Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 46
94 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 Hver springur fyrst? Á KSS-fundi. Héðan og þaðan ... Daglega heyrum við fréttir af hinni islömsku ógnarstjórn í íran. Á yfirborðinu bendir margt til þess, að þjóðin sé ekki alsæl í aðstæðum sínum. Og undir niðri er óánægja og leit manna að lífssannindum. Breskir aðilar hafa staðið fyrir biblíusendingum þangað aust- ur. Á stuttum tíma seldust yfir 30.000 eintök af Nýja testa- mentinu. Er það aðeins lítið dæmi um vaxandi áhuga Irana á kristinni trú, því íslamska byltingin virðist ekki hafa leitt til þess sem til var ætlast í upphafi ... f Sovétríkjunum hefur verið þrengt að trúuðum kristnum mönnum með ýmsum hætti allt frá byltingunni. Leiðtogar hinnar óskrásettu baptista- kirkju þar í landi segja, að sl. hálfa öld hafi meira en 1.000.000 af Biblíum og Nýja testamentum verið tekið af meðlimum kirkjunnar og tífalt meira af öðrum kristilegum bókum og ritum. Þetta er liður í trúleysisboðun ríkisvaldsins í sama riki komst sl. vor upp um leynilega bókbandsstofu sem var í þann mund að fara að binda inn nýprentað upplag leynilegra prentaðra Biblía. Eigandi hússins og fimm aðrir voru handteknir. Verði þeir sekir fundnir um útgáfu hinn- ar ólöglegu bókar, eiga þeir yfir höfði sér a.m.k. þriggja ára fangelsisvist og líklega eignamissi í ofanálag. Þrátt fyrir það halda kristnir menn í Sovétríkjunum áfram á sömu braut, og nýir koma í stað þeirra, sem upp kemst um ... í llganda hefur starf kristinnar kirkju blómgast upp á síðkast- ið og meðlimafjöldi margra safnaða tvöfaldast á stuttum tíma. Þetta leiðir til mikillar eftirspurnar á Biblíum, langt fram yfir framboð. Margir skólar hafa óskað þess, að nemendur hafi hver sína Bibl- íu, en enn er langt í að Biblíu- félagið þar í landi hafi bol- magn til að útvega svo mörg eintök hennar ... Þótt þrengt sé að kristnum mönnum og dreifingu Biblí- unnar á mörgum stöðum, eru einnig til góðar fréttir í því sambandi. T.d. hafa verið felld úr gildi lög sem bönnuðu inn- flutning á Biblíum til Malays- íu. Er þar um að ræða Biblíur á opinberu máli landsmanna. Bannið hafði komið til af því, að í þýðingunni var nafnið „Allah" notað um Guð, og það sættu múslímar sig ekki við. En nú er því aflétt vegna þrýstings annars staðar frá meðal þjóðarinnar ... Meðal kristinna manna í hinum rangnefnda „þriðja heirni" er mjög að aukast áhugi á kristni- boði. Nú eru þar a.m.k. 390 kristniboðsfélög og á vegum þeirra starfa meira en 15.000 kristniboðar. Þess má geta, að þessi fjöldi kristniboða er meira en fjórfaldur sá fjöldi er starfaði á vegum sömu félaga fyrir aðeins átta árum ... Norömenn hafa þegar safnað einni milljón þarlendra króna til byggingar kristilegrar mið- stöðvar í Jerúsalem og ætla að safna 800.000 kr. í viðbót. Kristnum mönnum fjölgar í ísrael og því telja aðstandend- ur kristniboðs meðal Gyðinga þörf á miðstöð til uppfræðslu og uppbyggingar nýkristnum. Er ætlast til, að fræðslustarfið nýtist kristnu söfnuðunum gegnum starfsmenn þeirra, er sæki námskeið miðstöðvarinn- ar. Að sjálfsögðu er kennt á hebresku ... Lesist af unglingum! Hæ, Stína. Hann aðstoðar við undirbúning Ertu með á KSS-íund í kvöld? Já, en Dögg, það er laugardagur og ... móta og almennra funda. Það má Einmitt, þá er rétti tíminn að fara á fund og hitta alla krakkana. Það verður þv; segja að hann sé stjórn KSS fræðandi erindi um kristna trú á fundinum og heilmikill söngur og kannski mikið innan handar en hana eitthvað fleira. Heldurðu að Addi áhyggilega. I'ú veist að Steini var i hann okkur með á rúntinn eftir fund kem til þín. Bless. Bless. Við skulum forvitnast svolítið nánar um þetta hjá Dögg. Heyrðu Dögg. Hvaða fundur er þetta, KSS sem þú varst aó minnast á? KSS merkir Kristileg skóla- samtök og er félag ætlað 14—20 ára krökkum. Það heldur fundi alla laugardaga kl. 20:30 í KFUM-húsinu, Amtmannsstíg 2b, bak við MR. Hvers konar félag er KSS? Eg mundi segja að það væri gott félag. Nei, í alvöru talað, þá á þetta félag sér kjörorð: „Æskan fyrir Krist!" og í því felst allt sem viðkemur félaginu. Meginmarkmið þess er þvi að boða trú á Jesúm Krist sem frelsara allra manna? Já, og boða það einkum meðal skólaæskunnar, á því tímabili sem flestir krakkar eru að byrja að spá í lífið og tilveruna og vita kannski ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Hvernig fer starfsemin fram? Það eru vikulegir fundir all.t ár- ið á Amtmannsstíg 2b. Þangað eru fengnir ýmsir menn utan úr bæ, bæði prestslærðir og aðrir sem flytja okkur Guðs orð eða taka fyrir ákveðna málaflokka út frá kristilegu sjónarhorni. Stund- um er fjallað um viðkomandi efni í smærri umræðuhópum og jafn- vel vinnur hver hópur þannig með efnið að hann flytur það fyrir aðra t.d. með leikrænni tjáningu. Svo er auðvitað heilmikið sungið af hressilegum söngvum og stund- um koma fram sönghópar. Á veg- um félagsins eru starfandi svo- kallaðir biblíuleshópar, en þátt- takendur í þeim hittast e.t.v. einu sinni í viku fyrir utan venjulega KSS fundi og lesa saman ákveðna kafla úr Biblíunni og læra þannig að þekkja boðskap hennar. tg Steini verði þarna líka? Já, alveg ð kaupa sér bílskrjóð, kannski býður Já, við skulum bara drífa okkur, — ég kynnist mjög vel þegar farið er svona út fyrir bæinn. Er það tilfellið að krakkar í KSS gangi um með einhvern skínandi englasvip? Nei, góði besti, sko ... Við er- um bara ósköp venjulegir krakk- ar, hvorki betri né verri en aðrir. Það eina sem ef til vill ber á milli er, að það hafa margir krakkar fattað hvað það var sem Jesús gerði fyrir þá með því að deyja á krossi, til þess að við gætum átt Iífssamfélag við hann, bara ef við trúum á hann. Ég get ekki séð að það ætti að setja einhvern sér- stakan helgisvip á einn eða neinn. Geta allir verið með í KSS sem það vilja? Já, og það eru engin félagsgjöld. Hins vegar geta þeir sem vilja lagt eitthvað af mörkum í svokall- aðan starfssjóð, en úr honum eru greidd laun skólaprests og annar kostnaður við félagshaldið. Þú nefndir skólaprest? Já, KSS ásamt Kristilegu stúd- entafélagi hafa ráðið til sín prest og er hann félagsmönnum til halds og trausts og sér hann einn- ig um útgáfu á biblíulesefni. skipa fimm félagsmenn, sem kosnir eru á aðalfundi ár hvert. KSS stendur þá ekki fyrir utan þjóðkirkjuna? Nei, alls ekki. Félagið er hluti af kristilegu leikmannahreyfing- unni innan þjóðkirkjunnar og starfar í nánum tengslum við KFUM og K. Félagið leitast einn- ig við að efla samskipti sín við æskulýðsfélög kirkjunnar úti á landi og má t.d. nefna æskulýðsfé- lagið á ísafirði í því sambandi. Félagsmenn og skólaprestur hafa stundum farið út á land til þess að halda fundi í skólum og í æsku- lýðsfélögum. Eitthvað að lokum, Dögg? Ég vil bara hvetja alla þá krakka sem vita kannski ekkert hvað þeir eiga af sér að gera á laugardagskvöldum (og reyndar önnur kvöld líka) að kíkja á fund í KSS og sjá hvað þessi félagsskap- ur hefur upp á að bjóða. Það eru nefnilega svo margir sem segja að ekkert sé fyrir unglinga að gera, enginn staður fyrir þá að vera á o.s.frv., en það er svo ótal margt hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi. KSS vill einmitt að sem flestir taki þátt í heilbrigðu fé- lagsstarfi og eignist jafnframt ör- uggan grundvöll til þess að byggja líf sitt á, líf með Jesú Kristi. Hvað með ferðalög og mót? Tvisvar á ári, að vori og haustið efnir félagið til svokallaðra skóla- móta. Þau eru haldin í Vindáshlíð og Vatnaskógi. Venjulega koma á þessi mót u.þ.b. 100—150 krakkar. Mótin eru eiginlega hápunkturinn á öllu KSS-starfinu og eru æðis- lega skemmtileg fyrir alla þá sem taka þátt í þeim. Svo er alltaf far- ið í helgarferð eitthvert út á land um miðjan júní. Það er ekki síður upplifelsi að fara í þessi ferðalög og það hefur sýnt sig, að fólk Kökuveisla Trúin bjargar Matt. 9.18 — 26 24. sunnudagur eftir trinitatis Frásagan af konunni sjúku er líka í Markúsarguðspjalli, 5. kaflanum. Þar lesum við að hún hafi leitað margra lækna, þjáðst mikið en versn- að frekar en batnað og veik- indin höfðu kostað hana al- eiguna. Hver var hún þessi kona? Hún var vesöl kona, skrifar biblíuskýrandinn, sem ég leitaði eftir fróðleik hjá. Það hefur mér aldrei fundizt. Hún stendur mér fyrir hugarsjónum sem kona vafin í skósítt léreft, kona frá liðnum öldum. En mér hefur aldrei fundizt hún vesöl. Kannski var hún það samt, ég hef í rauninni ekki hug- mynd um það. Guðspjöllin segja ekkert um það. Samt þykir mér oft gaman að reyna að draga upp myndir af fólkinu, sem ég les um þar. Nú reyni ég að ímynda mér að þessi kona búi einhvers staðar nálægt mér, við kaup- um saman í búðinni. Ein- hvern daginn hittumst við kannski í fermingarveizlu eða afmæli og ég heyri hana segja frá þessum linnulusu veikindum sínum. Ég fyllist meðaumkun, verð ráðþrota. Eins og ég er vön að heyra langar sögur um snilli ýmissa lækna er ég líka þaulvön að heyra sögu eftir sögu um ráð- leysi lækna og mistök á spít- ölum. En trúlega fyllist ég nú enn meira vonleysi en oft áð- ur við slíkar sögur. Hugsaðu þér, hún var búin að vera veik í tólf ár og ekkert var hægt að gera, henni versnaði bara og nú var hún búin að selja íbúðina og bílinn fyrir kostn- aði. Að því leyti var hún auð- vitað vesöl að hún átti óskaplega bágt. En svo gerði Jesús kraftaverk í lífi henn- ar. Ég veit að Jesús hefur læknað fólk eins og konuna sjúku á okkar dögum. Ég trúi því að hann lækni líka fólk, með snilli og aðbúnaði hjúkr- unarfólks, ég trúi því að þeg- ar lækningin gefst sé það fyrir kraft Krists. Biðjum í dag fyrir þeim, sem eru sjúk- ir og þeim, sem annast þá. a DRffnmwH UMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Gunnar Haukur Ingimundarson Séra Ólafur Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.