Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 79 Jón I>. Arnason: Spurningin er: Hvenær má búast við að heimsbjörgunaráhrifa frjálslyndis og jöfnunar taki að gæta? — Lífríki 02 lífshættfr LXXXIII. Friedrich Nietzsche Sá hnattfeðma úrkynjun fyrir. Undir gunnfána þrælasiðferðis Afleitt ástand og háskaleg þróun um allan heim, og þess vegna ískyggilegar horfur á að unnt muni reynast að tryggja viðunandi tilveruskilyrði mann- lífs og jarðlífs, valda hugsandi fólki sífellt þyngri áhyggjum. Ýmsir telja illmögulegt, ef ekki ógerning, að hindra úrslitasigur tortímingarinnar. Vonin um að úr rætist lifir þó enn og má sízt slokkna nú, þegar , öll iíkindi hníga til að vinstri andinn hafi náð ofurvaldi yfir andlegum og sálrænum þroska- möguleikum einstaklinga og þjóða. Tök hans virðast hafa náð þeirri festu, að nálega hvaðeina, sem færzt er í fang, leiði til bölv- unar. Honum sýnist hafa tekizt að ræna manneskjuna hæfileik- anum til að skynja og skilja hlutdeild sína í harmleiknum. Gífurlegt úrræðaframboð Alltof yfirborðslegri og frjáls- skilinni uppfræðslu verður með réttu um kennt. Ekki miklu síð- ur en tómlætishroka þeirra, er aðeins líta á heiminn sem óend- anlegan vígvöll rányrkju og ofneyzlu. Eða hinu glórulausa æruleysi, sem í þeim hugsunar- hætti er fólgið, að manneskjan skuli fyrst og fremst metin eftir vélhæfðri framleiðslugetu (liber- alismi) eða óseðjandi neyzlu- fýsnum (sósíalismi), svo og auð- sveipni við þokukenndar vel- sældarhugsmíðar reistar á mis- þyrmdri von um framtíð, sem aldrei gat komið. M.a. af þessum sökum er ein- sýnt, að öll þau feikn af óbrigð- ulum úrræðum, sem nú eru á boðstólum til höfuðs þrúgandi vandamálum — t.d. efnahags- málum — eru í rauninni neyðar- úrræði til bráðabirgða, sem breyta engu, og eru því, þegar bezt lætur, aulaleg undan- bragðauppátæki, en þó langoft- ast lygar og slýmælgi. Með hliðsjón af þeim bálviðr- um, sem nú herja um alla heims- byggð, og umkomuleysi eins sem allra í sviptingum samtíðar, er gengið hefir af göflunum, sætir naumast furðu, að fjöldi fram- sýnismanna er tekinn að gaum- gæfa lærdóma liðins tíma af æ meiri alvöruþunga. Áhuginn hefir eins og af sjálfu sér einkum beinzt að vexti og viðgangi, hnignun og falli Rómarríkis. Enn aðrir hafa gert sér far um að brjóta hina hugfræðilegri kafla mannkynssögunnar til mergjar sérstaklega. Að því leyti, er ég hefi haft snefil af, virðast Friedrich Nietzsche og Oswald Spengler þykja athyglis- verðastir og girnilegastir til leið- sögu. Einnig það hefir gerzt eins og af sjálfu sér. Fyrirsögn Spenglers um skapadægur Vesturlanda svipar óneitanlega til hinnar víðræmdu yfirlýsingar Nietzsches: „Guð er dauður." En, að því er best verð- ur séð, ekki af því að Spengler lærði af Nietzsche, sem hann vitnar iðulega í og gagnrýnir ótæpilega á köflum, heldur miklu fremur sökum þess, að báðar skýrgreina náskylda kjarna á mismunandi forsend- um. Franz Vonessen, prófessor í þjóðfélagsvísindum í Freiburg, staðhæfir (í bók sinni, „Die Herrschaft des Leviathan", Stuttgart 1978) að meginmunur- inn felist í framsetningu og kennimáta. Hann segir að Spengler hafi lagt áherzlu á að sanna, en að Nietzsche hafi hins vegar vitað, að sannindum, sem úrslitum ráða, verði ekki trúað, að viðburðurinn eða tiltekið orsaka- og afleiðingasamhengi, er sé að baki, þarfnaðist tíma til að „komast í almææli", og enn lengri tíma til að falla í frjóan jarðveg og festa rætur í vitund- inni. Nietzsche var vissulega ein- stæður. Hann vissi það, sem ýmsa grunar loks nú og fleiri kvíða ósjálfrátt, en fæstir eru sannfærðir um. Hann vissi að mönnunum finnst, að afdrifarík- ustu atburðir „koma okkur við“ þá fyrst, þegar afleiðingarnar hellast yfir þá úr fortíðinni, komi svo að segja aftan að okkur. Máski mætti líka orða hugsun hans þannig, að framtíð- in væri liðin og við lifðum jafnan i liðinni ókominni tíð, hrærð- umst m.ö.o. í þáframtíð. Svipa samtíðar sinnar „Það, sem mér hefir reynzt þyngst þrauta, það er í raun og Þekktar orsakir sannleika úrlausnarefnið „dé- cadence", andvarpar Nietzsche í forspjalli sínu að „Der Fall Wagner". („Décadence“=hnign- un, úrkynjun, hrörnum, anti- darwinismi). Þessi höggdjarfa svipa samtiðar sinnar og óvenju- lega viðkvæma sál, sem ekki andartak duldist óðahnignun vestrænnar menningar, gerðist ákafastur gagnrýnenda evr- ópskra þjóðlífshátta síðan Rousseau leið, þó að af allt öðru hugarfari væri. Þegar fyrir röskum 100 árum leitaðist Nietzsche af eðlislægum eldmóði við að opna augu hugs- andi stéttanna fyrir því heldíki, sem hlyti að bíða Evrópuþjóða, ef hinum vanmegna og sjúku, kjarklausu og þreyttu, frjáls- lyndu og baráttulötu, yrði liðið að troða hinum hraustu og djörfu, þróttmiklu og ungu, ein- beittu og sóknfúsu um tær, ef „þrælasiðferðið er metið tigin- mennasiðgæði" æðra. Hann vakti athygli á, að: „Æðsta gild- ismatið er fyrir löngu orðið gild- ismat hinna uppgefnu." Óhjá- kvæmilega af þeim sökum einnig leiddi óstöðvanleg niðurlota- hneigð, „allsherjar villuráf mannkynsins frá ásköpuðum eð- lishvötum sínum". Nietzsche var óþreytandi við að kunngera „upprás nihilism- ans“, sem blóðstorknað og mergmorkið mannkyn myndi naumast fá staðizt. Hann lét ekki heldur neinum eftir að velkjast í vafa um, hvað helzt ylli framgangi úrkynjunarstefn- unnar: lýðræði og sósíalismi. Hann reyndist enda sannspár. Á því leikur ekki minnsti efi lengur, að eiginlega alls staðar hafa undirmálsöflin nagað mátt- arstoðir þjóðfélaganna til falls. Nú þykir tæpast nokkur eiga virðingarvott eða viðurkenningu skilið nema hann sé af einhverj- um ástæðum ófær um að sjá sjálfum sér farborða, jafnvel þó að engu öðru en éigin aumingja- skap verði um kennt. I hlutarins eðli liggur hins vegar, að ekkert óspillt hjarta getur sleppt slög- um vegna ógeðs á að rétta hjálp- arhönd öllum þeim, sem fingur Guðs hefir bent út af baráttu- velli lífsins. Að til slíks skuli þurfa lagaboð, það er í sjálfu sér hneisa, en jafnframt dálaglegur vitnisburður, eða hitt þó heldur, um blessunaráhrif „mannúðar- fólks“ á góðum launum. Sjáendur 19. og 20. aldar En enda þótt ótvíræð siðferð- isskylda hinna sjálfbjarga sé að létta undir með bágstöddum, má ekki láta falla í gleymsku, að af hinum öldruðu, sjúku og duglitlu verður þess að sjálfsögðu aldrei krafizt, að þeir beri þjóðfélagið uppi. Ef það verður á annað borð hægt í framtíðinni, hlýtur það að verða hlutverk hinna ungu, hraustu og djörfu. Hinir fyrr- nefndu eiga sér ekki lífsvon án þeirra síðarnefndu. Þeir síðar- nefndu gætu hins vegar komizt vel af án hinna fyrrnefndu. Svona einfalt er nú einu sinni jafnræðið í náttúruríkinu í snið- um, og ég get ekki í fljótu bragði séð annað en að viturlegt hljóti að vera að reisa alla stjórn- skipan í samræmi við það. „Öld hinna brostnu vona“ Ef hamingja skyldi gefa, að einhvern tíma yrði hægt að skrá alla sögu 20. aldar, er sennilegt, að dr. Herberg Gruhl komist býsna nærri sanni (í hinni nýju bók sinni, „Das irdische Gleich- gewicht", Dússeldorf 1982), þeg- ar hann fullyrðir að hún muni hljóta nafngiftina „öld hinna brostnu vona“. Vafinn á, að sú skrásetning geti nokkru sinni átt sér stað, liggur einkum í 3 upp- götvunum, sem séð hafa dagsins ljós síðan heimsstyrjöld II lauk, og varpa nú sífellt svartari skuggum yfir vitund okkar og verund: I Sprengifjölgun mannkyns og múgkyns, II Linnulaus náltúruránskapur og náUúruspjoll, III Kjarnorkuheirórin, sem jjetur hafizl á na*sta andartaki. Sérhver einstakur þessara 3ja ógnvalda getur valdið heimsslit- um. Ef samverkan þeirra helzt, mun hinn skelfilegi veruleiki yfirstíga allt, sem hið taumlaus- asta ímyndunarafl genginna kynslóða kallaði fyrir hugskots- sjónir þeirra um vítisógnir ragnaraka. Um margar umliðnar aldir hafa bæði leikir og lærðir brotið heilann og deilt um, hver hafi skapað heiminn og með hverjum hætti sköpun hans varð. Þeim spurningum verða guðfræðingar og raunvísindamenn að svara eins og hvorum fyrir sig finnst skynsamlegast. Um hitt, hvaða orsakir liggja fyrir um dauða- Ómetanlegar játningar stríð jarðar, verður naumast deilt. Ríkjandi ástand er nothæf- ur vitnisburður í því efni. Um það, hver hefir endalok hennar á valdi sínu nú og þegar í stað, veldur andartaksíhugun ákveðn- um grunsemdum. Og nýútkomin bók eftir Jonathan Schell, „The Fate of the Earth“ (New York 1982), gefur síðan alveg undan- bragðalaust og ótvírætt svar, og hnykkir enn með hrollvekjandi staðreyndum á flestu því athygl- isverðasta, sem mér er kunnugt um að áður hefur birzt opinber- lega af sama tilefni. Allt stefnir til einnar áttar: Mannkynsins bíða kvíðvænleg viðfangsefni, sem enginn veit, enginn getur vitað, hvernig bregðast beri við eða hverjir séu til þess hæfir. Á hinn bóginn ætti að vera sæmilega ljóst, hvernig ekki á að bregðast við og fullkomlega vafalaust, hvað og hverjir til þessu eru með öllu óhæfir. Óhæfir eru „décadence“-menn, úrkynjunarsinnar, og stjórn- skipun þeirra: lýðræðið, sem í upphafi var ekki óréttlát refsing á yfirstétt, er týnt hafði köllun sinni og því vanrækt hlutverk sitt, hafði sleppt sverðum og tek- ið víxla, varð undrafljótt seig- drepandi meinvarp í þjóðarsál- inni. Óhæfir eru þeir, sem alltof lengi hafa greitt alltof mörgum alltof hátt kaup fyrir alltof lé- iega vinnu, og þar með komið af stað og magnað verðbólgu, sem hér á Islandi er kölluð „hækkun innlendra kostnaðarliða". Óhæf- ir eru og þeir, sem anza kröfum rányrkjumanna um „bætur" í hlutfalli við aukin umsvif þeirra og árangur í eyðingu fiskimiða og gróðurlands. Óhæfir eru þeir, sem borga sjómönnum „fjar- verubónus" og landverkafólki „mætingabónus". Óhæf eru loks þau stjórnvöld, sem ræna sparifé ráðdeildarfólks og afhenda afæt- um; stjórnvöld, er halda að verð- bólga (launaþensla) sé skilyrði fullrar atvinnu, eins og samband íslenzkra ráðherranefnda trúir af dæmafáu ofstæki. Á fullri ferð niður í svaðið Framsýnisfólk sá auðvitað strax að stjórnskipun úrtín- ingsdeildarinnar var ekki gölluð eins og formælendur hennar við- urkenndu; hún var galli í sjálfri sér og því hæpið að tala um galla á galla. Því báru aðdáendur hennar að sjálfsögðu á móti — þangað til fyrir nokkrum árum, að þeir komust ekki hjá að viður- kenna fánýti hennar í höfuð- atriðum, hver spratt upp á fætur öðrum og játaði, en ekki, eins og ætla hefði mátt, til þess að for- dæma, heldur fannst þeim ófremdin undrafögur. Eins og nærri má geta, gat ekki mjög langt um liðið þangað til játningar væru líka gerðar hér. Fyrstu játningar þess efnis, (1) að hæfustu menn ættu ekki heima við stjórnvöl og (2) að mannbætur væru í sjálfu sér hreint skaðræði, voru gerðar á þessu ári. Báðar gerðar af greindum, menntuðum og sam- vizkusömum sauðtrúuðum lýð- ræðissinnum. Fyrri játninguna gerði Jón E. Ragnarsson hrl. í gagnmerku er- indi, sem hann flutti á ráðstefnu málfundafélagsins „Líf og land“ hinn 12. júní sl., og er hún á þessai leið: „Monntunar- <>n hæfni.skröfur v«*röa ekki j;«*röar til stjúrn- málamanna alm«*nnt s«*ö. I*að væri brot á lýðræóisrvglum . . Dagsatt segir hann, og ástæðulaust annað en að þakka hreinskilnina, þótt áminningin sé raunar óþörf — hingað til hafa íslendingar gætt þess vand- lega, að slíkt „brot“ ætti sér ekki stað. Síðari játninguna gerði einn vandvirkasti og fróðasti blaða- maður „Tímans“ í blaði sínu hinn 3. f.m. Sú játning er hinni fyrri enginn eftirbátur í þakkar- verðri og einkar ljúfmannlegri hreinskilni, og hljóðar þannig í dýrlegri aðdáun: „f þjóðfélagi. aem skipar lýóræéi í öndvcgi... cr ckki unnt aö taka mannbótafræöi alvarlcga. Ilún er, í fæstum oröum sagt, í mótsögn viö ríkjandi rcttlætistiirinningu og siöfcröissjónarmió". Ó, hve sannleikurinn getur verið guðdómlegur, þegar hann á upptök sín í hrekklausum hjört- um; og alveg sérstaklega, þegar honum er ætlað að koma í veg fyrir eða vara við þeim geig- vænlegu hættum, sem af því gætu hlotizt, ef svo slysalega skyldi fara, að hæfustu menn létu stjórnmál til sín taka, svo að ekki sé nú minnzt á, að ef einhverjum skyldi detta í hug, að „kóróna sköpunarverksins" væri ekki alveg fullkomin. Annars ættu daglegar fréttir að geta sannfært allt áhugafólk um áframhaldandi yfirráð hinna óhæfu og blómsturtíð „ríkjandi réttlætistilfinningar og siðferð- issjónarmiða”, að „décadencinn“ er ekki í yfirvofandi hættu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.