Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 1
 Sunnudagur 21. nóvember. Bls. 49-96 I fjárhúsi með Strandapósti Úr œviminningum Kristjáns Sveinssonar augnlæknis Meðal bóka, sem koma út um þessar mundir, eru Æviminningar Kristjáns Sveins- sonar augnlæknis. Hefur Gylfi Gröndal skráð þær eftir frásögn Kristjáns og fleiri heimildum, en útgefandi er Setberg. — Kristján Sveinsson hefur starfað sem læknir í meira en hálfa öld og fyrir nokkrum árum var hann kjörinn heiðursborgari Reykjavíkur. Fara hér á eftir tveir kaflar úr bókinni, birtir með leyfi höfundar og útgefanda. Búferlaflutningar voru ekki auðveldir til sveita á íslandi fyrir daga bifreiðanna. Ég held, að við höfum þurft tuttugu hesta undir búslóð okkar, þegar við fluttum úr Saurbænum og norður á Strandir vorið 1916. Það gat verið ósköp tafsamt að teyma marga klyfjaða hesta í langri lest. Og svo höfðum við tvær beljur með líka. Fyrst fórum við inn að Kleifum í Gilsfirði, sem er innsta býlið í Saurbænum. Þar bjó Stefán bóndi Eyjólfsson. Hann var forsjáll búmaður og orðlagður tamninga- maður. Eitt af mörgum myndar- börnum hans og konu hans, Önnu Eggertsdóttur, er Sigurkarl stærðfræðikennari við Mennta- skólann í Reykjavík. Þau hjónin tóku á móti okkur opnum örmum og hýstu alla fjöl- skylduna um nóttina. Það var ekki lítið verk eins og nærri má geta að taka klyfjarnar af hestunum í áningarstað og setja þær síðan á, þegar halda skyldi aftur af stað. En þetta gekk allt vel með hjálp góðra manna. Svo fórum við frá Kleifum. Næsti áfangi og sá síðasti með búslóðina á hestum var Stóra- Fjarðarhorn í Kollafirði í Strandasýslu. Bærinn stendur við fjarðarbotninn að austanverðu. Jörðin var talin meðal bestu land- búnaðarjarða í Fellshreppi, en hlunnindi voru þar engin nema lít- ils háttar reki stöku sinnum. Þama var líka tekið á móti allri fjölskyldunni hjartanlega og boð- in gisting og góður viðurgerningur eins lengi og þurfa þótti. Það var ekki að spyrja að gest- risninni. Ætlunin var að fá mótorbát frá Hólmavík inn í Kollafjörðinn til að taka búslóðina, fólkið og belj- urnar og flytja sjóleiðis norður í Árnes. En nú var kominn norðan stormur og ekki árennilegt að sigla fyrir beru úthafinu. Við urðum því að bíða eftir bátnum. Á þriðja degi slotaði veðrinu. Okkur tókst ekki að koma öllu Kristján Sveinsson gegnir enn fullu starfi, þrátt fyrir háan ald- ur. Þetta er ný mynd af honum í lækningastofunni, sem hann hefur starfrækt í hálfa öld. Hann er aö skoöa nafna sinn úr hópi barnabarnanna, Kristján Bjarnason. hafurtaskinu fyrir nema með því að hafa annan bát í togi. Það gekk samt allt með prýði. Og báturinn lét úr höfn í blíð- skaparveðri. En ég var skilinn eftir. Já, ég átti að koma með hestana, sem faðir minn ætlaði að hafa með sér úr Saurbænum. Ég var léttur á fæti og þótti lipur að snú- ast kringum hesta, svo að mér var falið þetta starf. Ég átti að biða þarna í Stóra- Fjarðarhorni eftir Strandapóstin- um og verða honum samferða alla leið norður í Árnes. Ég þurfti að bíða eftir honum í • heila viku. En þá loksins kom Elli póstur, eins og hann var oftast kallaður. Óspaksstaðaseli í Hrútafirði, bjuggu þar lengi og eignuðust sex börn. Það mun hafa verið vegna fá- tæktar og atvinnuskorts, að Elíes- er tók að sér póstferðirnar norður á Strandir. Hann lagði upp frá Stað í Hrútafirði og fór síðan alla leið til Ófeigsfjarðar. Hann þurfti að fara tólf ferðir á ári og gat verið allt að þrjár vikur í hverri ferð á veturna, svo að þetta var ærinn starfi. Á sumrin var hann þó fljótari í förum — og fékk gjarnan aðra til að fara fyrir sig, svo að hann gæti stundað hey- skapinn. Póstferðirnar voru illa launað- ar. Ég man, að eftirmaður Ella, Benedikt póstur Benjamínsson, fékk 45 krónur fyrir hverja ferð. En svo kom einhver og vildi fá þessar ferðir fyrir 40 krónur. Þá skrifaði faðir minn póststjórninni bréf, þar sem hann skýrði frá, hve Benedikt póstur hefði reynst vel í starfi sínu og hve póstferðirnar væru erfiðar og áhættusamar. Að lokum lýsti hann þeirri skoðun sinni, að ótækt væri að greiða Kristján (fremst til vinstri) ásamt yfirlækni og dönsk- um læknastúdentum viö framhaldsnám á fæöingar- stofnun í Árósum áriö 1928. Réttu nafni hét hann Elíeser Ei- ríksson og var Húnvetningur í báðar ættir, sonur Eiríks Eiríks- sonar bónda á Haugi í Miðfirði og Önnu Þorleifsdóttur. Þau áttu tólf börn, og þegar Eiríkur lést, giftist Anna Gísla Sigurðssyni og átti með honum þrjú börn. Þau bjuggu áfram á Haugi eftir lát Eiríks skamma hríð, en flosnuðu þá upp sakir fátæktar. Átta ára gamall var Elíeser settur í fóstur til Daníels bónda Jónssonar á Þóroddsstöðum í Hrútafirði. Þar ólst hann upp og dvaldist á Þóroddsstöðum til þrí- tugsaldurs. Hann kvæntist Þuríði Einarsdóttur, sem var ættuð úr Steingrímsfirði, og þau voru fyrstu árin í húsmennsku á Þór- oddsstöðum. Þá fluttu þau að minna en 45 krónur fyrir hverja ferð. Bréfið bar árangur, og Benedikt minn fékk að vera póstur áfram eins lengi og hann vildi. Þessir gömlu landpóstar voru stórmerkilegir menn; hreysti þeirra og dugnaður var með ólík- indum. Elli póstur var stilltur og prúð- ur í framkomu; fremur fámáll, en átti það til að varpa fram setning- um, sem mikið fólst í, þótt stuttar væru. Hann var fæddur 1858 og var því að verða sextugur, þegar þetta var. Þó var engan bilbug á honum að finna. Þrek hans og þol var alveg ótrúlegt, og þó virtist hann ekki vera nema rétt meðal- maður að kröftum. Ráðvendni Ella og samvisku-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.