Morgunblaðið - 21.11.1982, Side 18

Morgunblaðið - 21.11.1982, Side 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 Draumaprinsinn og saklausar stúlkur urðu ást- fanfínar af snyrtilegum slæpingj- um með barta og yfirvararskegg, sem skiptu hári sínu í miðju og smurðu það aftur með brilliantíni. Allir karlmenn báru hatta og pokabuxur náðu talsverðri út- breiðslu. Á þessum árum urðu stórstígar tækniframfarir og ein af þeim undravélum sem komu fram á sjónarsviðið var kvikmyndavélin, sem gjörbreytti daglegu lífi fólks. Helsta afþreyingin var að fara í kvikmyndahús og kvikmyndaleik- arar urðu átrúnaðargoð unga fólksins. Rudolph Valentino varð draumaprins þriðja áratugarins og tákn þeirrar manngerðar sem var í miklum metum hjá konum á Vesturlöndum og nefnd var „The Latin Lover", eða “suðræni elsk- huginn". Á fjórða áratugnum hélt Holly- wood áfram að gefa forskriftina og þá kom upp manngerð sem köiluð var „Mucho Macho", ímynd karlmennskunnar, með krafta í kögglum og sjálfsöryggið uppmál- að. Kynþokkinn geislaði af honum við hvert fótmál og konur létu sig dreyma um hið sanna karlmenni, frítt og föngulegt, sem lyktaði af tóbaki og „tweed-fötunum" sem hann gekk jafnan í. Yfirvarar- skegg var eitt af einkennum þess- arar manngerðar og samkvæmt forskriftinni átti hann að hafa unnið sig áfram í lífinu á hörk- unni. I framkomu var hann kald- ranalegur, en hann þurfti ekki að lyfta nema annarri augabrúninni til að bræða hjörtu allra nær- staddra kvenna. Kvikmyndaleikarinn Clark Gable var táknrænn fyrir þessa manngerð, a.m.k. á hvíta tjaldinu, enda lék hann jafnan menn sem björguðu sér með kjaftshöggum og hrottaskap. Clark Gable er sjálf- sagt einhver þekktasti drauma- prins sem uppi hefur verið og var hann elskaður og dáður af millj- ónum kvenna um allan heim á sinni tíð. Rokkarar og Bítilmenni Ungir og uppreisnargjarnir menn komust í tísku á árunum upp úr 1950 og þá þótti jafnvel fínt að vera „rótlaus" unglingur og misskilinn af hinum eldri. Þung- lyndislegir „töffarar“ gengu í aug- un á ungu stúlkunum og þetta varð upphafið á svokölluðu „kyn- slóðabili" sem ól af sér sérstakan „unglinga-kúltúr". Óaldaseggir létu mikið að sér kveða, klæddir í snjáðar gallabuxur, leðurjakka og skæld kúrekastígvél. Þessir dreng- ir sóttust mjög eftir að aka um í hraðskreiðum bílum og á mótor- hjólum, en undir kaldranalegu yf- irbragðinu og þunglyndissvipnúm leyndist hlýja, sem margar ungar stúlkur dreymdi um að laða fram. James Dean varð persónugerv- ingur fyrir þessa rótlausu æsku, ekki síst eftir að hann lézt í bíl- slysi árið 1955, aðeins 24 ára að aldri. Blaðakonan Arline, segir í grein sinni, að með þessari kyn- slóð hafi áhugi ungra stúlkna á jafnöldrum sínum farið vaxandi og ungir menn hafi fremur náð hylli þeirra en hinir eldri, gagn- stætt því sem áður hafði tíðkast. Rokk-kynslóðin var nú að vaxa úr grasi og rokkstjörnur náðu mikilli hylli á seinni hluta þessa áratugar. Nægir þar að nefna nöfn eins og Elvis Presley, Fabian, Ricky Nelson, Tommy Steel og Cliff Richard. Og úr jarðvegi rokktónlistarinnar spratt bítlaæð- ið og poppmenningin, sem sá ungu stúlkunum fyrir átrúnaðargoðum á sjöunda áratugnum. Bítlaæðið er eitt merkilegasta /930 „Karlmennskuheljan" Gable lék gjarnan menn sem komust áfram á vöðvum og kjaftshöggum. Hann var einhver dáðasti draumaprins sem uppi hefur verið. Hermennska og hugprýði hafa þótt góðir kostir frá því í fornöld. Myndin er úr kvikmynd um einn af hjartaknúsurum krossfaratimans, riddarann Ivar hlújárn. hópæði, sem gripið hefur um sig meðal æskufólks frá því sögur hófust og gjörbreytti útliti og hugsunarhætti þess um allan heim. Fram til þessa hafði klæða- burður kynjanna verið mjög frábrugðinn, en poppmenningin innleiddi hið svokallaða „unisex", þ.e. „sameiningu kynjanna" hvað klæðaburð snerti og hártískan varð einnig svipuð, þ.e. sítt hár. Fjórmenningarnir frá Liverpool, sem skipuðu hljómsveitina The Beatles, eru persónugervingar fyrir þetta tímabil, enda taldir upphafsmenn þessarar tísku ásamt fleiri. breskum popp- hljómsveitum, sem spruttu upp í Bretlandi upp úr 1960. Hin nýja hártíska strákanna olli byltingu og var tákn hinnar leitandi æsku eftir nýjum viðhorfum og samfé- lagsháttum. Bítlarnir sjálfir, þeir John, Paul, George og Ringo, voru átrúnaðargoð unga fólksins, jafnt stelpna og stráka, um allan heim og frægar poppstjörnur voru draumaprinsar ungu stúlknanna. Og það var ef til vill ekki útlitið sem skipti öllu máli, heldur fyrst og fremst tónlistin og það líf sem þessir menn lifðu, sem heillaði. Blaðakonan Ariine tekur Paul McCartney sem dæmi um drauma- prinsa þessa tíma, fyndinn, sjálfs- öruggan og músíkalskan; kæru- laus alþýðuhetja sem þorði að vera hann sjálfur. Hreysti og greind Nú til dags gera stúlkurnar jafnvel enn meiri kröfur til draumaprinsanna en nokkru sinni fyrr, ef marka má grein blaðakon- unnar Arline. Nú gildir ekki leng- ur að hafa bara kynþokka til að bera, heldur verða menn einnig að hafa heilann í lagi. Og ekki ein- ungis góðar gáfur, heldur einnig kjark til að nota þær. Þá verða menn einnig að vera vel á sig komnir líkamlega, heilsuhraustir og vel útlítandi. Elskhugar nútím- ans verða einnig að hafa gott skopskyn, vera fyndnir og skemmtilegir í samræðum, án þess þó að vera kjánalegir. Karl- mennskan er komin aftur, en þó ekki með eins miklum vöðvum og kjaftshöggum og á tímum Clark Gable. Draumaprinsinn í dag verður einnig að hafa vakandi áhuga fyrir umhverfi sínu og hugsa um framtíðina. Arline blaðakona tekur nokkur dæmi um karlmenn frá áratugn- um 1970 til 1980 og segir réttilega, að ýmsar ólíkar manngerðir komi þar við sögu og geti það jafnvel farið eftir þjóðfélagsstöðu þeirra kvenna sem í hlut eiga. Hártískan er nú aftur orðin styttri frá því á hippatímabilinu, en talsverð breidd er í klæðnaðinum og getur það verið allt frá gallabuxum upp í jakkaföt. Karlmaðurinn í dag á helst að vera útitekinn og íþrótta- mannslegur, en þó að líta út fyrir að vera hneigður fyrir bóklestur. Hann má gjarnan hafa áhuga á kappakstri, en verður einnig að vera talsvert inni í pólitík, og um- fram allt verður hann að koma fram við konur eins og jafningja. „Robert Redford er dæmigerð- ur,“ segir Arline. „Hann er mynd- arlegur og laglegur, unglegur og vel á sig kominn líkamlega og einnig klár og greindur. Og slíkur draumaprins, sem hefur verið kvæntur sömu konunni í 22 ár, þrátt fyrir alla möguleikana, á heiður skilið og samt hefur þessi tryggð hans við konuna ekki haft nein áhrif á vinsældir hans meðal kvenna, þetta er einstakt," segir Arline. Hér verður látið staðar numið í þessum vangaveltum, enda heim- ildir nú þrotnar. Lesendur verða því látnir einir um að geta sér til um, hver framtíðarþróunin verður í þessum efnum. En það er vissara fyrir karlpeninginn að hafa augun vel opin fyrir nýjum straumum og stefnum, svo að þeir verði ekki undir í hinni hörðu samkeppni um hylli kvenfólksins. Sveinn Guðjónsson tók saman ÞRETTÁN GÓÐ LÖG G úr bamaleikritinu GOSl eflir BRYNJU BENEDIKTSDÓTTUR Tónlist eftir SIGURÐ RÚNAR JÓNSSON viö söngtexta ÞÓRARINS ELDJÁRNS Barnaleikritiö Gosi var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu þann 30. desember 1981, og sýnt þaö leikár 42 sinnum. Nú i haust voru sýningar teknar upp aö nýju og ekki voru vinsældir verksins minni nú en í fyrra. Nú hefur veriö gefin út hljómplata meö lögunum úr Gosa, og Almenna Bókafélagiö hefur gefiö út myndskreytta útgáfu á sjalfu leikritinu. Þetta er skemmtileg og eiguleg hljómplata fyrir alta, ekki síst þá sem nutu sýningarlnnar i Þjóöleikhúsinu. Heildsolu simi 29575/2954«

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.