Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 3AYERN MUNCHEN 12. maí 1976 var dagsetning úr- slitaleiks Evrópubikarkeppni meistaraliða milli Bayern Mún- chen og „Saint-Etienne“ og skyldi hann háður í Glasgow. Vestur- Þjóðverjarnir lögðu upp til skosku Norðursjávarsíðunnar þar sem þeir áttu möguleika á að ná 1. sæti í keppninni þriðja árið í röð. Tvær Rolls Royce-bifreiðir við innganginn gáfu til kynna að fleiri tignir gestir væru á hótelinu. Jú, eigendurnir voru engir aðrir en meðlimir hinnar frægu hljóm- sveitar Roiling Stones og meðal áhorfenda á síðustu æfingum hljómsveitarinnar fyrir hljómleik- ana voru Franz Beckenbauer og Gerd Muller. „Þið vinnið þennan leik piltar," voru kveðjuorð Mick Jaggers til heiðursgesta sinna. Hann hafði rétt fyrir sér. Hins vegar, eftir á að hyggja, hefði verið vel við hæfi að hljómsveitin hefði hyllt bik- armeistarana með einu af sínum vinsælu lögum, „The Last Time“. Með sigrinum, 1—0, á Hamp- den-leikvelli urðu Bayern Mún- chen Evrópumeistarar í þriðja skiptið á þremur árum. Sú þrenna er reyndar það eina sem liðið get- ur státað af á hnignunarskeiði því, sem hafði hrjáð félagið allt frá sumrinu 1974. Þrátt fyrir að hin' forna frægð fylgdi þeim ekki lengur, lifði þó enn goðsögnin um að „Bayern Múnchen tapar aldrei úrsiitaleik". Þegar þessi holskefla erfiðleika herjaði á félagið duldist þó engum aö uppúr gnæfði risi tengdur mörgum stórsigrum, meistaratitl- um, vonbrigðum og erfiðleikum. Þrátt fyrir fórnir og skrámur og misjafna stjórnun félagsins er óiíklegt að nokkurn tíma verði lit- ið á Bayern Múnchen öðru vísi en sem stórstjörnu á sviði vestur- þýskrar og evrópskrar knatt- spyrnu. N ýgræðingur inn Það er því dálítið mótsagna- kennt að einmitt í Munchen er lið- ið kailað nýgræðingurinn saman- borðið við erkifjendurna „1860 Múnchen“. Og þrátt fyrir þá stað- reynd að Bayern Múnchen hefur síðustu fimmtán árin staðið óvin- unum, sem rokkar á milli 1. og 2. deildar, mun framar á knatt- spyrnusviðinu, hefur „1860 Múnchen“ — almennt kallað ljón- in — enn þann dag í dag mun fleiri áhorfendur á leikjum sínum en Bayern Múnchen. Þetta stafar af sögulegum ástæðum: „1860 Múnchen" hefur frá alda öðli verið talið hið sanna Munchenarlið, sem hefur á að skipa mörgum leikmönnum frá verkamannahverfinu Giesing. Á hinn bóginn varö Bayern Múnchen til í Latínuhverfinu Schwabing sem tilheyrði þá — ár- ið 1900 — ekki borginni sjálfri heldur var það í besta falli talið úthverfi. Bayern Múnchen höfðaði því aðallega til listamanna, námsmanna og lærðra utanað- komandi manna. Enginn á meiri hlutdeild í vel- gengni Bayern Múnchen hin seinni ár en Franz Bechenbauer. „Bayern hefur alltaf haft orð á sér fyrir að vera skipað snjöllum og virtum knattspyrnumönnum," segir hann. „Félagið kom frá Schwabing; hverfi sem við strák- arnir áttum ekki heima í, sem var þekkt fyrir krár, veitingahús og sérstakt götulíf," segir Franz ennféemur. Árið 1932, löngu áður en nokkur var farinn að hugsa um Franz Beckenbauer, varð Bayern Mún- chen í frysta skipti þýskur meist- ari. En þá kom til kasta nasist- anna og þeir eyðilögðu það sem búið var að byggja upp, m.a. þar sem hinn vinsæli forseti félagsins, Kurt Landauer, varð að flýja til Sviss árið 1933. Hann kom ekki til baka fyrr en 14 árum seinna. Svo margir úr hópnum voru kallaðir í herinn á stríðsárunum að Bayern Múnchen þurfti að slást Hinn glæsilegi Ólympíuleikvangur i Miinchen er heimavöllur liðsins. Þar hefur lidið marga hildi háð i gegnum árin. „Ókeypis bjór handa ölhun“ Beckenbauer og félagar unnu sína stærstu sigra á alþjóðavettvangi einmitt þegar mikil ólga og deilur geisuðu undir yfirborðinu. „Skítafélag“ kallaði Paul Breitner það þegar hann fór til „Real Madrid“ árið 1974; nú er hann fyrirliði og sterkur liðsmaður í Bayern Munchen, þar sem í dag ríkir góður andi og útlit er fyrir bjarta framtíð á knattspyrnubrautinni. í hóp með tveimur minni liðum til að halda velli. Eftir striðið tókst þeim að ná saman á ný f>g eflast og 1948 fékk liðið sína eigin aðstöðu, þótt ekki væri hún tilkomumikil, í útjaðri borgarinnar, og árið 1971 vígði fé- lagið viðbyggingu, sem þeir eru enn mjög hreyknir af. Heimavöll- ur þeirra — einnig heimavöllur „1860 Múnchen" — var leikvang- urinn við Grunwaldergötu. Árið 1963 fékk Bayern Múnchen afsvar við beiðni sinni um inn- göngu í hina nýju þýsku knatt- spyrnudeild „Bundesliguna", m.a. vegna þess að „1860 Múnchen" var þar sjálfkjörið sem suður-þýskur meistari og ekki þótti við hæfi að taka tvö lið frá sömu borg inní deildina. Seinna neyddist deildin til að endurskoða þá afstöðu sína. Wilhelm Neudecker, hinn ný- kjörni forseti Bayern Múnchen, lagði grunninn að því stórveldi sem liðið átti eftir að verða. En þá þurfti að finna þjálfara fyrir hina snjöllu og hæfileikamiklu leik- menn. Fyrir valinu varð hinn þrekvaxni Júgóslavi, Tschik Cajkoski, en vaxtarlag hans bar síður en svo vott um að hann, tæp- um tíu árum áður, hafi sjálfur verið í eldlínunni; átti 56 lands- < leiki að baki og þátttöku í heims- meistarakeppni. Um svipað leyti hafnaði ungur piltur að nafni Franz Beckenbauer í úrvalsliði Bayern Múnchen. í leik milli „1906 Múnchen", sem Franz Beckenbauer lék í sem drengur, og „1860 Múnchen" veitti miðherjinn í liði andstæðinganna hinum unga Beckenbauer löðrung. Það varð til þess að hann lagði niður öll áform um að ganga í lið með „1860 Múnchen", en valdi þess í stað FC Bayern Múnchen. Hálmstrá og rjómi „Við hlógum, við grétum af hlátri að þessum skemmtilega manni, sem bjó yfir svo mikilli kímnigáfu." Cajkovski var okkur sem faðir og var á þessum árum miðdepillinn í óþvinguðu and- rúmslofti, bæði í leikjum og á æf- ingum,“ segir Franz Beckenbauer. Á sinni bjöguðu þýsku lýsti Caj- kovski Beckenbauer þannig: „Eng- inn baráttumaður, en hálmstrá, rjómi í stað steinsteypu." En hann átti við önnur vanda- mál að stríða í sambandi við Ger- hard Múller, þrælsterkan mið- herja frá „Nördlingen“ í norður- hluta Bæjaralands. „Hverju á ég að stilla upp með þessum lyft- ingamanni?" sagði Cajkovski, sem setti Gerd Múller á megrunarkúr án þess að það kæmi nokkuð niður á þreki „kraftajötunsins". Múller missti 12 kg og skipaði fljótt háan sess í sögu knattspyrn- unnar sem markakóngur. í markinu stóð ungur snillingur, Josef Maier, kallaður Sepp, sem reyndist ekki einungis snjall markmaður heldur einnig hinn besti skemmtikraftur af Guðs náð. í annarri tilraun Bayern Múnchen árið 1965 tókst þeim að komst í „Bundesliguna", ásamt með öðru liði sem átti eftir að gera garðinn frægan í vestur-þýskri knattspyrnu „Borussia Mönch- engladbach". Þátttakendur í Evrópukeppni Bayern Munchen hóf feril sinn í deildinni með því að tapa, 1—0, fyrir „1860 Múnchen". Tíu mánuð- um síðar höfnuðu þeir í 3. sæti, en borgarbörnin hrepptu meistara- titilinn. I sárabætur urðu Beckenbauer og félagar verðlaunabikarhafar og áunnu sér þar með rétt til þátt- töku í alþjóðakeppni. Bak við tjöldin var einnig margt að gerast hjá Bayern Múnchen og vakti það athygli er liðið réði til sín sinn fyrsta framkvæmda-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.