Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 73 fclk í fréttum Prinsessa á hnjánum + Díana prinsessa sést hér á hnjánum, þar sem hún ræöir viö mann aö nafni Clifford Dunsford, 68 ára gamlan, sem er vistmaður í hinum Konunglega skóla fyrir blinda í Leatherhead í Englandi. Erindi Díönu í skólann var aö opna nýja viðbyggingu, sem kostaði 1,8 milljónir punda, og notaði hún tækifæriö og ræddi viö vistmenn. Clifford Dunsford hefur verið á heimilinu frá því árið 1948, og kættist mjög viö spjalliö viö prinsessuna, sem hann sagöi hina vinalegustu. COSPER Er hjónaband Redfords hrunið? + Miklum sögum hefur fariö af því aö undanförnu, aö leikarinn, Ro- bert Redford, hafi sagt skiliö viö eiginkonu sina, sem hann hefur veriö kvæntur í 24 ár, og hafi hann sest aö í Malibu í Kaliforníu. Nú hefur blaöafulltrúi leikarans tilkynnt aö sögusagnir þessar séu hin mesta firra. „Sögur af þessu tagi komast á kreik alltaf ööru hverju vegna þess aö enginn virö- ist lengur hafa hina minnstu trú á þvi aö hjónabönd leikara geti var- aö til langframa. En Robert Red- ford og eiginkona hans eru harö- gift og ánægð, og ég hef engu viö þaö aö bæta,“ sagöi blaöafulltrú- inn, Patricia Newcomb og virtist miöur glöö. Dálkahöfundurinn Peter Tory hjá Daily Mirror skrifar í þátt sinn í síöastliöinni viku aö stjarna mynd- anna „Butch Cassidy and the Sundance Kid“ og „The Way We Were“, hafi einungis hitt eiginkonu sína örfáum sinnum undanfarið ár og hafi hjónaband þeirra hruniö vegna gagnkvæms leiöa. Hins veg- ar hafi maður nokkur „öllum hnút- um kunnugur í Hollywood" tjáö honum aö ekki væri líklegt aö þau hjón myndu skilja opinberlega... Robert Redford er hann tók vió Óskaraverólaunum fyrir mynd sína „Ordinary People", sem sýnd er í einu kvikmyndahúsi borgarinnar um þessar mundir. £«Zs. ^ ÁRMÚLA 42 ■ h STOFNAÐ 1903 ARMULA 42 - HAFNARSTRÆTI 21 GEKSIPI Herra rykfrakkar í glæsilegu úrvali nýkomnir. Meö og án beltis Mjög hagstætt verö. Þremenningarnir Donald Fagen úr Stelly Dan, Don Henley úr Eagles og Michael McDonald úr Doobie Brothers hafa aldrei starfað saman í hljómsveit svo vitað sé. Þeir eiga þó margt sameiginlegt. Til dæmis eru þeir allir nýbúnir að gefa út sóló- plötur sem þykja ekki aðeins góðar, heldur hreint út sagt meiriháttar. Á þessum plötum leynir fagmannlegt handbragð og toppkunn- átta sér ekki. Karnabær — Dreifing Steinar Gefiö tónlistargjöf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.