Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 29
tTPíl MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 77 En hvað gerðu Sam arnir í Jokkmokk? Oddrún Pálsdóttir skrifar: „Lítil ferðasaga ungra hjóna sem ég las í Velvakanda í sunnu- dagsblaðinu 17. október vakti mig til umhugsunar. íslendingar ferðast vítt og breitt um hnöttinn, frá suður- heimskauti og til nyrstu byggða. Hvað eru þeir að skoða? Hvað sjá þeir? Hrikalegt landslag? Dýrind- is veislusali? Menningarleg söfn? Jú, allt er þetta ágætt. En mann- lífið sjálft? Og þá kem ég að kjarna málsins. Hvernig er best búið að íbúum þessara landa, og þá líka þeim elstu? Hvað geta þeir sem fara víða sagt okkur sem heima sitjum? Er ekki margt sem við gætum hagnýtt okkur hér heima sem aðrir hafa gert? Gamla fólkinu fjölgar og við höfum ýtt því til hliðar. „Gott ef hægt væri að koma því á stofnun, svo það sé ekki fyrir." Mitt í atburðarás líðandi stundar En hvað gerðu Samarnir í Jokkmokk? Þeir færðu alla sína menningu á einn stað, til gamla fólksins. Þar var saman komið allt það sem gat talist til menningar eða viðburða í litlum bæ: Sam- komusalur, bókasafn, leikfimisal- ur, hárgreiðslustofa og fótsnyrt- ing, elliheimili og dagvistun aldr- aðra, allt á einum stað. Þarna sýn- ist mér að við gætum lært eitt- hvað. Víða úti á landi er verið að byggja upp bæi og þorp, og þá væntanlega aðstöðu fyrir aldraða og fatlaða. Gæti ekki verið hag- kvæmni í því að hafa menninguna og þjónustuna sem mest á sama stað, öllum til hægari verka? Þar mundu sparast bílar og svo auð- vitað tími, því að allir eru að flýta sér. Og ef gamla fólkið væri þarna líka, ættu ættingjar hægara um vik að líta til þess í leiðinni, auk þess sem þeir öldruðu væru þá ennþá mitt í atburðarás líðandi stundar, en ekki úti í horni, af- skiptir og gleymdir." Derrick aftur í sjónvarpið Júlía Sveinbjarnardóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það hljómar kannski skrýtilega, en mig langar svo mikið til að biðja um að fá Derrick aftur í sjónvarpið eða einhvern annan þýskan myndaflokk. Ég er þá m.a. að hugsa um alla þá nemendur á öllu landinu, sem eru að læra þýsku og skipta sjálfsagt þúsund- um, en heyra hana aldrei talaða. Ég er stundum að hugsa um það, þegar ég hef setið fyrir framan sjónvarpið að ég hef ekki hlustað á annað en ensku það kvöldið, því að ensku myndirnar eru með texta, en yfirleitt hafður þulur þegar um er að ræða annarra þjóða myndir, t.d. fræðslumyndir. Mér fyndist ekkert að því að við fengjum í gegnum eyrað eitthvað af fleiri málum en enskunni einni. * Aöur en hálka og myrkur taka völdin Ragnheiður Guðmundsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Eg bý uppi í Stífluseli og á leið um Stekkjarbakkann fjórum sinnum á dag, en það er aðalleiðin til og frá nýja Seljahverfinu. Skömmu eftir að komið er suður fyrir Alaska kemur maður að beygju og brekku á Stekkjarbakka og í hábrekkunni er umferðareyja, sem er mikill farartálmi. Stekkj- arbakki er aðeins góðar tvær bílbreiddir og ekki meir og inn í þessa breidd kemur umferðareyj- an með umferðarmerki á báðum endum. Beggja vegna umferðar- eyjunnar eru svo strætisvagna- stoppistöðvar. Og stundum stöðv- ast báðir vagnarnir (leið 11 og 14) þarna samtímis og loka götunni gersamlega. Ég hef horft á þrjá bíla lenda á þessari umferðareyju og brjóta öll sín ljós. Þarna hefur samt ekki enn orðið slys, svo að ég viti til, en þegar hálkan kemur verður þarna algert öngþveiti, því að þegar maður kemur niður brekkuna, ræður maður ekkert við bílinn og ekkert stoðar að nota bremsurnar. Er ekki von til þess, að gatnamálasérfræðingar okkar opnist nú fyrir þeirri hættu sem þarna mun steðja að vegfarend- um. Best væri ef það yrði áður en hálka og myrkur taka völdin. Enginn notfærði sér undirgöngin Þorsteinn Laufdal hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég var staddur við verslunina Straumnes um kl. 17 dag einn í síðustu viku. Strætisvagn kom eft- ir Vesturberginu, stoppaði við biðstöðina og hleypti út fólki. Og nú kem ég að því sem mér þótti athyglisvert. Fólkið anaði um- hugsunarlaust út á götuna en þarna alveg hjá eru undirgöng sem eru til þess gerð að fólk noti þau, enda mikil umferð og hröð um götuna. Aðvífandi ökutæki urðu þarna fyrirvaraiítið að hægja ferðina eða stoppa alveg vegna þeirra sem tróðust út á göt- una, en undirgöngin voru mann- laus. Mér finnst þetta dálítið furðulegt, að vera að kosta til þess miklu fé að gera undirgöng, en svo eru þau ekki notuð. Þetta vakti athygli mína ekki síst fyrir það að nú er mikið verið að tala um að nú sé sá tími þegar fólk þurfi að gá sérstaklega vel að sér í umferð- inni. Ég vil taka það fram að þetta var allt fullorðið fólk, engin börn. Að bjóða hætt- unni heim llaukur Friðriksson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að hvetja fólk til að láta ekki hjá líða að bera endurskins- merki þegar það leggur fótgang- andi leið sína út í umferðina. Mér datt í huga að hringja í þig, þegar ég var að horfa hérna út um gluggann í Hátúninu og sá dökkklædda konu ganga hér hjá. Það var rétt að ég sá móta fyrir henni og hún var ekki með endur- skinsmerki. Þetta tel ég vera að bjóða hættunni heim. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Ekki var fundarsókn mikil; jiar var autt sæti milli hvers manns. Rétt væri t.d.: ... þar var autt sæti við hvers manns hlið. Námskeið og sýningar fyrir helgarreisufarþega í Reykjavík í nóvember og desember verður helgarreisufarþegum boðið upp ó þétttöku í nokkrum nómskeið- um og sýningum: STJÓRNUNARFÉLAGID mun standa fyrir tveimur nómskeiðum og fyrirlestr- um um stjórnunarmól: 20. nóv. veröur fjallað um tölvumál: — undirstaða, möguleikar og tölvukynning. 27. nóv. verður fjallað um stjórnun minni fyrirtœkja. UNNUR ARNGRÍMSDÓTTIR OG MÓDELSAMTÚKIN verða með nómskeið og kynningu alla laugardaga í nóvember. M.a. verða þar tískusýning, snyrtivöru- kynningar, leiðbeiningar um framkomu, borðskreyt- ingar og fleira. RINGELBERG Í RÓSINNI sýnir og kynnir jólaskreytingar og fleira fallegt laug- ardagana 4. og 11. desember. DUDDI OG MATTI munu sýna það nýjasta i hórgreiðslu á „Viðeyjar- sundi'; laugardagskvöldið 11. desember og snyrtistofan SÓL OG SNYRTING mun sýna nýjungar i andlitsförðun og snyrtingu. Nónari upplýsingar hjó næsta umboðsmanni. Nú fljúga allir i bæinn. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM BRDSTU! MYNDASÖGURNAR Vikuskimwitur ofskellihlátri AUGLÝSlNGASTOf A KRíSTÍNAR MF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.