Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 53 Sveinbjörn I. Baldvinsson tók saman Fimmta persónan sem fram kemur í leikritinu er vinnukonan, Cathleen, en hún er nánast aukapersóna í þessu mikla uppgjöri á sviðinu. Það er fjölskyldan sem allt snýst um. í upphafi virðist allt leika í lyndi. Klukkan er um hálfníu að morgni og Tyrone-hjónin koma frá morg- unverðarborði með galsa, en brátt kemur fram að Edmund er veikur og ljóst er að undir yfirborðinu er mikil spenna ríkjandi á heimilinu. Spenna sem að miklu leyti virðist tengjast Mary. Veikindi Edmunds berast í tal: „TYRONE:... (Lítur snöggt á hana með áhyggjusvip). En þú mátt ekki láta það koma þér í uppnám, Mary. Þú manst að þú verður líka að fara vel með þig. MARY: (Snöggt). Ég er ekki í neinu uppnámi. Það er engin ástæða til að æsa sig upp. Hvað kemur þér til að halda að það sé einhver æsingur í mér? TYRONE: Ja, ekki neitt, nema þú hefur virst dálítið hástrengd und- anfarna daga. MARY: (Þvingar fram bros.) Ég? Hvaða vitleysa, elskan mín. Þú ímyndar þér þetta. (Skyndilega spennt.) Þú mátt ekki vera alltaf að fylgjast með mér, James. Ég meina, ég verð svo meðvituð um sjálfa mig. TYRONE: (Leggur lófann yfir aðra hönd hennar sem er að fuma tauga- spennt.) Svona, svona, Mary. Þetta er ímyndun. Hafi ég verið að fylgj- ast með þér, þá var það til að dást að því hvað þú ert orðin feit og fal- leg að sjá. (Skyndilega er rödd hans þrungin djúpri tilfinningu.) Ég get bara ekki sagt þér frá því hve inni- lega gleði það veitir mér, ástin mín, að sjá þig eins og þú hefur verið síðan þú komst aftur til okkar, svo indæl eins og þú átt að þér að vera. (Hann lýtur yfir hana og kyssir hana í augnabliksstemmningu, snýr svo aftur og bætir við, þvingaður.) Og haltu nú áfram í þessum dúr, Mary. MARY: (Hefur litið undan). Ég geri það, væni minn. (Hún stendur óró- leg og fer að glugganum hægra megin.) Guði sé lof, þokunni hefur létt...“ Undir lok fyrsta þáttar er ljóst í hvert óefni er komið með Mary og uppfrá því beinist spennan í aukn- um mæli að James Tyrone, en báðir synir hans ásaka hann fyrir nísku og sjálfumgleði. Kenna þeir honum raunar um hvernig komið er fyrir móður þeirra og segja m.a. að hann hafi ekki tímt að kosta almennilega læknishjálp þegar hún þurfti þess með, en leitað á náðir óvandaðra lækna, til að spara aurana. Þegar líður á daginn og leikritið verður jafnframt ljóst að Edmund er berklaveikur og hefur James hugsað sér að hann fari á ríkis- heilsuhæli, enda sé það ódýrast og læknirinn hafi mælt með því. Segja synirnir að læknirinn sé þeirrar gerðar sem gert hafi móður þeirra að morfínista og verður þetta rót mikils uppgjörs feðganna. í öðrum þætti spyr Jamie föður sinn hvert hann hyggist senda Edmund: „TYRONE:... Ég sendi hann þang- að sem Hardy telur fyrir bestu. JAMIE: Farðu þá ekki að kyrja yfir Hardy þennan gamla allt-upp-í-móti-yfir-á-fátækrahæli ð-eymdarsöng um skatta og veð- setningar. TYRONE: Ég er ekki neinn auðkýf- ingur sem getur ausið út peningum! Hvers vegna ætti ég ekki að segja Hardy sannleikann? JAMIE: Af því að þá heldur hann að þú viljir að hann velji eitthvert ódýrt skítabæli, og vegna þess að hann veit að það er ekki satt, ekki síst ef hann fréttir á eftir að þú hafir hitt McGuire og látið þennan floskjaft og gullklumpabraskara prakka inn á þig enn einum verð- lausum kumbaldanum. TYRONE: (Ofsareiður.) Vert þú ekki að reka nefið í mín mál. JAMIE: Þetta er mál Edmunds. Það sem ég óttast er að vegna þinnar írsku fenja-sprangaragrillu að berklar séu banvænir þá teljir þú þér trú um það að það væri sóun á peningum að eyða meiru en þú ert tilneyddur! TYRONE: Þú lýgur! JAMIE: Allt í lagi. Sannaðu að ég ljúgi. Það er einmitt það sem ég vil. Þess vegna tók ég málið upp .-..“ uMii 3u EDH45 EQR8Q t>um NÁNAST AUJAF isNsmNGum AMPEX HAGKAUP BENSÍNAFGREIÐSLUR SKELJUNGS SKÍFAN, LAUGAVEGI FÁLKINN. SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN. SlÐUMÚLA BIÐSKYLIÐ HÁALEITISBRAUT BÓKAV. JÓNASAR EGGERTSSONAR, ROFABÆ MARS, HAFNARFIRÐI HLJÓMVAL, KEFLAVlK KF. ÁRNESINGA, SELFOSSI BÁRA, GRINDAVlK RAFEIND, egilsstOðum STÁLBÚDIN, SEYDISFIRÐI KF. ÞINGEYINGA, HÚSAVlK K.E.A., AKUREYRI ESSO NESTI, AKUREYRI HLJÓMVER, AKUREYRI KF. SKAGFIRÐINGA, SAUÐÁRKRÓKI KF. HUNVETNINGA, BLÖNDUÓSI RAFEIND, VESTMANNAEYJUM KF. V-SKAFTFELLINGA, VlK KF. A-SKAFTFELLINGA, hOfn VERSL. SIGURÐAR PALMASONAR, HVAMMSTANGA VERSL. JÓNASAR TÓMASSONAR, ISAFIRBI BÓKAVERSLUN JÓNS SN. JÓNSSONAR, SUÐUREYRI RAFBUÐ JÓNASAR ÞÓRS, PATREKSFIRDI KF. BORGFIROINGA, BORGARNESI Dreifing ———■■ ./\skriftar- síminn er 830 33 Eugene O’Neill árið 1912. Tuttugu og fjögurra ára og byrjaður að skrifa. Ljósmyndir af James og Ellu O’NeilI, teknar árin 1875 og 1883. Arið 1912, í októbermánuði, fékk Eugene O’Neill slæmt kvef sem honum tókst ekki að hrista af sér og í nokkrar vikur grunaði engan að um berkla gæti verið að ræða og Ella, móðir hans, talaði um veikindi hans sem slæmt kvef. En á þessum punkti taka að verða nokkur frávik frá veruleikanum í leik- ritinu. Eldri bróðirinn, Jamie, var þannig ekki einu sinni heima þegar þetta var og James eldri var í New York alla virka daga, önnum kafinn við að gera kvikmynd upp úr Monte Cristo-leikriti sínu. Eugene hlaut fyrsta flokks læknishjálp tveggja lækna og um miðjan nóvember höfðu þeir greint krankleika hans sem brjósthimnubólgu og honum var hjúkrað heima af hjúkrunarkonu sem hann valdi sjálfur og hét hún Olive og hún hefur sagt um hann: „Eg held að Gene hljóti að hafa verið klikkaður þegar hann skrifaði „Dagleiðin langa inn í nótt“. En hún minnist þess að á meðan hann lá og stríddi við þessi veikindi las hann mikið og skrifaði í rúmi sínu og sýndi hann henni uppköst að samtölum og sviðslýsingum. „Gene sagði mér,“ heldur Olive áfram, „að honum líkaði engan veginn við föður sinn. Hann sagði aldrei eitt gott orð um hann. Hann kenndi honum um það hvernig þvælst hefði verið um með sig sem barn, en O’Neill eldri virtist mjög umhugað um heilsu Eugenes, en hann var að vísu alltaf dálítið að leika...“ Þótt James O’Neill væri allefnaður árið 1912, var þó farið að syrta mjög í álinn hjá honum. Hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti ekki lengur haldið áfram að leika greifann af Monte Cristo, rígfullorðinn maðurinn, og fimm spólu kvikmynd hans um greifann átti aldrei möguleika, vegna þess, að annað kvikmyndafyrirtæki hafði látið gera þriggja spólu mynd um sama efni og lagt undir sig markaðinn. Þrátt fyrir að honum hefði verið veitt hlutverk í leikriti sem átti að setja upp á Broadway og ætti að fá fjögur hundruð dollara í vikulaun, þá hafði hann enga trygg- ingu fyrir því að það myndi ganga lengi og var þess fullviss að tekjuöflunardagar hans væru nú taldir og þar eð heimilishaldið var dýrt, ekki síst vegna eiturssýki Ellu O’Neill, þótti honum fátækrahælið vera í sjónmáli. Það er staðreynd að James sendi Eugene fyrst á ríkis- stofnun fyrir berklasjúka þeg- ar ljóst var að hann var berkla- sjúkur, en eftir aðeins tvo daga var hann fluttur á einka- hæli, þar sem hann hóf fyrir alvöru að skrifa. James O’Neill lést í New London. Ella O’Neill var grafin þar og frá New London var James yngri fluttur á hæli þar sem hann dó af völdum alkóhól- isma. Eugene O’Neill var oft fjarri þessum vinalega smábæ síðar á ævinni, en alla tíð var hann honum ofarlega í huga. Það sést meðal annars á því að þrjú verka hans gerast þar og fjalla reyndar öll, hvert á sinn hátt, um æsku hans sjálfs og fjölskyld- una sem hann bæði elskaði og hataði. í fjórða og síðasta þætti leikritsins segir Edmund reyndar nokkuð sem kannski varpar ein- hverju ljósi á höfundinn og eirðarlausan huga hans: „ ... Það voru mikil mistök að ég skyldi fæðast sem maður, mér hefði farnast ólíkt betur sem mávi eða fiski. Eins og mál- um er háttað verð ég ætíð framandi gestur sem finnst hann hvergi eiga heima, sem á sér enga ósk og hans er í rauninni ekki óskað, sem aldrei getur átt heima neins staðar, sem allt- af verður ofurlítið ástfanginn af dauðanum." Eugene isamt þriöju eiginkonunni, Carlottu Monterey O’Neill, irið 1929. Hús O’Neill-fjölskyldunnar í New London í ConnectkutL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.