Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 Dagmömmur á frædslufundi. Ljósm.: KÖE. Námskeið fyrir dagmömmur NÁMSKEIÐ fyrir dagmömmur hef- ur veriö haldið undanfarin ár og stendur nú eitt slíkt yfir. I'essi nám- skciö eru haldin á vegum Dagvistar harna í Reykjavik, en alls hhfa um 313 dagmæöur tekið þátt i þessum námskeiöum. „Dagmömmur í Reykjavík eru nú 320 eða 80 færri en í fyrra. Þær stofnuðu Samtök Dagmæðra 10. maí 1979. Á Akureyri eru 32 dagmæður, í Hafnarfirði 35, í Kópavogi 65, á Akranesi 24, í Garðabæ 12, á Seltjarnarnesi 7 og á Selfossi 14. I Reykjavík eru starfandi um- sjónarfóstrur í 4 stöðugildum og hafa þær aðstöðu á Njálsgötu 9, Reykjavík. Hafa þær meðal ann- ars á hendi eftirlit með heimilum dagmæðra og eru þeim og foreldr- um barnanna til hjálpar í marg- víslegum málum er viðkemur starfseminni." 4. nóvember var haldinn fjöl- mennur fræðslufundur á vegum samtakanna. Var þar kennt fjöl- breytt föndur fyrir börn og full- orðna, t.d. úr keramik, gifsi, leðri, perlum, pappa, basti og dúkku- fatasaum. Einnig var sýning á munum unnum úr þessum efnum sem börn hjá dagmæðrum höfðu gert ásamt munum eftir þær sjálf- ar. Born tóku þátt í kennslunni. SINDRA STALHR Fyrirliggjandi í birgðastöð < Bitajárn Allar algengar stærðir U.N.P. H.E.B. I.P.E. i i H I Borgartúni 31 sími27222 SINDRA STALHR Fyrirliggjandi í birgðastöð VÉLASTÁL Fjölbreyttar stæröir og þykktir #••• ■ ■■ — « • • sívalt ferkantaö flatt sexkantaö Borgartúni31 sími 27222 Hóflega drukkið vín gleður — og þó ... Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Mesta mein aldarinnar: Joseph P. Pirro ræöir um sjálfsrækt og alko- hólisma. Hrafn Pálsson þýddi Útg. Fjölnir 1982. Það er ekki ofsögum sagt — eins og réttlega er tekið fram á kápu- síðu — að straumhvörf hafa orðið hér á landi í baráttunni við ofneyzlu áfengis og ekki sízt hefur orðið hugarfarsbreyting hjá öllum þorra manna. Alkohólismi sem slíkur er viðurkenndur sem sjúk- dómur, hitt er annað mál að menn greinir kannski á um hvort hann sé félagslega eðlis eða geðræns eðlis. Um það skal ekki dæmt hér, en getum að því leitt að þarna grípi inn í ýmsir þættir. SÁÁ — samtök áhugafólks um áfengisböl- ið — hefur átt í þessu drýgstan þátt, bæði í orði og á borði. Eins og alþjóð er kunnugt er upphaf þess máls að nokkrir alkohólistar sem höfðu notið meðferðar á Free- port-sjúkrahúsinu í Bandaríkjun- um komu saman og voru síðan frumkvöðlar að stofnun samtak- anna. Á Freeport er dr. Joseph Pirro einn helzti fyrirlesari og virðist sem hann hafi frá fyrstu tíð tengzt Islendingunum sterkum böndum og sinnt þeim af sérstakri rækt. Síðar fór dr. Pirro að koma hingað til lands og hefur gert reg- lulega síðustu árin, haldið hér fyrirlestra, komið fram í sjón- varpi og af öllu má marka, að þar fer vitur maður, hlýr og fullkom- lega fordómalaus með mikla yfir- sýn og gæddur ríkum skilningi á mannseðlinu. Hin nýja bókaútgáfa Fjölnir hefur nú sent frá sér í bók nokkra fyrirlestra Pirros, en Hrafn Páls- son hefur íslenzkað þá og búið í bókarform. Bókin skiptist niður í nokkra kafla, þar sem sjúkdómurinn er skýrður, fjallað um meðferð á honum, sjálfsvirðingin rannsökuð, áhrifin á líkamann og svo fram- vegis. Mér þótti einna mestur akk- ur í að lesa fyrsta kaflann, þar er komið víða við og glögg og skil- merkileg grein gerð fyrir því hvaö þessi sjúkdómur sé og dr. Pirro ritar einnig um, hvernig hann sjálfur áttaði sig á því að áfengis- sýki sé sjúkdómur en ekki bara viljálaus ræfildómur sem var oft og einatt sá stimpill sem þeir fengu á sig sem ofneyttu'víns. En dr. Pirro fjallar ekki bara um „rónana" hann veltir einnig fyrir sér hófdrykkjufólkinu og hvenær neyzla hjá þeim fjölmenna hópi er orðin slík að kalla megi hana sjúkdóm. í ýmsum öðrum köflum bókar- innar er margt læsilegt og það verður öllum Ijóst, ef þeir skyldu ekki hafa vitað það, að „hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta" er stundum villuljós sem stefnir hlutaðeigendum í bráða hættu. Svo að ekki sé nú minnzt á böl aðstandenda drykkjumanns, sem mjög var vanrækt að huga að fram á síðustu ár. Að öllu samanlögðu er fengur að bók dr. Pirros, sjálfsagt hefði mátt sníða ýmsa agnúa af sem skila sér betur í töluðu máli en rituðu. En boðskapur bókarinnar er góður og jákvæður og hann á erindi til miklu fleiri en þeirra sem viðurkenna að þeir séu alko- hólistar. Sambandsstjórn Landssambands iðnaðarmanna: Mismunur á samkeppnis- stöðu verði leiðréttur MORGUNBLAÐINU hcfur bor izt svohljóóandi ályktun Lands- sambands iðnaöarmanna um samkcppnislán: Sambandsstjórn Lands- sambands iðnaðarmanna vek- ur athygli á stöðugt vaxandi erfiðleikum íslenskra fyrir- tækja í framleiðslu- og þjón- ustuiðnaði, sem keppa við er- lenda aðila, er njóta beinna og óbeinna styrkja í formi lina með niðurgreiddum vaxtakjör- um, og njóta auk þess betri starfsskilyrða að ýmsu öðru leyti. Sambandsstjórnin telur óhjákvæmilegt, að stjórnvöld beiti sér af alefli, til að leið- rétta mismunun í samkeppnis- aðstöðu, þannig að slæmur að- búnaður að innlendum iðnfyr- irtækjum verði ekki til þess, að þau lúti í lægra haldi fyrir erlendum keppinautum. Á komandi vetri munu yfir 7.600 bíleigendur njóta góös af Lumenition platínulausu transistorkveikjunni, viö gagnsetningu og kaldakstur í slyddu og byl. Ert þú einn af þeim? ijMyB eiBoS r, HABERGíti Skdfunni 3e. Stmi 8.47.88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.