Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 51 ur ómetanlegs stuðnings fjöl- margra, bæði einstaklinga og fé- iagasamtaka, sem fært hafa hon- um gjafir á liðnum árum. Eg full- yrði að án stuðnings væri ekki rekinn spítali hér í dag, sem því nafni mætti nefna. Thorvaldsensfélagið hefur áður komið hér við sögu. Félagið hefur m.a. lagt barnadeild spítalans lið með því að gefa öll sjúkrarúm og annan útbúnað. Gjöf félagsins nú gerir okkur kleift að bæta veru- lega alla starfsaðstöðu á deildinni. Sá aðili sem gefur stjórnstöð gjörgæsludeildar hefur einnig komið við sögu áður. Umrædd stjórnstöð er sennilega eitt mik- ilvægasta tækið á spítalanum. Á gjörgæsludeild liggja að jafnaði veikustu sjúklingarnir og það seg- ir sig sjálft hversu mikilvægt er að geta jafnan fylgst vel með þeim. Lionsfélagar hafa komið við sögu augndeildar áður. Þegar augndeildin var stofnuð hér, 1970, ríkti nánast neyðarástand á sviði augnlækninga vegna skorts á tækjum og aðstöðu. Lionsfélagar stóðu þá fyrir landssöfnun og framlag þeirra lagði grunninn að þeirri starfsemi, sem hér er rekin enn í dag. Gjöf þeirra nú gerir spítalanum kleift að festa kaup á fullkominni aðgerðarsmásjá og opnast þannig leið til nýrra og flókinna aðgerða á augum. Hafi þessir aðilar, svo og hinir fjölmörgu sem stutt hafa spítal- ann á liðnum árum, alúðarþakkir starfsfólks og sjúklinga. Spítali er ekki bara hús, álma, deild, rúm, tæki; spítali er fyrst og fremst fólk sem beitir þekkingu og reynslu til hjálpar öðru fólki. Það hefur verið gæfa þessa spítaia að hafa á að skipa vel menntuðu og góðu starfsfólki. Kjarni starfs- fólksiós í dag vann um árabil með St. Jósefssystrum. Það er trú mín að þannig hafi varðveitst nokkuð af þeirri fórnarlund, dugnaði og hagsýni sem systurnar voru svo ríkulega gæddar. Það er von mín að sá góði starfsandi sem systurn- ar skópu og varðveist hefur fram á þennan dag, fái að lifa áfram. stærra en svo, að salurinn er á stærð við stofu í stærra einbýl- ishúsi. En gamla húsið verður að víkja fyrir nýju, sem verið er að byggja þar skammt frá. Hefur, húsið verið notað til kennslu fyrir börn í Álftafirði. Undanfarin ár hefur ekki verið haldinn neinn dansleikur í þessu húsi. En nú ákvað stjórn unmennafélagsins Stíg- anda að haldinn skyldi dans- leikur í haust. Var það og gert. Voru boð látin ganga út frá bæ til bæjar um að nú ætti að fjöl- menna á harmoníkuball í Stíg- anda. Dreif fólk að úr sveitinni, frá Djúpavogi og úr Lóninu. Þessi litli salur tekur ekki mjög marga. En þröngt mega sáttir sitja og komust flestir að, þar sem menn sitja ekki sætir og settlegir til lengdar í sama sætinu, heldur þurfa að ganga á milli og ræða við kunn- ingjana um heyskapinn, horfur á fallþunga dilka, hvort horfið verði á vertíð í vetur og svo til að dansa. Sennilega hefur þetta ball farið líkt fram og flestir aðrir dansleikir, hvað varðar tilgang og markmið. En þessum sér- staka anda, sem er á stað sem þessum, er ekki unnt að lýsa nema menn komi og kynnist honum af eigin raun. Þarna er ekki yfirþyrmandi hávaði né mikill fjöldi fólks eins og menn upplifa yfirleitt í þessum stóru samkomuhúsum, þar sem sveitaböll eru haldin á sumrin. Enda verða sem flestir að koma til þess að dansleikurinn beri sig. Tilkostnaður er svo mikill. P.Þ. ' • Önnur flugvél Flugfélags Austurlands. urlands hafa lagt kapp á aukið ör- yggi i flugi. \ því sambandi hefur yerið tekið upp eftirlits- og æf- ingakerfi Flugleiða — sem gerir strangari kröfur til þjálfunar flugmanna en reglur Loftferðaeft- irlitsins að sögn Jóhannesar Fossdal, þjálfunarflugmanns fé- lagsins. Kemur Jóhannes austur til eftirlits og þjálfunar flug- manna nokkrum sinnum á ári. Þá hefur félagið haft flugvirkja í þjónustu sinni hér á Egilsstöðum undanfarin þrjú ár — sem fylgst hefur grannt með vélakosti þess — og verður það að teljast mikil- vægt öryggisatriði. Áætlunarferðir Flugfélags Austurlands er mikil samgöngu- bót í fjórðungnum og ómetanlegt öryggisatriði að vita af tiltækri flugvél og flugmanni innan fjórð- ungsins ef þörf er sjúkraflugs. — ÓUfur Helmings farþega- aukning hjá Flug- félagi Austurlands Kgilsstödum, 3. nóvember. STARFSEMI EJugfélags Austurlands hefur gengið vel og áfallalaust að undanförnu. Lætur nærri að farþegaflutn- ingar félagsins hafi aukist um 50% milli ára — auk þess sem leiguflug hvers konar hefur aukist verulega. I vetur mun Flugfélag Austur- lands fljúga þrisvar í viku til Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Breið- dalsvíkur og Hornafjarðar. Tvisv- ar í viku er flogið til Reykjavíkur gegnum Breiðdalsvík og Horna- fjörð. Þá verður flogið fimm daga vikunnar til Borgarfjarðar eystri. Allar áætlunarferðir Flugfélags Austurlands innan fjórðungs eru í tengslum við áætlunarflug Flug- leiða til og frá Egilsstöðum. Forráðamenn Flugfélags Aust- Talið frá vinstri: Jóhannes Fossdal flugeltirlitsmaður, Kolbeinn Arason flug- maður og Kúnar Pilsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Austurlands. Með Ajax þvottaefini verður misliti þvotturinn alveg jafii hreinn og suðuþvotturinn. 1. Skjanna-hvítur suðuþvottur Ajax þvottaefni inniheldur virk efni sem ganga alveg inn í þvottinn og leysa upp bletti og óhreinindi strax í forþvottinum. Þannig er óþarft að nota sérstök for- þvottaefni. 2. Tandurhreinn mislitur þvottur Ajax þvottaefni sannar einnig ótvíræða kosti sína á mislitum þvotti, því að hin virku efni vinna jafn vel þó að þvottatíminn sé stuttur og hitastigið lágt. Þvotturinn verður tandurhreinn og litirnir skýrast. 3. Gegnumhreinn viðkvæmur þvottur Viðkvæmi þvotturinn verður alveg gegnumhreinn því að hin virku efni vinnna jafnvel, þó að hitastig vatnsins sé lágt. Blettir og óhreinindi leysast því vandlega upp. Ajax þvottaefni hentar því öllum ■ þvotti jafnveí ... Effektivt vaskepulver til alle vaskeprogrammer Lágfreyðandi Ajax þýðir: gegnumhreinn þvottur með öllum þvottakerfum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.