stundum
minnir á Edith Södergran.
Steinbjörn B. Jacobsen sendi frá
sér fyrstu ljóðabók sína, Heim-
koma fyrir sextán árum. Til-
beiðsla færeyskrar náttúru og
færeysks mannlífs er rík hjá hon-
um eins og fyrrnefndum skáldum.
Þróun hans sem skálds hefur orðið
sú að í stað innhverfra ljóða hefur
hann ort frásagnarljóð og gerst
pólitískur, en án þess að slaka á
listrænum kröfum. Eitt skemmti-
legasta ljóð Steinbjörns er um
ræðarana þar sem hann tekur mið
af afa sínum sem var í flokki
Jóannesar Paturssonar í sjálf- '
stæðisbaráttu Færeyinga.
Meðal yngri skálda má nefna
Heðin M. Klein og Martin Næs
sem yrkja stundum í-anda þeirra
skálda sem minnst hefur verið á,
en hafa einnig með góðum árangri
gerst skáld Þórshafnar sem er
óðum að breytast úr bæ í borg. I
ljóðum þeirra má greina samfé-
lagsjeg átök og veðrabrigði sam-
tímans um leið og þeir eru ákaf-
lega meðvitaðir um færeyskan
uppruna sinn.
Tvö skáld annarrar gerðar en
flest önnur færeysk skáld eru
Karsten Hoydal (f. 1912) og Regin
Dahl (f. 1918).
Karsten Hoydal er módernist-
inn meðal færeyskra skálda, ljóð
hans minna oft á skáld eins og
Pablo Neruda, þau eru mælsk,
hljómmikil og myndvís. Regin
Dahl er ef til vill hefðbundnari en
Karsten Hoydal, en í ljóðum
beggja er óróleiki heimsins. Þeir
eru meiri heimsborgarar en flest *
önnur skáld í Færeyjum, enda
báðir dvalist langdvölum fjarri
ættlandi sínu.
Stundum hefur maður það á til-
finningunni að ýmsir erfiðleikar
sem mæta færeyskum skáldum,
ekki síst kostnaðarsöm bókaút-
gáfa, sjúgi úr þeim þrótt. Sumir
þeirra gefa kannski út eina bók og
láta það nægja, snúa sér síðan að
öðrum hlutum. Á rithöfundaþingi
í Þórshöfn í Færeyjum í október
komst maður ekki hjá því að taka
eftir hve mikill áhugi var meðal
færeyskra skálda á Norræna þýð-
ingasjóðnum og Bókmenntaverð-
launum Norðurlandaráðs. „Það er
sjúkdómur í Norðurlanda ráði og
hann heitir fjárskortur," sagði
Erlendur Patursson á þinginu.
Þessi sjúkdómur má alls ekki
verða til þess að bókmenntir smá-
þjóða eins og Færeyinga séu
hundsaðar. Það er einmitt hlut-
verk Norðurlandaráðs að koma til
móts við þá afskiptu, þeir þurfa
helst á skiiningi að halda.
Ljóst er að við Islendingar
stöndum mun betur að vígi en
Færeyingar í þessum efnum.
FRAM
TÖLVUSKÓLI
TÖLVUNÁMSKEIÐ
Innritun stendur nú yfir í Basic I forritunarnám-
skeiö sem hefst 16. okt.
Nánari upplýsingar í síma 39566 milli kl.
13—18.
Tölvunám er fjárfesting í framtíð þinni.
TÖLVUSKÓLINN FRAMSÝN, SÍÐUMÚLA 27,
PÓTSHÓLF 4390, 124 REYKJAVÍK, SÍMI: 39566.
Til sölu Mazda Rx7
Til sölu af mjög sérstökum ástæöum þessi fallegi bíll.
Mikiö af aukahlutum. Uppl. í síma 20411 eftir kl.
18.30.
Hin unga kona horfír í augu þess
sem hún hyggst hryggbrjóta
Að eiga
sér
draum
en vera
kona
Kvíkmyndír
Ólafur M. Jóhannesson
AD EIGA SÉR DRAIIM EN VERA
KONA
Nafn á frummáli: My Brilliant
(’areer.
Handrit: Eleanor Witcombe sam-
kvæmt sögu Miles Franklin.
Kvikmyndun: Don McAlpine.
Tónlist: Nathan Walks.
Leikstjóri: Gill Armstrong.
Sýnd í Regnboganum.
Áströlsk kvikmyndagerð er í
miklum uppgangi um þessar
mundir eins og hefur áður verið
minnst á í þessum þáttum.
Þannig er kvikmyndafélagið
„The New South Wales Film
Corporation", sem stendur að
baki „My Brilliant Career" sem
nú skreytir tjaldið í D-sal
Regnbogans, með hvorki meira
né minna en sex myndir á fram-
leiðsluskránni. Annars virðist
þessu félagi nokkuð fjár vant, í
það minnsta ber „My Brilliant
Career" þess merki að fjármuni
hafi skort til listrænna átaka.
Því miður verð ég að segja því
myndefnið — leit ungrar stúlku
að sjálfstæði innan hinnar
stöðnuðu samfélagsgerðar
Viktoríutímans er býsna áhuga-
vert. Ekki spillir, að Judy Davis
sem leikur unga metnaðargjarna
stúlku, er hreint frábær. Hún
ber af öðrum leikurum myndar-
innar eins og gull af eiri og hríf-
ur mann inn í veröld sem hingað
til hefur verið lokuð karl-
mönnum. Með öðrum orðum þá
gefst manni hér tækifæri til að
kynnast örlítið hinum marg-
nefnda reynsluheimi kvenna.
Þessi heimur virðist afskap-
lega ólíkur reynsluheimi okkar
karlmannanna, að ekki sé meira
sagt. Þannig verður manni ljóst
er líður á myndina að, það var
nánast glæpsamlegt af konu á
ofanverðri nítjándu öld að hugsa
sjálfstætt. Konurnar voru nán-
ast eins og gyltur í stíu sem bar
að geta af sér afkvæmi og hirða
þau án þess að mögla eða kíkja
út fyrir grindurnar. Auðvitað
nutu börnin oft góðs af hinu
fastmótaða fjölskyldukerfi, því
skal aldrei gleymt að þau skipta
mestu, en hvað um konurnar
sem fæddust í heiminn búnar
ekki bara æxlunarfærum heldur
sama sálræna búnaði og karl-
maðurinn en með flesta drauma
sína fædda andvana.
Ætli kvennabyltingin verði
ekki eina raunverulega bylting
þessarar aldar þegar allt kemur
til alls? Ekki veit ég það, en fróð-
legt þótti mér að fylgjast með
uppreisn hinnar ungu konu í
„My Brilliant Career". Hið
óstýriláta eðli hennar ásamt
sérkennilegum bakgrunni — en
foreldrarnir komu úr mjög ólík-
um stéttum — varð þess vald-
andi, að hún braut allar brýr að
baki sér og ákvað að gerast rit-
höfundur. Þegar stúlkan minnt-
ist á þetta við ráðsetta frænku
sína svarar sú gamla: „Heldur
vildi ég að þú rakaðir af þér hár-
ið og gengir í klaustur." Þessi
eina setning lýsir í hnotskurn
viðhorfi viktoríutímans til kven-
mannsins. En hún lýsir einnig
öðru. Frænkan er auðug ekkja
sem ræður umhverfi sínu í krafti
peninga. Hún kærir sig ekki um
að breytingar verði á verkaskipt-
ingunni í þjóðfélaginu. Það hent-
ar henni býsna vel að kynsystur
hennar séu þægar og undirgefn-
ar og stjórni því sem þær mega
gegnum menn sína. Eins og
klettur situr þessi kona við hlið
karlmannsins og viðheldur
þannig kerfi sem fellir í dróma
hið „veikara" kyn. Þetta mættu
rauðsokkur hafa í huga þegar
þær áfellast í ræðu og riti hið
„sterkara" kyn.
Ég ætla ekki að fara frekar útí
efni „My Brilliant Career" en
víkja örlítið að tæknilegum at-
riðum. Eins og ég sagði í upphafi
greinarinnar geldur myndin þess
nokkuð að ekki eru fjársterkir
aðilar á bak við hana. Þetta
kemur fram í einhæfni leik-
tjalda og búninga. Leikstjórinn,
Gill Armstrong, reynir að hylja
þessa fábreytni með nærmynda-
tökum. En með ríkulegri leik-
tjöldum, fagmannlegri förðun og
myndatöku, hefði þessum ágæta
leikstjóra gefist betra færi á að
fylgja eftir hugmyndum hand-
ritsins. Mér varð annars hugsað
til þess, er ég labbaði út úr bíó-
inu að lokinni kvikmyndinni og
framhjá Myndbandaleigu
kvikmyndahúsanna, hver yrði
framtíð ástralskrar kvikmynda-
gerðar. Fjöldi manna hefir lagt
allt að veði til að draumurinn
um sjálfstæða ástralska kvik-
myndagerð verði að veruleika og
auðgi þannig kvikmyndaheim-
inn. Einhversstaðar las ég, að
ein alvarlegasta hættan sem
stafaði af þessari ungu listgrein
í Ástralíu, væri myndbanda-
þjófnaðurinn. Áströlsku
kvikmyndafyrirtækin mættu
einfaldlega ekki við því að þjófar
kæmust í framleiðsluna og fjöl-
földuðu hana. Um daginn sá ég
svo til nýja ástralska kvikmynd í
einu kvikmyndahúsanna hér í
borg. Af einhverjum ástæðum
nefndi ég myndina við nemendur
mína í fjölbraut. Þá gellur við
einn nemandinn: „Það er búið að
sýna þessa mynd í videókerfinu
heima hjá mér.“ Þegar ég heyrði
þetta fékk ég sting fyrir brjóstið
og orðið þjófsnautur hljómaði í
hlustum mínum. Af rælni fletti
ég upp á þessu orði þegar heim
var komið. Blöndal segir svo um
þetta orð í bók sinni: „Þjófsnaut-
ur er ekki þjófum betri.“ Þetta
breytist nú vonandi þegar búið
verður að slökkva á útvarp Ak-
ureyri í menntamálaráðuneyt-
inu.