Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 10 ' U vöna. skorr*\r þínir ha$\ ekki Qílir atast úi i- sÓ5U.n TM Rog US Pat Oft — all rights reservod W' Hvernig dirflst þú að tala við mig á þennan hátt? HÖGNI HREKKVÍSI Morgunleikfimi Valdimars: Hægt að gefa þætt ina út á snældum G.L.G. 3243—1089 skrifar: „Velvakandi. Eftir að hafa nú nýverið heyrt og séð í sjónvarpi viðtal við Valdimar Örnólfsson, um morKunleikfimiþætti hans í út- varpinu, vaknaði eindreginn áhugi okkar og ósk, nokkurra lífeyrisþega í Hjúkrunarfélagi Islands, um að þættirnir með hans góðu rödd og tilsögn, væru fáanlegir. Þetta væri til dæmis hægt með því að gefa þá út á kassettum, eins og tillögur hafa komið fram um áður. Með þökk fyrir birtinguna." Valdimar Örnólfsson Þessar austurlensku þjóðsögur geta verið góður skáldskapur Ragnar Þorsteinsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Fyrir nokkrum dögum birtist í dálkum þínum bréf frá Filippíu Kristjánsdóttur, þar sem hún er að andmæla kenningum vísinda um uppruna mannsins sem sjón- varpið er að sýna um þessar mundir. Þessum þáttum stjórnar prófessor Leaky, sem er heims- þekktur sérfræðingur á þessu sviði. Ekki hefur frúin fylgst vel með þessum þáttum, því hún seg- ir í þyrjun bréfsins: „Það er nú reyndar ekki í fyrsta sinn að maður verður að sitja undir þess- um kenningum, að við séum kom- in af öpum, eða menn og apar hafi verið samstofna í upphafi sköpunar." Prófessor Leaky tók það skýrt fram að enginn vísindamaður héldi því fram að menn væru komnir af öpum og varla held ég að Filippía geti fundið þann vís- indamann sem vilji samþykkja að það sé upphaf sköpunar, þegar sameiginlegur forfaðir apa og manna var uppi. Upphaf lífs á jörðu var mörg hundruð milljón- um ára fyrr. Rétt á eftir segir frúin: „Darwin iðraðist sárlega að hafa eytt svona mörgum mann- dómsárum sínum í það sem hann komst að síðar að væri unnið fyrir gýg “ Ekki veit ég hvaðan hún hefur þessa sögu um iðrun Darwings, en hún er uppspuni frá rótum. Alfræðibókin Encyclopædia Britannica er talin vera eitthvert vandaðasta heimildarit sem til er. Þar stendur í grein um Dar- win og kenningar hans: „... Dar- win efaðist aldrei um réttmæti kenninga sinna um uppruna teg- undanna...“ Og síðar í grein- inni: „... það var því ekíd að undra, að á efri árum sagði Darwin skilið við kenningar ensku kirkjunnar og gerðist vantrúaður (agnostic)...“ Frúin virðist álíta að eina sannleikann og allan sannleik- ann sé að finna í sköpunarsögu Biblíunnar. Flest, ef ekki öll trú- arbrögð, hafa sínar sköpunarsög- ur, svo sögurnar um sköpun heimsins skipta hundruðum og hver þeirra er talin sú eina rétta af þeim sem trúa þeim. Þær hafa það allar sameiginlegt að vera tilraunir frumstæðra manna að skýra uppruna sinn. Mig hefur oft undrað að til skuli vera full- orðið fólk á síðari hluta tuttug- ustu aldar, sem trúir þessum þjóðsögum bókstaflega. Þegar ég var krakki trúði ég að huldufólk, tröll og dvergar væru til, .en sá tími er löngu liðinn. Eins fór með þjóðsögurnar í Gamla testamentinu. Enn segir Filippía: „Það hefur oft verið spurt: Hver getur sannað að Biblían segi satt? Rétta svarið er: Hún sannar sig sjálf." Það lítur út fyrir að blessuð konan hafi ekki lesið Biblíuna sína. Hér koma fáein dæmi sem sýna að Biblían segir ekki alltaf satt. I fyrstu bók Móse segir að Guð hafi verið ánægður með sköpun- arverkið: „Og Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott.“ Síðar í sömu bók: „Þá iðraðist Drottinn þess, að hann hafði skapað mennina á jörðunni." í annarri Mósebók segir að menn geti séð Guð: „En Drottinn talaði við Móse augliti til auglit- is, eins og maður talar við mann.“ Síðar í sömu bók: „Drottinn sagði: „... en þegar ég tek hönd mína frá, munt þú sjá á bak mér...“ Annars staðar segir: „Og enn sagði hann: Þú getur eigi séð auglit mitt, því enginn maður fær séð mig og lífi haldið." í Jóhannesarguðspjalli segir: „Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð.“ I annarri Mósebók segir að Guð verði þreyttur og hvílist: „... á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, en sjöunda daginn hvíldist hann og endurnærðist.“ En Jesaja segir: „Drottinn er eilífur Guð, er skapað hefur endi- mörk jarðarinnar, hann þreytist ekki, hann lýist ekki...“ Ég læt þetta nægja í bili, en af nógu er að taka. Þessar austur- lensku þjóðsögur geta verið góð- ur skáldskapur, en persónulega kýs ég heldur goðsagnir Hellena eða Þúsund og eina nótt. En góð- ur skáldskapur getur aldrei kom- ið í staðinn fyrir góð vísindi. Nú er röð- in komin að okkur R. Einarsson skrifar 6. nóv.: „Ágæti Velvakandi. Mörgum sýnist að íslenzk stjórnmál séu vægðarlaus, yfir- borðsleg og full af framapoti. Það sé ekki fyrir ærlega menn að taka þátt í þeim leik. Nokkrum mánuðum fyrir al- þingiskosningarnar 1979 virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn stefndi í stórsigur. En á 1—2 mánuðum skipuðust veður í lofti. Mikil átök urðu á Suðurlandi, sem enduðu með sérframboði. Á Norðurlandi skiptust menn í fylkingar, sem ekki tókst að sætta og leiddi það einnig til sér- framboðs. í Reykjavík stefndi í óefni þegar talsmenn stórra launþegasamtaka sættu sig ekki við niðurstöður prófkjörs. Útlit- ið var allt annað en gæfulegt í þessu höfuðvígi Sjálfstæðis- flokksins. Það er við þessar aðstæður sem Ellert Schram býður full- trúa launþegasamtaka að skipta um sæti. Hann hafði þá dreng- lund og það skap sem þurfti til Ellert Schram að taka stóra ákvörðun. Ég man það vel hversu stórmannlegt mér fannst þetta af Ellert. í viðtali við Mbl. í dag lætur Ellert þess getið m.a., að hann verði að sannfærast um að hann hafi þann stuðning sem réttlæti að hann fari í prófkjör. Nú er röðin komin að okkur, hinum almenna kjósanda Sjálfstæðisflokksins, að láta Ellert Schram og aðra íslenzka stjórnmálamenn vita, að við metum og munum það sem vel er gert.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.