Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 Egilsstaðir: Ríkið tekur við Vonarlandi Kgil.sstöðum, K. nóvemlMT. Fólayar í Lionsklúbbnum Múla á FljóLsdalshéraói afhentu Styrkt- arlélagi vangefinna á Austurlandi formlega fyrri þriójudag uppsteypta sundlaug — sem byrjaó var aó byggja á lóð heimilisins 1979. I.ionsmenn hafa gefið alla vinnu vió þennan áfanga laugarinnar, en Ilúsiójan sf. á Egilsstöóum lánaói mótatimbur til verksins og gaf nauósynlega vélavinnu ásamt fleiri ónafngreindum aóilum á Egilsstöó- um. Styrktarfélagió greiddi hins vegar allt efni til laugarinnar. Þaó kom fram í máli Sigfúsar Þorsteinssonar, formanns Lions- klúbbsins Múla, við athöfnina í dag, að 900 vinnustundir liggja V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! að baki þessa fyrsta á/anga laug- arinnar. Eins og áður sagði hófst vinnan árið 1979 og hefur því miðað allvel þegar tillit er tekið til þess að hver vinnustund var unnin í sjálfboðavinnu og utan hins almenna dagvinnutíma. Laugin er 4x6 metrar að gtærð. Að sögn forvígismanna styrktar- félagsins hyggst félagið nú hefj- ast handa um yfirbyggingu laug- arinnar og lúkningu hennar að öðru leyti. Formaður Styrktarfélags van- gefinna á Austurlandi, sr. Davíð Baldursson á Eskifirði, færði Lionsmönnum alúðarþakkir fyrir unnið verk og lét í ljós þá von að heimilismenn Vonarlands mættu sem fyrst njóta verka þeirra. Þá afhenti formaður Lions- klúbbsins Múla Vonarlandi að gjöf myndarlega gestabók, út- skorna af þeim Miðhúsafeðgum, Hlyni Halldórssyni og Halldóri Sigurðssyni, til minningar um fyrsta formann Lionsklúbbsins, Kristján Ingólfsson — en hann var einnig einn af stofnendum Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi. Þá afhentu Lions- menn ennfremur styrktarfélag- inu kr. 7 þús. til ráðstöfunar fyrir Vonarland. Stjórn styrktarféiagsins bauð viðstöddum til kaffidrykkju á Vonarlandi, en Lionsmenn fjöl- menntu við athöfnina. A laugardaginn tók svo félags- málaráðherra, Svavar Gestsson, formlega við rekstri Vistheimil- isins Vonarlands á Egilsstöðum fyrir hönd ráðuneytis síns af Styrktarfélagi vangefinna á Austurlandi. Fyrir hönd stjórnar Styrktarfélagsins afhenti Krist- ján Gissurarson, Eiðum, ráð- herra reksturinn. Það kom fram í máli Kristjáns við athöfnina í dag að Styrktar- félag vangefinna á Austurlandi Kristján Gissurarson, ritari stjórnar Styrktarfélags vangefinna á Austur- landi flytur ávarp. AlistairMatLean „Dauðafljótið“ ný saga eftir Alistair Maclean ÚT ER komin hjá Iðunni ný saga eftir hinn víðkunna spennusagna- höfund Alistair MarLean. Nefnist hún Dauóafljótið og er tuttugasta og fimmta bók höfundarins sem út kemur á íslensku. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. — Saga þessi gerist einkum í Suður- Ameríku. Dauðafljótið fellur þar um frumskóga. „Þarna er á ferð harðsnúinn hópur manna í leit að Týndu borginni, hinum forna fjár- sjóði indíánanna," segir í kynn- ingu forlags á kápubaki. „En undir niðri vakir önnur minning hjá for- ingja og frumkvöðli leiðangursins. Hann vill koma fram hefnd á fé- laga sínum sem förðum sveik hann á svívirðilegasta hátt, stal frá honum ógrynni auðs sem þeir höfðu í sameiningu náð haldi á. Hitt veit hann ekki að í för með honum er fólk sem ekki er síður einráðið að hefna harma sinna, — harma af allt örðu tagi. Enginn veit hvert straumur fljótsins ber þessa leiðangursmenn — eða hver það verður sem mætir örlögum sínum að leiðarlokum." Dauðafljótið er 182 blaðsíður að stærð. Oddi prentaði. Nýstirni hefur fegrunarferil sinn meö Lux. Nærmyndir reyna mjög á útlit leikara og stjarna á framabraut eins og Michelle Pfeiffer fer eftir frægustu fyrirmyndum heims og velur Lux til að vemda húðina. t»að er vegna þess að Lux freyðir svo vel, hreinsar með mýkt og gerir húðina slétta og mildilega. Mjög mun sjást til Michelle Pfeiffer og með henni birtist enn eitt fagurt andlit leikkonu, sem byrjar og endar daginn með Lux. LUX ER FEGRUNARSÁPA KVIKMYNDASTJARNA HEIMSINS. emstakt að gæðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.