Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.11.1982, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 Seyðisfjörður: Afmælishátíð kirkjunnar SeyAúifirði, 2. nóvember. 60 ÁRA afmælis Seyðisfjarðar- kirkju var minnst með viðhöfn sl. sunnudag. Kl. tvö hófst guðsþjón- usta í Seyðisfjarðarkirkju, sem var þéttsetin gestum, þar sem sókn- arpresturinn, séra Magnús Bjöm Björnsson, þjónaði fyrir altari en, séra I)avið Baldursson, sóknar- prestur á Eskifirði, og séra Vigfús Ingvar Ingvarsson, sóknarprestur á Kgilsstöðum, aðstoðuðu. Ferming- arbörn lásu ritningarorð og bæn og hr. Sigurður Pálsson, vígslubiskup SkálholLsprófastsdæmis, en Austur- land heyrir því til, predikaði. Kirkjukór Seyðisfjarðarkirkju söng við undirleik Sigurbjargar Helga- dóttur orgelleikara og stjórnanda kórs kirkjunnar. Kinnig léku þau Sigurbjörg og David Knowles sam- an verk fyrir orgel og cello. Eftir messu buðu kvenfélög Seyðisfjarðar og kvenfélagið Kvik, ásamt sóknarnefnd, bæjar- búum til kaffisamsætis í félags- heimilinu Herðubreið þar sem saman voru komin um 300 manns. Þar söng Sigurður Björnsson óperusöngvari við und- irleik Agnesar Löve píanóleikara nokkur létt lög við fögnuð við- staddra. Við það tækifæri rakti Ást- valdur Kristófersson, fyrrverandi formaður sóknarnefndar, kirkju- sögu Seyðisfjarðar frá upphafi. Þórdís Bergsdóttir, varaforseti bæjarstjórnar, kvað bæjarstjórn myndi styðja við bakið á sóknar- nefnd við kaup á hinu nýja pípu- orgeli sem fyrirhugað er að keypt verði í kirkjuna, og að lokum bað hún kirkjunni og söfnuði hennar allrar guðs blessunar um ókomin ár. Séra Magnús Björnsson þakk- aði þær höfðinglegu gjafir sem kirkjunni höfðu borist. Um kvöldið var síðan dagskrá í kirkjunni þar sem kirkjukórinn söng, Sigurður Björnsson óperu- söngvari söng við undirleik Agn- esar Löve, auk þess lék Agnes tvö einleiksverk á píanó. Þá léku þau Sigurbjörg Helgadóttir og David Knowles saman verk fyrir orgel og cello. Dagskrá var hin vandaðasta og vilja Seyðfirðingar færa lista- fólkinu bestu þakkir. Kréttaritari Seyðisfjarðarkirkja. Ljósm. Mbl.: Kristján AAalsteinsson. itiRsns Hluti kirkjukórs Seyðisfjarðarkirkju, lengst til vinstri David Knowles sem lék á cello, við orgelið situr Sigurbjörg Helgadóttir orgelleikari og stjórnandi kirkjukórs Seyðisfjarðar. Frá vinstri: Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson sóknarprestur á Eg- ilsstöðum, hr. Sigurður Pálsson vígslubiskup Skálholtsprófasts- dæmis, séra Magnús Björn Björnsson sóknarprestur á Seyð- isfirði. Fermingarbörn lásu ritningarorð og bæn. Ingunn Gylfadóttir les hér úr ritningunni. Fyrir aftan hana er sóknarpresturinn séra Magnús Björn Björnsson. Fréttaspistill úr Dölum eftir Ingiberg J. Hannesson llvoli, 2H. október. Nú, í vetrarbyrjun, er hægt að líta til baka með þakklæti í huga fyrir gott og gjöfult sumar, þótt tiltölulega stutt væri, og ástæðu- laust annað en líta með bjartsýni til komandi vetrar, hvað svo sem líður öllu svartsýnistali landsfeðr- anna. Bændur hér um slóðir eru yfirleitt vel undir vetur búnir, heyfengur var góður og hey náðust alla jafna vel verkuð í hlöður. Á því sviði þarf því ekki að kviða vetri, og ætla má, að a.m.k. sauð- fjárbústofn bænda hafi eitthvað minnkað hér um slóðir svo sem víða annars staðar á landinu, sam- kvæmt tilmælum búnaðarsamtak- anna, enda þótt ég hafi ekki um það tölur. Það má því leggja áherzlu á þegnskap bænda í efna- hagsvanda þjóðarinnar, að þeir skuli reiðubúnir að skera niður bústofn sinn, á sama tíma og aðr- ar stéttir heimta og krefjast hver um aðra þvera, og aldrei virðist velmegunin vera nægileg. En nóg um það. Drepa vil ég á nokkur atriði úr Dölum vestur, er fréttnæm kunna að teljast. StaAarhólskirkja Það var mikill fagnaðardagur í Saurbænum 5. september sl., er lokið var endurbyggingu kirkjunn- ar, er fauk af grunni í fárviðrinu 17. febrúar 1981. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, bless- aði húsið við hátíðlega athöfn í kirkjunni þann dag, og ennfremur fór þar fram hjónavígsla og skírn og sóknarprestur lýsti fram- kvæmdum. Á eftir var öllum boðið til veitinga í félagsheimilinu Tjarnarlundi. Kirkjan fékk margt góðra gjafa af þessu tilefni, pen- ingagjafir bárust frá mörgum að- ilum, eintak af hinni fögru Skarðsbók barst nokkru áður frá gömlum velunnara kirkjunnar, Árna Ketilbjarnar í Reykjavík, altarisklæði frá Birnu Lárusdótt- ur, Efri-Brunná, og altarisdúkur og blómavasar frá Kvenfélagi Saurbæjarhrepps, ennfremur kr. 10 þúsund frá Guðbjarti Jó- hannssyni, Miklagarði, til minn- ingar um konu hans, Karitas Hannesdóttur, sem lézt árið 1980, Saurbæjarhreppur gaf nýtt gler í glugga kirkjunnar og ýmsir aðrir bæði heima og heiman færðu henni góðar gjafir. Fyrir það allt eru gefendum fluttar einlægar þakkir. Endurreisn kirkjunnar var afar kostnaðarsöm, og kirkjan því stórskuldug eftir þetta mikla átak fámenns safnaðar. Því er öll að- stoð með þökkum þegin, og það því fremur sem enn er eftir að fram- kvæma ýmislegt, sem verulegan kostnað hefur í för með sér. Endurbætur á félagsheim- ilinu Tjarnarlundi En það er hugað að fleiri málum hér í sveit. Félagsheimilið varð óþyrmilega fyrir barðinu á kirkj- unni, er hún fauk og lenti á Tjarn- arlundi og skemmdi húsið talsvert mikiö. Má auðvitað segja, að með því hafi félagsheimilið bjargað því, að kirkjan fauk ekki út í veður og vind og gjöreyðilagðist. Endur- bætur eru nú hafnar við félags- heimilið og hefur verið hafist handa um stækkun þess og breyt- ingar. Er ánægjulegt til þess að vita, að aðstaðan skuli þar verða bætt, þótt núverandi hús hafi þjónað vel sínum tilgangi. Yfir- smiður er Jón Ingi Hjálmarsson, ungur og ötull bóndi í Tjaidanesi, nýlega þangað fluttur úr Reykja- vík. En hann hefur fleiru að sinna, því við félagsheimiiið vinnur hann á flóðinu, en þegar fjara er, er hann að störfum niður við ósa Hvolsár og Staðarhólsár, en þar eru á ferðinni miklar framkvæmd- ir á vegum Veiðifélags Saurbæjar- hrepps. Hafbcitarmál Veiðifélagið hefur í samvinnu við Fiskeldisstöðina í Laxaióni hafið hér hafbeitartilraunir á laxi og því hefur verið ráðist í veru- legar framkvæmdir við árósana. Sleppt var röskiega 55 þúsund sjó- gönguseiðum í árnar á nýliðnu sumri og nú er unnið ötullega að því að skapa aðstöðu til að taka við öllum löxunum, þegar þeir vitja heimaslóða á ný, sem allir vona auðvitað að verði í ríkum mæli. Mannvirki þau, sem nú eru í smíðum, eru teiknuð af Sigurði Oddssyni, verkfræðingi í Reykja- vík, í samráði við Veiðimálastofn- un. Þau eru stíflugarður Stór- holtsmegin við Orustuhólma og öflugur stíflugarður Tjaldanes- megin við hólmann með yfirfalli og lokubúnaði og tilheyrandi gildru- og tökubúnaði og nauðsyn- legum tilfæringum til að hafa stjórn á þeim laxi, sem leitar í árnar. Hafa þessar framkvæmdir gengið allvel í sumar, og er vonast til þess, að hægt verði að vinna sem mest, áður en vetur leggst að fyrir alvöru. Hyggja menn gott til um slíka laxarækt, sem hér er fyrirhuguð, því hér er stílað upp á að nýta gjafir náttúrunnar á þann hátt, að sem minnst röskun verði á umhverfinu, og er slík „stóriðja" áreiðanlega ánægjuleg atvinnu- þróun, ef vel tekst til, og getur aukið búsæld innan sveitarinnar með nýrri búgrein, sem full þörf er fyrir um þessar mundir. Og áreiðanlega eru miklir möguleikar faldir víða um land í þessum efn- um, enda er þeim aðilum sífellt að fjölga víða um landið, sem eru að fást við slíka fiskirækt. Stangaveiðin gekk allvel í ánum í sumar, á land komu 111 laxar, er það að vísu nokkuð lakara en árið áður er þeir voru um 140, en þess ber að gæta að laxveiði í sumar var almennt með tregara móti. Auk þess var ágæt silungsveiði í ánum í sumar svo sem jafnan áð- ur. Leigutaki ánna er nú Stanga- veiðifélag Keflavíkur. Búskapur Búskapur hér í sveit er annars hefðbundinn, blandaður búskapur yfirleitt eins og kallað er, sauðfé og nautgripir, góð sauðfjárbú víða og ágæt kúabú einnig, enda sveitin sérlega vel fallin til búskapar, grösug og búsældarleg. í uppsigl- ingu eru aukabúgreinar eins og refabú, og hefur ungur maður hér í sveitinni fyrir nokkru hafið slík- an búskap á Stóra-Múla, og hyggst hann auka þá starfsemi og byggir nú myndarlegt hús til þeirra hluta. Fóduriðjan Heykögglaframleiðslan hér í Fóðuriðjunni gekk vel í sumar, enda þaulvanir og góðir starfs- menn sem vinna við fyrirtækið. Framleidd voru 1150 tonn af hey- kögglum og er það 50 tonnum meira en í fyrra. Sláttur stóð yfir í rétta þrjá mánuði og var sprett- an ekki nægilega góð, þó var allt tvíslegið nema 20 hektarar. Að sögn framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins, Sæmundar Kristjánssonar, voru alls slegnir í sumar 320 ha. ræktaðs lands, en meira er í rækt- un, enda brýn nauðsyn að auka landrými og ræktun, þar sem reksturinn yrði þá mun hagkvæm- ari. Haustslátrun Haustslátrun er nú nýlega lokið hjá Kaupfélagi Saurbæinga. Slátrað var um 10.500 fjár nú í haust. Meðalþungi dilka var 14,04 kg og er það svipað og í fyrra. Þyngsti dilkurinn vó 29,6 kg og átti hann Margrét Guðbjartsdótt- ir í Miklagarði. Rekstur kaupfé- lagsins gengur vel miðað við rekstur annarra hliðstæðra fyrir- tækja. Frystihús er í smíðum á vegum félagsins og standa vonir til þess að hægt verði að taka það í notkun á næsta ári. Naumastofan Karitas hf. Smáiðnaður hefur undanfarin ár verið stundaður hér í sveitinni á vegum saumastofunnar Karitas hf., þar sem nokkrar konur hafa haft vinnu. Starfsemin hefur þó verið sveiflukennd, unnið var þó fyrri hluta ársins, en síðan í sumar hefur starfsemin legið niðri að mestu, og allt óráðið um fram- tíðina í þeim efnum, en meiningin þó að vinna af og til, ef verkefni gefast, en það ræðst auðvitað af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.