Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 Datsun Nissan Sunny „Wagon“ Nýi Datsun Nissan Sunny- bíllinn kominn hingað Straumlínulagaðri og rúmbetri en forveri hans, auk þess sem innréttingin er mun íburðarmeiri Bílar Sighvatur Blöndahl SÁ nýjasti frá Datsun heitir Nissan Sunny, en þar er á ferð- inni nýr endurhannaður bíll, sem i engu svipar til forvera síns, nema nafnið. Um er að ræða meðalstóran fjölskyldubíl, sem er fáanlegur annað hvort í „Saloon“ útfærslu, eða „Wag- on“ útfærslu, en hægt er að fá bílinn tvennra eða fernra dyra. Auk þessa er svo hægt að fá bíl- inn í „Coupe" útfærslu, tvennra dyra. Wagon-bíllinn og Coupe- bíllinn eru síðan með tiltölulega stórri skuthurð. Nýi Sunny-bíllinn er straumlínulagaðri en forveri hans, hefur vindstuðulinn á bilinu 0,34—0,39 Cw, en sam- kvæmt upplýsingum framleið- enda minnkar þessi aukna straumlínulögun benzíneyðslu bílsins um 10—15%, en auk þess er bíllinn með nýrri vél, svokallaðri E-vél, sem er um 15% eyðslugrennri en sú gamla. Mælar eru óvenjulega stórir Datsun Nissan Sunny „Saloon“ í bílinn hefur verið hannað nýtt mælaborð, sem er mjög frábrugðið því gamla. Stjórn- tæki eru betur innan seilingar fyrir ökumann, sem er mikill kostur, auk þess sem mæla- borðið hefur mun nýtízkulegra yfirbragð en það gamla. Mæl- ar eru tiltölulega stórir, þann- ig að gott er að lesa af þeim. Þá er sú nýjung í bílnum, að hægt er að fá hann með vökva- stýri, en beygjuradíus bílsins er 4,5 metrar. Sunny kemur fjögurra gíra „Standard", en síðan er boðið upp á fimm gíra kassa og þriggja gíra sjálfskiptingu. Bíllinn er framdrifinn. Innrétting Sunny-bílsins er annars mun íburðarmeiri en í forvera hans. Hönnuð hafa verið ný vandaðri sæti, sem eru klædd skemmtilegu pluss- áklæði. Lögð hefur verið áherzla á að stuðningur sæt- anna sé meiri en í eldri bíln- um. Úrvaliö er frá Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbaróasölum um land allt Bridgestone diagonal (ekki radial) vetrarhjólbaróar. 25 ára reynsla Bridgestone á islandi sannar öryggi og endingu. Gerió samanburó á verói og gæöum. á Islandi BILABORG HF Smiðshöfða 23, sími 812 99. Hlöðubruni á Skógarströnd Siykkisholmi, 5. nóvember. SÍÐDEGIS í gær kom upp eldur í hlöóu á bænum Straumi á Skógar- strönd. Fljótlega tókst að ráða niður- lögum eldsins, en heyið er ónýtt og hlaðan mikið skemmd. Á Straumi er einbúi og var hann ekki heima er eldurinn kom upp. Vegfarendur, sem leið áttu hjá um klukkan 17, urðu varir við að reyk lagði upp úr hlöðunni. Gerðu þeir slökkviliðinu í Stykkishólmi þegar viðvart og brá það hart við og kom þegar á staðinn. Tókst því að ráða niðurlögum eldsins á milli klukk- an 19 og 20, en tii að komast að eldinum varð að rjúfa þak hlöð- unnar. Allt heyið, um 50 til 60 hestar, mun ónýtt og hlaðan, sem er gömul, mikið skemmd. Bæði hlaða og hey voru óvá- tryggð og er því tjón bóndans til- finnanlegt. —Árni Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.