Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 Fetum veginn til bjartari framtíðar — eftirAsuSt. Atladóttur hjúkrunarfrœðing Skjót veðrabrigði verða í lífi þess, sem skyndilega og óvænt fær beiðni eða áskorun um að gefa kost á sér til prófkjörs til undir- búnings framboðslista fyrir Al- þingiskosningar. Þegar slík beiðni var borin fram við mig af uppstill- ingarnefnd prófkjörslista Sjálf- stæðisflokksins, fannst mér hún líkjast þrumu úr heiðskíru lofti. En áskoruninni hef ég tekið og þá er því ekki að leyna, að ég leita eftir stuðningi hjá öllu sjálfstæð- isfólki, ungu sem gömlu, og heiti á móti stuðningi mínum og einlægri baráttu fyrir farsælli lausn á þeim margvíslegu og flóknu erfiðleikum og vandræðum sem nú virðast alls staðar blasa við í íslensku þjóðlífi. Ég tel hreinlegast að það komi fram strax, að ég á ekki í mínu pokahorni neinar patentlausnir, sem ég tel að dugi einar til lausnar á vanda efnahagsmálanna. Það er hins vegar bjargföst skoðun mín, að þegar og ef stjórnmálamenn og sérfræðingar á þessu sviði eru til- búnir að finna leiðir til lausnar, leiðir sem eru ofan og utanvið sjónarmið ákveðinna stétta og þrýstihópa, þá geti þjóðin rétt úr kútnum á tiltölulega auðveldan hátt. í þessum efnum er ábyrgð stjórnmálamanna mikil og þung og allt veltur á því að þeir bregðist ekki. Vandi þjóðarbúsins nú er engan veginn óviðráðanlegur. Honum má á ýmsan hátt líkja við vanda stórrar fjölskyldu, þar sem upp koma vandræði vegna minnkandi tekna og aðsteðjandi sjúkdóma. Hvernig er við slíkum vanda brugðist? Nauðsynlegt er, ef lækn- ing á sjúkdómnum á að fást, að gerð sé rétt sjúkdómsgreining. Til þess höfum við sérfræðinga og slíka sérfræðinga tel ég Island eiga. Þegar sjúkdómsgreiningin hefur verið gerð, hefst lækningin. Hún verður ekki fullkomin nema stjórnmálalegar ákvarðanir séu réttar, því með einni rangri inn- gjöf, hvar sem er á leiðinni til bata, er hægt að eyðileggja alla lækninguna. Vanda efnahagsmálanna má rekja til margra rangra ákvarð- ana og rangs mats á eðli vandans. Þegar fjölskylda eða þjóðarbú stendur frammi fyrir þeirri stað- reynd að tekjur eru minni en út- gjöld, þýðir ekki að halda áfram á sömu braut og eyða og eyða. Nauð- synlegt er að bregðast við vandan- um með því að herða ólina, setja sér markmið um ákveðinn tíma og umfram allt að keppa að settum takmörkum um að vandræða- ástandinu linni. í stað þess hefur verið látið reka á reiðanum og flotið þannig að feigðarósi, að stöðugt verður brekkan framund- an hærri, sem einhverntíma er nauðsynlegt að klífa til þess að ná varanlegri lausn og bjartari fram- tið fyrir ísland og alla íslendinga. Hér er rætt um efnahagsvand- ann á líkingamáli. Þessi vandi er öllum öðrum vanda meiri í ís- lensku þjóðfélagi nú. Hann verður á engan hátt krufinn í stuttri blaðagrein. En við þennan vanda verða allir þeir, sem til þings velj- ast að vera reiðubúnir að glíma og það á annan hátt en einkennt hef- ur stjórnmálamenn og Alþingis- menn til þessa. Þeirra leiðir hafa sýnt sig að vera ónógar og eða rangar. Nauðsyn ber til að breyt- ing verði á. Við íslendingar erum stórhuga þjóð og eigum margan mætan þegninn, vel menntað fólk sem hugsar stórt. Við gætum þess oft ekki sem skyldi, að fámennið setur okkur margvísleg takmörk í upp- byggingu lífsgæða annars vegar og hins vegar stærð landsins og óblíð náttúra. Af þessu leiðir að við getum ekki öðlast allt í senn. Röðun framkvæmda er ekki aðeins nauð- synleg, heldur er hún lykill allra varanlegra framkvæmda. Sá frambjóðandi sem lofar öllum öllu, er vísvitandi að blekkja fólk og er ekki hæfur til stjórnmála- starfa. Verkefnaröðun er og á að vera vandvirknismál þeirra sem halda um stjórnartaumana. Margt er ógert í íslensku þjóð- félagi og margt krefst úrlausnar. — Snúa verður við blaðinu hvað varðar síaukna miðstýringu ríkisins í atvinnuvegunum. — Ráða verður snarlega bót á því öngþveiti sem ríkir varðandi aðstöðu ungs fólks til að eign- ast eigið húsnæði. — Á sviði heilbrigðismála er þörf víðtækrar stefnubreytingar fyrst og fremst að því er varð- ar betri nýtingu þess fjár- magns sem þangað rennur, milli 7 og 8% þjóðarteknanna. — Menntamálin þurfa stöðuga endurskoðun ráðamanna. Fjár- magn til þeirra mála verður þó að ákvarðast í samhengi við aðra málaflokka og getu þjóð- félagsins. — Mesta og stærsta vandamál þjóðarinnar, verðbólgan, ógnar nú öllu, hvert sem augum er litið. Sú stund er upp runnin að á henni verður að vinna bug, ef einhver von á að vera um var- anlegar úrbætur og bjartari framtíð. Sigur á verðbólgunni þýðir ekki síst að hjól atvinnulífsins munu halda áfram að snúast og stór- felldu atvinnuleysi hugsanlega af- stýrt. Sigur á verðbólgunni þýðir minni spennu í þjóðfélaginu og boðar vonir um að hefja megi upp- byggingu nýs og heilbrigðara þjóðfélags á öllum sviðum. Sigur á verðbólgunni þýðir að hefja má áætlanagerð um upp- byggingarstarfið á raunhæfum grundvelli, í stað þeirra tálvona sem nú er byggt á. Verðbóigan er óvinur þessa þjóðfélags númer 1, 2 og 3. Sú staðreynd, að hún hefur ekki verið eftir Jóhann Guðmundsson deildarstjóra FRAMUNDAN eni kosningar, und- irbúningur þeirra hafinn. íslensk þjóð velur fulltrúa sína til setu á Alþingi, án efa verður hart barist um hvert sæti, miklu máli skiptir fyrir okkur þegnana, hverjir veljast til starfa í þeirri virðulegu stofnun. Miðað við ástand þjóðmála verða að koma til afburðamenn, sem ódeigir þora að taka ákvarðanir, berjast við vandann sem við blasir. Því tek ég mér penna í hönd, að einn þeirra manna, sem í próf- kjörsframboði eru, á að mínu mati þá mannkosti sem til þarf og ég vil láta í ljós gleði mína yfir því að Sigfús J. Johnsen hefur látið til leiðast að taka þátt í prófkjörinu. Ég hef átt þess kost að vinna með Sigfúsi að félagsmálum. At- Ása St. Atladóttir að velli lögð, hlýtur að stafa af því að einhverjir telja það hagsmuni sína að henni sé við haldið. Fram til þessa hafa stjórnmálamenn og aðrir beint þreki sínu í baráttunni við verðbólguna að því að höggva af henni ýmsar greinar, í stað þess orka hans er með eindæmum, mál sem öðrum þóttu óyfirstíganleg reyndust honum leikur einn að leysa, aldrei var gefist upp, allt brotið til mergjar, hugkvæmni, út- sjónarsemi og afköst með ólíkind- um, óbilandi kjarkur, samfara mildi og geðprýði, það að láta gott af sér leiða situr ávallt í fyrir- rúmi. Samtímis okkar félagsstörf- um vann Sigfús fulla kennslu, starfaði sem félagsmálafulltrúi í Garðabæ, vann með „SEM“ þ.e. Samtök endurhæfðra mænu- skaddaðra, frábært starf, eins og greinar hans í Mbl. bera vitni um. Einnig er Sigfús formaður Félags sjálfstæðismanna í Hóla- og Fellahverfi. í Sigfúsi eiga kristni og kirkja góðan fulltrúa, fulltrúa sem ég veit að mun halda merki kirkjunn- ar á loft og berjast fyrir málstað hennar. Við sem trúum á Guð og treystum honum, höfum oft fund- ið hve málstaður kirkjunnar hefur Prófkjörsþankar að ráðast að rótum hennar. Bar- áttan hér á landi hefur verið í lík- um farvegi og baráttan í afvopn- unarmálunum. Hópar fólks krefj- ast afvopnunar. Enginn krefst banns við vopnaframleiðslu, ef kjarnorkuvopn eru undanskilin. Sú staðreynd, að vopn eru fram- leidd, þýðir, að þau verða einhvern tíma notuð. Á sama hátt stuðla innlendar verðhækkanir á þriggja mánaða fresti og stöðug skrúfa verðlags og kaupgjalds, samfara óraunhæfum útflutningsuppbót- um og mörgu fleiru að sívaxandi verðbólgu, sem allt er að drepa. Sá, eða þeir, sem grætt hafa á verðbólgunni, verða að fórna eins og aðrir. Verðbólguna verður að sigra. Ég hef hér í örfáum orðum drepið á það helsta sem í mínum hugarfylgsnum býr, er ég tek áskorun um að verða á prófkjörs- lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn er nálægt því að öðlast meirihluta á þingi og hans bíður mikið verk að snúa þróuninni í þjóðfélagsmálunum við. Uppbyggingarstarfið sem við blasir, er gífurlega umfangsmikið og nær til allra sviða þjóðlífsins. Við, sem styðjum Sjálfstæðis- flokkinn, skulum fagna því að okkar sveit, okkar stuðningsfólk, eru þeir íslendingar sem trúa á mátt einstaklingsins og ætlast til að hver og einn leggi sig fram til að efla og styrkja þjóðfélagið, í stað þess að trúa á „kerfið" og for- sjá þess í smáu og stóru. Fram til sigurs, sjálfstæðisfólk. Við skulum feta veginn til bjartari framtíðar og betra lífs á Islandi hiklaust og örugglega, af festu og víðsýni. Þá er sigurinn vís. Sigfús J. Johnsen orðið útundan og hve fáa fulltrúa við höfum átt á Alþingi. Þess vegna ber okkur að vinna markvisst að kosningu Sigfúsar J. Johnsen til næsta Alþingis. Drengskapur og heið- arleiki einkenna prófkjörsbaráttuna — eftir Finnbjörn Hjartarson „Áður en langt um líður mun Sjálfstæðisflokkur- inn ganga undir stórfellt kosningapróf um það, hvort flokkurinn og þjóðin kunni að meta þá baráttu, sem að baki er. — Því þjóðin og Sjálfstæðis- flokkurinn verða ekki að- skilin.“ Nú leggja sjálfstæðismenn út í kosningabaráttu fyrir næstu al- þingiskosningar og hefja hana með prófkjöri, sem eðli sínu sam- kvæmt beinist mest inná við, eða að sjálfstæðisfólki almennt, og eðlilega er mikill hugur í fram- bjóðendum eftir glæsilegan sigur í bæjar- og sveitarstjórnarkosning- um, þar sem hæst ber sigurinn í Reykjavík. Eitt örlagaríkasta tímabil í sögu Sjálfstæðisflokksins skall yf- ir eins og stórskaðaveður, er mynduð var þessi ríkisstjórn, sem nú situr. Þá liktist ástandið í Sjálfstæðisflokknum því sjólagi, sem verður í röstum þegar storm- alda fellur á öndverðan straum — sjórinn hrannast í skafla og sjólag verður eihs og i suðupotti. Þá var Sjálfstæðisflokknum stýrt til hafnar og sú höfn var landsfundurinn síðasti, þar sem flokkurinn sameinaðist undir for- ystu formanns Sjálfstæðisflokks- ins, Geirs Hallgrímssonar, og lagður var grunnur að glæsilegum sigri í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum. Þar var kjörorðið drengskapur og heiðarleiki í fyrir- rúmi. Þessi barátta hefur eins og legið milli hluta, kannske af einhvers konar feimni eða tillitssemi. En nú er þarft að minnast þess og Finnbjörn lljartarson öruggt er, að þau vinnubrögð hafa haft áhrif á alla sjálfstæðismenn, til dæmis í þessari prófkjörsbar- áttu, þar sem mér finnst unnið af meiri heiðarleika en oft áður. Ég er þess fullviss, að sá andi drengskapar og heiðarleika hefur sjaldan verið jafn augljós og nú. — Og það megum við þakka og muna. Á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka, góðu heilli, þar sem þessa ríkisstjórn, sem nú .situr, dagar uppi með svikum einum, má segja, að þar sannist hið fornkveðna, að illur fengur illa forgengur. Áður en langt um líður mun Sjálfstæðisflokkurinn ganga und- ir stórfellt kosningapróf um það, hvort flokkurinn og þjóðin kunni að meta þá baráttu, sem að baki er. — Því að þjóðin og Sjálfstæðis- flokkurinn verða ekki áðskilin. Við getum því spurt, hvort sú þjóð, sem hafnar drengskap og heiðarleika, geti haldist uppi til langframa. Hvort mínir veiku kraftar geti aukið eða aftekið í þeirri baráttu, sem framundan er, dettur mér ekki í hug að dæma um. — En heilir munu sjálfstæðismenn ganga frá prófkjöri, í ljósi þeirra orða sem að ofan eru rituð, — og að því loknu leggjum við út í Alþingiskosningar fyrir land og þjóð í Guðs nafni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.