Morgunblaðið - 21.11.1982, Síða 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982
Pottarím
Umsjón: SIGRUN
DAVÍÐSDÓTTIR
Hrísgrjón og jól eru líklega
nokkuð nátengd fyrir mörgum,
nánar tiltekið hrísgrjónagrautur
og jólin. Það tíðkast víst ekki á
ófáum heimilum að hafa
hrísgrjónagraut á aðfanga-
dagskvöld, og víða leynist
kannski mandla í grautnum.
Þessi siður er daufur endurómur
af grautarmenningu liðinna
alda. Grautur er drjúgur og seðj-
andi matur, og í graut er hægt
að gera mikið úr litlu.
En hrísgrjónagrautur er ekki
aðeins jólamatur, heldur er
hann seðjandi og yljandi í
skammdeginu, t.d. í hádeginu.
Flestum krökkum finnst t.d.
hrísgrjónagrautur fyrirtaks
matur, ekki sízt ef þau eru vön
honum. Og svo er hægt að gera
ýmislegt gott úr grjónagraut, en
nánar um allt þetta á eftir.
Góða skemmtun!
Hrísgrjónakaka
Það er ekki aðeins hér hjá
okkur sem grjónagrautur og jól
fara saman. Það sama er að
segja um Norðurlöndin, og það-
an er okkar siður kominn.
I upphafi var orðið, og fljót-
lega var einnig grautur. Kostir
hans á mögrum árum eru þegar
nefndir. Hrísgrjónagrauturinn
er eðlilega ekki mjög gamall, þar
sem hrísgrjón hafa ekki fengizt
fyrr en nýlega á okkar slóðum.
Sá siður að bjóða upp á graut
á undan jólakjötinu er nokkuð
framandlegur núorðið. Sú kenn-
ing er uppi, að siðurinn sé frá
þeim tíma, þegar kjöt var ekki
aðeins hátíðamatur, heldur
stórhátíðamatur, og grauturinn
til þess ætlaður, að fyrst væri
sárasta hungrið satt á grautnum
og minna þyrfti þá af kjötinu.
Grautur var enginn hátíðamatur
áður fyrr, en til hátíðabrigða var
kornið soðið í mjólk. Svo var sett
smjörklípa í miðjan grautinn til
þess að gefa gnægtartilfinningu,
og síðan sykur og kanell þegar
slíkt barst. Bygg var algengast í
slíka grauta á Norðurlöndum
hér áður fyrr. Það hefur einnig
tíðkazt hér, og við það er vísast
átt í vísunni gömlu:
Góður þykir mér grautur
méls,
gleður hann svangan maga
í Danmörku hefur jólagrautur
úr hrísgrjónum aðeins verið
borðaður í um 150 ár, því ekki er
lengra síðan grjónin bárust
þangað. Hrísgrjónagrautur hef-
ur vafalaust þótt afar fínn mat-
ur fyrst um sinn, enda grjónin
langt að komin. En svo fundu
betri borgararnir upp á að
sleppa grautnum á undan aðal-
réttinum, slíkt samræmdist ekki
matarsiðum sem þeir lærðu í
suðrænum löndum. Þá var kom-
ið með réttinn riz á l’amande,
möndluhrísgrjón, ættuð úr
sjálfu Frakklandi, kaldur
hrísgrjónagrautur hrærður
saman við þeyttan rjóma,
bragðbættur með söxuðum
möndlum, vanillu, sykri og bor-
inn fram með ávaxtasósu.
Grauturinn er nátengdur jól-
unum í Danmörku. Þar í landi
eru litlir búálfar sem þekkja
ekkert betra en jólagraut, og
þeir sem vildu tryggja sér bless-
un þessara búálfa og velvilja
settu skál með jólagraut á afvik-
inn stað. Þessir álfar voru upp-
runalega venjulegir búálfar í
gráum vaðmálsfötum og tré-
skóm, rétt eins og aðrir bændur,
e.t.v. með rauða, prjónaða húfu.
Líklega eru þeir ættaðir úr
grárri forneskju, rétt eins og
karlarnir okkar, sem einu sinni
gerðu fólki glettur og voru
hvunndagsklæddir. Bæði þeir
dönsku og íslensku hafa nú
dubbað sig upp í rauð föt á evr-
ópska vísu.
form og bökuð, rétt eins og
venjuleg kaka. Flestir kannast
við karamellubúðing, þar sem
eggjablanda er bökuð eða soðin í
formi sem hefur verið hjúpað að
innan með bráðnum sykri. Eins
er hægt að fara að með hrís-
grjónakökuna. Hrísgrjónabland-
an er þá sett í form sem hefur
verið hjúpað bráðnum sykri. Þið
bræðið þá um 3 dl af sykri og
hellið honum í formið. Snúið
forminu og veltið því til, svo
sykurinn þeki það sem bezt.
Hafið ekki áhyggjur, þó karam-
ellan verði ekki alls staðar jafn
þykk, það jafnast í bakstrinum.
Hrísgrjón
En auk þess að búa til graut
er fleira hægt að gera, t.d. að
baka köku úr hrísgrjónagraut og
eggjum. Svíar baka gjarnan
þannig köku fyrir jólin og bera á
borð einhvern tíma jólamánað-
arins. Kakan er borðuð sem eft-
irréttur, volg og sulta höfð með.
Kakan er krydduð með saffrani,
en slíkt er varla hægt nema þið ■
náið í það á þokkalegu verði, því
það er rándýrt krydd.
Þjóðverjar baka stundum
hrísgrjónaköku og bera fram
heita. Þá setja þeir til skiptis
graut og epli í form og baka.
Undir lokin útbúa þeir svo mar-
engs, setja það á og baka stutta
stund. Það er tilvalið að sjóða
krydd með grautnum. Við þekkj-
um vel þann sið að sjóða kan-
elstengur í grautnum og það fer
vel á því, ef þið ætlið að nota
hann í köku. Þið getið einnig
notað annað krydd, t.d. negul-
nagla, engifer og kardimommur,
haft kryddið heilt eða steytt. Það
er handhægt að byrja á því að
nota vatn í grautinn ásamt
mjólk og bæta svo mjólk í, eftir
því sem vökvinn sýður niður.
Sumir segja að alls ekki megi
hræra í grautnum meðan hann
er að soðna, heldur eigi að
smyrja pottinn vel. Ég kýs nú
heldur að hræra í grautnum
meðan hann er aðn soðna og vel
undir lokin, svo ekkert brenni
við.
Þegar grauturinn er soðinn,
getið þið e.t.v. bætt smjörklípu í
hann, þó það sé alls ekki nauð-
synlegt. Skvetta af víni gefur
gott bragð, t.d. þurrt eða sætt
sérrí, eða portvín. Það fer ekki
illa á að nota epli, rúsínur eða
aðra þurrkaða ávexti, og e.t.v.
möndlur eða hnetur til bragð-
bætis. Og svo auðvitað eggin og
sykurinn, sbr. hér að neðan.
Þegar þið hafið blandað
grautnum saman við eggin og
annað það sem ykkur lízt vel á,
er blandan sett í eldfast fat eða
Finnsku
skinnkuldahúfurnar
eru komnar aftur!
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Það er bezt að hafa formið heilt,
þ.e. ekki með lausum botni, og
gjarnan þannig að þig getið bor-
ið kökuna fram í því. Ef þið
velgið formið áður en þið hellið
karamellunni í það, er auðveld-
ara að fá karamellulagið jafn
þykkt. Gætið að höndunum á
ykkur, karamellan er líklega um
165° heit ...
Eins og ég sagði áðan, er kak-
an afar góð volg með köldum,
þeyttum rjóma og kaldri sultu
eða hlaupi. Heimatilbúin er allt-
af bezt. Éf þið eigið frosin ber,
getið þið hitað þau í ögn af syk-
urlegi og borið þau fram heit eða
köld með kökunni.
3 dl hrísgrjón
um 2 dl vatn
um 1 1 mjólk
krydd eftir smekk
1. Mér finnst bezt að nota sem
stærst grjón, t.d. Avorihrís
grjón frá Nutana eða þá hýð-
ishrísgrjón, stutt og digur. Setj-
ið grjónin í pott ásamt vatninu
og um 3 dl af mjólk. Látið grjón-
in nú sjóða þar til vökvinn
minnkar. Bætið þá mjólk í eftir
því sem þarf, þangað til grjónin
eru mjúk og tútnuð út. Takið
pottinn af plötunni, og látið
mesta hitann rjúka úr grautn-
um. Grautinn getið þið gjarnan
soðið daginn áður en þið hyggizt
baka og bera kökuna fram.
2. Setjið ofninn á 200°.
4 egg
2 dl hrásykur eða venjulegur
sykur
3. Ef ykkur sýnist svo, getið þið
skilið eggin, bætt rauðunum í
grautinn, stífþeytt hvíturnar og
bætt þeim síðan í grautinn og
bakað kökuna. Einnig getið þið
þeytt eggin heil og bætt í graut-
inn, eða einfaldlega hrært þeim í
grautinn. Sykurinn getið þið
þeytt með hvítunum, eggjunum
heilum eða hrært honum í
grautinn ásamt eggjunum.
4. Smyrjið form og hellið
hrísgrjónablöndunni í það. Bak-
ið kökuna i um 1 klst., eða þar til
prjónn kemur þurr úr henni sé
honum stungið í. Ef kakan
dökknar ískyggilega að ofan,
setjið þá smjör- eða álpappír yf-
ir kökuna.
Og svo er aðeins eftir að bera
þennan matarmikla og lystuga
eftirrétt fram, vonandi sem
flestum til ánægju.
Hrísgrjón í rjóma
Ég minntist áður á riz á l’am-
ande. Hér á eftir kemur hug-
mynd að skyldum rétti. Fyrst er
soðinn grautur. Þið getið gjarn-
an kryddað hann líkt og er nefnt
hér að ofan.
Það er til viðamikill hrís-
grjónaréttur sem kallast riz á
l’impératrice, eða hrísgrjón keis-
araynjunnar. Hún lætur sér
auðvitað ekki nægja aðeins
hrísgrjón og rjóma frúin sú.
Hrísgrjónin eru soðin ásamt
mjólk, vanillustöng, smjörklípu
og sykri. Síðan er nokkrum msk
af apríkósusultu eða sykruðum
apríkósum bætt í og öðrum sykr-
uðum ávöxtum, skvettu af víni
og svo kaldri eggjasósu bætt í,
sósunni frá því í síðasta þætti
t.d. Þessi réttur er svo borinn
fram kældur. Þurrkaðir ávextir
geta komið í stað sykraðra.
Það er ekki síður gott að út-
búagóðan hrísgrjónagraut, kæla
hann og hræra hann saman við
þeyttan rjóma og e.t.v. ber eða
sultu saman við. Muldar makk-
arónukökur með gefa gott bragð,
einnig gróft saxaðar hnetur eða
ristað kókosmjöl. Þurrkaðir
ávextir falla mörgum vel í geð.
Flestir ættu að geta fundið
eitthvert góðgæti til að blanda
saman við hrísgrjón og rjóma og
fá þannig góðan og gamaldags
eftirrétt, matarmikinn og seðj-
andi ...
2 dl hrísgrjón, vatn og mjólk,
e.Lv. krydd
1 dl hrásykur eða venjul. sykur
4 dl rjómi
(1 Lsk vanillusykur)
100 gr gróft saxaðar möndlur
1. Sjóðið graut úr grjónunum.
Bætið sykri saman við hann og
látið hann kólna. Ristið möndl-
urnar á þurri pönnu, þannig
verða þær mun bragðmeiri.
2. Þeytið rjómann, bragðbætið
hann e.t.v. með vanillusykri.
Blandið grjónunum og möndlun-
um saman við rjómann, kælið
þetta og berið fram. Það fer vel
á að bera réttinn fram í litlum
skálum fyrir hvern og einn.
Stráið þá gjarnan svolitlu af
möndlunum og setjið e.t.v. 1 msk
af góðri sultu yfir réttinn, eða
köldum berjum soðnum
í sykurlegi. 1 msk af j-*’r
víni í hverja skál
er góð viðbót.
RAMMAGERÐIN
HAFNARSTRÆTI 19
Dodge Aries ’81
Framhjóladrifinn, mjög góöur bíll.
Sími 81588.