Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 77 Yfirlýsing Merkels Höness náði fyrr fótfestu í lið- inu, því í byrjun var óvíst talið hvort Breitner tækist að finna sig þar. leikmenn sem Lattek sótti til unglingalandsliðsins og áttu eftir að styrkja liðið hvað mest, þeir Uli Höness og Paul Breitner. Það vakti gífurlega athygli bér heima þegar Bayern Miinchen keypti Ásgeir Sigurvinsson til liðs við sig, frá Standard. Það var mikil viðurkenning á knattspyrnuhjefíleik- um Ásgeirs, því Bayern kaupir aldrei neina meðalmenn til liðs við sig. Hér er Ásgeir á fullri ferð í búningi þessa frsga liðs. Vegna meiðsla í upphafi tímabils fékk Asgeir færri Uekiferi með liðinu en ella. Eftir að hafa vermt varamanna- bekkinn í eitt ár var Breitner kominn á fremsta hlunn með að skipta yfir til „FC Köln“. En þá var hann látinn hlaupa í skarð Beckenbauers, sem þá var meidd- ur, í æfingaleik og gerði það með slíkum ágætum að hætt var við allar bollaleggingar um að selja hann. Hinir nýju leikmenn náðu að finna fótfestuna í bjarmanum frá stjörnum liðsins, þeim Sepp Mai- er, Franz Beckenbauer og Gerd Muller, sem allir virtust á há- punkti ferils síns. Þetta var óskaefniviður eins þjálfara, sem Max Merkel, mesti óvinur Bayern Munchen, var fljót- ur að koma auga á og notfæra sér: „Nú hefur Bayern Múnchen, bæði Beethoven og Mozart í sömu hljómsveitinni, fengið sér góðan þjálfara sem þarf ekki annað að gera en deila niður verkunum," sagði Merkel og bætti því við hæðnislega að Lattek ætti að geta þjálfað liðið í gegnum sima. Það var vel við hæfi að vigja ólympíuleikvanginn einmitt þeg- ar Bayern Múnchen varð í 3. skipt- ið þýskur meistari. 78.000 áhorf- endur voru á leiknum og var það í fyrsta skipti sem inngangseyrir- inn fór yfir 1 milljón DM, en þá unnu þeir „Schalke" með 5 mörk- um gegn 1. Þetta keppnistímabil 1971—1972 náði Bayern Múnchen að skora 101 mark og þar af skor- aði Gerd Múller 40 mörk. Frábær árangur og erfitt að bæta um bet- ur. Allt frá sigri liðsins móti „Glasgow Rangers" í lokakeppni verðlaunabikarhafa hafði hvorki gengið né rekið hjá Bayern Múnchen í keppnum Evrópulanda. Liðin „St. Etienne", „AC Milan“ og „Glasgow Rangers" lögðu sig í líma við að stöðva sigurgöngu Suður-Þjóðverjanna í síðasta lagi í undanúrslitaleikjunum. í mars árið 1973 var mikill bar- áttuleikur framundan þar sem „Ajax Amsterdam“ — þeir höfðu unnið titilinn tvö undanfarin ár — og Bayern Munchen skyldu leiða saman hesta sina. Lyktir urðu þær að titillinn hafnaði í þriðja skiptið hjá Ajax sem vann mótherjana á heimavelli 4—0 og 2—1 á þýskri grund. Seinna kom þó í ljós, að þessar ófarir liðsins voru því einungis töf upp frægðartind evrópskrar knattspyrnu. Árið 1973 urðu þeir aftur þýskir meistarar, í 2. sæti voru „FC Köln“, sem fékk 11 stigum minna en Bayern Múnchen. Söguleg mynd. Karl Heinz Rummenigge fyrir miðri mynd skorar sitt fyrsta mark fyrir Bayern. Til vinstri sést Gerd Miiller. Og hver skyldi svo markvörðurinn vera? Jú, enginn annar en Tony Schumacher hjá FC Köln. stjóra, sem þá var óþekkt fyrir- bæri þar í landi. Fyrir valinu varð Robert Schwan, sem Beckenbauer, fremsti knattspyrnumaður í heimalandi sínu, hafði fengið til að annast fjármál sín. Hinn nýi framkvæmdastjóri hóf feril sinn með eftirfarandi yfirlýs- ingu: „Nafns míns skal getið á hverjum degi í blöðunum. Þegar það er orðið að raunveruleika, þá fyrst getur Bayern Múnchen talist framúrskarandi félag." Árið 1968 var kominn tími til að skipta um þjálfara. Hinn opinskái Tschik Cajkovski hafði ekki fleira að miðla liðinu og í hans stað var ráðinn algjör andstæða hans, Branko Zebec, sem hafði einnig haslað sér völl í alþjóðakeppnum knattspyrnunnar í kringum 1950. Þar var liðið búið að fá hlédræg- an þjálfara en duglegan eins og fyrirrennara hans. Næstu árin börðust tvö félög um efsta sætið í þýsku deildinni, þau Bayern Múnchen og „Borussia Mönchengladbach”. Tvö keppnistímabil í röð þurfti Bayern Múnchen að sætta sig við annað sætið en lagði einmitt þá grunninn að bestu árum félagsins á sviði knattspyrnunnar. Þjálfarinn Branko Zebec — árið 1979 vestur-þýskur meistari með Hamburg — var orðinn ótryggur í sessi, sér í lagi gagnvart fram- kvæmdastjóranum, Schwan, og var leystur frá störfum í lok árs- ins 1969. í hans stað var ráðinn lítt þekktur maður, Udo Lattek, sem Franz Beckenbauer mælti með í starfið, en hann hafði áður starfað með unglingalandsliðinu. Hann tók nýja menn í liðið og var bakvörðurinn Johnny Hansen einn þeirra, en hann hafði leikið tvö keppnistímabil með „FC Núrn- berg“. Þá eru ónefndir tveir snjallir Evrópskur heiður Einu ári síðar lá við að aftur færi illa, þegar Bayern Múnchen — þá þýskir meistarar í fimmta skiptið — fór til Brúxelles til að keppa við „Atietico Madrid" í úr- slitaleik um Evrópubikarinn. í ör- væntingu sinni skoraði Schwarz- enbeck úr 30 metra færi og bjarg- aði stöðunni, 1—1, á síðustu sek- úndum framlengds leiks. Seinni leikurinn sem fór fram tveimur dögum síðar var „leikur" einn þar sem Gerd Múller og Uli Höness skoruðu sín tvö mörkin hvor og sigruðu öruggiega dauðþreytta Spánverjana, 4—0. Mörg þúsund manns hylltu hetj- urnar á „Marienplatz" í Múnchen. En á þeirri gleðistundu rann fáa í grun að þar með var sagan öll. SJÁ NÆSTU SÍÐU. Á mestu velgengnisárum Bayern-liðsins voru þessir þrfr hvað mest í sviðs- Ijósinu. Allt knattspyrnumenn sem skildu eftir sig djúp spor. Frá vinstri markaskorarinn mikli Gerd Miiller, háðfuglinn og markvörðurinn frábæri Sepp Maier og „Keisarinn" sjálfur Franz Beckenbauer. Aðalmenn og bestu leikmenn Bayern Miinchen síðustu fimm árin, Breitner og Rummenigge. Þarna eru þeir á bjórhátfð í Miinchen og að sjálfsögðu í týrólabuxum að hætti Bæjara. Þeir eru miklir vinir og oft er sagt að þeir stjórni öllu hjá liðinu bak við tjöldin. Arangur Bayern gegnum árin V-þýskir meistarar: 1932 1974 1969 1980 1972 1981 1973 Bikar- meistarar: 1957 1969 1966 1971 1967 1982 Evrópu- meistarar félagsliða: 1974 1976 1975 Evrópu- meistarar bikarhafa: 1967 Heimsbikar félagsliða: 1976 ★ Stærsti sigur í 1. deildinni var gegn Borussia Dortmund 27. nóv- ember árið 1971, er Bayern sigraði 11-1. Stærsta tap í deildinni var 9. október árið 1976 gegn Schalke 04, 0-7. Mestu markaskorarar Bayern Munchen frá upphafi: Mörk Gerd Miiller 365 Karl Rummenigge 116 Uli Höness 86 Roth 72 Paul Breitner 67

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.