Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 „ÞJÓÐARÍÞRÓTTIN" aö heyrir til undantekninga, aö heilu starfshóparnir séu látnir svara til saka frammi fyrir dómara en eitt slíkt mál er nú á döfinni í Stokkhólmi í Svíþjóð, þar sem 58 stööumælaveröir hafa verið ákærö- ir fyrir að stela um 13—14 milljón- um (isl. kr.) af stöðumælafénu. Svíar hafa lengi haft orð á sér fyrir heiðarleika, áreiðanleik og iðju- semi en þetta mál og vaxandi skattsvik hafa valdið því, að tölu- vert er farið að falla á þessa mynd. Þegar upp komst um stöðu- mælaverðina, í ágúst si., voru þeir umsvifalaust reknir úr starfi og brá þá svo við, að af- raksturinn af stöðumælunum tvöfaldaðist. Það eitt sagði nátt- úrulega sína sögu og ekki síður það, að þegar lögreglan gerði húsleit hjá þeim reyndust þeir allir eiga töluvert fé í kistu- handraðanum og allt í krónu- peningum. Einn stöðumælavarðanna fingralöngu heldur því fram, að Svik og prettir á sænska vísu þetta svindl hafi viðgengist ár- um saman. „Ég viidi ekki blanda mér í þetta en þetta var bara viðtekin venja. Það var eins og það væri ætlast til þess af manni, eins og það fylgdi starf- inu,“ sagði hann. Jafnaðarmannastjórnin nýja hefur nú ákveðið að skera upp herör gegn neðanjarðarhagkerf- inu og verður sérstökum sveitum falið það verkefni eitt að berjast gegn „efnahagsglæpum", eða skattsvikum með öðrum orðum. í því efni er þjófnaðurinn úr stöðumælunum bara smámál. Ríkisskattstofan sænska hefur nefnilega reiknað það út, að hver skattskyldur Svíi steli til jafnað- ar 11—12.000 kr. undan skatti árlega og sé það þó ekki nema brot af þeim skattsvikum, sem viðgangist í landinu. Skattar eru háir í Svíþjóð, allt að 85% í hæstu skattþrepum, og þess vegna eru skattsvikin orðin að nokkurs konar þjóðaríþrótt í landinu. í Svíþjóð eins og raunar víða er það algengt að menn skipti á verkum. Málarinn málar íbúð þifvélavirkjans gegn því að fá gert við volvóinn sinn og rafvirkinn lappar upp á ísskápinn ef honum er hyglað með frosnu elgskjöti. í öðrum viðskiptum þar sem þó er greitt með reiðufé er al- gengt að aðeins brot af verðinu sé gefið upp mánaðarlega. Það er t.d. útilokað að fá íbúð leigða í miðborg Stokkhólms nema borga allríflega undir borðið um leið og treysta því, að unnt verði Allt að 12.000 á mannsbarn. að ná því aftur frá næsta leigj- anda. Forstöðumenn stórverslana segja allir sömu söguna um auk- inn þjófnað á síðustu árum. Stolnar vörur eru feimnislaust seldar á götum úti í miðborginni og virðast myndsegulbönd, og spólur í þau, vera í mestum met- um um þessar mundir. Sven Dangarden, ríkissaksóknari, segir, að höfuðnauðsyn sé að gera lögreglunni kleift að berj- ast gegn því, sem hann kallar „holskeflu efnahagslegrar glæpastarfsemi". „Við erum að sökkva dýpra og dýpra í fen svika og glæpa og svokallað „smáhnupl" þeirra, sem aðstöðu hafa, er orðið að hreinum faraldri," segir hann. „Þegar við tölum um efnahags- lega glæpi í Svíþjóð erum við að tala um 40—50 milljarða króna og sökudólgurinn er fyrst og fremst háir skattar og versnandi efnahagsástand." - CHRIS MOSEY EISTLAND Sá maður, sem leggur leið sína til Tallinn í Eistlandi hlýtur að vera næsta kaldrifjaður, ef hann kemst ekki dálítið við. Á þessum stað stofnuðu Eistlend- ingar sjálfstætt ríki og byggðu á lýðræðislegri hefð, en á ótraust- um grunni. Ríki þetta varð harla skammlíft, því að Stalín lagði það undir sig, og á tímum síðari heimsstyrjaldar komst það undir járnhæl nazista. Á þessum ógnartímum voru menn í stór- hópum sendir í fangabúðir eða tóku þann kostinn að fara sjálf- viljugir í útlegð, og héldu út í óvissuna á litlum kænum í níst- andi kulda. Talið er að þriðjung- ur íbúa Eistlands hafi horfið á tímabilinu frá 1939—1949, dn þá náðu hámarki skipulagsbreyt- ingar þær í landbúnaði, sem Kremlverjar beittu sér fyrir. Eistur bera enn vestrænt svipmót, og þeir gera lítið úr þeim fullyrðingum yfirvalda, að fólk af rússnesku þjóðerni sitji ekki lengur yfir hlut þeirra sem og annarra minnihlutahópa í Sovétríkjunum. Fyrir stríð voru þeir 88% íbúa landsins. Nú að- eins 64%. Eistneskur unglingur segir til dæmis: — Yfirvöld stuðla á allan hátt að útþenslustefnu Rússa. T.d. njóta þeir sérstakrar fyrir- greiðslu í húsnæðismálum. Fyrir 10 árum voru 70% íbúa Tallinn af eistneskum uppruna, en ég er viss um að eftir einn áratug Herraþjóð- in herðir tökin Frá Tallinn: Rússar njóta forréttinda i húsnæðismálum. verða Rússar 70% íbúanna. Eistur draga enga dul á, að þeim fellur illa sambýlið við Rússa. En þeir gera sér grein fyrir því, hvílík fásinna það er fyrir þá að stofna hulduher í landinu. Þeir eru 924.000 af 270 milljónum Sovétmanna og ríf- lega 20 þjóðernishópar í Sovét- ríkjunum eru fjölmennari en þeir. Hulduher þeirra myndi hvergi eiga sér griðland. Þrátt fyrir allt hefur þeim þó hingað til tekizt að halda þjóð- legu sjálfstrausti sínu. Náms- menn hafa dregið að hún sjálf- stæðisfána Eista, bláan, svartan og hvítan. Þjóðernissinnar hafa kveðið upp raust sína á rokk- dansleik og í körfuboltakeppni. Ættjarðarlög hafa verið kyrjuð eftir kóramót og háskólahátíð. Menn hafa gert tilraunir til að leggja niður vinnu í hálfa klukkustund á mánuði, en þær runnu út í sandinn. Um það bil 40 samvizkufangar frá Eistlandi sem óttast, að þjóðerni þeirra og þjóðmenning muni verða afmáð endanlega, sæta illri meðferð í sovézkum fangelsum. Flokksforinginn í þessu Sovét- lýðveldi heitir Karl Vaino og nýt- ur hann lítilla vinsælda í um- dæmi sínu. Hann er af rússnesku bergi brotinn, en til að leyna því tók hann sér eistneskt fornafn. Hins vegar gengur honum erfið- lega að leyna því, að eistneska er ekki hans móðurmál, því að hann talar hana bjagað og með mikl- um erfiðismunum. — DONALD FIELDS FARALPUR Eitrað fyrir al- menning O' ttinn við að einhver geðsjúkur glæpamaður kunni að hafa laumað banvænu eitri í algengustu pillur og meðul er nú orðinn svo út- breiddur í Bandarikjunum, að mat- væla- og lyfjaeftirlitið þar í landi er að koma fram með nýja reglugerð um frágang og pökkun lyfja. Til- gangurinn með henni er sá, að úti- lokað verði að komast að innihaldinu án þess að það sjáist á umbúðunum. í Chicago létust sjö manns eftir að hafa tekið inn tylenol-hylki, menguð blásýru, og í kjölfar þess hafa aðrir vanheilir einstaklingar reynt að leika sama leikinn. Eitur hefur fund- ist í öðrum algengum vörum, eins og t.d. augndropum, munnskoli, appel- sínusafa og súkkulaðikökum og í öll- um tilfellum höfðu vörurnar verið eitraðar eftir að þær fóru frá'verk- smiðjunni. Vegna þess að þær fara í gegnum hendur margra manna er erfitt að hafa uppi á hinum seku. Lyfjaverksmiðjur í Bandaríkjun- um vinna nú að gerð „öruggra um- búða“ en talsmaður þeirra hefur þó bent á, að líklega verði aldrei hægt að framleiða umbúðir, sem teljast megi fullkomlega öruggar. I Bandaríkjunum eru stöðugt að finnast ný dæmi um lyf, sem hafa verið eitruð, eins og t.d. í Denver í Colorado í lok síðasta mánaðar en þar veiktist maður nokkur alvarlega að exedrin-töflum, sem bætt hafði verið í kvikasilfurklóríði. Skömmu áður höfðu fundist í Grand Junction í sama ríki anacin-hylki með rottu- eitri í en það komst upp þegar kaup- andinn skilaði glasinu þar sem hon- um þóttu hylkin eitthvað losaraleg og grunsamleg útlits. Álgengast er, að verkjatöflur séu seldar í litlum glerflöskum, bómull troðið ofan í flöskuna og henni síðan lokað með skrúfuðum tappa. í verk- smiðjunum eru flöskurnar settar í pappakassa, óinnsiglaða, og þess vegna auðvelt að komast að inni- haldinu. Ljóst er, að það mun kosta banda- rísk lyfjafyrirtæki hundruð milljóna dollara að taka upp nýjar pökkunar- aðferðir. Johnson and Johnson, fyrirtækið, sem framleiðir tylenol- hylkin, áætlar t.d. að þurfa að verja til þess eins a.m.k. 50 milljónum dollara. - JOYCE EGGINTON GLÖTUÐ TÆKIFÆRI egar Spánverjar lögðu undir sig hið gífurlega flæmi, sem nú nefnist Rómanska Ameríka, létu þeir sem kunnugt er greip- ar sópa, en gáfu lítinn gaum hinni raunverulegu gullnámu, sem þeir höfðu allt í kringum sig, þ.e. hinum frjósama jarð- vegi, þar sem allt virðist geta gróið. Þegar fram liðu stundir urðu þeir þess að sjálfsögðu varir hvílíkt gósenland þeir höfðu undir fótum og hversu vel það var fallið til hvers kyns ræktun- ar. En það var sama, hvað þeir fluttu til nýja heimsins, — þeir gátu ekkert kennt en þurftu margt að læra af fólkinu, sem þeir höfðu unnið sigur á. Því skeyttu þeir engu. Inkarnir, Mayarnir og Aztek- arnir voru miklu betri bændur en Spánverjar. Þeir höfðu þróað með sér betri verkamenningu í landbúnaði en víðast hvar þekktist í heiminum. Rómanska Ameríka er frá náttúrunnar hendi jafn vel til landbúnaðar fallin og fyrrum. En hvernig stendur þá á því að íbúar Argentínu, Brazilíu, Col- ombíu og Mexíkó þjást af nær- ingarskorti og margir svelta heilu hungri. Samkvæmt ný- legri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum miðar ekkert til lausnar þessu hörmulega vandamáli. Allar horfur eru á því að hungrið sverfi æ meir, næstu áratugi, að langsoltnum íbúum þessa heimshluta. Ástæðan er ekki hin mikla mannfjölgun, eins og oft hefur Hungurvof- an nærist á misrétti og óstjórn verið látið í veðri vaka. Sann- leikurinn er nefnilega sá, að úr mannfjölgun hefur dregið veru- lega á síðasta áratug. Ástæðan er sú, að hrapalleg óstjórn hef- ur verið í landbúnaðarmálum allt frá sigri Spánverja. Sigur- vegararnir létu fyrir róða hina ágætu verkþætti, sem menning- arsamfélög Indíána höfðu þróað með sér. I stað sameignarbú- skapar innleiddu þeir léns- skipulag, þar sem Indíánarnir voru látnir þræla, og þetta skipulag skóp með tímanum óhemju auð hinni spænsku stétt landeigenda. Þótt langt sé liðið, fer því fjarri að stéttaskipting sú, sem komst á við landnám Spánverja, sé úr sögunni. Eitt nýlegt dæmi varpar skýru ljósi á það, hversu átakanlega er gert upp á milli kynþátta í rómönsku Ámeríku, þótt langt sé nú liðið á 20. öld. Þegar Spánverjar og Bretar háðu stríð sitt um Falklands- eyjar fyrr á þessu ári, lifðu liðsforingjar í argentínska hernum í vellystingum prakt- uglega, snæddu steikur í Port Stanley og drukku dýrindis vín, en óbreyttir hermenn af lægri stéttum, yfirleitt Indíánar eða kynblendingar, höfðust við rétt handan víglínunnar og höfðu vart málungi matar. Nú á tímum er mikið flæmi af beztu landbúnaðarhéruðum Colombíu notað til ræktunar marijúana. í Bólivíu og Perú er ræktuð í stórum stíl jurt, sem notuð er til kókaínframleiðslu. Ekki bætir það ástandið, að sveitamenn flykkjast óðum til borganna, því að þeir eru orðnir þreyttir á að þræla fyrir land- eigendaaðalinn. Borgirnar stækka en matvælaframleiðslan dregst saman. Þær kröfur verða æ háværari í Rómönsku Ameríku, að um-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.