Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NOVEMBER 1982
55
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Sjö aldnir
segja frá
Bragi Sigurjónsson: SUNNAN
KALDBAKS. Ljóð. 95 bls. Skjald-
borg. Akureyri, 1982.
Bragi Sigurjónsson er af mikilli
skáldaætt. Og hann er kominn á
efra aldur. Hvort tveggja má
skýra þá staðreynd að hann stend-
ur föstum fótum í íslenskri ljóð-
listarhefð. Yrkisefni hans eru
gjarnan landið og áhrif þau sem
það hefur á eigin tilfinningar. Og
þeim áhrifum lýsir hann með
tungutaki sem þekkt er frá eldri
kveðskap. Hér er ekki á ferðinni
brautryðjandi, heldur skáld sem
fetar dyggilega í spor feðranna.
Sú var tíðin — fyrir svo sem
tuttugu, þrjátíu árum — að gagn-
rýnendur og aðrir, sem dómbærir
þóttust um ljóðlist, gerðu lítið úr
kveðskap af því tagi sem Bragi
Sigurjónsson sendir frá sér og
vörpuðu honum gjarnan í einn og
sama úrkastsflokkinn, án ýtar-
legra gæðamats. Nú eru tímar
breyttir, meira frjálslyndis gætir
andspænis mismunandi formi.
Tíminn hefur leitt í ljós að hefð-
bundið þarf ekki að merkja sama
og úrelt.
Um þessa bók Braga er það að
segja að hún er þess verð að við
hana sé staldrað. Ef skáld er ein-
lægt kemst tjáningin til skila
hvert sem formið er. Ljóð Braga
bera með sér falslausa og ósvikna
tjáning. Ekkert skortir á einlægn-
ina — ef maður leggur á sig að
nema það mál sem skáldið talar.
Eins og títt er um skáld sem
eiga langa ævi að baki hyllist
Bragi gjarnan til að gera upp ævi-
dæmið, horfa um öxl til þeirrar
Vaðlaheiðar sem við köllum lífs-
leið og bera saman sjónarmið ungs
og gamals. Ævin er leit. Og er ekki
oft leitað langt yfir skammt á
þeirri vegferð? Því svarar skáldið
fyrir sitt leyti í stuttu og gagnorðu
ljóði sem heitir einfaldlega — Leit-
in:
(íekk ég yfir firdi og fjöll,
en fann hvergi þaó,
sem ég leitaði að.
Loks í einum lundi sá
lilju tandurhvíta og hlá,
en ég var að leita að rauðri rós þá.
Ilélt ég enn um firði og fjöll
og fann ekki það,
sem ég leitaði að,
uns á klettasyllu sá
fagurrauða rós, en þá
mér var ein í huga liljan hvítblá.
Eitthvað svipað vakir fyrir
skáldinu í lengra kvæði sem heitir
Sá hrúni. Þar segir frá barni sem
»sólin bjarta brosti við.« Brúnn
hestur beið þess við hestasteininn
í hlaði. Barnið hóf sig í hnakkinn
og þeysti af stað. Varð sú ferð í
fyrstunni ævintýri lík. En þar
kom, seint og um síðir, að »Hest-
urinn fast við fótum skaut / fram-
an af knapann setti.« Lýkur kvæð-
inu með þessum ályktunarorðum:
»Hann hefur margan manninn
hvekkt, sá brúni.
Ekki er þó svo að skilja að Bragi
Sigurjónsson teljist til svartsýn-
isskálda, öðru nær. Þó lífið reyn-
ist, við nánari kynni af þess marg-
breytilegu hliðum, annars konar
en það blasti við frá sjónarhóli
bernskunnar og fákur sá, sem
ungir telja að muni bera sig til
bjarmalands hamingjunnar, setji
þá fram af sér, þykir skáldinu
ókarlmannlegt að æðrast. Vonin
sjálf gefur lífinu gildi og hefur í
för með sér bjartari tíð, samanber
kvæðið Eigi skal gráta, tvö erindi,
hið síðara á þessa leið:
Bragi Sigurjónsson
Æórastu hvergi, ungi vin,
við öllu má raunar húast,
ekki er þaó nýtt, að atvikin
óvænt gegn manni snúast.
Sakastu aldrei um orðinn hlut,
öll birtir él um síðir.
Mér komu eftir mesta þraut
mínar björtustu tíðir.
Þannig er, þegar öllu er á botn-
inn hvolft, fremur bjart yfir þess-
ari bók. Samfylgdin með skáldinu
frá hlaði bernskunnar, þar sem
björt árdagssólin skín í heiði, yfir
á berangur ævikvöldsins, þar sem
aftanskinið varpar sínum minn-
ingabjarma á farinn veg, er bæði
notaleg og vonandi líka minnis-
stæð.
Skáldið kemst víða vel að orði.
Hinu er ekki að neita að rím og
ljóðstafir segja Braga stundum
fyrir um orðaval, knýja hann t.d.
til að láta þriðju ljóðlínu enda á
skór af því að hin fyrsta endar á
stór. En það er gömul saga í svona
kveðskap, í sannleika sagt jafn-
gömul rími og ljóðstöfum.
Bókinni lýkur með fáeinum
þýddum ljóðum og ber þeim sama
einkunn og hinum frumsömdu.
Nafn bókarinnar, Sunnan Kald-
baks, kann að vera táknrænt. Og
er þá vel valið. Bragi hefur sem
skáld komið sér fyrir sunnan í
móti, ljóð hans vitna um sólarsýn.
Þetta er áttunda ljóðabók Braga
Sigurjónssonar. Hann er því síður
en svo byrjandi í ljóðlistinni. Út-
gefandi hefur gert bókina vel úr
garði og er það þeim mun lofs-
verðara þar sem markaðurinn
fyrir ljóðabækur hefur hingað til
reynst hér takmarkaður svo ekki
sé meira sagt.
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Erlingur Davíösson: ALDNIR HAFA
ORÐIÐ XI. 326 bls. Skjaldborg. Ak-
ureyri, 1982.
Aldnir hafa orðið er eins konar
ársrit, kemur nú út í ellefta sinn.
Erlingur Davíðsson skrásetur sem
fyrr. Sjö eru sögumenn að þessu
sinni. Fremst er Margrét Thor-
lacius frá Öxnafelli. Hún er löngu
landskunn sem lækningamiðill.
Ekki er þetta heldur hið fyrsta
sem eftir henni er skráð. »Hlé-
dræg kona hefur Margrét frá
Öxnafelli ætíð verið og það er hún
enn, jafnvel feimin og laus er hún
við þann eiginleika, sem nefndur
er málgleði,« segir Erlingur
Davíðsson. Það sannast á þættin-
um því hann er i daufara lagi og
skírskotar varla til annarra en
áhugafólks um huglækningar.
Þá er Halldór E. Sigurðsson,
fyrrverandi þingmaður og ráð-
herra. Halldór er maður hressi-
legur, jafnt í frásögn og pólitík.
Ekki eru stjórnmálin hér á
dagskrá heldur lífshlaup Halldórs
fram að því að hann gerðist
stjórnmálamaður. Hann varð
bóndi á Staðarfelli rumlega tví-
tugur og hefur margt að segja frá
búskaparárum sínum. Svo segir
hann líka frá »höfðingjum í Hólm-
inum«. En Stykkishólmur er einn
af gömlu, virðulegu verslunarstöð-
unum, ekki þarf að orðlengja það.
Næstur er Lórens Halldórsson á
Akureyri. »Langan og litrikan
vinnudag á Lórens að baki við hin
ýmsu störf erfiðismannsins,« segir
í inngangi. Sumir erfiðismenn
stefna að því að hætta að vera erf-
iðismenn og komast á kontór. Lór-
ens er ekki í tölu þeirra. Hann var
um tíma framarlega í stéttarfé-
lagi sínu. »En það sem varð því
valdandi að ég hætti að starfa í
félagsmálum var það, að mér féll
það ekki að forystumenn okkar
færu að sitja á skrifstofum og
hætta þátttöku í starfinu sjálfu,*
segir hann.
Næst er þáttur af Þorsteini
Stefánssyni. Þorsteinn er Vopn-
firðingur. Eins og aðrir rifjar
hann upp sitthvað frá bernsku og
æsku. Glíman við náttúruöflin
varð mörgum minnisstæð fram á
þá tíð er Þorsteinn var að vaxa úr
grasi, og jafnvel lengur.
Og Þorsteinn hefur margs að
minnast frá ferðalögum fyrri ára
þegar ferðast var á tveim jafn-
fljótum, jafnt yfir straumharðar
ár sem fjöll og firnindi. í miðri
kreppu beindu örlögin för Þor-
Erlingur Davíðsson
steins hingað suður. Þá var fá-
tæktin hér sem annars staðar. Ör-
birgðin var annars nokkuð sem
hver og einn reyndi í lengstu lög
að fela: »Á þeim árum sást aldrei
maður úti á götum höfuðstaðarins
án þess að klæðast frakka og helst
fínum!« En Þorsteinn lét ekki
töfrast af fínheitum höfuðstaðar-
ins, hann hélt aftur austur og hef-
ur unað þar ævidaga sína.
Létt er yfir þætti Jóns Eðvarðs
Jónssonar, rakarameistara á Ak-
ureyri. Hann er Þingeyingur að
ætt og uppruna en nam iðn sína
hjá Sigfúsi Elíassyni á Akureyri.
Sigfús fluttist síðar suður hingað
og varð landsþekktur dulspeking-.
ur eins og kunnugt er. Jón Eðvarð
á sér mörg áhugamál, bæði í list-
um og tækni. Hann er tónlistar-
áhugamaður. Og af bílum hefur
hann hrifist allt frá því hann
fyrsta sinn leit það veraldarundur
fyrir margt löngu. »Enda er ég bú-
inn að eiga marga bílana um dag-
ana, hvern dillibekkinn öðrum
dægilegri... «
Zóphónías Pétursson segir frá í
næsta þætti. Hann fæddist í
Reykjavík en ólst að nokkru leyti
upp norður á Melrakkasléttu og
rekur margar minningar þaðan.
Eins og Jón Eðvarð á hann sér
ærin áhugamál, en á öðrum svið-
um. Meðal áhugamála Zóphónías-
ar er yoga. Hann hélt um árabil
yogaskóla vestur á Snæfellsnesi.
Hafði hann þá verið á Indlandi til
að nema þau fræði.
Lestina rekur að þessu sinni
Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöð-
um í Fnjóskadal. Hún var snemma
hneigð til mennta og lýsir svo sín-
um fyrstu ástríðum til bóklegra
fræða eftir að móðir hennar hafði
gefið henni stafrófskver: »Ég var á
eftir henni seint og snemma um
allan bæinn og út á tún með Staf-
rófskverið í höndunum og ýmist
bað auðmjúklega og með atlotum
góðum eða heimtaði með frekju og
skælum að hún sýndi mér stafina
og segði mér hvað hver þeirra
merkti og síðar, að hún léti mig
lesa.« Ætli margt skólaræksnið í
nútímanum reki nú ekki upp stór
augu og þyki þessi frásögn með
ólíkindum! — Jórunn komst í
gagnfræðaskóla en gat ekki haldið
áfram námi, var bundin við aðrar
skyldur. Hún hefur sent frá sér
ljóðabókina Beitilyng. Það er
kraftur og bjartsýni í máli þessar-
ar norðlensku konu.
Allir hafa þessir sjö öldnu sögu-
menn frá ærnu að segja. Skráning
Erlings Davíðssonar er lipur. Ef
til vill hefði hann stundum þurft
að leiða frásögnina skipulegar,
hafa áhrif á hvort tveggja: frá-
sögn og söguefni. Það er þó mats-
atriði. Þó enginn sögumanna sé
hversdagsmaður eins og það orð er
venjulega skilið eru sögur þeirra
allra mest hversdagssögur; sagt
frá bernskuslóðum, vinum og ætt-
ingjum, gestum og gangandi og at-
vikum sem i minni festust. Og svo
er vinnan auðvitað með í dæminu.
Ekki tók ég mér fyrir hendur að
telja pnentvillurnar í bókinni en
þær eru nokkuð margar. Ofarlega
á bls. 130 hefur t.d. allt farið í
graut, maður les ekki einu sinni í
málið. Og bágt á ég með að trúa að
Jón Eðvarð hafi á unglingsaldri
verið »kaupmaður á Þverá í Lax-
árdal«. Var hann ekki »kaupamað-
ur«?
Gott eda lélegt?
Hljóm
otur
Alf Moyet og Vince Clarke
Finnbogi Marinósson
Yazoo
Upstairs At Eric’s
MUTE REC. STUMM 7/Steinar
hf.
í upphafi voru það fjórir ungir
piltar sem eyddu öllum sínum
frístundum heima hjá einum fé-
laganum, Vince Clarke. Þeir
stofnuðu hljómsveitina Depeche
Mode og á skömmum tíma varð
hún mjög vinsæl. Út komu þrjár
litlar plötur en áður en stór
plata leit dagsins ljós hætti
Vince til að geta einbeitt sér að
tónsmíðum. Fyrir nokkru síðan
komu þessar tónsmíðar hans út
undir nafninu „Yazoo“.
„Yazoo" er dúett sem saman-
stendur af Vince annarsvegar og
óþekktrar blússöngkonu hins-
vegar, Alf Moyet. Það var eins og
við manninn mælt, „Yazoo“ og
platan „Upstairs At Eric’s" ruku
upp breska vinsældalistann og
lögin „Don’t Go“ og „Only You“
urðu feikna vinsæl.
„Yazoo“ flytur tölvupopp af
betri gerðinni. Tónlistin er ákaf-
lega einföld. Vince sér um hljóð-
gerflana og Moyet syngur og
spilar á píanó. Þetta hefur í för
með sér það ágæti að tónlistinni
er ekki íþ.vngt með óþarflega
mörgum hljóðfærum. Moyet er
hin þokkalegasta söngkona og
Vince afbragðs lagasmiður.
Hinsvegar verður því ekki neitað
að tónlist „Yazoo” er á köflum
mjög lík því sem „Depeche
Mode“ var að gera. Sama sándið
er í hljóðgerflum Vince og var í
hljóðgerflum fyrrum félaga hans
í Depeche Mode“ og ef það er sett
á oddinn, þá er komið nokkuð
þreytuhljóð í tónlistina.
Vonandi eru ekki allir sam-
mála um það hvernig á að taka
þessu og hvernig væri þá að
skella sér á eintak og hugleiða
málið?
AM/FM
jr
Arroði og
aftanskin