Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 22
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 Járnsíðan heimsækir stórstjörnur bárujárnsrokksins: „Þú myndir aldrei spyrja Pétur Pan að aldri“ ekki svo stórt um sig og viö reynum auövitaö aö ná til sem flestra. Viö erum með gríöarlega mikinn sviösbúnaö meö okkur, Ijós og annað, þannig aö viö get- um hreinlega ekki leikiö í hvaöa húsi sem er. Viö komum hér eitt sinn og vorum þá harkalega gagnrýndir fyrir aö skila ekki því frá okkur, sem viö haföi veriö búist. Viö uröum aö skera niöur Ijósa- og hljómburöartækin aö verulegu leyti til aö komast fyrir í sumum húsanna. Þá var fólk óánægt og sagöi sem svo, aö Angus Young og Brian Johnson í AC/DC teknir tali á Holiday Inn-hótelinu í Glasgow „Viö erum búnir að bíða eftir ykkur í meira en klukkutíma,“ sagði lan Jeffery, tónleikaferða- lagsstjóri (tour manager), þegar Brian John- son, söngvari AC/DC, drattaðist loks á Holiday Inn-hótelið í Glasgow ásamt bassaleikaranum, Cliff Williams. Þeir Phil Rudd, trommuleikari, og Malcolm Young, gítarleikari, voru hins veg- ar hvergi sjáanlegir. Voru þó ekki nema rúmir tveir tímar þar til þeir áttu aö fara á svið. Þaö sannaöist rétt eina ferö- ina, aö popþtónlistarmenn eru ekki þeir stundvísustu í heimin- um fremur en blaöamennirnir. Ég var á nálum um aö missa hreinlega af viðtalinu viö þá kappa eftir aö koma klukku- stund á eftir boöuöum tíma til Glasgow. Þaö kom hreint ekki aö sök þvi Angus Young var þá sá eini í hljómsveitinni, sem látiö haföi sjá sig. Eftir 80 mínútna biö til viðbótar áöurnefndum klukkutíma gat viötaliö loks haf- ist. Gengid vel „Þetta hefur gengiö fínt hjá okkur, aðdáendurnir hafa verið frábærir,“ var þaö fyrsta, sem Angus Young, höfuöpaur AC/DC, sagöi er Járnsíðan ræddi viö hann og söngvara hljómsveitarinnar, Brian John- son, á hótelherbergi þeirra á hinu glænýja Holiday Inn-gisti- húsi i Glasgow. Fyrri tónleikar sveitarinnar í Glasgow á hljómleikaferöalagi hennar um Bretland áttu aö hefj- ast eftir rúma tvo klukkutíma, en samt var engan asa aö sjá á þeim kumpánum. Þeir gáfu sér góðan tíma til aö spjalla og þaö var ekki fyrr en leiðinlegur og frekur umboösmaður þeirra benti á aö tími væri kominn til aö henda blaðamanninum út, að þeir létu deigan síga. Áður en til þess kom haföi spurningaflóöiö duniö á þeim kumpánum og svörin fara hér á eftir. Þiö hafið verið gagnrýndir í blöðum fyrir að leika á færri stööum en áður og jafnframt í stærri húsum. Fólk hefur það á orði, að þið séuð orðnir svo merkilegir með ykkur að þið nenniö ekki aö leggja leið ykkar á smærri staðina, en viljiö bara græða sem mesta peninga á sem skemmstum tíma. segið þið um þetta? Osanngjörn gagnrýni „Ég hef ekki lesiö þessi blöö,“ svarar Angus strax og hlær. Hann bætir síðan viö ögn alvar- legri í bragöi: „Þaö er erfitt aö segja til um þetta. Ég held aö þetta sé ekki rétt. Bretland er Hvaö Angus Young eins og hann kemur klæddur til dyranna. þaö heföi veriö svikiö. Viö hefö- um ekki staöiö okkur í stykkinu. Nú þegar viö reynum aö koma betur til móts viö þaö er þaö líka óánægt. Hvernig eigum viö aö gera þessu liöi til geðs,“ segir hann og hlær. „Málið er bara þaö, aö viö er- um aö reyna aö ná til fleira fólks en síöast. Fólki hættir til aö gleyma þessu þegar upp er staö- iö,“ bætir Brian Johnson inn í. „Sjáöu bara til, viö leikum hér í Appollo-leikhúsinu. Þetta er ekki stór staöur. Viö lékum líka í Newcastle City Hall þrjú kvöld í röö. Viö heföum svo vel getaö sagt, aö eitt kvöld nægöi þeim, en viö gerðum þaö ekki. Viö höf- um núna líka leikið í borgum eins og Edinborg og Leeds. Viö höf- um t.d. aldrei leikiö þar áöur, a.m.k. ekki í Leeds. Kannski í Edinborg fyrir mína tíö í AC/DC. Viö tókum líka írland meö í reikninginn og þaö eru sko ekki margar hljómsveitir, sem muna eftir írlandi þegar þær koma hingaö.“ Óbreytt viðhorf Þaö er þá ekki um þaö aö ræöa aö frægðin hafi breytt viðhorfum ykkar til aðdáend- anna, eins og svo oft vill verða? „Nei, alls ekki, því fer fjarri. Þú getur fengiö okkur til aö leika fyrir 14 manns ef út í þaö er far- iö. Það er nú kannski ekki alveg rétt, en viö leikum stundum dá- litiö viö okkur sjálfa. Nei, hann var annars nokkuö dónalegur þessi, var þaö ekki? Nei, í alvöru talaö, þessi gagnrýni á okkur er ekki réttmæt. Annars er þetta alls ekki rétt, aö við leikum bara á stóru stöðunum.“ Veröiö þið aldrei þreyttir á þessum sífelldu ferðalögum? „Nei, ekki svo mjög. Þetta er alls ekki slæmt hérna í Englandi. Landiö er ekki svo stórt. í Bandaríkjunum getur þaö tekiö heila sex mánuöi aö fara um allt og leika. Þaö er svo rosalega stórt land.“ Fólk hefur velt því mikiö fyrir sér hvað þaö er í rauninni, sem heldur ykkur gangandi á þess- ari keyrslu allan þennan tíma. Neyðist þið ekki til aö taka ein- hver örvandi lyf, t.d. amfeta- mín, til að hreinlega hafa orku í hverja tónleikana á fætur öör- um? Peningar, maður, peningar „Hvaö heldur okkur gang- andi? Peningar, maður, pen- ingar,“ segir Angus og hlær. „Nei, ég treysti ekki á slíkt,“ segir Brian Johnson. „En mér finnst gott aö fá mér í glas. Þaö kann ég aö meta og yröi fyrsti maöur til aö viðurkenna. Þaö er ekkert eins gott og aö fá sér í glas, t.d. rétt fyrir tónleika. Ég er alltaf drullunervös. Maöur slapp- ar vel af viö aö fá sér smádreitil." Vissuö þið, að við á íslandi búum við algert bjórleysi? „Ha, hvaö segiröu, maöur," segir Brian. „Ég myndi kunna fínt viö mig þar. Ég drekk ekki einu sinni bjór,“ segir Angus. „Mér nægir alveg að fá te.“ „ísland," segja þeir samtímis og skellihlæja svo. „Heyröu, þaö væri nær aö viö spyröum þig eitthvaö um island. Viö höfum aldrei komiö þangaö." „Ég veit eitthvað um ísland," segir Angus. „Þaö er eitthvaö af óvirkum eldfjöllum þar. Heitir ekki eitt þeirra Snæfells? Nú, var þaö Snæfellsjökull. Þetta er svo langt og erfitt nafn aö muna. Ég las um þaö í bók Jules Verne „Journey to center of the earth“. Ég var vanur aö liggja í bóka- safninu í skólanum. Ég man aö ég leitaði uppi bækur um ísland eftir aö ég las þessa bók. Ég var algert kortafrík á þeim árum og teiknaði fjársjóöskort allan liö- langan daginn.“ Vitiö þiö þá nokkuð hversu margír íbúar búa þar? „Neibb, ekki hugmynd. Hvaö segiröu! Ekki nema 230.000 manns. Svakalega hlýtur aö vera kalt hjá ykkur,“ segir Brian John- son skelkaður í meira lagi. . Með víkingablóð í æðum „Þú mátt ekki gleyma því, Brian, aö þetta er harögert fólk. Þetta er allt meö víkingablóö í æðum og þaö voru þeir sem fundu Ameríku.“ Þaö var engu líkara en Brian Það er eins gott aö vera ekki fyrir Angus Young, þegar hann tekur á rás... ... þegar best lætur tekur hann nokkra hringi á bakinu og sleppir aldrei úr takti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.