Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 i verið mörg. Liðið geta allt að 5 dagar milli þess sem uglan verpir eggjum og hafa fundist hreiður þar sem hefur verið allt að 38 daga aldursmunir á elsta og yngsta unga. Kvenfuglinn liggur ateggjunum, en karlinn sér þá um að bera mat í búið og halda vörð um varpstað- inn. Fyrst um sinn sér kvenfugl- inn um að mata ungana en karlinn veiðir áfram einn. Þegar ungarnir taka að stækka fara báðir full- orðnu fuglarnir á veiðar og sjá þá ungarnir sjálfir um að tæta bráð- ina í sig. Af þessum sökum standa elstu ungarnir langbest að vígi og fátítt mun að margir ungar kom- ist á legg þó svo að eggin hafi ver- ið mörg svo og ungarnir í upphafi. Talið er að ugluungar verði fleygir eftir 51—57 daga og verða þeir fljótlega að bjarga sér sjálfir, því haustið er þá farið að knýja dyra og uglurnar ekki félagslyndar, fara einförum. Snæuglan verpir í norðurhéruð- um Evrópu og Ameríku allt í kring um pólsvæðið og eins langt inn í heimskautalöndin og mögu- leiki er. Eftir því sem sunnar dregur fækkar uglunni og enginn vafi er á að ísland er á suðurbrún útbreiðslusvæðisins. Um kjörlendi hennar segir í fuglabók AB: — Túndrur og fjallaheiðar íshafs- landa. A flökkuferðum sinum suð- ur á bóginn bersvæði við sjávar- strendur og vötn, eða mýra- og heiðarlönd. Verpur á hólum eða öðrum mishæðum á bersvæði og á Isiandi í úfnum hraunum. Leggur sér margt til munns Um fæðu snæuglunnar er hægt að hafa mörg orð, en margt kemur til greina á hinu mikla útbreiðslu- svæði. í fyrrnefndri „Handbook of British Birds" eru margir val- kostir gefnir upp sem finna má á matseðli uglurisans. Til dæmis má nefna læmingja, héra, moldvörpur og mýs. Af fuglum má nefna snjótittlinga, bleshænur, goða, endur (þ.á m. tvær tegundir æðar- fugla), gæsarunga og veika eða særðar fullorðnar gæsir, tiitækar tegundir af rjúpum og skyldfugl- um þeirra, haftyrðla og stærri gerðir svartfugla. Þá er hún sögð veiða fisk annað slagið. Fuglana þykir hún veiða fimlega, sérstak- lega þá sem hún tekur á flugi og gefur þá fálkum lítið eftir er hún „ flýgur á leifturhraða og slær bráð- ina með klónum. Ævar Pedersen hjá Náttúru- fræðistofnuninni sagði í samtali, að aðalfæða uglunnar á íslandi myndi líklega vera rjúpan. En þess eru dæmi að snæuglan gerist svo áræðin að ráðast á enn stærri dýr en að framan greinir. Það er helst ef hún þarf að verja hreiður sitt, egg og unga. Þá fara sögur af grimmd hennar. Ein slík saga er skráð í bókinni „Fagra land“ eftir Birgi heitinn Kjaran, frásögnin er þar endursögð úr Grænlandsbók eftir John Giæver. Frásögn Birgis hljóðar svo: — Snæuglur verpa stundum nokkrum eggjum, en það voru að- eins tveir ungar í þessu hreiðri. Annar var miklu stærri, því að snæuglan verpir þannig, að langur tími líður á milli eggja, svo að unginn, sem úr fyrra eggi kemur, getur hjálpað til við að unga síð- ara egginu út. Fyrir neðan hæð- ina, sem snæuglan hafði búið sér hreiður í, átti lágfóta greni. Tveir mórauðir refir voru að laumast í námunda við ugluhreiðrið, og ugl- urnar vökkuðu yfir yrðlingunum. Það var háð reglulegt kalt stríð, sem á hvaða augnabliki sem var gat orðið brennandi heitt. Hvítur fugl var stöðugt á verði á hæða- toppnum, og dökkur refur lá ein- hvers staðar í leyni. Svo var fyrsta höggið reitt. Rebbi var á heimleið með rjúpu í kjaftinum. Hann var ekki nógu fljótur að sleppa bráðinni og forða sér, og áður en hann fékk nokkurt svigrúm, sátu stálklær uglunnar fastar í hnakka hans. Refurinn barðist um á hæl og hnakka og veinaði ámátlega, en klærnar „Ef við teljum það varpfugla íslands sem hér verpa að staðaldri, jafnvel í mjög litlum mæli, þá er óhætt að segja að snæuglan er ekki lengur í hópi ís- lenskra varpfugla. Það eru ein 25 ár síðan að síðast var vitað um snæugluhreiður með vissu. Það var í Grafarlöndum í Ódáðahrauni. Hún hefur líkast til aldrei verið algengur fugl hér á landi og nú er svo komið að hún sést aðeins stöku sinnum, verpir ekki lengur svo vitað sé.“ Sá sem svo mælir, er Ævar Pedersen fuglafræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun íslands, umræðuefnið er snæuglan, ein sjaldgæfasta, dularfyllsta og jafnframt tignarleg- asta fuglategund landsins. Þó hún hafi búið á Is- landi frá örófi alda, eru þeir örugglega miklu fleiri Islendingarnir en hinir, sem aldrei hafa þennan tignarlega og dulúðsveipaða fugl augum litið. Þó myndi ekki fara milli mála hvað á ferðinni væri ef einhver væri svo einstaklega heppinn að rekast á snæuglu. Að hún skuli ekki lengur vera varpfugl á íslandi er gífurlegt saknaðarefni. ísland á suðurmörkum útbreiðslusvæðisins Það er kannski óþarfi að fara með lýsingar á fuglinum, en skal þó gert. Er handhægast að heyra hve-nig uglunni er lýst í Fuglabók Alnenna bóka- félagsins en þar stendur á blað- síðu 216: — 53—66 cm. Mjög stór hvít ugla. Karlfuglinn er hvítur með fáeinum dökkbrúnum dílumr en kvenfuglar og ungfuglar eru með dökkbrúnum þverrákum og flikrum. Er mest á ferli á daginn og fer einförum utan varptímans. Hefur sig til flugs með hægum vængjatökum, flýgur lágt og gríp- ur stundum til renniflugs. Um lifnaðarhætti er lítt vitað af íslenskum rannsóknum, svo sjaldgæfur fugl hefur snæuglan jafnan verið. En annars staðar er hún tíðari og nokkurs hafa erlend- ir fuglafræðingar vísari orðið af rannsóknum sínum. Eftirfarandi lýsingar á lifnaðarháttum snæugl- unnar eru fengnar úr „The Hand- book of British Birds" eftir þá H.F. Witherby, F.C.R. Jordan, Norman Tiehurst og Bernard Tucker. Bókin er gefin út í London árið 1938. Snæuglur leggja ekki mikla rækt við hreiðurgerð, velja sér hreiðurstæði á hólum og smáhæð- um sem gnæfa upp úr flötu freð- mýralandslaginu. Hreiðrið sjálft er yfirleitt smádæld í gróðurhr- auk og til skrauts eru fáeinar fjaðrir og fiðurdúskar. Þegar ung- arnir eru komnir á ról verða sóða- legar matarleifar óhjákvæmilegur hluti af „húsnæðinu". Eggin eru venjulega 4—9 talsins, en þau geta orðið allt að 11—14 og þá yfirleitt þar sem læmingjar eru á matseð- linum. Eggjafjöldinn er þá mestur þegar læmingjastofninn er stærstur. Varptíminn fer eftir því hversu sunnarlega viðkomandi uglur eru. í Norður-Evrópu getur varp hafist í miðjum apríl og fram i maí, en í heimskautahéruðum hefst varpið varla fyrr en í júlí. Liðið geta nokkrir dagar milli eggja, þannig geta fundist ungar furðu misgaml- ir í hreiðrum þar sem eggin hafa SNÆUGLAN • Snæugla á hreiðri. Myndin er ekki hérlend, heldur tekin á íshafsströnd Alaska. Er hún fengin að láni úr bandaríska tímaritinu National Geographic. Hvítur einfari öræfanna að hverfa úr dýraríki íslands stungust gegn um augun, og síðan var barkinn rifinn sundur og dauðastríðinu lokið. Með fáeinum vængjatökum sveif uglan til hreiðursins með tófuna í klónum og skottið sveiflaðist yfir ungan- um í hreiðrinu. En þetta var bara fyrsta orustan. Hin tófan komst að hreiðrinu. Unginn var orðinn lítið eitt fleygur og flögraði und- an. Hvíti fuglinn, sem hafði setið á hæðartoppinum, var horfinn, án þess að sú vígamóða lágfætta veitti því athygli. En á augabragði skynjaði hún skugga yfir sér, og fljót sem elding velti hún sér á bakið og tók á móti uglunni með ojynum kjafti og sperrtum klóm. Atta langar klær læstu sig í brjóst tófunnar og krömdu lungu og bein. Hvassar tennur rifu fjaðrir og ham, og sterkir kjálkar, settir hárbeittum tanngarði, klipptu sundur ugluhálsinn. Þetta var enginn bardagi. Það tók eina and- rá, bara eitt átak. Ugluvængirnir spenntust út, og það fór skjálfti um rófu refsins. Fjögur augu leiftruðu og slokknuðu. Dauðinn einn fékk sína bráð. Snæuglur á Islandi Eins og haft er eftir Ævari Ped- ersen fyrr í þessari grein, virðast snæuglur aldrei hafa verið algeng- ar hér á landi, að minnsta kosti ekki á síðustu öldum. I hinu merka riti Bjarna Sæniundssonar, „Fugl- arnir", gefið út 1936, stendur að snæuglan sé aðallega vetrargest- ur, sennilega komin hingað frá Grænlandi, en hún sjáist einnig að sumarlagi og við beri að hún verpi. Þá segir Bjarni að varla hafi ugl- an verið algengari áður fyrr, því þess væri jafnvel getið í annálum ef til hennar sást og þá kölluð stundum „hvítörn". Þýsku náttúrufræðingarnir Bernard Hantzch og Gúnther Timmermann, sem fóru hér um rannsakandi snemma á öldinni og gáfu út rit sín „Vogelwelt Islands" og „Die Vögel Islands" geta snæ- uglunnar. Sá fyrrnefndi talar um ugluna sem árvissan vetrargest og við beri að hún sjáist á sumrin, en óvíst hvort hún verpi. Sá síðar- nefndi getur þess að uglan verpi hér örugglega og þá í öræfaauðn- um á norðanverðu landinu (Ódáðahrauni). Vitnar Timmer- mann í grein Kára Tryggvasonar í „Náttúrufræðingnum" árið 1941 þar sem hann getur um hreiður- fundi. Um útbreiðslu uglunnar á ís- landi segir Fuglabók AB: — Hún er afar sjaldgæf og hreiður henn- ar hafa hvergi fundist nema í Ódáðahrauni norður af Vonar- skarði. Snæuglur hafa þó oft sést umhverfis Hofsjökul og Langjök- ul, og grunur leikur á, að þær verpi þar. í „Landið þitt" eftir Steindór Steindórsson er getið um snæugl- una undir staðarnafninu „Lauf- rönd“. Þar stendur orðrétt: — En í Laufrandar- og Hitulaugarhrauni eru einu kunnu varpstaðir snæugl- unnar á Islandi. Fyrsta snæuglu- hreiðrið þar fundu þeir feðgar frá Víðikeri, Tryggvi Guðnason og Hörður Tryggvason, árið 1932, en líklega hefur hún orpið alllengi þar áður. Síðan hefur hún orpið þar á hverju ári, en hreiðrin eru fá og næsta torfundin. — Bókin er gefin út 1968. Þá má geta þess, að Steinþór Sigurðsson ritar um snæugluat- huganir sínar í „Náttúrufræðing- inn“ árið 1945. Athuganir hans fóru fram á árunum milli 1930 og 1938, en þá vann hann við land- mælingar og fór um mikinn hluta Norður- og Austurlands auk há- lendisins. Steinþór segeir í grein sinni að hann hafi einkum orðið snæuglu var á tveimur stöðum. Sumarið 1937 segist Steinþór hafa fundið hreiður með einum unga norðvestan við Eiríksjökul og hafi það verið í eina skiptið sem hann sá snæuglur á þessu svæði. En Steinþór getur þess einnig í um- ræddri grein að hann hafi nokkr- um sinnum orðið var við snæuglur á heiðunum nokkru norðvestan Blöndugljúfra. Hann segist ekki vera viss um hvort um marga m *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.