Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.11.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 »3 SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI Skilja ekki inn- viði svona verka GJS.V. skrifar: „Ágæti Velvakandi! Óft finn ég hjá mér hvöt til að leggja orð í belg og setja nokkrar línur á blað, en yfirleitt hefur let- in hremmt mig áður. — Svo er þó ekki nú. Nýlega sendi ungur maður, Eð- varð Ingólfsson, frá sér sína þriðju bók og heitir hún Birgir og Ásdís. Fyrsta bók hans, Gegnum bernskumúrinn, vakti athygli, því menn voru ekki á eitt sáttir um ágæti hennar. Þessi nýja bók tekur svipað efni fyrir — unglingana í samtíman- um. Hún virðist líka ætla að valda ágreiningi hjá bókmenntagagn- rýnendum blaðanna. Hér eru tvö dæmi um það: Jenna Jensdóttir, gagnrýnandi Morgunblaðsins, segir um þessa sögu: „Birgir og Ásdís er góð saga, sögð af einlægni og varfærni. Um- hverfislýsingarnar eru vel gerðar og auðsætt að höfundur er samof- inn því umhverfi er hann lýsir á Vestureyri. Hann (höfundur) er trúr sðgu- persónum sínum, reynir hvergi að afsaka þær eða gera þær betri né verri en umhverfi þeirra, uppeldi og aðstæður gefa efni til. Hann lætur þær þjást í vanda sínum og gleðjast í hamingju sinni ... Þess vegna er sagan mannleg og sönn í eðli sínu.“ Viku seinna birtist gagnrýni í DV, en þar kveður svo sannarlega við annan tón. Þar segir í niður- lagi: „Bókin hefur ýmsa galla, sem ég held að komi í veg fyrir að hún höfði til unglinga almennt. Suma hef ég áður nefnt, en vil bæta við að málfar er mjög óeðlilegt og samtöl ósannfærandi ... Eftir lesturinn kemur mér í hug hvort ekki sé ástæða fyrir þennan unga höfund að hægja á sér með útgáfu og vanda betur til verka ...“ Það var og! Furðulegt hvað skoðanir fólks geta verið ólíkar. Jenna Jensdóttir gefur bókinni sína bestu dóma, en Hildur Her- móðsdóttir hjá DV næstum dauðadæmir hana sem unglinga- bók. Ég dreif mig því í að kaupa verkið og athuga hvað það hefði fram að færa. Eftir lestur bókar- innar verð ég að segja að ég er fyllilega sammála Jennu. Hún hefur skilning á þeim mannlegu tilfinningum, sem höfundur lýsir og skilur hvað hann er að segja samtíð sinni. Svo mannleg er þessi bók og opinská, að ef maður leggur sig fram við að skilja hana, opnar hún manni nýjan heim og andar að manni hlýju. Mér finnst margt vel gert í bók Eðvarðs. Dæmi má taka um fyrsta kaflann, þegar hann lýsir tilfinn- ingum unglings, sem hefur fengið tilkynningu um andlát náins ást- vinar — móður sinnar. Þar fer höfundur á kostum með lýsing- unni á hugarfari unglingsins. Fleira mætti tína til, t.d. veru unglingspiltsins í kirkjugarðinum og þær hugsanir sem koma upp í honum, er hann stendur við leiði ástvina sinna. Unglingarnir í Birgi og Ásdísi eru ekki einangruð fyrirbæri, eins og oft er 1 unglingabókum. Hér er Eðvarð Ingólfsson lýst samskiptum þeirra við fólk á öllum aldri og ýmis hugðarefni þeirra dregin fram, t.d. hvað snertir trúmálin. Jenna Jensdóttir hefur skrifað margar ágætar unglingabækur ásamt manni sínum og skilur því vel hvað höfundur er að reyna að segja og hvað það hlýtur að vera honum mikið hjartans mál, að það sé lesið fordómalaust og með opnum huga, svo það megi vekja til umhugsunar. Mér fannst gagnrýnin í DV vera ósanngjörn og köld. Ég held að það sé af því, að það er orðið tísku- fyrirbæri að brjóta þá höfunda á bak aftur, sem ekki skrifa sam- kvæmt ákveðinni formúlu um vandamálabókmenntir og hafa ekki sömu lífsskoðanir og þessir gagnrýnendur, sem aldrei hafa sjálfir skrifað bækur. Þeir ná því ekki að skilja innviði svona verka og hanga í einhverri aðferðafræði, sem einhver skóli hefur kennt þeim. Af lífinu læra mennirnir." Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Enginn er undanskilinn — Vilji er allt sem þarf Björg Einarsdóttir skrifar: „Tilefni þessara orða er sá mis- skilningur, sem virðist vera útbreiddur varðandi þær prófkjörs- reglur er gilda munu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um næstu helgi. Því hefur verið haldið á loft, jafn- vel af þeim sem betur mega vita, að prófkjörið sé lokað öðrum en flokks- mönnum og margir hafa ginið við þeirri flugu. Það sanna margítrekað- ar fyrirspurnir um hvort svo sé og óskir um útskýringu á reglunum. Til þess að verða við þeim óskum, vil ég koma hér á framfæri í stuttu máli því sem skiptir máli um þetta atriði. HVAR ER KOSIÐ? Á fjórum stöðum: Hótel Borg, Val- höll, Háaleitisbraut 1, Hraunbæ 102 og Seljabraut 54. Fólk kjósi í því hverfi, sem það á búsetu í nú. HVERJIR MEGA KJÓSA? a) Flokksbundnir sjálfstæðismenn. b) Þeir sem innrita sig í flokksfélag áður en kosningu lýkur. Innritun getur farið fram á kjörstað um leið og kosið er. c) Þeir sem sjálfir fara — fyrir kl. 24.00 fimmtudaginn 25. nóv. — og láta skrá sig sem kjósendur í próf- kjörinu. Skráning er á skrifstofu Fuiltrúaráðsins í Valhöll. Þeir sem verða utanbæjar kjördaga geta kosið utankjörstaðakosningu um leið og þeir skrá sig. (Utankjörstaðaskrif- stofan er opin daglega kl. 2—5.) Þessu til viðbótar er aðeins eftir að hvetja fólk til að fylgjast með auglýsingum í dagblöðum um ein- hverjar nánari tímasetningar eða annað er til viðbótar kann að koma. Með bestu óskum um að flokks- bundnum sjálfstæðismönnum gangi vel að komast á kjörstað, væntanleg- um flokksmönnum vegni vel þegar þeir innrita sig í Sjálfstæðisflokkinn og þeim sem ætla að skrá sig sem kjósendur í þessu prófkjöri, verði rótt innanbrjósts, því með skráning- unni gerist ekki annað en að þeir öðlast rétt til að kjósa í þessu eina kjöri og eru síðan lausir allra mála. Af þessu má ljóst vera, að vilji er allt sem þarf — því enginn er úti- lokaöur, sem raunverulega vill og ætlar sér. Virðingarfyllst." GÆTUM TUNGUNNAR HVENÆR ER KOSIÐ? Sunnudaginn 28. nóv. kl. 10.00—20.00 á öllum kjörstöðum. Mánudaginn 29. nóv. kl. 15.30—20.00 aðein's í Valhöll. Bendum börnum á að „ágætt“ er betra en „mjög g°tt“! Vísa vikunnar & SIGC-A WöGA £ Á/LVEÍWtJ HEIDRUÐU LEIKHÚSQESTIR: OKkur er þaö einstök ánægja aö geta nú boöiö ykkur aö lengja leikhúsferöina. T.d. með því að njóta kvöldverðar fyrir leiksýningu, í notalegum húsakynnum okkar handan götunnar, eða ef þið eruð timabundin, að njóta hluta hans fyrir sýningu og ábœtis eða þeirrar hressingar sem þið óskið, að sýningu lokinni. Peim sem ekki hafa pantað borð með fyrir- vara, bjóðum við að velja úr úrvali ýmissa smárétta, eftir leiksýningu, á meðan húsrúm leyftr. /Kðeins frumsýningarkvöldin framreiðum við fullan kvöldverð eftir sýningu, ef pantað er með góðum fyrirvara. Mið opnum klukkan 18 öll kvöld, fyrir þá sem hafa pantað borð. (Annars kl. 19.). Með ósk um að þið eigið ánœgjulega kvöldstund. ARPiARHÓLL Hverfisgötu 8-10. Borðapantanir í síma 18833. ALIiTAP Á ÞRIÐJUDÖGUM Bsom. —mM— RÆTT VIÐ FORMANN KSÍ ELLERT B. SCHRAM SÍÐARI LANDSLEIKUR INN VIÐ V-ÞJÓÐVERJA í HANDKNATTLEIK FÓLK OG FRÉTTIR í MÁLI OG MYNDUM 8 ítarlegar og spennandi íþróttafréttir Han drilt um málefni Tlmana: Þórarinn Þórarinsson hótaði að segja af sér Þeir sögöu við hann Tíma-Tóta: Tímanum varpa menn á haug. Sá gamli tók þá höróu að hóta, svo hersingin upp í nefið saug og sagði hann vera vel í kvóta og vakti að nýju upp sinn draug. Hákur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.