Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 18
66
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982
bönkum. Ef það var ógerlegt, átti
að ræða málin við launþegasam-
tökin af fullpi hreinskilni áður en
nokkuð var ákveðið með lögum."
„Það borgar enginn með
peningum sem ekki eru til“
„Það eru vandræði að geta ekki
staðið við samninga og sé það eigi
hægt, á að reyna að semja um það.
Máli skiptir að framkvæma nauð-
synlega hluti á réttum tíma. Það
borgar enginn með peningum, sem
ekki eru til og í því tilfelli skiptir
eigi máli, hvaða flokkar fara með
stjórn. I sögu mannkynsins er á
nokkrum stöðum getið um verð-
rýrnun gjaldmiðils. A þriðju öld er
t.d. frá því sagt, að keisarar
Rómverja hafi verið frámunalega
slæmir. Því til sönnunar er þess
getið, að verðgildi gjaldmiðils hafi
lækkað niður í 2%. Mikil verð-
lækkun gjaldmiðils hefur alltaf
verið afleiðing lélegrar fjármála-
stjórnar og verið sönnun þess, að
meiru sé eytt en aflað er. Taki Jón
hundrað þúsund krónur að láni
hjá Páli og geti eigi endurgreitt
nema eitt þúsund, er Jón raun-
verulega gjaldþrota, þó það sé
e.t.v. eigi skráð í dómarabækur.
Ríkið á flesta bankana hér á landi.
Eigendur sparifjár og umráða-
menn sjóða hafa falið þessum
bönkum að geyma og ávaxta
sparifé sitt. Þeir fengu eina krónu
fyrir hundrað. Þannig, að róm-
versku afrekin hverfa í skuggann.
Það er því eðlilegt að eigendur
sparifjár séu orðnir tortryggnir að
fela bönkum sparifé sitt, og leggi
það frekar í misþarfar fjárfest-
ingar, eða verji því í óþarfa. Verð-
rýrnun gjaldmiöils eykur þannig
eyðslu, en mikil eyðsla og skulda-
söfnun veikir fjárráð þjóðarinnar
og getu til framkvæmda. Talið er,
að nú fari 20—25% af útflutn-
ingstekjum þjóðarinnar í vexti og
afborganir. Ymislegt mætti gera,
ef við hefðum þetta fé til fram-
kvæmda. Ekki aðeins í ár, heldur
árlega í næstu framtíð. Það er því
meira en óvíst, að óhagkvæmara
hefði verið að fara hægar og gæta
hófs með eyðsluna. Sparifjáreig-
endur hafa oft verið grálega leikn-
ir, enda eru þeir varnarlitlir. Það
eru í fæstum tilfellum ríkir menn
sem eiga sparifé, heldur unglingar
og aldrað fólk. Á fyrri búskapar-
árum mínum fór fram eignakönn-
un. Peningastofnanir voru skyld-
aðar til að gefa upp innstæður og
nöfn viðskiptamanna sinna. Á
þessar innstæður var svo lagt út-
svar og ríflegur tekju- og eigna-
skattur. Margir höfðu vantalið
sparifé, því innlánsvextir voru
lágir. Eigendur sparifjárins tóku
margir krónur sínar úr innláns-
stofnunum og eyddu þeim í óþarfa
hluti. Innstæður stórminnkuðu,
útlánageta banka varð minni. Það
kom í ljós, að sparifjáreigendur
voru og höfðu verið hinir þörfustu
menn fyrir þjóðfélagið. Skömmu
síðar var sparifé gert skattfrjálst
og stjórnvöld dæmdu þar með sín
eigin verk þjóðhagslega vitleysu.
Sparifé er þjóðhagsleg nauðsyn."
„Uppræta þarf verðbólguna í
einu átaki, ekki áföngum“
„Það skiptir eigi máli, hvort
gengislækkun er afleiðing eða
orsök verðbólgunnar. Það þarf að
uppræta orsakir og afleiðingar
með einu samstilltu átaki."
— Með hvaða hætti vilt þú tak-
ast á við verðbólguna?
„Ég hef aldrei haft trú á þessu
áfangaspjalli. Nokkur reynsla er
fyrir því. Flestar stjórnir hafa
a.m.k. látist vera að vinna að því
að draga úr verðbólgu, en áfangar
hafa orðið öfugir. Það hefur verið
komið þar að kveldi, sem lagt var
af stað að morgni. Ein ástæðan er
sú, að stjórnvöld hafa verið að
reyna að draga úr einum eða
tveimur þáttum verðbólgunnar, en
það þarf að uppræta þá alla sam-
hliða eftir því sem í okkar valdi
stendur, ef árangur á að nást. Það
álít ég að eigi að gera þannig: 1.
Lækka fjármagnskostnaðinn á
þann hátt að færa vexti í svipað
horf og þeir voru á árabilinu
1950—1960. 2. Lækka skatta,
launatengd gjöid og aukapinkla af
atvinnuvegunum eftir því sem
hægt er, m.a. er óþolandi að olíu-
v.erð sé mun hærra hér en hjá öðr-
um fískveiðiþjóðum. 3. Skapa
traust á gjaldmiðlinum á þann
hátt að hætta frekari gengislækk-
unum og láta eigi verða aðrar
breytingar á verðgildi hans til
hækkunar eða lækkunar en hlið-
stæða eru hjá gjaldmiðli hjá
tveimur til þremur helstu .við-
skiptaþjóðum okkar. Hingað til
hefur verið um nær einhliða lækk-
anir að ræða á okkar gjaldeyri. 4.
Gera raunhæfa kjarasamninga og
reyna að standa við gerða samn-
inga. 5. Hætta að eyða meira en
aflað er og forðast óarðbærar fjár-
festingar. 6. Þegar búið er að gera
þessar ráðstafanir eða aðrar svip-
aðs eðlis, eiga stjórnvöld að segja
við launþega og atvinnurekendur,
nú getum við eigi meira gert, þið
verðið að skipta þeim verðmætum,
sem þið vinnið fyrir, réttlátlega á
milli ykkar. Það eru engar kjara-
bætur, hvorki fyrir launþega eða
aðra, að fá fleiri krónur í vasann,
ef verðgildi þeirra er minnkað
jafnmikið eða meira með gengis-
lækkun, meiri sköttum og hærri
vöxtum. Eigi væri óeðlilegt, að
fólk, sem vinnur við fiskvinnslu,
hefði að því leyti hliðstæð kjör og
sjómenn, að það nyti þess, þegar
vel gengi, en tæki þátt í því þegar
verr gengi. Þannig, að laun hækk-
uðu, þegar skilyrði væru hagstæð
og lækkuðu þegar þau væru óhag-
stæð. Hvort sem þessar hugmynd-
ir eru réttar eða rangar, fram-
kvæmanlegar eða óframkvæman-
legar, er hitt víst, að verðbólguna
þarf að uppræta að mestu. Til þess
að það takist, þarf að myndast um
það sem víðtækast samstarf. Mál-
ið þarf að undirbúa vel og fram-
kvæma það af fullri festu. Það
þarf engri kjaraskerðingu að
valda, frekar hið gagnstæða, nema
e.t.v. hjá fáeinum bröskurum. Það
er búið að reyna gengislækkunar-
leiðina í fjóra tugi ára. Þeir sem
höfðu aðstöðu til að fá lán í bönk-
um, gátu grætt á gengislækkun,
meðan verið var að ræna spari-
fjáreigendur og gera sjóðeignir
verðlausar. Nú er því lokið, því
vextir eiga lögum samkvæmt að
hækka í samræmi við aukna verð-
bólgu. Það hlytu að vera góðar
efnahagsástæður hjá okkur, ef
gengislækkanir leystu allan efna-
hagsvanda. Það er rétt hjá Krist-
jáni Ragnarssyni, og það hefur
einnig komið fram hjá Steingrími
Hermannssyni, að gengislækkun
leysir eigi vanda útgerðarinnar.
Það eru hins vegar raunhæfar
kjarabætur að lækka verð á olíu,
að lækka vexti og skatta. Gengis-
lækkanir hafa gert þjóðina eyðslu-
sama, aukið skuldasöfnun og verð-
bólgu. Þannig, að nú er tæplega
hægt að láta nokkurn atvinnu-
rekstur bera sig. Ég er engan veg-
inn viss um, að stjórnvöldum tak-
ist að uppræta verðbólguna með
óbreyttri stjórnskipan. Og gæta
þess að skriðan fari eigi af stað
aftur. Það er að mörgu leyti ólík-
legt, að þeir sem hafa fóstrað og
alið þennan ófögnuð ráði við það
verkefni. Hvað sem því líður, þá
held ég, að þörf sé og raunar brýn
nauðsyn að setja um það lagafyr-
irmæli eða ákvæði í stjórnarskrá,
að hvorki einstaklingar eða félags-
samtök megi gera hluti, sem skaða
þjóðarheildina, eða eru þjóðfélag-
inu hættulegir á einhvern hátt."
„Best væri að allir flokkar
sameinuðust í baráttu
við verðbólguna“
„Vera má, að réttara væri að
setja slík ákvæði í stjórnarskrá,
þá sem nú er verið að undirbúa.
Það er eigi hægt að stjórna þjóð-
félaginu nema stjórnvöld hafi að-
stöðu og vald til að framkvæma
nauðsynlega hluti og geti hindrað
skaðlegar aðgerðir. Nú er ástandið
þannig, að stjórnvöld eru óbeint
hálfgerð leikföng í höndum fjöl-
margra þrýstihópa. Það er hæpið,
að hægt sé að stjórna vel við þau
skilyrði. Ég held ennfremur, að
þörf væri á, að einhver einstakl-
ingur í stjórnkerfinu hefði að
minnsta kosti takmarkað neitun-
arvald til að hindra of mikla
eyðslu og óskynsamlegar fjárfest-
ingar. Hvort slíkt vald væri fengið
í hendur fjármálaráðherra, for-
sætisráðherra eða forseta, er e.t.v.
eigi aðalatriði, en slíkt þyrfti að
ákveða í lögum eða stjórnarskrá.
Þessi maður þyrfti að vera óháður
kjósendum og mætti því eigi vera
þingmaður. Best væri að ráðherr-
ar væru eigi þingmenn. Þannig, að
varamenn tækju við, ef þingmaður
tekur að sér ráðherrastörf. Hvað,
sem gert verður í þessum málum,
er nauðsyn á víðtækri samstöðu.
Þarf að sýna fulla hreinskilni og
skýra fyrir þjóðinni, hvað á og
þarf að gera. Takist að sannfæra
þjóðina, sem eðlilega er orðin tor-
tryggin, um að eitthvað eigi að
gera, sem gagn er að, hefði trú á
að fólki reynist vel. Sjálfstæðis-
menn töluðu um leiftursókn í síð-
ustu kosningum. Orðið leiftursókn
var óviturlegt og óhagkvæmt, því
að andstæðingar flokksins þýddu
það á þýsku, sem hafði neikvæð
áhrif á kjósendur. Sennilega hafa
ungir sjálfstæðismenn mestu ráð-
ið um þetta leifturspjall, en hitt
var þó enn verra, að engin grein
var gerð fyrir því, á hvern hátt
átti að framkvæma þessa sókn. Ég
álít, að ástæðan fyrir því hafi ver-
ið sú, að þeir gerðu sér eigi grein
fyrir því sjálfir, hins vegar álít ég
það sé rétt skoðun, að verðbólgan
verði eigi upprætt nema með einu
alhliða átaki. Það er gagnslaust að
narta í 5—10 vísitölustig öðru
hverju, en lækka gengi, hækka
vexti, auka eyðslu og hækka
skatta jafnhliða. Slíkar aðgerðir
valda því, að áfangarnir verða
öfugir. Það er farið í norður í stað
þess að fara í suður. Þess ber að
gæta, að verðbólguvandamálið
verður eigi leyst nema með víð-
tækri samstöðu. Best væri að allir
flokkar sameinuðust um að leysa
það verkefni. Það væri þeim til
sóma og flestum til góðs.“
vöiund
vél in
VO tt a
— • na vinda og
sr.gsss*
n wS fæst •
SPURÐU NÁNAR ÚT í -
18354 gata tromluna
50% vatnsspamaðinn
40% sápuspamaðinn
25% tímaspamaðinn
efnisgæðin
byggingarlagið
lósíuleysið
lúgust'aðsetninguna
lúguþéttinguna
ytra lokið
demparana
þýða ganginn
stöðugleikann
öryggisbúnaðinn
hitastillinguna
sparnaðarstillingar
taumeðferðina
hægu vatnskælinguna
lotuvindinguna
þvottagæðin .......
iFDnix
HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420
'** I Ihhk
Þessar stöllur, Sigrfður Erna og Herdfs Stephensen efndu fyrir nokkru
til hlutaveltu til ágóða fyrir vistheimilið að Dalbraut 27 og söfnuðu
rúmlega 200 krónum.
Þessir krakkar efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Sjálfsbjörg, félag
fatlaðra í Keykjavík og nágrenni. Þar komu inn 200 krónur.----------
Krakkarnir heita: Erla Kristrún, Berglind Ósk, Lárus og Auður Kristín.
Þetta lið safnaði rúmlega 460 kr. á hlutaveltu til ágóða fyrir Styrktarfé-
lag lamaðra og fatlaðra. — Krakkarnir heita: Ágústa Valdís Jónsdóttir,
Maria Pétursdóttir, Salbjörg Rita Jónsdóttir, Guðmundur Örn Þor-
steinsson og Þórir Heiðar Þorsteinsson.
Þessar vinkonur eiga heima i Seljahverfi í Breiðholti en þar efndu þær
til hlutaveltu til ágóða fyrir Reykjavíkurdeild Rauða Kross íslands og
söfnuðu 220 krónum. — Þær Seljahverfis-dætur heita: Sigríður Guð-
munda Ólafsdóttir, Sigríður Ásmundsdóttir, Guðný Steinsdóttir og
Þórgunnur Jóhannsdóttir.
Þessar ungu dömur: María Harðardóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Eygió
Guðmundsdóttir, Guðrún Rut Danelíusdóttir, Þóra Pétursdóttir og Val-
gerður Jónsdóttir, en allar eiga þær heima í Breiðholti, efndu til hluta-
veltu í Unufelli 29 til ágóða fyrir „Þjóðarátak gegn krabbameini.“ —
Afhentu þau Krabbameinsfélagi íslands ágóðann, rúmlega 680 krónur.