Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 71 Johnson sæti í sögutíma hjá Angus. „Heyröu, er þaö Grænland, sem allt er á kafi í snjó? Já, nú man ég þetta,“ segir Brian hugsi. „Hvernig er þaö,“ segir hann svo. „Fáið þið einhverjar hljómsveitir í heimsókn. Ég man aö Led Zeppelin og Purple fóru einhvern tíma þarna uppeftir, var þaö ekki?“ Honum var tjáö aö svo væri og aö auk þeirra heföu Slade, Nazareth, Clash, Stranglers, Human League, auk ýmissa smærri banda, lagt leið sína til landsins. Hvernig litist AC/DC á aö bregða sér til íslands? Þeir félagar litu hvor á annan. „Eigiö þiö einhverja 20.000 manna höll þarna uppfrá?" spuröi Angus loks. Þegar hann heyröi, aö þaö eina sem hægt væri að bjóöa upp á væri Laugardalshöllin, sem tekur 5.000, í hæsta lagi 6.000 manns, og aö hún væri aðeins föl yfir sumartímann þyngdist á þeim brúnin. „Þaö væri kannski ekki svo vitlaust aö skreppa þangaö," bætti Angus viö. „Eigum við marga aðdáendur á íslandi?" Þegar honum var tjáö, aö plötur þeirra seidust álíka vel hérlendis og jafngilti gullplötu í Bandaríkjunum (höföatalan sí- vinsæla aö sjálfsögöu tekin meö í reikninginn) kom annaö hljóö í strokkinn. Mér fannst kominn tími til aö tala um eitthvaö annað en ís- land, svo ég spuröi þá félaga aö því hvort þessi sífelldi þeytingur kæmi ekki illa niöur á fjölskyldu- lífinu. Ég sá reyndar strax, aö þetta var hálfvitlaus spurning þar sem kona Angus og dóttir Brian Johnson voru meö þeim. „Oft er það svo,“ svarar Ang- us. „Ég tek konuna alltaf meö ef ég get. Hún hitti mig, eða ég hana öllu heldur, þegar ég var á eilífum feröalögum og hér áöur fyrr vorum við oft 10—11 mán- uði á ári á sífelldum ferðalögum. Þetta er misjafnt og fer mjög eft- ir því hvaö viö erum lengi aö ferðast í einu.“ Viö ventum okkar kvæöi í kross. Angus hinn vannærði Hvernig bar stofnun hljóm- sveitarinnar aö og hvar var hún stofnuö? „Hún var stofnuö í Ástralíu í desember áriö 1973. Viö erum reyndar fæddir hérna í Skot- landi. Þetta var reyndar aöallega hugmynd Malcolm. Hann fékk mig til liðs viö sig og hefur senni- lega vonast til þess aö vekja samúö áheyrendanna með því aö tefla mér fram því ég var svo ferlega mjór. Fólk myndi hugsa: „Greyiö strákurinn, hann er enn- þá horaðri og væskilslegri en bróöir hans. Hann hlýtur aö vera vannæröur." Hver var fyrsti söngvari sveit- arinnar? „Bon var fyrstur. Nei, reyndar ekki. Við vorum meö einhvern gaur hjá okkur, en hann tók ekk- ert upp meö okkur. Bon var bara bílstjóri hjá okkur fyrstu mánuö- ina. Við tókum upp nokkur „demo-tape“, en engar plötur. Ég man aö viö Malcolm vorum einhverju sinni að pískra um þaö í aftursætinu aö viö þyrftum endilega aö fá nýjan söngvara því þessi gaur var alveg aö AC/DC é fullri ferö í „Highway to Hell' drepa okkur. Hann var alveg vonlaus. Bon heyröi þetta og sagöi: „Hey, ég get vel sungiö.“ Viö réðum hann strax, hann gat ekki verið verri en sá sem fyrir var, og hvílíkur söngvari hann reyndist vera. Hann var alveg sér á báti.“ „Stórkostlegur,“ skaut Brian Johnson inn í. Þær sögur gengu eftir aö Bon lést, að dauði hans heföi fært hljómsveitinni þá athygli, sem hún þurfti nauðsynlega á aö halda. Ertu sammála því, Ang- us? „Nei, þaö er alls ekki rétt. Viö höföum alltaf stóran aödáenda- hóp, sérstaklega í Evrópu. Plötur okkar komust á „topp-10“-list- ana beggja vegna Atlantshafsins áöur en Bon dó. Bæöi „Highway to Hell“ og eins “If you Want Blood“, sem er hljómleikaplata. Sú plata var hér á lista í tæplega tvö ár. Frá því „Let There be Rock“ kom út höföum viö mjög tryggan aðdáendahóp. Hún beindi athyglinni almennilega aö okkur og þegar “Highway to Hell“ kom út slógum viö í gegn, sem hljómsveit um allan heim. Ég veit reyndar ekki um ísland." Röddin að gefa sig? Gátuð þiö fundið einhverja breytingu í viöhorfum að- dáenda til hljómsveitarinnar eftir aó Brian Johnson tók vió af Bon Scott? „Ég get auövitaö ekki svarað því þar sem ég hef engan sam- anburö,“ segir Brian. „Nei, þaö held ég ekki,“ segir Angus. „Viö reyndum Brian á nokkrum tónleikum i Belgíu og þaö gekk prýöilega.“ Reynduð þiö marga söngvara áður en Brian var tekinn inn? „Ja, þaö voru nokkrir, sem viö vorum aö hugsa um. Margir höföu mælt sérstaklega meö Brian og töldu hann hæfa okkur best og það varö raunin. Hann hefur staöiö sig eins og hetja,“ segir Angus og hlær. Sumir vilja halda því fram, Brian, aö rödd þín sé að gefa sig og segjast heyra greini- legan mun á þeim tveimur plöt- um, sem þú hefur sungiö á. Á „To Those About to Rock“ sé augljóst, aö þú eigir mun erfiö- ara meö aö ná háu tónunum en áóur. Ertu aö tapa röddinni smám saman? „Þaö getur vel veriö aö heyrn- in sé eitthvaö tekin aö gefa sig, en ekki röddin. Hver segir, aö ég eigi erfiðara meö að ná háu tón- unum? Þótt ég syngi ekki aiveg eins frá plötu til plötu þýöir það ekki aö röddin sé aö fara. Þetta eru öðru vísi lög. Sjáðu bara til á eftir. Ég hef aldrei sungið hærra og betur en einmitt núna: Rödd- in aö gefa sig ...“ tautar hann hneykslaöur. „Þaö er alltaf til fullt af fólki sem segir aö því hafi fundist miklu meira gaman af tónlist okkar fyrir nokkrum árum,“ segir Angus. „Þetta fólk þreytist aldrei á aö setja út á allt, sem það get- ur. Þetta er ekkert nýtt og er bara eitt af því sem viö veröum aö taka.“ Næsta plata Hvenær megum við eiga von á næstu plötu ykkar? „Þaö fer nú eftir ýmsu. Við höfum ekki farið í tónleikaferöa- lag í nokkurn tíma og viljum gjarnan halda eitthvaö áfram eftir aö viö Ijúkum yfirreiðinni um Bretland," segir Angus. „Þaö er gott aö feröast dálítiö og skvetta úr klaufunum. Það er ekki gott aö gera of mikiö af þessu, en hæfilegur skammtur gerir manni gott.“ Verður tónlistin þá eitthvað í líkingu við þaö sem veriö hefur á síöustu plötum ykkar. Tempóið hefur dottið töluvert niöur. Verður engin breyting þar á? „Nei, ég hugsa aö þetta veröi nokkuð beint framhald af „To Those About to Rock“. Auövitað veröa einhverjar breytingar, en stefnan veröur sú sama. Annars verður þetta bara að ráöast af því hversu mikla peninga plötu- fyrirtækiö okkar er reiðubúiö aö leggja í plötuna. j gamla daga var okkur sagt aö fara í stúdíó og rumpa þessu af á sem skemmstum tíma. Þaö útskýrir kannski hraðann á tónlistinni á fyrstu plötunum okkar,“ segir Angus og hlær rosalega. „Nú höfum viö tíma til aö velta hlutunum aðeins fyrir okkur og þaö gerir þaö auðvitaö aö verk- um aö viö eyöum meiri tíma í upptökur en áður. Viö viljum fá sérstakt „sánd“, sem er hreint ekki hægt aö ná fram í hvaða stúdíói sem er. Láttu mig vita það, við lentum í ógurlegum vandræðum meö síðustu plöt- una okkar. Þaö haföi ekkert meö „pródúserinn" okkar að gera eins og sagt var í blööunum. Viö fórum úr einu stúdíóinu í annaö. Viö vorum hreinlega í stúdíóleit. Viö viljum þaö besta. Þaö sem flestum þykir gott er okkur ekki nóg.“ Hversu löngum tíma eyöiö þió í upptökur á plötu, ef viö tökum t.d. þá síðustu? „Viö erum ekki svo lengi i sjálfu stúdíóinu ioksins þegar viö komumst á skrið. Þá finnst okkur best aö vinna í löngum skorpum. Það tekur okkur ekki meira en 3—4 vikur. Viö erum ekki mikiö fyrir þaö að drolla. Þaö tekur dágóöan tíma aö koma öllu í rétt lag þegar komiö er í stúdíóiö." Svo aödáendur ykkar mega bíða í hálft ár í viöbót efftir næstu plötu? „Það gæti farið svo,“ segir Angus. „Þaö þarf þó alls ekki aö vera. Þaö fer allt eftir því hversu lengi viö veröum á þvælingi um Evrópu. Kannski veröum viö til- búnir með plötu fyrir febrúarlok. Hver veit?“ ... Þeir voru áa æg?>ir meö tilveruna þessir gallhörðu aödáendur. Peter Pan Svona áöur en við hættum. Enginn virðist vita meó vissu hvaö þú ert gamall, Angus. Hver er þinn rétti aldur? „Hvaða máli skiptir þaö nú. Breytir þaö einhverju fyrir að- dáendur? Ég á við, þú myndir aldrei spyrja Peter Pan aö því hversu gamall hann væri. Ég er Peter Pan hjá AC/DC. Aldur skiptir ekki máli. Ég gæti veriö 17 ára og ég gæti verið sjötugur. Mick Jagger hefur aldrei verið betri en núna. Hann stendur á fertugu, karlinn. En viljirðu hafa einhvern ákveöinn aldur, haföu þaö þá 17,“ segir Angus. Hann og Brian hlæja eins og vitlausir. Þar meö slitum við spjallinu. Eg þakkaði pent fyrir mig og haföi mig á brott.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.