Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982
61
Kíló af salti fyr-
ir kiló af fiski
Kafli iir sögu útgerð-
ar og fiskvinnslu í
Neskaupstað, eftir
Smára Geirsson
Smári Geirsson, kennari í Neskaup-
stað hefur að undanfornu unnið að rit-
un sögu útgerðar og fiskvinnslu í Nes-
kaupstað. I henni fjallar hann meðal
annars um aðdragandann að stofnun
Samvinnufélags útgerðarmanna og
segir þar meðal annars:
Kreppan og verðfallið á afurðum
útgerðarmanna hafði eðlilega mjög
slæm áhrif á hag útgerðarinnar og
urðu margir útgerðarmenn ríg-
bundnir á skuldaklafa kaupmann-
anna fyrir vikið. Var svo komið í
ársbyrjun 1932 að útgerðarmennirn-
ir voru margir hverjir svo vanmátt-
ugir að þeir gátu ekki keypt salt til
að verka fisk sinn. Tilraunin með ís-
fiskútflutninginn á vegum Fisksölu-
samlags Norðfjarðar haustið 1931,
sem hafði einvörðungu kostnað í för
með sér fyrir útgerðarmennina, átti
sinn þátt í erfiðleikum þeirra. Þegar
svo verslanir á borð við Verslun
Konráðs Hjálmarssonar setti út-
gerðarmönnum það skilyrði að þeir
yrðu að greiða eitt kíló af salti með
einu kílói af blautum fiski gátu þeir
ekki lengur unað óbreyttu ástandi.
Sigurður Hinriksson, sem var í
forystusveit útgerðarmanna á þess-
um tíma segir svo frá:
„Ekki þótti okkur útgerðar-
mönnum þetta tilboð Konráðs-
verslunar góður kostur. Fórum við
brátt að ræða það okkar á milli
hvort við gætum ekki sjálfir reynt
að ná okkur I salt með einhverju
móti. Fljótlega varð okkur Ijóst að
við þurftum aðila til að standa
fyrir saltkaupunum og þá stakk ég
upp á því við Ölver Guðmundsson
að við skyldum stofna félag til
þess að standa fyrir þessu."
Þannig virðast kreppuráðstafanir
kaupmannanna hafa aukið áhuga út-
gerðarmannanna á því að bindast
samtökum og leysa helstu vandamál
útgerðarinnar á félagslegan hátt.
Þann 24. mars 1932, eða um fjór-
um mánuðum eftir að hinum mis-
heppnaða ísfiskflutningi Fisksölu-
samlagsins lauk, var haldinn fundur
á meðal útgerðarmanna á Norðfirði i
Alþýðuhúsi Neskaupstaðar. Var
fundarefnið hagsmunamál útgerðar-
mannanna og verður meginefni
fundargerðar þeirrar, sem rituð var
á fundinum, birt hér orðrétt:
„Tildrög til þessa fundar voru
hin almennu vandræði útgerðar-
innar um framleiðslustarfsemi
komandi vertíðar og þá fyrst og
fremst um útvegun á salti til út-
vegsins. Ármann Eiríksson,
útg.m., setti fundinn og skýrði til-
drög hans í fáum orðum. Enn-
fremur gat hann þess, að meiri
hluti nefndar þeirrar, er kosin
hafði verið á síðasta fisksölu-
samlagsfundi væri hjer mætt og
myndi skila áliti sínu. Næst skip-
aði hann fundarstjóra Sverrir
Sverrisson og til fundarskrifara
Kristján Sigtryggsson. Tóku báðir
greindir menn sæti.
Þá tók til máls Olver Guð-
mundsson, útgerðarmaður, er
hafði framsögu þessa vandamáls
fundarins og kvað hann fyrst og
fremst nauðsyn til góðra samtaka
meðal útgerðarmanna og bráða
nauðsyn bera til fjelagsstofnunar,
með því að Fisksölusamlagið virt-
ist algjörlega óstarfhæft, þar sem
eigi hafði verið haldinn aðalfund-
ur í fjelaginu og engin reikn-
ingsskil fram komin frá síðast
liðnu ári sem hefði þó fram átt að
fara í janúarmánuði sl. Nokkrar
umræður urðu um mál þetta.
Einar Einarsson, útgerðarmaður,
mótmælti því að umrædd nefnd
gæti skilað áliti sínu á þessum
fundi, sem ekki væri Samlags-
fundur, en þeir Ármann Eiríksson
og Ölver Guðmundsson færðu
fram rök fyrir því, að mál þetta
væri rjettilega tekið upp, enda bar
fundurinn með sjer ótvírætt sam-
þykki í þá átt. Því næst kom fram
tillaga frá þeim Ölver Guð-
mundssyni og Sigurði Hinrikssyni,
svohljóðandi:
Fundurinn samþykkir að stofn-
að verði útgerðarmannafjelag er
hafi það á stefnuskrá sinni, að
koma til framkvæmda skipulags-
bundinni sölu afurða fjelags-
manna svo og útvegun og starf-
rækslu nauðsynjavara útvegs-
manna og sjómanna. í þeim til-
gangi kýs fundurinn 3ja manna
framkvæmdanefnd er fyrst og
fremst beitir sjer tafarlaust fyrir
útvegun á salti, svo og frekari fje-
lagsmyndunar á formlegan hátt.
Framkvæmdanefnd þessi hafi
óbundnar hendur til að ráða fram-
kvæmdastjóra eða hverja þá að-
stoð er hún þarfnast.
Litlar umræður urðu um tillög-
una og var hún lesin upp og sam-
þykkt í einu hljóði. Þá stakk fund-
arstjóri upp á þrem mönnum í
framkvæmdanefnd, þeim Sigurði
Hinrikssyni, Ölver Guðmundssyni
og Kristjáni Sjgtryggssyni og voru
þeir samþykktir í einu hljóði."
Lárus Sveinsson trompetleikari og Guðni Guðmundsson pianóleikari léku
fyrir samkomugesti.
Landssamband iðnaðarmanna:
Ekki verði einblínt á
útflutningsatvinnuvegi
Að undanförnu hefur mönnum
orðið tíðrætt um áhrif gengis-
þróunar á útflutningsframleiðslu.
Minna hefur verið skeytt um þau
áhrif, sem breytingar á gengi ým-
issa gjaldmiðla Evrópulanda hafa
haft á iðnað hérlendis, sem á í
samkeppni við innflutning frá
þessum löndum, segir m.a. í
ályktun Landssambands iðnað-
armanna um áhrif gengisþróunar
á iðnað í samkeppni við innflutn-
ing.
Ennfremur segir:
Ýmsar iðngreinar innan
Landssambands iðnaðarmanna
eru í mikilli samkeppni við inn-
fluttar vörur frá Evrópulönd-
um, en gjaldmiðlar þeirra hafa
ekki hækkað í takt við kostnað-
arhækkanir hérlendis. Sem
dæmi má nefna, að meðalgengi
dönsku krónunnar á tímabilinu
janúar—júní í ár var einungis
liðlega 30% hærra en á sama
tímabili í fyrra, og á sama tíma
hækkaði gengi sænsku krón-
unnar aðeins um 24%. Lækkun
á gengi íslensku krónunnar í
ágúst s.l. bætti nokkuð úr skák,
en 16% gengisfelling sænsku
krónunnar, sem nýlega átti sér
stað, ásamt miklum innlendum
kostnaðarhækkunum, hefur
síðan algjörlega eytt þeim
ávinningi.
Meðal þeirra iðngreina innan
Landssambands iðnaðarmanna,
sem þessi þróun bitnar á, má
nefna húsgagna- og innrétt-
ingaiðnað, málmsmiði og fram-
leiðendur einingahúsa. Til þess
að gefa til kynna, hve afdrifa-
ríka þýðingu gengisskráning á
gjaldmiðlum einstakra landa
getur haft á samkeppnisstöðu
vissra innlendra iðngreina, má
nefna, að innflutningur á ein-
ungis einum vöruflokki, þ.e.
húsgögnum og innréttingum,
frá aðeins tveimur löndum, þ.e.
Svíþjóð og Danmörku, nam 45
millj. kr. fyrstu sex mánuði
þessa árs, en það samsvarar
u.þ.b. þriðjungi af öllum út-
flutningi landsmanna til þess-
ara landa á sama tímabili. Af
þessu dæmi má ljóst vera, að
vöruverð frá þessum löndum
skiptir sköpum fyrir þær
heimamarkaðsgreinar, sem
nefndar voru. Beinir sambands-
stjórn Landssambands iðnað-
armanna því til stjórnvalda, að
við ákvarðanir í efnahagsmál-
um, er lúta að samkeppnisstöðu
innlendra aðila gagnvart er-
lendum, verði jafnan tillit tekið
til hagsmuna þeirra innlendu
iðngreina, sem keppa á heims-
markaði, en ekki einblínt á út-
flutningsatvinnuvegi.
Notið tækifærið
Folaldakjöts
vika
►essa viku getur enginn sleppt því að
i sér nýslátrað folaldakjöt í matinn
Á KYNNINGAR
VERÐI!
Buff
File
Mörbráð
Beinlausir fuglar
Mínútusteik
Innra læri
Vöóvarí 1/1 steik
Kryddlegið buff
Gúllas
Framhryggir
T.bone
Hakk
Baconbauti
Karbonaði
Hamborgarar —
Nýbakað
hamborgarabrauð fylgir
Reykt folaldakjöt
Saltað folaldakjöt
m
Ð.
AUSTURSTRÆTI 17
STARMÝRI 2