Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 36
84 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 starfandi hönnuði vegna þess að markmiðin voru of óljós. Helstu verkefni mín á þessu ári, fyrir utan sýninguna í Bandaríkj- unum, hafa verið innrétting á hótelinu í Borgarnesi í samvinnu við Sigurð Thoroddsen arkitekt hússins og síðan innréttingar fyrir Bílgreinasambandið og Félag ísl. stórkaupmanna í Húsi verzlunar- innar. Ög svo liggja fyrir ýmis innréttingaverkefni af því tagi. En ég hefi rekið eigin teiknistofu síð- an 1969; þegar ég haetti störfum hjá Skarphéðni." I»að eitt á uppleið — Það hafa orðið miklar breyt- ingar og þróun síðan þú skrifaðir greinina í Iðnaðarmál 1967, ekki satt? Er skilningur að aukast hér á mikilvægi góðrar hönnunar? „Það er ákaflega margt sem bendir til þess að hönnun og list- iðnaður séu á uppleið, einmitt nú þegar flest annað virðist hér hjá okkur á niðurleið. Þar er að minnsta kosti ein kúrfan, sem vís- ar upp. Við getum bent á mjög öflugt sýningarhald listiðnaðar- manna bæði hér og erlendis. Hvatt tii dáða af þeim ágætu und- irtektum sem íslenzkur listiðnað- ur hefur fengið á sýningum er- lendis. Enginn verður spámaður í sínu föðurlandi og það gildir um þetta sem annað. Þótt listiðnað- arsýningar hafi hingað til ekki skilað sér í miklum peningum, má ekki vanmeta gildi þess að fara og viðra sig úti í hinum stóra heimi. Fjölmargar sýningar hafa verið á íslenzkum listiðnaði erlendis á undanförnum 2—3 árum. Eins og öll menningarkynning, skilar það sér óbeint, ekki hvað síst í fram- förum á heimavelli, og í öryggi þess sem er betur meðvitaður um hvað hann getur. I sambandi við þetta sýningarátak erlendis að undanförnu er þó vert að nefna það, að stuðningur hér heima er ákaflega óverulegur við þá aðila sem staðið hafa að slíkum sýning- um. Þær sýningar, sem ég hefi í huga, eru yfirleitt fjármagnaðar af erlendum aðilum, sem hafa vilj- að fá að sjá íslenzkan listiðnað. Nú, eftir að Ann Sandelin kom að Norræna húsinu, hefur það haft milligöngu og aðstoðað við tvær sýningar í Danmörku á sl. ári,“ hélt Stefán áfram. „Og nú er reynt að kanna möguleikana á sýningu í Helsinki í árslok 1983 eða ársbyrjun 1984 og er frum- kvæðið í höndum Norræna húss- ins og Listiðnaöarsafnsins í Hels- inki. Þetta er okkur ákaflega mik- ils virði." — En er eitthvað að gerast af opinberri hálfu hér á Islandi? „Á síðasta þingi var borin fram þingsályktunartillaga um eflingu listiðnaðar og iðnhönnunar. Þingsályktunartillaga þessi tekur mið af því að hér, eins og víðast hvar annars staðar í löndum sem byggja að einhverju leyti á iðnaði, verði stuðlað að markvissri kynn- ingarstarfsemi á þessu sviði, það sem útlendingar kalla á ensku „Design Promotion" og vikið var að hér í upphafi og að Svíar hefðu þegar tekið upp 1845, Finnar þrjá- tíu árum síðar og Danir og Norð- menn fljótlega eftir aldamótin. Alþingi samþykkti þessa tillögu, sem var í þá veru að skipa nefnd til tillögugerðar. Vonandi er þess ekki langt að bíða að þessi nefnd geti tekið til starfa og einhver opinber stefna í þessum mála- flokki líti dagsins ljós. Það hefur ótvírætt sýnt sig á undanförnum árum, að íslenzkir hönnuðir búa yfir ibeislaðri orku, ef nota má svo velþekkt orðalag um annars- konar kraft. Það er hinsvegar eitt af okkar sérkennum — og kannski aðeins af hinu góða — að hver og einn er að pukrast í sínu horni og að stærra samhengi í þessu tilliti er ekki fyrir hendi, en í því felst líka sú hætta að þessi sköpunar- kraftur nýtist ekki sem skyldi. Við þurfum að öðlast trúna á það að íslenzk hönnun sé hlutgeng, eða að það sé þess virði að gera hana hlutgenga, þar sem hún er það ekki, í dag. Eins og góður kollega minn komst að orði fyrir nokkrum árum: „Það þarf að opna glugg- ann,“ — hleypa birtunni inn og andanum út.“ _ E.Pá. Jólalögin koma öllum í jólaskap. Þú getur byrjað að æfa þau strax í léttum útsetningum Jóns Þórarinssonar. Nú verður fjölskylduhátíð við hljóðfærið ! íslenskt söngvasafn - vítamínsprauta íslenskrar tónmenntar um áratuga skeið Gömlu, góðu „Fjárlögin“ gefin út á ný. Þrjú hundruð söngvar í einni bók. Bækurnar fást í öllum bókabúðum . VORGANGA MriDHÆRINGI Bolli Gústavsson. Verðlaunabækur í bókmenntasamkeppni sem Almenna bókafélagið efndi til á 25 ára afmæli sínu. Höfundarnir skoða mannlífið hver á sinn hátt. Bolli Gústavsson lítur á það augum ungs Akureyrings fyrir 30 — 40 árum í Vorgöngu sinni. Einar Már Guðmundsson sem Reykjavíkurstrákur fyrir 10 — 15 árum í Riddurum hringstigans. Og ísak Harðarson mælir fyrir munn ungs fólks í dag í ljóðabók sinni Þriggja orða nafn. Verðlaunabækur AB eru heillandi skáldverk. MRIGGJA ISAK HARÐARSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.