Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 57 Tekist á um fjárlög og eldflaugapalla Tannáta er öðru fremur tengd neyslu kolvetnaríkra fíeðutegunda einkum sykurs. Sykurneyslan hér á landi er um það bil 1 kg á íbúa á viku hverri að meðaltali. Stöndum við þar jafnfætis Bretum og Bandaríkjamönnum. Mjög örðugt, ef ekki ómögulegt, er að draga ur sykurneyslu með því að höfða ein- göngu til skaðlegra áhrifa hennar á tannheilsu. I eiturefnafræði er kennt: Við eldgos hefur orðið umtalsverð mengun vatnsbóla af völdum flú- ors. í tannlæknadeild greinum við stúdentum frá því sama en bætum við, að væri drykkjarvatn okkar flúorbætt, yrði mjög náið fylgst með flúorinnihaldi þess. Þar með rýrnuðu verulega möguleikar Heklu gömlu og annarra náttúru- fyrirbrigða til þess að ofskammta okkur þetta ágæta efni. Lokaorð Bent hefur verið á margar leiðir til þess að draga úr tannátu, aðrar en að flúorbæta drykkjarvatnið. Flestar líta þær þokkalega út á blaði og kunna að hæfa einstakl- ingum, sem geta fært þær sér í nyt. En frá sjónarhóli heilbrigðis- yfirvalda, er ber að hugsa um heildina, þ.e.a.s. þjóðina alla, hafa þær svo stóra vankanta í reynd, að þær verða að tekjast næsta gagns- litlar. Það kann að vera auðvelt full- orðnu, hraustu og áhugasömu fólki með hóflegan vinnutíma að huga vel að mataræði sínu, ástunda góða munnhirðu og fara reglulega til tannlæknis til tannsnyrtingar og flúormeðferð- ar. Svo er hins vegar ekki fyrir púlsfólk og lyklabörn, sem nú telj- ast vera þriðja hvert 7 til 12 ára barn í Reykjavík, aldna og fjöl- fatlaða og dreifbýlisfólk, sem þarf að sækja tannlæknisþjónustu í önnur byggðarlög. Því miður verður að teljast bor- in von, að við fáum breytt sykur- neyslu þjóðarinnar að nokkru marki. Skaðleg áhrif flúors koma fyrst fram á tannmyndun löngu áður en önnur líkamsstarfsemi truflast. Flúorskaðar á tönnum eru óþekkt- ir hér á landi. Því vitum við nú þegar, að flúortekja landsmanna er ekki mikil þó ekki sé hún þekkt til hlítar. Meira en tímabært og nauðsynlegt er orðið að flúorbæta drykkjarvatn okkar hvar sem við verður komið. Siík bæting drykkj- arvatnsins er sterkasta vopnið, er við eigum á hinar geysilegu tannskemmdir, sem hrjá okkur. Hún yrði öllum til góðs en engum til skaða. Olafur Höskuldsson, Tannlæknadeild Háskóla íslands. John C. Ausland skrifar frá Ósló FALLEGASTA sumar í Suður-Noregi um langt árabil er á enda og kaldir heimskautavindar leika aftur um landið. Kuldinn eykst einnig í stjórn- málunum og ríkisstjórn Káre Willoch er með vindinn i fangið. { efnahags- málum er byrinn ekki góður og vegna umræðna um skotpalla í Evrópu und- ir nýjar kjarnorkueldflaugar frá Bandaríkjunum hefur myndast stormsveipur. ^ > Niðurstöður skoðanakönnunar sem birtust nýlega í International Herald Tribune sýna að Norðmenn hafa mestar áhyggjur af atvinnu- leysi. Niðurstöðurnar koma ekki á óvart. Atvinnuleysi hefur aukist jafnt og þétt undafarið og nemur nú 2,5%. Mörgum þjóðum blöskrar það ekki, en í Noregi fyllast stjórn- málamenn skelfingu í hvert sinn sem dregur úr atvinnu. Sárin síðan í kreppunni miklu fyrir hálfri öld eru alls ekki gróin. Þegar Rolf Presthus, fjármála- ráðherra, settist niður til að undir- búa frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1983 stóð hann frammi fyrir mikl- um vanda. Átti hann að semja frumvarp, sem miðaði að fullri at- vinnu og spillti þar með um tíma að minnsta kosti samkeppnisaðstöðu Norðmanna og yki verðbólgu? Eða átti hann að leggja áherslu á að- haldssemi í útgjöldum með barátt- una gegn verðbólgu sem höfuð- markmið á kostnað fullrar at- vinnu? Þetta var fyrsta fjárlaga- frumvarp Presthus og engar kosn- ingar fyrirsjáanlegar fyrr en í september 1983, og því var ólíklegt að honum gæfist betra tækifæri til að láta Norðmenn horfast í augu við hina þröngu stöðu þjóðarbús- ins. Sumir ráðgjafar fjármálaráð- herrans hvöttu hann til þess að grípa til aðhaldsaðgerða, en Presthus fór ekki að þeirra ráðum. Hann rakti forsendurnar fyrir ákvörðun sinni í ræðu í Stórþing- • inu í umræðum um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Hann sagði: „Út af fyrir sig hefði verið æskilegt að spara meira við gerð fjárlaga í því skyni að lækka verðlag og draga úr kostnaði og þar með bæta samkeppnisstöðuna og auka at- vinnu þegar til lengri tíma er litið. Hefði ástandið nú verið eins og það var fyrir tveimur árum hefði þeirri stefnu verið fylgt við gerð fjárlaga- frumvarpsins. Atvinnuhorfur nú eru hins vegar mun verri en fyrir einu ári og því hefði of mikill sam- dráttur ríkisútgjalda stuðlað að meira atvinnuleysi. Ríkisstjórnin er því andvíg slíkum samdrætti. Fjárlagafrumvarpið byggist því á málamiðlun milli þess markmiðs að viðhalda sem mestri atvinnu á næstunni og tryggja fulla atvinnu þegar fram líða stundir." Nauðsyn þessarar málamiðlunar má rökstyðja með beinskeyttari hætti: Minnihlutastjórn Hægri- flokksins undir forsæti Willochs gat ekki vænst stuðnings meiri- hluta á þingi við fjárlagafrumvarp- ið, ef sjónarmið Hægriflokksins eins hefðu orðið ofan á við gerð þess. Þetta lá fyrir þegar Presthus lagði frumvarpið fram og varð öll- um ljóst nokkrum dögum síðar, þegar hin nýja ríkisstjórn Olof Palmes í Svíþjóð ákvað að fella gengi sænsku krónunnar um 16%. Viðbrögð Norðmanna við geng- islækkuninni í Svíþjóð voru blend- in. Þeir gátu varla dulið kæti sína yfir því, að loksins væri norska krónan orðin verðmeiri en sú sænska. Hins vegar voru Norð- menn reiðir Svíum fyrir að flytja eigið atvinnuleysi út til annarra landa með þessum hætti. Willoch og Presthus leyndu ekki reiði sinni í samtölum við fjölmiðla og í einkasamtölum kváðu þeir enn fastar að orði. I stjórnmálum er þó ekki ein báran stök, og ákvörðun Svía auðveldaði norsku ríkisstjórn- inni að gera þær tilslakanir sem voru nauðsynlegar til að ná sam- komulagi við Kristilega þjóðar- flokkinn og Miðflokkinn um fram- gang fjárlagafrumvarpsins á þingi. Þegar leiðtogi Verkamannaflokks- ins, Gro Harlem Brundtland, lagði svo fram hugmyndir flokks síns um fjárlög næsta árs reri hún ein á báti, en Willoch hafði bjargað sínu skipi í höfn. I umræðum fjölmiðla um svipt- ingarnar vegna fjárlagafrumvarps- ins hefur verið látið undir höfuð leggjast að lýsa því hver verða áhrif efnahagsstefnunnar í því á norskan þjóðarbúskap. Séu áætlað- ar tekjur af olíuvinnslu í Norðursjó taldar með er reiknað með tekju- afgangi á fjárlögum 1983 — jafnvel þegar tekjurnar hafa verið lækkað- ar sem nemur þeirri málamynda- skattalækkun sem fyrirtækjum var lofað eftir fall sænsku krónunnar. Engu að síður er lítill vafi á því að fjárlagastefnan mun leiða til auk- innar verðbólgu. Ráðstafanirnar miða að því að koma í veg fyrir vöxt atvinnuleysis en munu sam- hliða veikja samkeppnisaðstöðu norskra atvinnufyrirtækja. Og nú spyrja menn: Hvað versnar hún mikið? ★ Skoðanakönnunin sem áður er vísað til gaf einnig til kynna, að Norðmenn hafi ekki miklar áhyggj- ur af ónógum — en þó batnandi — varnarviðbúnaði sínum, þó þeir óttist að styrjöld kunni að vera á næsta leiti. Skýringin á ^þessari niðurstöðu felst meðal annars í því, að Norðmenn vita ekki nægilega mikið um varnar- og öryggismál. Anders C. Sjaastad, varnarmála- ráðherra, hefur reynt að veita mönnum meiri fræðslu um örygg- ismál með því að vera opinskárri en fyrirrennarar sínir í samskipt- um við fjölmiðla. Stjórnendur hersins eru ekki endilega sammála ráðherranum í þessu efni, en engu að síður hefur hin opna stefna hans náð fram að ganga með bærilegum árangri. Nú kann hins vegar að vera hlaupin snurða á þráðinn vegna togstreitu við Verkamanna- flokkinn. Tekist er á um fjárfram- lög Noregs til sameiginlegs fram- kvæmdasjóðs NATO, sem á að standa straum af kostnaði við smíði skotpalla undir bandarísku kjarnorkueldflaugarnar, sem koma á fyrir í Evrópu undir árslok 1983 eða í byrjun árs 1984. Thorvald Stoltenberg, varnar- málaráðherra í síðustu ríkisstjórn Verkamannaflokksins, skýrði Stór- þinginu frá því þegar hann var ráðherra, að Norðmenn hefðu skuldbundið sig til að leggja fé af mörkum til smíði skotpallanna. Svo virðist sem hann hafi talað of hratt eða ógreinilega til að þing- menn áttuðu sig á því hvað hann var að segja. Þegar Ánders C. Sjaa- stad, eftirmaður Stoltenbergs, ræddi um skuldbindinguna af meiri ró í umræðum á þingi á síð- asta vori, fóru hjólin að snúast. Við sumarleyfi varð hlé á umræðunum svo að menn gætu notið hvíldar, en andstæðingar nýju eldflauganna í Verkamannaflokknum sóttu með þrýstingi á leiðtoga sína. 1. október sl. lét Gro Harlem Brundtland und- an þessum þrýstingi flokksbræðra sinna og lagði til að Norðmenn frestuðu því að taka ákvprðun um að leggja fram fé til mannvirkja- gerðar vegna eldflauganna. Hún beitti þeim rökum, að Norðmenn ættu ekki að taka fram fyrir hend- ur á Belgum og Hollendingum (en í löndum þeirra á að reisa skotpalla fyrir stýriflaugar, innsk. þýð.). Eftir yfirlýsingu Gro Harlem Brundtlands blómstruðu ruglings- legar umræður í fjölmiðlum. Af- staða Verkamannaflokksins kom ríkisstjórninni, sem var önnum kafin við að ljúka gerð fjárlaga, í opna skjöldu. I fyrstu deildu menn opinberlega en síðan var tekið til við að ræða málið fyrir luktum dyrum, þegar ríkisstjórnin og for- ysta Verkamannaflokksins reyndu að finna leið út úr ógöngunum. Hvorki Willoch né Brundtland vilja að málið verði leitt til lykta í hörðum átökum á þingi, þótt þar kasti menn hnútum af .og til vegna þess. í Washington og höfuðborgum annarra Atlantshafsbandalags- ríkja hafa ráðamenn greinilega áhyggjur af því ef Norðmenn rjúfa þá samstöðu sem nú ríkir í þessu máli. Er ekki að efa, að bandaríska sendiráðið i Ósló hafi til dæmis lát- ið ráðherra og forystu Verka- mannaflokksins vita af áliti manna i Washington. Nauðsynlegt er að málamiðlun finnist í Stórþinginu í síðasta lagi 12. nóvember, þegar varnarmála- nefnd þingsins á að leggja fram álit sitt á fjárlagafrumvarpinu. Á þessu stigi veit enginn hver niður- staðan verður en mér sýnist, að reynt verði að komast hjá úrslita- átökum fyrir opnum tjöldum í Stórþinginu. Jafnvel þótt þau átök verði ékki er grundvallarágreiningurinn óleystur. Mjög miklar líkur eru á því, að eins og málum er háttað þessa stundina sé ekki meirihluti í Stórþinginu til stuðnings því að bandarísku eldflaugarnar verði settar niður í Evrópu. Líklegt er að spenna vegna málsins muni magn- ast á næstu mánuðum, og þá verð- ur æ erfiðara fyrir ríkisstjórn Káre Willochs að fela þessa óþægilegu staðreynd. Er forgangsröðun heilbrigðis- yfirvalda varðandi slys röng? Frá norrænni umferðarslysaráðstefnu í Linköbing Norræna umferðarslysa-ráð- stefnan 1982 var haldin í Lin- köping 8.—11. júní sl. Á ráð- stefnunni var fjallað um orsakir og afleiðingar umferðarslysa. Verður hér skýrt frá helstu mál- um sem fram komu á ráðstefn- unni. 1. Dánar- og slysatíðni í umferð hefur lækkað ört í Nkandinavíu á árunurn 1976—1980, t.d. fækkaði dauðsföllum í Svíþjóð úr 1200 í 850 árlega á þessu tímabili. Þessi breyting er að verulegu leyti þökkuð almennri notkun örygg- isbelta í fram- og aftursæti. Svipuð þróun hefur ekki orðið á íslandi. Um lögbindingu örygg- isbelta var að öðru leyti lítið rætt þar eð þau þykja sjálfsögð líkt og stefnuljós á bílum. 2. Skortur er á góðum örygg- isstólum fyrir börn. Á markaði eru margar tegundir stóla sem eru gagnslitlir til að forða slysi við árekstur. Slysatíðni barna og annarra er sitja í aftursæti má lækka verulega ef þau sitja í góðu öryggisbelti. 3. Hjólreiða- og mótorhjóla- slysum fjölgar. Mest ber á höf- uðslysum. Lagt var til að allir hjólreiðamenn beri öryggishjálma. Veruleg bót er ef mótorhjólafólk klæðist góðum hlífðarfótum (leð- ur). 4. I mferðarslys eru vanskráð. Milli 40—50% slysa þ.á.m. meiri háttar slys eru ekki skráð í opin- berar skýrslur (lögregluskýrsl- ur). Flestar upplýsingar um kostnað vegna umferðarslysa eru því vanreiknaðar. Áhersla var lögð á að auka samvinnu lögreglu og slysavarðstofulækna um skráningar á slysum. 5. Rætt var um áfengi/ um- ferð. Verulegur hluti þeirra sem teknir eru ölvaðir við akstur eru einnig undir áhrifum lyfja. 6. Áhrif hraðatakmarkana. M.a. skýrt frá tilraunum þar sem lækkun ökuhraða leiddi til fækkunar umferðarslýsa. 7. Mælingar á sjónskerpu og sjónsviði ökumanna. Hentug sjónmælingartæki eru nú á markaðnum sem í höndum æfðra leikmanna gefa öruggar niðurstöður. Ymsar þjóðir krefj- ast ekki lengur sjónvottorða frá læknum nema um sjóngalla sé að ræða og láta mlingu í fram- angreindum tækjum nægja. Til- laga var samþykkt um að sam- ræma kröfur um sjónprófanir á Norðurlöndum. Áhersla var lögð að á sjónsviðsmælingar væru mikilvægar en þær mælingar vilja oft gleymast. Komið hefur í ljós að spangir margra gler- augna eru illa hannaðar og hindra hliðarsjón. 8. Um nauðsyn þess að efla áhuga heilbrigðisstétta á fyrir- byggjandi aðgerðum gegn slys- um. Fram að þessu hafa heil- brigðisstéttir sýnt þessu máli takmarkaðan áhuga en lagt meiri áherslu á að bæta meðferð slasaðra. 9. Lögð var mikil áhersla á aukna menntun sjúkraflutninga- manna. Lagt var til að þeir yrðu sérstök heilbrigðisstétt. Stofna skal skóla. Yfirleitt voru menn sammála um að sjúkraflutning ætti að reka frá sjúkrahúsum eða heilsugæslustöðvum. 10. Að margra áliti sýna tryggingafélög umferðarslysa- vörnum of lítinn áhuga. Sam- kvæmt niðurstöðun skandina- vískra tryggingafélaga hefur al- menn öryggisbeltanotkun bif- reiðastjóra og farþega í bifreið- um í för með sér að slysagreiðsl- uf tryggingafélaganna lækka um 20-30%. Fjármagni heilbrigðisþjónust- unnar er varið í vaxandi mæli til meðferðar á slysum en forvörn- um er lítið sinnt. Öllum má þó Ijóst vera að ekki verður dregið úr slysum með því að bæta aðstöðu á slysavarðstofum og fjölga rúmum á slysadeildum. Margir álitu því að forgangsröðun heilbrigðisyf- irvalda væri röng í þessu tilliti. — Má með nokkrum sanni stað- hæfa að svo sé á íslandi. Næsta ráðstefna verður haldin á íslandi 22.-24. ágúst 1983. Meðal aðalmála þingsins verða: 1. Slysatíðni í litlum og stór- um bílum. 2. Barn í bifreið. 3. Ökufærni og ökuskírteini 4. Óvarðir vegfarendur. 5. Öryggismál í umferð árið 2000. (Krá landlækni) Allt bendir til þess, að Káre Willoch, forsætisráðherra Noregs, fái meirihluta- stuðning í Stórþinginu við fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár, þótt stjórn hans sé í minnihluta. A hinn bóginn sýnist Gro Harlem Brundtland, formaður Verkamannaflokksins, aðeins fá stuðning við tillögur sínar um fjárveitingar til þróunaraðstoðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.