Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 59 Lækkandi tekjur hafna í ár vegna aflabrests YFIRLIT UM AFKOMU HAFNANWA 1974-1983 Allar tekjur m.kr. Rekstur m. kr. Framlegð m.kr. Afb.♦veKtir m.kr. Afgangur m.kr. ’1974i 129.2 (100%) 70,"l (54*. 3%) 59,1 ♦ (45,7%) 77,5 (60,0%) - 18,4 (-14,3%) 1975: 214,1 (100%) 105,3 (49,2%) 108,8 (50,8%) ll5, 7 (54,0%) - 6 ,‘9 (- 3.2») 1976: 310,0 (100%) 141,6 (45,7%) 168,4 (54,3%) 130,4 (42,1%) 38,0 ( 12,2») qkr. ■ 1977: 500.3 (100%) 207,3 (41,4%) 293,0 .(58,6%) 182,8(36,5%) 110,2 ( 22.1») 1978: 721,0 (100%) 364,2 (50,5%) 356,8 (49>5%) 288,1 (40,0%) 68,7 ( 9.5») 1979: 1.084,4 (100%) 477,9 (44,3%) 602,5 (55,7%) 377,3 (34,9%) 225,4 (20.8») L19B0i 1.672,0 (100%) 827,7 (49,5%) 844,3 (50,5%) 604,8 (36,2%) 239,5 (14,3«) '1981: 23,43 (100%) 12,41 (53,0%) 11,02 (47,0%) 5,26 (22,4%> 5,76 (24,6») nýkr. 1982: á*t lun •31,44 (|pp.%) 19,09 (60,7%) 12,35 (39,3%) 6,21 (19,8%* 6,14 (19,5«)« 1903: vspá 48,Í3 (100%) 29,47 (61,1%) 18,76 (38,9%) 8,54 (17,7%)• 10,22 121,2*)* AFKOMA hafnanna 15 árið 1981 varð heldur betri en spáð hafði ver- ið, einkum vegna þess að sjávarafli varð meiri á því ári. Greiðsluafgang- ur nam 24,6% af heildartekjum. f ár, 1982, verða hins vegar heildartekjur hafnanna 15 nokkru lægri en áætlað var og stafar það af minnkun afla- magns og fiskafurða. Þessar upplýs- ingar kom fram í skýrslu um fjárhag og gjaldskrár hafna árin 1981 og 1982 og spá fyrir árið 1983, sem lögð var fram á 13. ársfundi Hafnarsam- bands sveitarfélaga 2.-3. nóvember sl. Þá segir, að auk þessa sé sér- þjónusta hafnanna víða rekin með töluverðum halla og stafi það af því að gjaldskráin hafi ekki fylgt verðlagsþróun á undanförnum ár- um. Vextir og afborganir af lánum hafa minnkað hlutfallslega á und- anförnum árum, en óvíst er hvort framhald verður á þeirri þróun. Tekjur Reykjavíkurhafnar árið 1981 voru heldur meiri en áætlað var, en vöruumferð um höfnina jókst nokkuð á árinu. Áhrif afla- minnkunar eru lítil hjá Reykja- víkurhöfn, þannig að reiknað er með að tekjur hafnarinnar í ár, 1982, verði hlutfallslega svipaðar og 1981 að því tilskildu að vöruum- ferð minnki ekki. Hins vegar hef- ur lánabyrði aukizt mjög hjá Reykjavíkurhöfn og lækkar því greiðsluafgangur hafnarsjóðs úr yfir 30% 1981, niður í um 14% af heildartekjum árin 1982 og 1983. Samkvæmt áætlun er reiknað með að greiðsluafgangur hafn- anna 15 verði innan við 20% af 21% 1983, þrátt fyrir að ekki sé reiknað með dráttarvöxtum og greiðslum af vanskilaskuldum. I skýrslu Hafnarsambandssins 1981 var við það miðað að greiðsluaf- gangur hafnanna yrði ekki lægri en 25% og hafði verið hækkað úr 20% vegna bættrar afkomu Akur- eyrarhafnar. Samkvæmt yfirliti um fjármögnun framkvæmda veitir ekki af 25% greiðsluafgangi þegar sjónarmið allra hafna eru höfð að leiðarljósi. Þó að gjaldskrá hafna hafi á undanförnum árum dregizt aftur úr þróun verðlags til að mynda byggingarvísitölu, þá er að svo stöddu ekki reiknað með í þessari skýrslu, að hafnirnar bæti sér upp tekjutap af minnkun afla með hækkun á gjaldskrám umfram verðlagsþróun. Hins vegar er það lágmarkskrafa, að almenn gjald- skrá haldi verðgildi sínu, segir ennfremur í skýrslunni. boo 2 ALMEN AFLAG BYGGIN ILDSKRÁ 1.FEB ÐAL AFLAGJALD N GJALDSKRÁ JALD HAFNA 700 ^ r* o C/1 3» GJ> ME GARVÍSITALA R. 1976= 100 1978 =100 ( —f ... -i > r~ ( 2 36.25) =100 J?j rJ r -ir^ r "Í S, T rn •100 zov. 35 V. 35V. 11 35% 9V. »V. i'i i »V. «•/. 17% I [ [ i, 15V. 11.68% 12 J% HÆKKANIR °i1 76 1977 1976 1979 1980 1981 1982 1983 '9»‘ ÁR Jöfur afhendir fyrsta Chrysler-bílinn. Haraldur Sigurðsson, sölustjóri Jöfurs, afhendir Jóni Hannessyni Dodge Ramcharger-bíl með tilheyrandi viðhöfn. Jöfur hf. tekur við Chrysler-umboðinu JÖFUR HF., sem flutt hefur inn Skoda-bílana tékknesku og bíla frá ítalska fyrirtækinu Alfa Komeo, hef- ur nú tekið við ('hrysler-umboðinu af Vökli hf., sem hefur hætt rekstri, og mun þvi annast alla sölu Chrysl- er-, Dodge- og IMymouth-bila hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Jöfri eru þeir bílar, sem fylgdu með í yfirtöku umboðsins til af- greiðslu nú þegar, en þeir eru af árgerðunum 1980,1981 og 1982. Að undanförnu hefur fyrst og fremst verið unnið að endurskipu- lagningu viðgerða- og varahluta- þjónustu þeirra bilategunda, sem nú bætast við hjá Jöfri. Hafa í því sambandi tekizt samningar um sérstaka hraðþjónustu allra vara- hluta. Chrysler hefur átt velgengni að fagna undanfarna mánuði, en á þessu ári hefur verið nokkur rekstrarhagnaður hjá fyrirtæk- inu, eftir mikla erfiðleika síðustu ára, en eins og kunnugt er hefur bandarískur bilaiðnaður staðið nokkuð höllum fæti undanfarin ár. Uppgangur Chrysler að nýju hófst reyndar árið 1980 með til- komu hinnar svokölluðu K-línu fyrirtækisins, sem notið hefur mikilla vinsælda. FIAT sækir á í Evrópu FIAT er í fyrsta sæti evrópskra bilaframleióenda í sölu á þessu ári, en fyrstu átta mánuðina seldi FIAT 811.000 bíla, sem er um 13,9% af heildinni. Til samanburð- ar var markaðshlutdeild FIAT á sama tíma í fyrra 13,7%, en þá seldi fyrirtækið 806.000 bíla. Söluaukning FIAT í Frakk- landi fyrstu átta mánuðina var um 28%, en alls voru seldir lið- lega 60 þúsund bílar. Markaðs- hlutdeild FIAT í Frakklandi var tæplega 5%, samanborið við lið- lega 4,2% á sama tíma í fyrra. FIAT jók sölu sína í Vestur- Þýzkalandi fyrstu átta mánuð- ina um 3,3% á sama tíma og bílasala almennt dróst saman um 5% þar í landi. Alls voru 60 þúsund bílar seldir. Markaðs- hlutdeild FIAT í Vestur-Þýzka- landi var um 4,3% fyrstu átta mánuðina, samanborið við 3,9% i fyrra. Söluaukning FIAT í Hollandi var um 33% fyrstu átta mánuð- ina. ASIACO kynnir nýjan lyftibúnað ASIACO hf. kynnti á dögunum nýja tegund af lyftibúnaði, sem fram- leiddur er af brezka fyrirtækinu l’ar.sons Chain ('ompany. Þessi bún- aður er samsettur úr stálkeðjum, sem eru sérhannaðar til að lyfta með og eru notaðar í sivaxandi mæli, þar sem vírstroffur voru áður notaöar. Að sögn ASIACO-manna sóttu fulltrúar fjölda fyrirtækja og stofnana fundinn, en sérstakir Söluskattur 38% af tekjum ríkisins FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ fyrir árið 1983 gerir ráð fyrir, að innheimtur söluskattur verði um 4.840 milljónir króna og nemur þessi skattheimta ta-plega 38% af áætluðum heildartekj- um rikissjóðs það ár. Áætlaður kostnaður ríkisins af rekstri heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins árið 1983 er 4.892 milljónir króna, þannig að segja má að lang stærsti tekjustofn ríkisins hrökkvi rétt til að standa undir kostnaði þessa eina ráðuneytis. gestir voru tveir fulltrúar Parsons Chain Company, sem sýndu hvernig keðja er framleidd nú á tímum og hinir ýmsu tengilásar og krókar fyrir þær. Stálkeðjurn- ar og tengilásarnir í lyftibúnaðin- um nefnist Kuplex og úr því er hægt að setja saman allskonar lyftibúnað á skömmum tíma. Allir hlutar Kuplex eru reyndir í framleiðslu og er búnaðurinn því afgreiddur með skírteini, sem staðfestir leyfilegt vinnuálag. Þá kom það fram, að öryggis- stuðull Kuplex-kerfisins er *A, en öryggisstuðull er hlutfall milli burðarþols og leyfilegs vinnuá- lags. ASIACO-menn bentu á, að krafizt er að öryggisstuðull víra til sömu notkunar sé 5/i eða 6/i. Eftir kynningarfundinn var fundarmönnum sýnt verkstæði og birgðastöð fyrirtækisins á Hrólfskálamelum á Seltjarnar- nesi. Þar verður Kuplex-búnaður- inn settur saman og afgreiddur. Verkstæðið er búið fullkomnum tækjum, en auk Kuplex-búnaðar- ins mun ASIACO ennfremur framleiða venjulegar vírstroffur. Verðbólguhraði 5,3% í Svíþjóð VÍSITALA framfærslukostnaðar hækkaði um 0,3% í Svíþjóð i septem- bermánuði, en hún hefur þá hækkað um 7,3% á síðustu tólf mánuðum. Verðbólj'uhraðinn á tíinabilinu júlí til seplember var í kringum 5,3%. í Sví- þjóð, en var til samanburðar um 4,7% á sama tíma í fyrra. Iðnaðarframleiðsla var um 4% minni í ágústmánuði í Svíþjóð en á sama tíma í fyrra. Um 45,7% magn- söluaukning hjá Holtakexi SALA Kexverksmiðjunnar llolts jókst um 45,7% í magni talið fyrstu níu mánuði ársins, samkvæmt upplýsing- um í nýjustu Sambandsfréttum. í ár er salan frá ársbyrjun til september- loka 34.606 kassar, samanborið við 24.718 kassa á sama tíma í fyrra. Þá kemur fram í Sambandsfrétt- um, að á þessu ári hafi byrjað sala á Holtakexi til Færeyja, og eru nú reglulegar afskipanir þangað í hverjum mánuði. Það sem af er ár- inu nemur útflutningurinn 1.420 kössum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.