Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 23

Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 71 Leikarinn Richard Mulligan ásamt konu sinni, Leonore, og óþekktum manni. Hann Burt í „Löðri“ œtlaði að verða prestur Það fer að verða með leikara Löður-þáttanna eins og aðra leik- ara í framhaldsþáttum íslenska sjónvarpsins, að þeir verða nánast eins og kunningjar manns. Hann Burt í „Löðri“ heitir reyndar Richard Mulligan og stendur nú á fimmtugu. Hann fæddist í New York, í Bronx- hverfinu, og segir að í æsku hafi hann ætlað sér að verða prestur eða trúboðL Hann hélt fast við þann ásetning í uppvextinum og hóf nám í guðfræði, en gafst upp á því eftir eitt ár. Þá hætti hann námi og gekk í sjóherinn. Hann kunni ekki við sig í sjó- hernum og settist þá aftur á skólabekk. Eftir nokkurt nám bauðst honum starf í biaða- mennsku við Miami Herald og þar fékk hann löngunina til að gerast rithöfundur. Hann skrif- aði leikrit af miklum móð en gekk illa að koma þeim á fram- færi. Dag nokkurn átti hann erindi á bílaverkstæði og tók þá eftir leikhúsi hinum megin við göt- una. Hann hafði meðferðis eitthvað af verkum sínum og fór því yfir í leikhúsið til að reyna að fá leikhússtjórann til að líta á þetta hjá sér. Leikarinn segir svo frá, að þegar hann kom inn í leikhúsið hafi æfing verið í gangi á sviðinu og hann skimaði í kringum sig til að sjá hvort þar væri nokkur sem hann gæti snú- íð sér til. Þá hrópaði allt í einu maður, sem þarna var staddur: „Heyrðu, þú ert einmitt manngerðin, sem okkur vantar, komdu aftur kl. átta í kvöld.“ Um leið tróð hann handriti undir handlegg hans. Richard Mulligan mætti til reynslu um kvöldið, var ráðinn og taldi sig heppinn að kynnast leikstarfsemi, það myndi auð- velda honum að skrifa leikrit. Þetta var árið 1960 og síðan hefur hann eingöngu fengist við leik, bæði á sviði og í kvikmynd- um, að ógleymdu framlagi hans til Löðurs. BI þýddi. Í-Vti >a„ '^iL ,rS>'shJ' **ki hf. SIA OPNU JOUNKO/MA HVERJUARI, m EKKISVOIHA HLBOÐ HUONPUJIUR .FMfilAMEÐ, IKAUPUMJMA . AKAI HIJOMDEKJUM Smiðiuvegi 6 Simi 44544

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.