Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 . . . verdur sýnd á næstunni Siðferði hinna þröngsýnu Árið 1928 var breski rithöf- undurinn David Herbert Law- rence 43 ára og átti hann aðeins tvö ár eftir ólifuð. Hann hafði gefið út nokkrar bækur, meðal annarra The White Peacock (1911), Sons and Lovers, The Kainbow (1915), Women In Love (1916) og allar áttu þær það sameiginlegt að fjalla um tabú- efni, efni, sem fór fyrir hjartað á þröngsýnu, „siðprúðu" fólki sem þjáðist af Viktoríu-komplexum, og erfiðlega gekk að fá þær út- gefnar. Þegar Lawrence hafði lokið við Elskhuga lafði Chatter- ley, sendi hann handritið til út- gefanda síns, en hann neitaði að gefa hana út. Ástæðuna þarf ekki að nefna. Þegar útséð var um að bókin yrði gefin út í Englandi, fór Lawrence með handritið til Flor- ence og lét ítalska prentara (sem kunnu örfá orð í ensku) prenta hana. Að vísu vissu þeir um hvað blessuð bókin fjallaði, en þeir skildu ekki andúð Tjallanna gagnvart hreinskilnislegum bólfaralýsingum höfundarins. „Við sem gerum það daglega," varð einum þeirra á orði. Bókin var prentuð í eitt þúsund eintök- um og kostaði eintakið tíu doll- ara. Síðan var henni smyglað til Englands og dreift meðal vina og kunningja Lawrence. Sumir þeirra voru forvitnir, vildu vita hvað það væri eiginlega sem gagnrýnendur kölluðu „saurug- ustu bók enskra bókmennta". Fyrsta upplagið seldist upp á skömmum tíma og ekki leið á löngu þar til annað upplag var prentað. Bókin var umtöluð og bannið jók aðeins forvitni fólks- ins, þar af leiðandi söluna. Betri auglýsing þekktist ekki þá. Lög- reglumenn og Scotland Yard réðust inn á heimili í leit að ein- tökum. Á skömmum tíma var þessi bók fræg fyrir það eitt að ekki mátti lesa hana. Það dugði til að hún seldist grimmt og menn nældu sér í rándýr eintök á svarta markaðinum. Sjálfur var Lawrence veikur, en verst þótti honum að fá ekki peninga í sinn vasa. Hann dó ár- ið 1930. En bók hans lifði áfram í undirheimum. Það var ekki fyrr en sumarið 1959 að banda- rískur dómstóll dæmdi hana löglega, hæfa til lestrar. Þá Bækiaði hermaðurinn á í sifelldu stríði við sjálfan sig út af framhjáhaldi konu sinnar. Elskhugi lafði Chatterley hafði hún verið lesin í leynum í þrjátiu ár. Mismunandi eru ör- lög bóka. Sagan Lawrence sagði einum vini sinum að innihald bókarinnar „hæfði ekki venjulegum fíflum, hún yrði aldrei prentuð en hann myndi aldrei stytta hana“. í raun er söguþráðurinn svo einfaldur að hægt væri að skrifa hann á eldspýtustokk. Constance Chatterley er ung og lífsþyrst lafði. Maður hennar, Clifford, bæklast í stríðinu mikla (heims- styrjöldinni fyrri) og þegar heim kemur verður hann að hafast við í hjólastól; hann getur ekki leng- ur gagnast konu sinni. Con- stance missir áhugann á honum og er ekki lengi að koma auga á notagildi graða skógarvarðarins á býlinu, Oliver Mellors. Sylvia Kristel Nú hefur þessi umdeilda bók verið kvikmynduð í þriðja sinn en hún verður sýnd í Háskóla- biói innan skamms og var þar að verki franski leikstjórinn Just Jaeckin. Hann er frægastur fyrir Emmanuelle-myndirnar og hverja aðra en hana átti hann að fá í aðalhlutverkið, Sylviu Kristel. Allir kannast við þá leikkonu. Að vísu hefur hún aldrei fengið á sig sérstakt orð sem leikkona, en þeim mun duglegri hefur hún verið við striplið. Eftir Emmanuelle-myndirnar gekk henni ekki of vel að fá hlut- verk, því hún vildi minnka pornografíuna og leika. Það gekk illa því fólk virtist aðeins vilja á&jmm W Leikstjórinn Just Jaeckin leikstýrir Sylviu Kristel og Nicholas Clay. Skógarvörðurinn og lafðin á valdi tilfinninganna. sjá kroppinn. En þegar franski skattheimtumaðurinn sat um hana, fór hún til Ameríku til að drýgja tekjurnar. Þar lék hún í nokkrum myndum, Airport 79, The Nude Bomb (Max spæjari) og Private Lessons. Sjálf hefur hún í blaðaviðtali sagt frá fyrstu kynnum sínum af myndavélinni. „Það byrjaði þeg- ar ég kynntist fyrsta kærastan- um mínum. Hann vann við fréttablað í Utrecht og dag einn átti hann að segja frá fegurðar- sýningu. Jacques Charrier, einn af körlum Bardot, var þar og hann sagði við mig: þér gengi vel í(kvikmyndum, fylgdu mér. Ég fór með honum til Parísar og hann prófaði mig fyrir framan kvikmyndavélarnar. Síðan lokk- aði hann mig í bólið. Daginn eft- ir var öllu lokið og ég sá hann ekki aftur. Mér brá auðvitað en ákvað að spjara mig. Stuttu síð- ar fékk ég hlutverk Emmanu- elle.“ Sylvia er stolt af Lafðinni. „Það er mín besta mynd til þessa. Móðir mín segir hana fal- legustu mynd sem hún hefur séð. Ég hef reynt að losna við Emm- anuelle-ímyndina en það hefur ekki tekist, þótt ég hafi unnið með leikstjórunum Vadim og Chabrol. Nú segir hún (en fáir trúa henni) að nú sé kominn tími til að hætta að leika í þessum erótísku myndum. Helsta von Englendinga Það var Sylvia sjálf sem valdi aðalmótleikarann, hlutverk skógarvarðarins illræmda. Þeg- ar leikararnir Oliver Reed og Ian McShane afþökkuðu hlutverkið, valdi hún óþekktan karlmann, sem hún segir nú að sé karl- mannlegasti maðurinn sem hún hafi nokkru sinni séð, Nicholas (’lay. Fáir breskir leikarar hafa skotist upp á stjörnuhimininn sem kyntákn, en Clay þessi virð- ist vera sá fyrsti í langan tíma. Eða eins og Bretar segja sjálfir: Ameríkumenn hafa sinn Burt Reynolds. Við höfum okkar Nicholas Clay. Clay fékk þrjú hlutverk á svip- uðum tíma. Fyrst lék hann í Elskhuganum og fékkst til að stripla djarflega með Sylviu. Því næst lék hann í mynd Boormans, Excalibur (enn ósýnd hérlendis) og vakti hann mikla eftirtekt fyrir það hlutverk. Fyrir frammistöðu sína fékk Clay hlutverk í Agatha Christie- myndinni Evil Under the Sun (Sólin ein var vitni). Nú gengur Clay undir gælunafninu herra Lust-A-Lot. Að hneyksla eða hneyksla ekki Um bók þessa hefur fræði- maðurinn Richard Hoggart sagt: Elskhugi lafði Chatterlay er ekki saurug bók. Hún er hrein og al- varleg og falleg. Margar aðrar bækur eru saurugar og ef við sækjumst eftir slíkum ættum við að lesa þær. Ef við höldum því fram að bókin sé sori, þá erum það við sem erum saurug. — Lawrence gerði allt sem í hans valdi stóð til að skrifa heiðarlega og faliega bók með opnum huga. Ef við lesum hana skynsamlega, komum við auga á gæðin. Við sjáum að hún er hreinskilnasta bók okkar tíma. Sjálfur segir Lawrence: Þrátt fyrir allt hatrið samdi ég þessa bók eins heiðarlega og mér var frekast unnt. Orðin, sem hneyksla við fyrstu sýn, hneyksla okkur ekki eftir stutta umhugsun. Er það vegna þess að hugurinn er spilltur af vanan- um? Alls ekki. Það er vegna þess að orðin hneyksla aðeins augun, þau hneyksla aldrei hugann." HJÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.