Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 Sveinn Kristjáns- son - sextugur Petrína Narfadótt- ir — Afmæliskveðja ’’ Sveinn Kristjánsson fyrrver- andi stórtemplar er sextugur í dag 21. nóvember. Hann er fæddur á Akureyri, sonur hjónanna Efgeníu Jónsdóttur og Kristjáns Magnús- sonar. 1941 réðst Sveinn til Kaup- félags Eyfirðinga og hefur unnið þar siðan við ýmis störf, svo sem kjötvinnslu og endurskoðun. Á sínum yngri árum var Sveinn liðtækur íþróttamaður, æfði og keppti í knattspyrnu og enn er hann virkur félagi í KA. En fyrst og fremst verður Sveins minnst sem merkisbera meðal bindind- ismanna. Hann gerðist félagi í stúkunni Ísafold-Fjallkonan þegar hann var fertugur og hefur starf- að þar af miklum þrótti, hin síð- ustu ár sem æðsti templar. Þá er Sveinn aðalgæslumaður barna- stúkunnar Sakleysisins og hefur setið í stjórn fyrirtækja reglunnar á Akureyri um árabil. 1978 var Sveinn kosinn stórtemplar og gegndi þeirri stöðu til 1980, en þá gaf hann ekki kost á sér til endur- kjörs vegna vanheilsu. Sveinn er giftur Undínu Árnadóttur og hafa þau eignast sjö börn, þar af eru sex á lífi. Ég vil á þessum tíma- mótum óska þeim hjónum, Sveini og Undinu, gæfu og gengis og þakka margar ánægjulegar sam- verustundir á heimili þeirra. Hilmar Jónsson Síðastliðið laugardagskvöld var ég þess aðnjótandi að taka þátt í samkvæmi, sem haldið var í tilefni af níræðisafmæli Petrínu Narfa- dóttir. Afmælisbarninu kynntist ég fyrir um það bil 30 árum, þegar Anna dóttir hennar flutti í ná- grenni við mig í Kópavog. Það vakti strax athygli mína hve glað- leg og góðlynd hún var. Petrína hefur staðið í ýmsum erfiðleikum eins og svo margir, sem fæddust fyrir eða um síðustu aldamót, þeg- ar nútima þægindi og vélaf þekkt- ust ekki og allt þurfti að vinna með handafli og oft við slæm skil- yrði. Ég var tíður gestur á heimili Önnu og fékk því tækifæri til að kynnast hve fróðlegt og skemmti- legt var að tala við Petrínu. Alltaf var hún boðin og búin til aðstoðar og í einu afmæli Önnu kom mér þessi vísa í hug, þegar hún stóð í eldhúsinu þar að baka pönnukök- ur: Komst ég í kra'singar í afmæli Önnu kaffii var þar lagaA í stórri könnu. Á sínum staA í eldhúsinu pönnukökur aA fletja stóA þar hún Petrína eins og hetja. Petrína gerði það heldur ekki endasleppt, því hún bakaði sjálf pönnukökurnar fyrir níræðisaf- mælið sitt. Þar var spilað, sungið og haldnar ræður og afmælisbarn- ið gekk þar um meðal gestanna, sem voru um 90 talsins, og heilsaði upp á þá alla. Svo hetjunafnið sem ég gaf henni í áðurgreindri vísu, bar hún þar með réttu og lítið sem ekkert hefur hún breyst frá því fyrst ég kynntist henni, svo þeir sem eru svo heppnir að eldast þannig, þurfa ekki að bera kvíð- boga fyrir ellinni. Um leið og ég þakka Petrínu og fjölskyldu hennar fyrir þessa ánægjulegu kvöldstund, vona ég að við eigum eftir að njóta Petrínu lengi ennþá. Sigríður P. Blöndal Norðlenzkir rafverktakar stofna félag LAUGARDAGINN 6. nóvember sl. héldu rafverktakar á Norðurlandi fund á Akureyri, þar sem mættir voru einstaklingar og fulltrúar fyrir- tækja vestan frá Skagaströnd og austur í Kelduhverfi, alls 17 aðilar. Var á fundi þessum ákveðið að stofna hlutafélag sem hlaut nafnið Norðlenzkir rafverktakar hf. (NOR hf.). Tilgangur félagsins er að sam- eina hina fjölmörgu aðila í rafiðn- aði á Norðurlandi til þess að þeim verði unnt að takast á við stærri verkefni en þeim er kleift einum sér. Eru þá m.a. höfð í huga stór- verkefni eins og við virkjana- framkvæmdir o.þ.h. Félagið hefur ekki í hyggju að sækjast eftir smærri verkefnum, sem hinir ein- stöku aðilar hafa haft með hönd- um til þessa. Formaður félagsins var kjörinn Ingvi Rafn Jóhannsson, Akureyri, og aðrir í stjórn voru kjörnir: Páll Þorfinnsson, Skagaströnd, Grím- ur Leifsson, Húsavík, Tómas Sæmundsson, Akureyri, Freyr Sigurðsson, Siglufirði. Varamenn voru kjörnir: Gunnlaugur Magn- ússon, Ólafsfirði, og Frímann Guðbrandsson, Sauðárkróki. Endurskoðendur voru kjörnir Sigtryggur Þorbjörnsson, Akur- eyri, og Reynir Valtýsson, Akur- eyri. Þeirhlu Þeir Helgi og Gunnar bera Morg- unblaðið á Túngöt- j una, hverfi II.Þeir , vinna sér inn góðan vasapening og sjá til þess að blaðið berist þér í hendur stundvíslega á hverjum morgni. Allir blaðberamir okkar standa fyrir sínu hvernig sem viðrar og við emm stoltir afþeim. Það eigum við reyndar sameiginlegt með áskrifendum okkar, því í nýlegri könnun meðal þeirra kom fram að ekki færri en 88,7% segja blaðið berast sér nægjanlega snemma í hendur. (Þeir bræður álíta að 11,3% fari of snemma á fætur á morgnana). Þó að við teljum þetta góð meðmæli, þegar þess er gætt hve erfitt er að gera öllum til hæfis í svo vandmeðfarinni þjónustu, þá ætlum við að halda vöku okkar og reyna að gera enn betur í framtíðinni. Markmiðið er að allir séu ánægðir, við með góða blaðbera, þeir með starfið og þú með blaðið þitt. fU:Q:iC0«Attlfoíííi Blaðið sem þú vaknar við! (Frúttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.