Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982
67
Keflavík:
Afmæliskaffi hjá Sparisjóðnum
í TILEFNI af 75 ára afmæli
Sparisjóðs Keflavíkur var
viðskiptamönnum boðið upp á
kaffi og meðlæti í sparisjóðnum
og útibúum hans sl. föstudag.
Meðfylgjandi myndir voru teknar
þennan dag í aðalafgreiðslu spari-
sjóðsins í Keflavík og á annarri
myndinni má sjá sparisjóðsstjór-
ana Tómas Tómasson og Pál
Jónsson.
Ljóam Mbl. Efi.
Landssamband íslenzkra rafverktaka:
Stjórnvöld einskorði
ekki athafnir sínar við
sjávarútveg og landbúnað
AÐALFUNIHIR I^ndssamhands ís-
lenskra rafverktala (LÍK) var haldinn
að llótel Sögu 29., og 30. október sl.
Fundinn sóttu narri 60 rafverktakar
frá 7 aóildarfélögum úr öllum lands-
hlutum. A fundinum voru rædd hags-
munamál rafverktaka og erindi voru
flutt, Páll Pálsson hagverkfræóingur
flutti erindi um markaósöflun, Halldór
Jóhannsson rafmagnsverkfræóingur
ra-ddi um mikilvægi efnisþekkingar
vió rafverk og Oskar Kggertsson for-
stjóri ræddi nýja atvinnumöguleika
með tilkomu rafeindatækninnar.
Fundurinn gerði nokkrar sam-
þykktir m.a. um fyrirhugaða
skuldbreytingu útgerðar þar sem
lýst er stuðningi við athugasemdir
Landssambands iðnaðarmanna
varðandi þetta og jafnframt mót-
mælt að einni starfsgrein sé hjálpað
á kostnað annarrar, allar atvinnu-
greinar í landinu eigi í erfiðleikum,
einkum vegna mikils fjármagns-
kostnaðar og óðaverðbólgu, beri því
stjórnvöldum að einskorða ekki at-
hafnir sínar í atvinnumálum við
sjávarútveg og landbúnað.
Lýst var stuðningi við hugmyndir
tryggingafélaga varðandi flokkun
húsa og annarra mannvirkja, eftir
ástandi rafiagna.
Varðandi menntunarmál var skor-
að á Iðnfræðsluráð að sjá um að
kennsla fari fram skv. fullgildum
námsskrám og að verknám í skóla og
á vinnustað verði gert sem jafnast,
m.a. með framboði námskeiða við
skóla í ákveðnum verkþáttum sem
meistaranemar eiga ekki greiðan að-
gang að annars staðar.
Auk þessa var ályktað um endur-
nýjun rafverktakaleyfa, sameigin-
lega markaðsöflun og orlofshús.
Úr stjórn félagsins gengu Guðjón
Pálsson Hveragerði, Ingvi R. Jó-
hannsson Akureyri og Þorlákur
Jónsson Reykjavík, sem óskuðu ekki
eftir endurkjöri.
Stjórn sambandsins skipa nú:
Tryggvi Pálsson Akureyri, for-
maður, og aðrir í stjórn: Hannes
Vigfússon Reykjavík, Ingólfur Bárð-
arson Keflavík, Unnar Heimir Sig-
ursteinsson Egilsstöðum og Guð-
mundur Jasonarson í Reykjavík.
í varastjórn Vilberg Guðmunds-
son Reykjavík og Sigurður V. Bern-
ódusson Bolungarvík.
Stjórn LIR. Fremri röó frá vinstri: Vilberg Guómundsson, Tryggvi Pálsson og
Hannes Vigfússon. Aftari röó frá vinstri: Ingólfur Báróarson, Unnar Heimir
Sigursteinsson og Guðmundur Jasonarson.
Afhentu
trúnaðarbréf
NÝSKIPAÐUR scndiherra Vietnam,
hr. Nguyen Tuan Lieu, og nýskipaó-
ur sendiherra Indlands, hr. Ilardev
Rhalla, afhentu hinn 27. október for-
seta Islands trúnaóarbréf sín að
Bessastöóum að viðstöddum við-
skiptaráðherra, Tómasi Arnasyni.
Síðdegis þágu sendiherrarnir
boð forseta Islands að Bessastöð-
um ásamt fleiri gestum.
Sendiherra Víetnam hefur að-
setur í Bonn, en sendiherra Ind-
lands í Osió.
. NÚ5R
RETTITIMINN
til að tryggja sér glæsilegu
sófasettin frá
BAHIA
STRATOS
Gæðasett
fyrir fólk
sem gerir kröfur BláskÓgcll*
ÁRMÚl.l 8*^
SÍMi: 86080