Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 Stórstjarnan Paul Brcitner er fyrirliði Bayern Miinchen. Hér er hann með sigurlaunin í bikarkeppninni fyrir síðasta keppnistímabil, en þá munaði líka litlu að lið Bayern yrði Evrópumeistari i knattspyrnu. Liðið tapaði naumlega fyrir Aston Villa í úrslitaleik, 0—1. Það þótti hinum skapstóru og stoltu Þjóðverjum súrt í broti. Sepp Maier, hinn frábæri markvörður, á leikjamet með Bayern. Hann lék 442 leiki fyrir liðið. Þessi mynd er tekin á kveðjuleik hans í Miinchen. Þá komu 79 þús- und manns á völlinn. Mai- er, sem er til hægri á mynd- inni, klappar hér Junghans sem tók við stöðu hans. Sá þótti ekki nógu góður og hefur nú verið seldur. Belg- íski landsliðsmarkvörð- urinn Jean Marie Paff kom í hans stað og hefur staðið sig vel. Gjörðu svo vel og fáðu þér bita. Fyrirliði Bayern, Breitner, matar þjálfara sinn, Pal Csernai, á afmæl- isdegi hans er hann varð 49 ára gamall. Csernai, sem er Ungverji, er á samningi hjá liðinu til 1985. Fáum vikum síðar voru Maier, Schwarzenbeck, Beckenbauer, Breitner, Höness og Miiller einnig orðnir héimsmeistarar. Tvímælalaust jók það hróður liðsins en gat hins vegar ekki eytt þeim vandamálum sem þegar voru til orðin og gerjuðust undir yfir- borðinu. Hinir mörgu sigrar og mikla velgengni virtust stíga þjálfaran- um, Udo Lattek, til höfuðs og hann varð kærulausari í starfi. Hann fór að slaka meira og meira á varðandi æfingar og allt losnaði úr böndunum. Það bætti heldur ekki úr skák að Bayern Múnchen var á sífelldum ferðalögum allt keppnistímabiiið til að spila vina- leiki. Mikið fé rann í félagskassann af þessum ferðalögum en þau komu niður á getu liðsins í deildar- keppnum og Evrópukeppnum. Æsingamaðurinn Breitner fór frá Bayern Múnchen sumarið 1974 og gekk í lið með „Real Madrid". Gömlu félagar hans byrjuðu keppnistímabilið 1974—1975 með að tapa 6—0 fyrir „Kickers Offenbach"; söguleg úrslit en að- eins byrjunin á endinum. Smátt og smátt mynduðust „klíkur“ innan hópsins og var Beckenbauer fremstur í metorða- stiganum. En það var síður en svo hann og aðrar stjörnur sem lögðu grunninn að þessum flokkadrátt- um, miklu frekar aðilar utan hópsins sjálfs, svo sem fram- kvæmdastjórinn, Robert Schwan. Leikmennirnir áttuðu sig ekki á því sem var að gerast og hvernig þeir voru notaðir í kerfinu. Sumarið 1974 bauð Bayern Múnchen velkominn nýjan leik- mann að nafni Karl-Heinz Rumm- enigge sem átti eftir að verða sóknarmaður á heimsmælikvarða. Hann hefur eftirfarandi að segja um sína fyrstu mánuði hjá liðinu: „Þessi stéttaskipting hamlaði mér lítið sem ekkert, enda ekki svo miklar kröfur gerðar til mín þá. En í dag, þar sem ég er mið- punkturinn í öllu lofinu, skil ég betur af hverju Beckenbauer virk- aði svo fráhrindandi. Alltaf var einhver að reyna að ná í hann út af einu eða öðru. Það getur orðið of mikið af því góða og verður til þess að maður heldur fólki í hæfi- legri fjarlægð." I desember 1975 var þjálfarinn Udo Lattek rekinn og í hans stað var ráðinn Dettmar Cramer. Hann var skemmtilegur per- sónuleiki sem hafði verið aðstoð- armaður Helmut Schön og beitti sér fyrir því að kynna knattspyrn- una í þeim löndum sem hún var lítt þekkt. En Cramer hafði litla reynslu í þýsku deildinni og hinir tor- tryggnu létu að því liggja að þessi spekingslegi þjálfari legði meira kapp á að efla heild leikmanna en fætur þeirra. , Er lið Cramers hélt til Parísar til að keppa við „Leeds" í úrslita- leik um Evrópubikarinn bar það ekki mikla sigurvon í farangrinum og ekki bætti það úr að' Johnny Hansen lá veikur heima í Mún- chen. Englendingarnir réðu mestu í leiknum, en þrátt fyrir nær lát- lausa sókn þeirra að marki Þjóða- verjanna fengu þeir fá góð mark- tækifæri. í seinni hálfleik skoruðu Roth og Múller sitt markið hvor og þegar flautað var til leiksloka sýndi taflan 2—0-sigur Bayern Múnchen. Næsta keppnistímabil á eftir urðu þeir í 3. sæti í þýsku deildinni. Beckenbauer kvedur Undir stjórn Cramers árið 1976—1977 urðu mikil manna- skipti í liðinu. Johnny Hansen hvarf aftur heim til Jótlands og skildi eftir sig stórt skarð í vörn- inni. Svíarnir Conny Thorstensson og Björn Andersson tóku einnig saman pjönkur sínar og fóru frá liðinu. En þá er óupptalinn einn frægasti liðsmaðurinn, Franz Beckenbauer, sem einnig kvaddi Bayern Múnchen og var það að margra mati punkturinn yfir i-ið á hinu mikla erfiðleikatímabili liðsins. Vorið 1977 hélt hann áfram ferli sínum með „Cosmos" í New York. „í dag er ég þeirrar skoðunar að það hafi verið bæði Franz og Bay- ern Múnchen fyrir bestu að hann yfirgaf liðið," segir Karl-Heinz Rummenigge. í nóvember 1977 skiptust Bay- ern Múnchen og „Eintracht Frankfurt" á þjálfurum. Hinir fjórföldu Evrópumeistarar losuðu sig við þjálfara sinn, Dettmar Cramer, og fengu í hans stað Ungverjann Gyula Lorant, sem nú er látinn. Litríkur og skapmikill persónuleiki sem olli oft fjaðraþyt meðal óstýrilátra leikmanna sinna. Fyrsta árið undir stjórn Lorant lenti Bayern Múnchen í 12. sæti í deildinni og er það lægsta sæti sem liðið hefur nokkru sinni hafn- að í; algjört met niður á við. Eins og fyrr segir kallaði Paul Breitner félag sitt „skítafélag" þegar hann yfirgaf það árið 1974 og gekk í lið með „Real Madrid". En eftir þrjú ár í spænska fótbolt- anum og eitt ár hjá þýska félaginu „Eintracht Braunschweig" hafði gamla liðið hans, sem var að byggja sig upp, þörf fyrir hann og Paul Breitner var reiðubúinn til viðræðna, enda haldinn þeirri mannlegu tilfinningu að langa heim til átthaganna. Dýrt var Drottins orðið, því Bayern Mún- chen þurfti að greiða 1,75 milljón- ir DM, sem var þá hæsta verð sem greitt hafði verið fyrir leikmann frá öðru þýsku félagi. Sífelldur ófriður var í kringum þjálfarann, Lorant, sem Breitner og fleiri áttu erfitt með að sætta sig við. Tap liðsins 7—1 gegn „For- tuna Dússeldorf" var svo dropinn sem fyllti mælinn og Lorant missti þjálfarastarf sitt. Áður hafði Uli Höness átt í útistöðum við hann og flutti sig yfir til „FC Núrnberg". Þrátt fyrir allt átti Lorant sínar góðu hliðar, sem rétt er að geta. Hann var sá fyrsti í deildinni sem byrjaði á að láta leika maður á mann í leikjum, sem varð brátt vinsælt bragð og átti síðar eftir að eiga stóran þátt í velgengni liðs- ins. Auk þess hafði Lorant aðstoð- armann við þjálfunina, Pal Csernai, sem með hjálp leikmanna fékk svo þjálfarastöðuna þegar Lorant var látinn hætta. Ekki voru þó allir á eitt sáttir um þá stöðuveitingu því Wilhelm Neu- decker, forseti félagsins, vildi fá Max Merkel sem þjálfara og hafa Csernai áfram sem aðstoðarmann. Heitar umræður spunnust um málið en út á við hafði Sepp Maier orð fyrir hópnum: „Hr. Merkel er velkominn til okkar á mánudaginn, en einungis til að koma í gufubað. Sem þjálf- ara höfum við ekki not fyrir hann.“ Leikmennirnir höfðu sitt fram, en Neudecker sagði upp störfum og við tók Willi O. Hoffmann, sem hafði að baki langa reynslu í gjaldkerastörfum. Hann var ólík- ur hinum ábúðarmikla fyrirrenn- ara sínum; glaðlyndur og lýðræð- islegur í hugsun og átti gott með að spjalla óþvingað við leikmenn liðsins. Gæfur og rólegur Athyglisverð persóna bak við tjöldin var Uli Höness, sem var gerður að framkvæmdastjóra hjá Bayern Múnchen eftir stutta vist hjá „FC Núrnberg" en hann hafði farið þangað vegna deilna við þá- verandi þjálfara, Lorant, eins og áður er getið. 27 ára gamall lagði Höness knattspyrnuskóna á hilluna, vegna óttans við alvarleg meiðsli. Yngri bróðir hans, Dieter, hefur frá því árið 1979 leikið með FC Bayern með misjöfnum árangri þó. Á keppnistímabilinu 1980—1981 rak þjálfarinn, Csernai, smiðs- höggið á endurnýjun liðsins þegar Gerd Múller fór til „Fort Lauder- dale“ í Bandaríkjunum og Sepp Maier var ekki búinn að ná sér eftir bílslys. Csernai var þeirrar skoðunar að þótt um væri að ræða stór og fræg nöfn innan knatt- spyrnunnar bæri honum ekki að upphefja þá eða umgangast á ann- an hátt en aðra, þar sem hæfileik- arnir einir fleyttu þeim ekki leng- ur áfram. Þessi ótvíræða og ef til vill dá- lítið kuldalega afstaða leiddi af sér brottför tveggja stórstjarna og veitti um leið mörgum ungum og upprennandi knattspymumönnum aukna möguleika, sem reyndar féllu í skugga Breitner og Rumm- enigge, en sýndu mjög góða knattspyrnuhæfileika og sköpuðu saman frábæra liðsheild. „Andrúmsloftið í dag hjá Ba- yern Múnchen er mjög gott, það er eins og það á að vera. Allir eru hafðir með í ráðum, allir eru jafn- ir og öllum líður vel. Allir eru svo gæfir, opnir og svo rólegir að liðið minnir einna helst á suður-evr- ópskt lið,“ segir Rummenigge. Margar hefðir og venjur eru ríkjandi þarna í suðurhluta Þýskalands, svo sem kjötkveðju- hátíð, októberhátíð og fleira, enda láta íbúar Múnchen ekki sitt eftir liggja þegar þeir fagna og hampa hetjum sínum eftir glæsta sigra og það kann Breitner að meta. Eftir siguiín.. í J"'ldarkeppninni tvö sl. ár hrópaði hann til fagn- andi mannfjöldans: „Freibier": Ókeypis bjór handa öllum. „Hjá Bayern Múnchen er allt eins og best verður á kosið," segir Paul Breitner ennfremur. Þýtt og enduriagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.