Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 8
56
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982
Eftir Ólaf Höskulds-
son lektor
Allmargar greinar um flúor
hafa birst í dagblöðunum að und-
anförnu. Hvatinn að þeim virðist
vera Flúorþingið, sem haldið var í
Reykjavík dagana 8. og 9. sept-
ember.
Af þeim greinum, er ég hefi séð,
eru tvær, sem ég vil víkja að
nokkrum orðum. Kemur það til af
því, að höfundar þeirra eru slíkir
menn að gamanmál þeirra og
jafnvel spurningar teljast gjarna
endanleg sannindi. Greinarnar
eru: „Flúoríð í neysluvatnið —
Nokkur varnaðarorð" eftir Sig-
mund Guðbjarnarson, prófessor,
sem birtist í Morgunblaðinu þann
18. september og „Æskilegt flú-
ormagn í drykkjarvatni ekki for-
senda tannheilbrigðis", sem Þor-
kell Jóhannesson, prófessor, fyrir
hönd kennara í eiturefnafræði í
læknadeild, sendi Morgunblaðinu
og birtist þar 28. september.
Grein Sigmundar
Hógværð og hlutlægni einkenna
grein Sigmundar og gera hana
mjög frábrugðna öðrum greinum
um þetta efni, sem er svo gjarnt
að hleypa mönnum kapp í kinn.
Raunar var ekki annars að vænta
frá hans hendi. Allt að einu hef ég
nokkrar athugasemdir við þessa
grein og fara þær hér á eftir.
Þar sem Sigmundur ræðir um
flúorneyslu almennt segir: „Flúor-
íð er mikilvægt við tannmyndun,
eða fram að 12 ára aldri" og „Ef
neysluvatn inniheldur allt að 1 mg
flúoríðs í lítra (1 ppm), minnkar
tíðni tannskemmda í börnum".
Þessar staðhæfingar eru sannar
svo langt sem þær ná. Rétt er að
flúor komi börnum að mestu gagni
og innihaldi neysluvatn um 1 mg
flúors í lítra má vænta þess að
tíðni tannskemmda barna minnki
um 60 af hundraði. En þessar
staðhæfingar eru líka villandi. Af
þeim mætti ráða, að þetta flúor-
innihald neysluvatns komi ein-
ungis börnum til góða, sem vissu-
lega er ekki rétt, það gagnast
einnig fullorðnum. Hér skal látið
duga að vitna í niðurstöður einnar
könnunar af mörgum þessu til
stuðnings. Kannaðar voru tennur
18 til 59 ára Bandaríkjamanna.
Kom í ljós að þeir, sem alla ævi
höfðu notið æskilegs flúormagns í
drykkjarvatni, höfðu 40 af hundr-
aði minni tannskemmdir að með-
altali en samanburðarhópurinn,
sem hafði búið við flúorsnautt
vatn.
Allir ættu að geta verið Sig-
mundi sammála um ágæti þess að
huga að raunverulegri flúorneyslu
íslendinga. Slík athugun mun
staðfesta, að hér er flúorskortur
eins og allir íslenskir tannlæknar
telja sig vita þegar.
Sigmundur vitnar í bandarískan
lækni, G.L. Waldbott að nafni.
Waldbott þessi hefur margt skrif-
að og skrafað um ævina en ekki
þótt sómi að því öllu. Hann segir,
að margir sjúklingar virðist þola
flúor illa og nefnir nýrnasjúklinga
sérstaklega. Athuganir annarra á
nýrnasjúklingum hvað þetta varð-
ar styðja ekki þessa fyllyrðingu
Waldbotts. Það vatn, sem notað er
við blóðsíun nýrnasjúklinga, er í
flestum tilvikum afjónað til þess
að losna við efni svo sem járn og
kalk og fær þá flúor að fjúka með.
Engu að síður lét „The National
Kidney P’oundation" í Bandaríkj-
unum frá sér fara eftirfarandi yf-
irlýsingu árið 1973: Að vel athug-
uðu máli er það álit okkar, að flú-
or skaði ekki nýru né heldur hafi
það nein skaðleg áhrif á þá sjúkl-
inga, sem þarfnast blóðsíunar."
Einnig segir Waldbott marga fá
ýmiss konar ofnæmi fyrir flúor og
nefnir ógleði, höfuðkvalir, maga-
krampa o.fl. 1973 tók Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunin gögn
hans í málinu til athugunar. Eng-
in haldgóð rök þóttu finnast þar
máii hans til stuðnings. „Americ-
an Academy of Allergy" lét einnig
málið til sín taka. Eftir að hafa
kannað öll fáanleg gögn varð ein-
róma niðurstaða þessi: „Ekkert
bendir til þess, að ofnæmi eða óþol
kom fram við notkun flúors svo
sem við flúorbætingu drykkjar-
vatns. ^,.| gamans m£ geta þess,
að 1963 stefndi kona nokkur á ír-
landi yfirvöldum þar fyrir „the
High Court" í Dublin fyrir þá sök
að hafa flúorbætt drykkjarvatn
hennar. Waldbott var eitt margra
vitna konunnar. Dómarinn, Kenny
að nafni, hafnaði vitnisburði hans
og bætti við: „Vitnisburður hans
einkenndist af órökstuddum full-
yrðingum og bar sterk merki
ofstækis og ákafrar sannfæringar.
Hann virtist staðráðinn í að vinna
málið hvað sem það kostaði."
Sigmundur segir: „A síðustu 2
til 3 árum hefur komið í ljós, að
tíðni tannskemmda hefur minnk-
að í ýmsum löndum um 17—60%
án þess að flúoríði hafi verið
blandað í neysluvatnið. Þessar
breytingar eru þakkaðar flúoríð-
notkun í öðru formi en neyslu-
vatni." Rétt er að þessar breyt-
ingar hafa orðið á undanförnum
árum, en ástæðan eða ástæður
þeirra eru enn ekki þekktar.
Óleystar eru ennþá hliðstæðar
gátur um breytta hegðun margra
sjúkdóma. Hitt er rétt, að flúor
liggur hér sérstaklega undir grun.
Sigmundur vitnar í grein eftir
Dennis H. Leverett, sem birtist 2.
júlí 1982 í tímaritinu Science.
Þetta er góð grein, sem vert er að
gefa gaum. í greininni fjallar höf-
undur um mikilvægi flúors í bar-
áttunni við tannátu eins og Sig-
mundur tekur fram. Ennfremur
leggur Leverett þar til, að endur-
meta þurfi hið æskilega hlufall
flúors í drykkjarvatni — langt sé
síðan það var gert. Fáa tel ég
leggjast gegn þessu. Þetta mætti
raunar endurmetast reglulega
eins og önnur manna verk. Vegna
aukningar flúors í tilbúnum
barnamat á seinni árum vill Lev-
erett einnig endurskoða það magn
aukaflúors, sem ungbörn a slíku
fæði ættu að fá. Þetta er þörf
ábending. Nauðsyn slíkrar endur-
skoðunar hefur verið að koma æ
betur í ljós allt frá 1977. Annars
verður að taka með varúð því, sem
Leverett segir í þessari grein um
flúorskemmdir tanna, því heldur
lítið fer þar fyrir samanburðar-
hópunum. Ekki skýrir hann held-
ur frá því hvernig hann og þeir,
sem hann vitnar til, greina á milli
annars vegar þeirra frumstiga flú-
orskemmda, sem hann ræðir, og
svo frumstiga tannátu, og afleið-
inga smitsjúkdóma, áverka, efna-
skiptatruflana og erfða hins veg-
ar. Til þessa hefur sú greining vaf-
ist fyrir mönnum. Aðrir vísinda-
menn hafa komist að þeirri niður-
stöðu, að ágallar af þessu tagi á
tönnum séu tíðari hjá þeim, sem
búa við flúorskort, en hinum, sem
njóta æskilegrar flúortekju.
í lokaorðum sínum segir Sig-
mundur: „Unnt er að ná veru-
legum árangri í baráttunni við
tannskemmdir með bættu matar-
æði, minni neyslu sykurs og sæl-
gætis og með því að gefa hóflegt
magn flúoríðs með öðrum hætti en
að blanda því í neysluvatnið. Er þá
einkum um að ræða töflur með
flúoríði, flúoríð-tannkrem, mat-
arsalt með flúoríði og tannskolun
hjá tannlækni." Mögulegt kann að
Olafur Höskuldsson
„Bent hefur veriö á marg-
ar leiöir til þess að draga
úr tannátu, aörar en að
flúorbæta drykkjarvatnið.
Flestar Ifta þær þokkalega
út á blaði og kunna að
hæfa einstaklingum, sem
geta fært sér þær í nyt. En
frá sjónarhóli heilbrigðis-
yfirvalda, er ber að hugsa
um heildina, þ.e.a.s. þjóð-
ina alla, hafa þær svo
stóra vankanta í reynd, að
þær verða að teljast næsta
gagnslitlar.“
vera að fá einstaklinga til þess að
breyta mataræði sínu en vart
fjöldann. Neyslu sykurs og sæl-
gætis sitjum við uppi með hvort
sem líkar betur eða verr. Henni
verður ekki breytt að marki
hversu sem við rembumst. Við
þurfum ekki annað en líta til hins
magra árangurs af áróðrinum
gegn tóbaksnotkun. Flúortöflun-
um getum við gleymt strax. Kann-
anir sýna að svo lítið sem 3 af
hundraði nota þær. Árangurinn af
notkun flúortannkrems lítur
þokkalega út á blaði. En með þeim
áróðurs- og hvatningaraðferðum,
sem okkur eru tiltækar, getum við
í besta falli fengið fjórðung þjóð-
arinnar til _þess að nota kremið
svo gagn sé að. Þó svo allir lands-
menn ættu greiðan aðgang að
tannlækni, sem er víðs fjarri, er
flúormeðferð hjá tannlæknum svo
seinvirk, önug og dýr að hún hefði
ekki teljandi áhrif á heildar-
ástandið. Flúorbæting matarsalts
er eini kosturinn, sem einhvers
mætti af vænta. Hún hefur verið
reynd í nokkur ár í Sviss, Col-
ombíu, Ungverjalandi og á Spáni
og þótt gefa góða raun. Að flúor-
bætingu drykkjarvatns undanskil-
inni er þessi aðferð sú, sem mest
reynsla er komin á og bestu lofar.
En verði einnig hægt að fá flú-
orsnautt salt og verði hið flúor-
bætta dýrara, hver kaupir það þá?
Vandkvæðin við allar þessar að-
ferðir eru, að þær krefjast virkrar
þátttöku fólks svo árangur náist.
Því lætur hann á sér standa þegar
á heildina (þjóð) er lítið. Loks ger-
ir Sigmundur að gamni sínu, er
hann bendir á þá leið að kæla og
drekka hitaveituvatn.
Grein Þorkels
Greinin: „Æskilegt flúormagn í
drykkjarvatni ekki forsenda
tannheilbrigðis" er nánast kynn-
ing á vissum þætti námsefnis í
læknadeild. Slíkar kynningar hafa
mjög verið á dagskrá hjá Háskól-
anum að undanförnu og eru ekki ■
nema góðra gjalda verðar. Óneit-
anlega hefði ég þó kosið, að efni
hennar hefði einnig komið fram á
Flúorþinginu. Það var mjög mið-
ur, að Þorkell skyldi ekki sjá sér
fært að sitja það þing svo sem
honum var boðið. Öf seint er að
gráta það nú. En fjallað er um
flúor í fleiri deildum Háskólans en
læknadeild, t.d. tannlæknadeild.
Þar eð nokkur skoðanamunur er á
efninu í þessum tveim deildum og
ég hefi þóst verða þess var, að það
sem kemur fram í grein þeirra
flúor
læknadeildarmanna hafi verið
tekið sem afstaða Háskólans til
flúorbætingar drykkjarvatns,
þykir mér rétt að fara yfir helstu
ágreiningsatriðin.
í námsefni læknadeildar er flú-
or ekki ýkja merkilegt efni nema
hvað varðar eiturverkanir þær,
sem koma fram við ofneyslu þess.
Geta má þess hér, að þau eru æði
mörg efnin, sem verka sem eitur
sé þeirra neytt um of, jafnvel
lífsnauðsynleg efni, svo sem A- og
D-vítamín. I tannlæknadeild, hins
vegar, er einkum fjallað um áhrif
smárra skammta flúors og það
talið hið merkilegasta og gagnleg-
asta efni.
í eiturefnafræði er kennt: Flú-
oríð safnast í bein og tennur og að
nokkru leyti í skjaldkirtil.
I tannlæknadeild er kennt: Flú-
or safnast einkum í bein og tennur
en ekki í skjaldkirtil svo neinu
nemi. Hér fyrr á árum var talið að
flúor sækti mjög í skjaldkirtilinn
og var flúor notað sem lyf við
skjaldkirtilsstækkun. Síðar kom í
ljós, að þetta var á misskilningi
byggt og er lækningaraðferðin
iöngu aflögð. Tiltölulega auðsótt
er að koma „staðreyndum" inn í
bókmenntir fræðanna en afar erf-
itt að ná þeim þaðan aftur, ef þær
reynast falskar. Þar velkjast þær
gjarna áfram í greinum, fyrir-
lestrum og kennslugögnum árum
og áratugum saman.
I eiturefnafræði er kennt: Magn
flúors í beinum eykst með aldrin-
um.
I tannlæknadeild er kennt:
Magn flúors í beinum eykst fram
að ca. 55 ára aldri. Eftir þann ald-
ur bætist beinum lítið sem ekkert
flúor.
í eiturefnafræði er kennt: Ein-
ungis natríumflúoríð hefur verið
notað í þvt skyni að flúorbæta
drykkjarvatn.
I tannlæknadeild er kennt: Eft-
irtalin sjö efnasambönd eru notuð
eða hafa verið notuð til flúorbæt-
ingar drykkjarvatns: flússýra,
kalsíumflúoríð, natríumflúoríð,
vatnsefnissilisíumflúoríð, sem er
notað í um 700 vatnsveitum á ír-
landi, natríumsilisíumflúoríð,
ammóníumsilisíumflúoríð og
magnesíumsilisíumflúoríð. I
veikri lausn klofna öll þessi sam-
bönd og gefa frá sér flúorjónir. Til
flúorbætingar drykkjarvatns er
natríumsilisíumflúoríð langmest
notað. Hins vegar er kalsíumflúor-
íð ódýrast þessara efna, en nokkuð
flókið er að nota það í þessu skyni.
Oft hefur komið fram í ræðum og
ritum andstæðinga flúorbætingar
drykkjarvatns, að þeir geta þó
sætt sig við kalsíumflúoríð í vatn-
inu. Virðist það stafa af trú
þeirra, að flúorjónir þessa efna-
sambands séu náttúrulegri flúor-
jónum annarra flúorsambanda.
í eiturefnafræði er kennt: Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin,
heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjun-
um og víðar hafa komist að þeirri
niðurstöðu, „að æskilegt magn flú-
oríða" í drykkjarvatni sé 1 mg/1.
Í tannlæknadeild er hið sama
kennt en bætt er við: Stofnunin
leggur einnig áherslu á mikilvægi
þess, að hvert land meti þetta
fyrir sig. Mismunandi mataræði,
meðaltal daglegs hámarkshita og
hiti í húsakynnum hafa þarna
veruleg áhrif.
í eiturefnafræði er kennt: Vitað
er að breytingar í beinum þekkj-
ast þar, sem styrkur fiúoríða í
drykkjarvatni er umfram 3 mg/1,
og mógular tennur alltíðar í börn-
um þar sem magn flúoríða í
drykkjarvatni er á bilinu 1,5—2,0
mg/1.
I tannlæknadeild vitnum við í
rannsókn á fólki, sem að meðaltali
hafði búið í 36,7 ár við 8 mg flúors
í lítra. Rannsóknin var mjög ítar-
leg og stóð í 10 ár. Engar sjúklegar
breytingar fundust í beinum þessa
fólks. Mógular tennur er þýðing á
„mottled teeth". Þarna er notkun
þessarar þýðingar mjög villandi,
því það er ekki fyrr en á þriðja
stigi sjúkdómsins af sex, sem
fölbrúnir blettir eru stundum sjá-
anlegir. Einnig er vart hægt að
segja einungis við hvaða magn flú-
ors í drykkjarvatni slíkar breyt-
ingar koma fram. Öðru, svo sem
hitastigi, þarf einnig að reikna
með.
í eiturefnafræði er kennt: Ekki
verður annað séð en fólk með
nýrnasjúkdóma eða óeðlilega
mikla vatnstekju gæti verið í
nokkurri hættu fyrir umtalsverð-
um flúorskemmdum, enda þótt
styrkur flúoríða í vatni væri ein-
ungis á bilinu 1,0—1,5 mg/1. Rann-
sóknir benda og til, að svo sé einn-
ig í raun.
í tannlæknadeild er kennt:
Niðurstöður rannsókna sýna, að
drykkjarvatn flúorbætt að 1 mg/1
er ekki skaðlegt innyflum manna.
Við krufningu manna, sem lengi
höfðu búið við mikla flúormengun
frá iðnaði fundust engar breyt-
ingar í nýrum. 8 mg flúors í hverj-
um lítra vatns hafði engin áhrif á
ástand nýrna þeirra, er neytt
höfðu þess samfleytt í liðlega 36
ár. Við samanburð dánarorsaka í
28 borgum með flúorbætt drykkj-
arvatn 'og í 60 borgum með flú-
orsnautt vatn, kom í ljós, að hlut-
fallslega fleiri höfðu látist af völd-
um nýrnabólgu í flúorsnauðu
borgunum. „The National Kidney
Foundation" í Bandaríkjunum er
þeirrar skoðunar, að flúor sé ekki
skaðlegt nýrum manna og, að það
hafi ekki heldur nokkur skaðleg
áhrif á þá sjúklinga, sem þarfnast
blóðsíunar. Við blóðsíun er þó
vatnstekja sjúklinganna 50 til 100
sinnum meiri en heilbrigðra.
í eiturefnafræði er kennt: Með
því að flúortekja er fyrst og
fremst líkleg til þess að gagna
börnum og ungmennum, hefur
víða verið farin sú leið að gefa
þeim flúor í formi taflna. Telja
verður þessa leið mun vænlegri en
bæta flúoríði í vatn.
í tannlæknadeild er kennt: Flú-
ortekja kemur fyrst og fremst
börnum og unglingum til góða en
gagnar einnig fullorðnum og öldn-
um. Mjög áhugasamir foreldrar
geta náð allt að sama árangri með
því að gefa börnum sínum flúor-
töflur og næst með flúorbætingu
drykkjarvatns. En slíkir foreldrar
eru heldur fágætir eða þrír af
hundraði. Því eru flúortöflugjafir
næsta gagnslitlar þegar á heildina
er litið.
í eiturefnafræði er kennt: Við
iauslega athugun hefur komið í
ljós, að notkun tannkrems hér er
með ólíkindum mikil.
í tannlæknadeild er kennt: Árið
1981 nam tannkremssalan hér á
landi 40 gr á hvern íbúa að meðal-
tali. Mjög svipað hlutfall má lesa
úr dönskum hagskýrslum. Hversu
mikið af tannkreminu var notað
svo sem til er ætlast er ekki vitað.
í eiturefnafræði er kennt: Tann-
áta stendur öðru fremur í sam-
bandi við matarvenjur, ekki síst
neyslu sykurs. Sykurneysla er
óvíða eða hvergi í víðri veröld
meiri en á íslandi.
I tannlæknadeild er kennt:
orð um
Svar við greinum Sigmundar Guðbjarna
sonar og Þorkels Jóhannessonar