Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 Samvinnufélag útgeröarmanna í Neskaupstað 50 ára: Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar, sem 5 haust var meðal annars notuð til síldarsöltunar. Mikilvægt gæfiispor stigið með stoftiun SÚN - segir Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri FYKIR skömmu var mikils áfanga í sögu fiskvinnslu og útgerðar minnzt í Neskaupstað, en á þessu ári voru liðin 50 ár frá stofnun Samvinnufé- lags útgcrðarmanna i Neskaupstað. Á þessu ári eru einnig liðin 40 ár frá stofnun Dráttarbrautarinnar hf., 35 ár frá stofnun Olíusamlags útvegs- manna og 25 ár frá stofnun Síldar- vinnslunnar, en SIIN var aðalstofn- andi þessara fjrirtækja. Á afmælis- árinu gerir Síldarvinnslan nú út þrjá togara, nótaskipið Börk og verk- smiðjuskipið Beiti. I'á rekur fyrir- tækið frystihús, skreiðarverkun, saltfiskverkun, fiskimjölsverk- smiðju og síldarsöltun. Var afmælis- ins minnzt í Kgilshúð og þar fluttu þeir Lúðvik Jósepsson, stjórnarfor- maður SÚN, og Jóhannes Stefáns- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri, ávörp og ráku meðal annars sögu félagsins. l>á var lesinn upp kafli úr óútkominni bók Smára Geirssonar um sögu útgerðar og fiskvinnslu í Neskaupstað, Lárus Sveinsson lék á trompet við undirleik Guðna Guð- mundssonar og sett var upp sögusýn- ing. Fundarstjóri var Kristinn V. Jó- hannsson, núverandi framkvæmda- stjóri SÚN. ^ Stofnunin ekki þrautalaus í ræðu Lúðvíks kom meðal ann- ars fram að stofnun SUN hefði ekki verið þrautalaus. 1930 hefði héimskreppan skollið á íslenzkt atvinnulíf og haft í för með sér mikla erfiðleika fyrir útgerð og atvinnulíf staðarins. Þá hefðu sjávarafurðir verið illseljanlegar og það litla, sem tekizt hefði að selja hefði farið á smánarverði. Þá hefði verið erfitt að fá keypt salt á viðunandi verði. Hefðu helzt verið allsráðandi verzlunarvald ríkra einstaklinga, sem ráðið hefði gangi mála, en því hefði síðan far- ið hnignandi. Jóhannes Stefánsson fyrrverandi framkvæmdastjóri SÚN. Á fyrstu rekstrarárum félagsins hefði það haft með höndum marg- víslega þjónustu fyrir félagsmenn sína, flutt inn veiðarfæri og út- gerðaráhöld, salt og kol og aðrar Lúðvík Jósepsson, stjórnarformaður SÚN. þýðingarmiklar útgerðarvörur og tryggt félagsmönnum lægsta verð, sem þá þekktist á Austurlandi. Þá hefði félagið annazt sameiginleg beituinnkaup og haft milligöngu um sölu á framleiðsluvörum fé- lagsmanna með góðum árangri. Þrátt fyrir mikla andstöðu gömlu stórverzlananna í bænum, heild- sala og bankavaldsins hefði Sam- vinnufélagið staðið erfiðleikana af sér og haldið áfram að dafna. Síð- an hefði reksturinn breytzt nokk- uð og félagið beitt sér fyrir stofn- un og verið aðalhluthafi ýmissa annarra fyrirtækja, svo sem Dráttarbrautarinnar, Olíusam- lagsins og Síldarvinnslunnar og hefði það haft mikla þýðingu í at- vinnuþróun bæjarfélagsins alls. Atvinnutækin eign allra bæjarbúa I ræðu sinni sagði Jóhannes Stefánsson meðal annars, að með stofnun SÚN hefði verið stigið mikilvægt gæfuspor og félagið hefði frá upphafi verið aðaldriU fjöðurin í atvinnulífi staðarins. í raun og veru mætti segja að at- vinnutækin hefðu verið sameigin- leg eign allra bæjarbúa frá stofn- un SUN og svo væri enn. Hagnaðurinn hefði aldrei farið út úr bæjarfélaginu eins og sums staðar annars staðar. Hann hefði verið notaður til uppbyggingar at- vinnulífsins, kaupa á nýjum fiski- skipum, fullkomnari fiskvinnslu í landi og til þess að takast á hend- ur allt það nýjasta, sem nú þekkt- ist í sjávarútvegi og fiskvinnslu. „Það er mín ósk heitust, að hug- sjónir stofnendanna og starf þeirra mörgu, sem hafa unnið síð- astliðin 50 ár að því að treysta þann félagsskap, sem áhrifarík- astur hefur reynzt í hagsæld og Kristinn V. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri SÚN. uppbyggingu atvinnulífs bæjarfé- lagsins okkar, verði við líði í fram- tíðinni og styrkist og eflist með upphaflegu markmiðin í huga,“ sagði Jóhannes að lokum. Hafnaraðstaða innarlega við Norðfjörð fyrr á öldinni. Jogarinn YER m5 S. UJC íekur loqaram J Cr á. mqugq annaSf nlflutn'mg ’a ís* rcrówn fiski félaqsnanm M£m ~ ~ ~ mk 1935 var togarinn Ver tekinn á leigu til að annast útfiutning á ísvörðum fiski félagsmanna til Englands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.