Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 semi var við brugðið. Sumir þótt- ust sjá á honum, þegar hann flutti verðmætan póst. Þá hafði hann verið fjarska áhyggjufullur á svip og aldrei skilið við sig pokann eða töskuna. Sagt var, að hann hafi stundum haft póstpokann á milli hnjánna, á meðan hann stóð við á bæjunum, jafnvel þótt hann sæti til borðs og þægi veitingar. Hann gætti póstpokans eins og sjáaldurs auga síns, enda tapaðist aldrei neitt hjá honum allan þann tíma sem hann var póstur — rétt- an aldarfjórðung. Margar sögur voru sagðar af ratvísi Ella pósts. Það var fullyrt, að aldrei væri sú kafaldsdimma að degi til, að hann rataði ekki yfir þau fjöll, sem hann þurfti að fara um. Einu sinni var hann á ferð úr Kollafirði suður yfir Bitruháls. Það var útsynnings bleytuhríð og ofsaveður. Hann var einn á ferð, eins og hann var gjarnan. Á þessari leið I var varða, sem hann mátti ekki missa sjónar á, því að hjá henni átti hann að breyta um stefnu og halda til austurs. Þótt dimmt væri tókst honum að finna vörðuna, og um síðir komst hann til bæja og hélt inn á Óspakseyri um kvöldið. i Þar gisti hann um nóttina; var visað til sængur upp á loft í norð- urenda hússins. Hann lagði fötin sín blaut frá deginum áður á stól, og fór siðan að sofa — hvíldinni feginn. \ En um nóttina hafði frostið > aukist að miklum mun, og þegar hann vaknaði um morguninn og i ætlaði að klæða sig — þá voru föt- I in gaddfreðin á stólnum. Um leið og stúlkan kom að færa honum morgunkaffi, bað hann ! hana um að taka jakkann og reyna i að þíða hann. Sjálfur þíddi hann buxurnar á milli handa sér og tókst að lokum að komast í þær. Þegar stúlkan kom aftur, var jakkinn að vísu þiðinn — en fóðrið í honum viða illa brennt! Elli gamli hafði sem sagt margt reynt um dagana — og lært snjöll ráð við ýmsum hættum, sem á vegi hans urðu. Ef hann þurfti til dæmis að fara framhjá snjó- hengju, blés hann í póstlúðurinn, því að tónarnir gátu orðið til þess, að snjóflóðið rynni af stað. Ef ekk- ert gerðist, gat hann aftur á móti haldið áfram ferð sinni óhultur. Og nú lögðum við af stað frá Stóra-Fjarðarhorni; hann með póstkaskeitið á höfði og lúðurinn um öxl, þaulkunnugur og lands- frægur ferðagarpur; en ég með hesta föður míns — sextán ára sveitapiltur á ókunnum slóðum. Við komum í Hólmavík og höfð- um þar nokkra viðdvöl. Magnús Pétursson héraðslæknir var vinur föður míns, og ég heimsótti hann og fékk kaffi og góðar trakter- ingar á heimili hans. Óg áfram var ferðinni haldið. Eina nótt gistum við á Bassa- stöðum í Kaldrananeshreppi, en það er næsti hreppur við Arnes- hrepp. Þar bjuggu hjónin Áskell Pálsson og Guðrún Jónsdóttir og áttu urmul barna. Alls eignuðust þau 22 börn, og þar af lifðu 12. Og þau björguðust jafnan vel, þrátt fyrir sína miklu ómegð, þessi dugnaðarhjón. Jæja, þá vorum við komnir í Árneshreppinn og ætluðum að gista næstu nótt á einhverjum af innstu bæjunum þar. En svo illa stóð á, að skæðir mislingar gengu um landið, og fólkið reyndi að verjast þeim eftir mætti, þvi að þeir gátu verið ban- vænir. Á fyrsta bænum, sem við kom- um á, var okkur úthýst af þessum Birgir ísleifur Gunnarsson þóverandi borgarstjóri afhendir Krist jóni Sveinssyni skjal, þar sem sú ókvörðun borgarstjórnar er skróð, aö hann hafi verið kjörinn heiðursborgari Reykjavfkur. sökum; fólkið vildi ekki hýsa að- komumenn af ótta við mislingana. Næsti bær var Byrgisvík. Og það var sama sagan þar. Fólkið vildi reyna að verjast mislingunum sem vonlegt var. Veður var gott, svo við Elli tók- um það ráð að biðja um að fá að gista í fjárhúsinu, og var það auð- sótt. Við bjuggum því um okkur í fjárhúsjötunni og sofnuðum sæmilega. Hjónin í Byrgisvík voru líka fá- tæk og áttu hóp af börnum. Þau hétu Guðmundur og Sigríður og eignuðust sextán börn, átta dætur og átta syni, og komust fjórtán til fullorðinsára. Bræðurnir urðu sjó- garpar og aflamenn og dæturnar fríðar og föngulegar myndarkon- ur. Morguninn eftir var hvíta- sunnudagur. Og um leið og við Elli vöknum í fjárhúsinu, kemur þá ekki hús- freyjan og færir okkur kaffi og meðlæti. Ósköp var það nú vel þegið! Ég man enn, hvaða kökusortir hún gaf okkur; jólaköku og smá- kökur. „Guðlaun," sagði EUi gamli — og við þökkuðum henni mikillega fyrir kaffið, þessari hugulsömu gæðakonu. Héraðslœknir á heimaslóðum Ég fór frá ísafirði um miðjan júlí árið 1929. Mig langaði að heimsækja foreldra mína í Árnesi, áður en ég færi í Dalina til að taka við héraðslæknisembættinu þar — sem ég hafði fengið með svo sögu- legum hætti. En það var alltaf sama baslið með samgöngurnar; ekki vitað um neina ferð á Strandirnar. Þá vill mér það til happs, að kunnur skipstjóri á Isafirði, Þorsteinn Eyfirðingur, heiðurs- maður mikill, býðst til að leysa vandræði mín. „Ég er að fara á veiðar norður í Húnaflóa," segir hann. „Ég skal skjóta þér í leiðinni.“ Og þetta gerði hann, blessaður, fór með mig alla leið í fjöruna í Árnesi. Ég sótti vel að heima. Veðrið var unaðslegt; sól skein í heiði, og náttúran skartaði sínu fegursta. Óg það var mannmargt í Árnesi venju fremur, því að Halldór sýslumaður Júlíusson var að þinga. |>ennan sumarbliða dag rifjað- ist upp fyrir mér, að sem ungling- ur gætti ég hestanna fyrir Halldór sýslumann, þegar hann kom heim að þinga. Hann gaf mér jafnan nokkrar krónur fyrir viðvikið, og það þótti einstaklega rausnarlegt, því að peningar sáust sára sjaldan í mínu ungdæmi. Mér þótti svo stutt síðan þetta var. Og nú var ég orðinn alltof virðu- legur til að Halldóri dytti í hug að biðja mig að sækja fyrir sig hest- ana! En mér var ekki til setunnar boðið. Ég þurfti að komast suður í Dal- ina. Þá lá beinast við að fara á hest- um, yfir Trékyllisheiðina og í Steingrímsfjörð. Foreldrar mínir vildu endilega fylgja mér inneftir — til Hólma- víkur. Minningin um þessa ferð er mér sérstaklega kær. Þetta var í síðasta skipti, sem við fórum saman á hestum, eins og við höfðum alltaf gert áður, bæði í Dölunum og á Ströndunum. Bílar voru þegar byrjaðir að taka við hlutverki þarfasta þjóns- ins. Á Hólmavík heimsótti ég Karl lækni Magnússon. Hann spurði mig, hvort ég vildi ekki líta með honum á dreng, sem væri kviðslit- inn. „Við ættum kannski að panta fyrir hann umbúðir," segir Karl. „Nei, eigum við ekki heldur að skella okkur í að rimpa þetta sam- an fyrir greyið," segi ég. Og Karl tekur mig á orðinu. „Jú, það er best að við gerum það,“ segir hann. Og úr því varð — og allt fór vel. Við gistum á ósi í Steingríms- firði hjá myndarhjónum, Mörtu og Gunnlaugi, sem var bróðir Ingi- mundar í Bæ. Daginn eftir er kominn að sækja mig frændi minn góður úr Dölunum, Sigvaldi Indriðason, bróðir Kristins bónda á Skarði og Indriða miðils; léttlyndur maður og þægilegur. Svo að þar skildu leiðir okkar, mín og foreldra minna. Þau fóru heim í Árnes, en ég hélt áfram í Dalina — og það gneistaði fjörið og kátínan af Sigvalda á leiðinni. Næstu nótt gistum við á Kleif- um hjá Stefáni bónda Eyjólfssyni, föður Sigurkarls, og morguninn eftir héldum við í Ólafsdal og heilsuðum upp á ekkju Torfa. Síð- an tók Saurbærinn við, og ég þekkti auðvitað hvern bæ. Sums staðar hitti ég gamla leikbræður, sem voru nú orðnir digrir bændur. Það snart mig óneitanlega að koma aftur á mínar kæru bernskuslóðir. Seint um kvöldið náðum við að ættaróðalinu, Skarði, og lögðumst ferðaþreyttir til hvíldar eftir kon- unglegar móttökur. Klukkan fjögur um nóttina er ég vakinn og minntur óþyrmilega á, að héraðslæknir verður ætíð að vera viðbúinn jafnt á nóttu sem degi. Kona var að fæða barn á Stað- arfelli og þarfnaðist hjálpar. Hún hét Hólmfríður Gamalíelsdóttir og var kona bústjórans þar, Magn- úsar Kristjánssonar. Þarna tók ég á móti ungum og efnilegum dreng, sem nú er starf- andi læknir hér í Reykjavík og sérfræðingur í meinafræði — Bjarka Magnússyni. Daginn eftir er sunnudagur, og séra Ásgeir prófastur í Hvammi er að messa úti á Ströndunum. Um kvöldið kemur hann við á Staðarfelli á heimleið, og við Sig- valdi frændi minn, sem enn var með mér, förum með honum að Hvammi og gistum þar. En ekki leið sú nóttin heidur, án þess að mín væri vitjað. í morgunsárið er ég sóttur að Bessatungu til Stefáns skálds frá Hvítadal. Konan hans hafði eign- ast barn fyrir nokkru, en ekki náð sér enn til fulls. Þótt börnin væru mörg og þröngt í búi hjá skáldinu í Bessa- tungu, leyndi sér ekki myndar- skapur Sigríðar húsfreyju. Á héraðslæknistíma mínum í Dölunum var Stefán orðinn illa haldinn af berklum, enda þurfti hann brátt að fara á hæli og þar dó hann litlu seinna — árið 1933. En alltaf var Stefán frá Hvíta- dal kátur í bragði, hugkvæmur og höfðinglegur — og hann naut fullrar virðingar sem skáld meðal sveitunga sinna. Ég var sem sagt þegar tekinn til starfa sem læknir í Dölunum, þótt ég væri enn ekki kominn í Búðar- daL en þar átti ég að hafa aðsetur. Eg hafði þegar fengið smjörþef af því sem erfiðast þótti í héraðs- læknisstarfinu: næturferðalögun- um, einkum eftir að hausta tók og vetur gekk í garð með ófærð og illviðrum. Og loksins kom ég heim í Búð- ardal. Læknishúsið var gamalt timb- urhús, og þar settist ég að. Svo vel vildi til, að í húsinu bjó ekkja ásamt dóttur sinni, svo að ég þurfti ekki að hírast aleinn í þess- um kumbalda. Þetta var Guðrún, sem varð seinni kona höfðingjans Bjarna Jenssonar í Ásgarði — og hún reyndist mér hin mesta hjálp- arhella. Sigvaldi frændi minn átti heima í Búðardal og var þar skrifari sýslumanns, Þorsteins .Þorsteins- sonar. Líklega hefur það verið fyrir atbeina hans, að sýslu- mannshjónin, Þorsteinn og Ás- laug Lárusdóttir, bjóða mér að borða hjá sér hvenær sem ég vilji. Og á því hlýlega og glæsilega heimili var ég síðan eilífur augna- karl og naut fádæma gestrisni og velvildar þeirra hjóna. Bókasafn Þorsteins var þegar á þessum árum orðið mikið að vöxt- um og stórmerkilegt, og hann hafði byggt sérstaklega yfir það. Stundum fékk sýslumaður heimsóknir; til dæmis komu vinir hans úr Borgarfirði, Davið bróðir hans á Arnbjargarlæk, Guðmund- ur í Svignaskarði og Andrés í Siðumúla. Þeir gistu stundum viku eða hálfan mánuð hjá Þorsteini í góðu yfirlæti; tóku í spil og fengu sér ofurlitla hressingu. Einnig kom séra Ólafur Ólafs- son á Kvennabrekku í heimsókn — og þá var nú gert að gamni sínu svo að um munaði. Og þegar séntilmaðurinn Jó- hannes skáld úr Kötlum bættist í hópinn líka — já, þá voru dagarnir oft fljótir að líða. Ég hafði ekki verið lengi í Búð- ardal, þegar erfið sjúkdómstilfelli bar að höndum. Til dæmis var komið til mín með telpu, sem var með sprunginn botnlanga. Ekki var nema um tvennt að velja: að láta telpuna veslast upp og deyja eða gera uppskurð á henni þarna í gamla læknisbú- staðnum, því að ekki voru bílvegir komnir, hvað þá flugvélar. Og strandferðaskipið Esja kom einu sinni í mánuði inn í Búðardal. Ég valdi að sjálfsögðu seinni kostinn — og síðan gerði ég oft ýmsar aðgerðir í Búðardal. Ég var sæmilega tækjum búinn. Ég hafði pantað mér góð verkfæri frá Þýskalandi og fengið þau fyrir hagstætt verð vegna vaxandi verð- bólgu þar í landi. Og þegar ég fór frá Vilmundi, hafði ég með mér smásjá og sótthreinsunarofn. Bæði þessi tæki höfðu verið í sjúkrahúsinu á ísafirði, en Vil- mundur varð sér úti um fullkomn- ari gerðir af þeim erlendis, svo að ég fékk að kaupa gömlu apparötin. Þau komu nú að góðu gagni. Mér til aðstoðar við uppskurð- inn voru ljósmóðirin í sveitinni, Guðrún frá Hrappsstöðum, og kona í Búðardal, Ásta Sumarliða- dóttir, sem hafði verið ganga- stúlka á Landakotsspítalanum gamla í Reykjavík. Skurðaðgerðin tókst prýðilega. Þó var telpan nokkuð lengi að komast aftur til fullrar heilsu. Hálskirtlar hennar bólgnuðu — en það jafnaði sig hægt og hægt. Svo að þetta fór vel, þó að hvorki væri til súlfalyf eða penís- illín. Nú er meira en hálf öld síðan þetta gerðist. Tíminn líður svo hratt. Á það var ég minntur um dag- inn. Þá kemur kona á stofuna til mín, á að giska sextug að aldri, og segir — íbyggin á svip: „Þú þekkir mig víst ekki?“ Nei, ég varð að viðurkenna, að ég kom henni ekki fyrir mig — og hef ég þó löngum mannglöggur verið. Þá segir hún: „Ég er konan, sem þú tókst úr sprungna botnlangann í Búðar- dal!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.