Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 OLÍULAMPAR OLÍUOFNAR OLÍUHANDLUGTIR OLÍULAMPAR 10, 15, 20 LÍNA „VALOR" OLÍUOFNAR HANÐLUKTIR VA3ALJÓS FJÖLMEYTT ÚRVAL SKIPTILYKLAR RÖRTENGUR JÁRNKARLAR STÁLBRÝNI PLÖTUBLÝ SKRÚFUZINK LAMIR, GALV. 9«—39“ • SNJÓÝTUR SNJÓSKÓFLUR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR SPISSSKÓFLUR KULOAFATNAÐUR KIILDAÚLPUR ULLARPEYSUR STILL-LONQS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORDNA ULLARLEISTAR VINNUFATNAÐUR LEÐURHANSKAR GÚMMÍHANSKAR VINNUFATNAÐUR SJÓFATNAÐUR REGNFATNAÐUR • KLOSSAR SVARTIR OG BRÚNIR MEÐ OG ÁN HÆLKAPPA GÚMMÍSTÍGVÉL Ánanaustum Sími 28855 Opið laugardaga 9—12. Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands Islenzkra útvegsmanna: Sættum okkur ekki við að atvinnustarfeeminni sé ógn- að með ráðleysi stjórnvalda Kristjin Kagnarsson I rctiulóli i aAalfundi LÍ(l. Við borðið sitja einnig Steingrímur Hermannsson, Sverrir Júlíusson og Ágúst Einarsson. Góðir fundarmenn Talið er, að framleiðsla sjávar- afurða, metin á föstu verðlagi, muni minnka á þessu ári um 16% frá síðasta ári. Þetta eru mikil umskipti til hins verra, því undan- farin ár hefur verið um samfellda aukningu að ræða á verðmæti framleiðslunnar, þ.e. um 15% á árinu 1979, um 10,5% á árinu 1980 og um 1,5% á árinu 1981. Áætlað er, að verðmæti fram- leiðslunnar verði 7 milljarðar króna og hækki um 32% í íslensk- um krónum. Markaðsverð fyrir frystan fisk hefur verið svo til óbreytt og sama má segja um saltfisk og saltaða síld. Nokkur verðlækkun hefur þó orðið, ef mið- að er við verð í dollurum, en það stafar af auknu verðgildi dollara miðað við aðra gjaldmiðla. Verð á mjöli og lýsi hefur fallið verulega, en það hefur komið að minni sök vegna takmörkunar á loðnuveið- um. Sala á skreið hefur gengið illa vegna innflutningstakmarkana í Nígeríu. Að meðaltali hefur verð- lækkun orðið á framleiðslunni, sem nemur 6% ef miðað er við verð í dollurum. Minnkuðu fram- leiðslumagni og lækkuðu verði hefur að hluta til verið mætt með lækkun á gengi íslensku krónunn- ar, sem nemur að meðaltali 70% á árinu. Þessi óhagstæða þróun hefur leitt til versnandi afkomu sjávar- útvegsins og þá einkum fiskveið- anna. Aflinn Horfur eru á að heildaraflinn verði um 750 þúsund lestir á móti 1.430 þúsund lestum 1981. Hér munar mestu um 630 þúsund lesta minnkun á loðnu. Ennfremur mun verða veruleg minnkun á þorsk- afla, eða úr 460 þúsund lestum í 370 þúsund lestir á þessu ári. Svona mikil umskipti hljóta að skilja eftir djúp spor, sérstaklega þegar til þess er litið, að ávinningi fyrri ára hefur verið dreift út í þjóðfélagið og ekkert verið lagt til hliðar til að mæta erfiðleikum. Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegs- ins hefur verið nær óvirkur, nema greitt hefur verið úr þeim deildum sjóðsins sem enn eiga innistæðu. Afkoman Áætlað er, að afkoma fiskveiði- flotans verði sem hér segir á þessu ári: Halli í millj. kr. af tekjum Bátar: 168 14% Minni togarar: 176 13% Stærri togarar: 65 20% Samtals halli: 409 14,2% í þessu dæmi hefur verið tekið tillit til 80 milijóna króna fram- lags af gengismun til togaranna, en þær bættu afkomuna um 6%. Þessi ráðstöfun gengismunar hef- ur verið umdeild vegna tilflutn- ings á fjármunum frá einum aðila til annars. Þegar fiskverð er ákveðið, skipt- ir miklu máli hvaða aflaviðmiðun er notuð í áætlun um tekjur skip- anna. Fulltrúar LIU í Verðlags- ráði hafa lagt til að miðað sé við 3ja ára meðaltal til þess að dreifa áhrifum aflabreytinga. Við fisk- verðsákvörðun um sl. áramót var miðað við að afli yrði óbreyttur á þessu ári frá fyrra ári, en þá var aflinn meiri en nokkru sinni fyrr. Þetta var mjög varhugavert, enda kom það í ljós þegar líða tók á árið. Þorskafli togaranna brást og afli bátanna minnkaði. Hefði verið farið að tillögum fulltrúa LÍÚ, hefði aflaminnkunin ekki haft jafnmikil áhrif. Einnig vil ég benda á, að ef miðað hefði verið við 3ja ára meðaltal í aflaviðmið- un við ákvörðun fiskverðs undan- farin ár, hefði útgerðin getað mætt þessu áfalli að hluta til. Efnahagsaögerðirnar Samtökin hófu viðræður við stjórnvöld í júnímánuði um úr- bætur á rekstrarskilyrðum út- gerðarinnar. í þeim viðræðum kom fram skilningur á þessum vanda, en hann dugði þó skammt, því úrbætur létu á sér standa. Var lengi um það rætt af stjórnvöldum að grípa til sérstakra ráðstafana, en því síðan slegið á frest þar til gripið yrði til almennra efnahags- aðgerða. Við minnumst svo þess, hve þær drógust á langinn, vegna innbyrðis sundurlyndis stjórn- valda. Loks þegar þær sáu dagsins ljós, þann 21. ágúst, hafði gleymst að framkvæma þær ráðstafanir sem nauðsynlegar voru. í tillögu Seðlabankans til ríkisstjórnarinn- ar um gengisbreytingu var þess þó sérstaklega getið, að gengisbreyt- ingin væri ekki nægileg til þess að rekstrarskilyrði útgerðarinnar yrðu bætt. Furðulegt verður að teljast, að Seðlabankinn skyldi ek- ki taka tillit til stöðu útgerðarinn- ar við tillögugerð sína og eins að ríkisstjórnin skyldi í efnahagsað- gerðunum láta ógert að bæta rekstrarskilyrðin. Stöðvun flotans Þegar ljóst varð, að ekkert yrði að gert, samþykkti Trúnaðarráð samtakanna samhljóða að stöðva fiskiskipaflotann í samræmi við ákvæði í samþykktum samtak- anna. Sú ráðstöfun var neyðarúr- ræði, sem ekki var unnt að komast hjá, vegna þeirra aðstæðna sem upp voru komnar, þótt stöðvunin kæmi illa við þá, sem næstir okkur standa, en það eru sjómennirnir og fólkið, sem við fiskvinnsluna vinnur. Illt er til þess að vita, að til svona ráðstafana þurfi að grípa, þegar opinberlega er staðfest af Þjóðhagsstofnun, að rekstrarskil- yrði undirstöðuatvinn'uvegs þjóð- arinnar séu með þeim hætti, að allt sé að reka í strand. Ekki ætla ég hér að rekja gang þessarar deilu, en get þó ekki látið hjá líða að harma þau ummæli sjávarútvegsráðherra, að við vær- um að þvinga hann til þess að framkvæma óvinsælar ráðstafan- ir. I þessu efni á ekki við að tala um vinsældir og aldrei ætluðumst við til að ráðherrann beitti sér fyrir öðrum ráðstöfunum en þeim, sem hann sjálfur hefði sannfær- ingu fyrir, að væru nauðsynlegar. Með hliðsjón af þeirri umræðu, sem átt hafði sér stað, töldum við, að hann hefði skilning á nauðsyn úrbóta, en einhverra hluta vegna kom hann þeim ekki fram. Lyktir þessarar deilu urðu á þann veg, að rekstrarskilyrðin voru bætt um 10%, en eftir sem áður var halli sem nam um 5% að meðaltali. Helstu atriðin voru þessi: Breyting á afkomu: 22% lækkun á olíu 4,6% Endurgreiðsla vaxta 2,2% 4% hækkun fiskverðs 2,7% Ráðstöfun á framlagi til Fiskveiðasjóðs 0,6% Samtals 10,1% Auk þessara aðgerða er nú unn- ið að skuldbreytingu á vanskilum útgerðarfyrirtækja, en hún breyt- ir ekki rekstrarafkomunni, en ætti að bæta greiðslustöðuna. Svo virðist sem þessi skuld- breyting geti gengið fljótt fyrir sig. Viðskiptabankarnir eru að ljúka skuldbreytingu sinna viðskiptamanna. Fyrir liggur að skuldbreyta skuldum útgerðarinn- ar við viðskiptaaðila. I því efni skiptir miklu máli, að miðað verði við 10% af vátryggingarverði skipa, en ekki 7%, ef skuldbreyt- ing þessi á að koma að tilætluðu gagni. Jafnframt þarf að tryggja að útvegsmenn fái sömu aðstöðu til skuldbreytinga án tillits til þess við hvaða innlánsstofnun þeir eiga viðskipti. Frestað hefur verið afborgunum af loðnuskipum vegna sérstakra erfiðleika þeirra, og lánin lengd um eitt ár. Athugun mun fara fram á fjár- magnskostnaði þeirra skipa sem bæst hafa í flotann á síðustu ár- um, og leitað er leiða til þess að finna lausn á þeim mikla vanda sem skapast hefur vegna lána, sem tekin hafa verið í dollurum, en raunvextir af þeim munu verða um 23% á þessu ári. Undir því getur enginn rekstur risið. Fjármagn til niðurgreiðslu á olíu var ekki aflað nema til ára- móta. Helmingur þess, eða 30 milljónir króna, voru teknar af greiðsluafgangi Tryggingasjóðs fiskiskipa, en þar hafði safnast nokkurt fé, sem ætlað hafði verið til þess að tryggja betur vátrygg- ingarkerfið, m.a. með því að minnka erlendar endurtryggingar. Aðrar 30 milljónir króna voru teknar að láni, sem gert er ráð fyrir að ríkissjóður greiði. Fiskverðsákvörðun Frá þvi í september hefur út- gerðarkostnaður hækkað um 12—13% að mati Þjóðhagsstofn- unar. Munar þar mestu um stór- hækkun á olíu, svo og á öðrum rekstrarkostnaði vegna lækkunar á gengi. Fiskverðshækkun, sem taka á gildi 1. desember, var ákveðin með bráðabirgðalögum frá 21. ágúst og verður 7,7%. Hafa rekstrarskilyrðin þá versnað á ný. Eins og ég áður sagði, hefur ekki verið tryggt fjármagn til áfram- haldandi niðurgreiðslu á olíu og oliugjaldið, sem nú er 7%, fellur niður um áramót, nema það verði lögbundið á ný. Vegna þessarar óvissu voru allir aðilar að fiskverðsákvörðun sam- mála um, að ákveða fiskverð ekki nema til áramóta, og tíminn þar til verði notaður til þess að tryggja betri rekstrarskilyrði eftir áramót. Er það í samræmi við lof- orð ríkisstjórnarinnar, sem gefið var við lok deilunnar í september. Sjávarútvegsráðherra hefur skip- að starfshóp til þess að vinna þetta verk og hefur tekið þátt í því starfi sjálfur. Hefur komið fram hjá honum vilji til þess að leysa þessi mál með viðunandi hætti, en reynslan verður að skera úr um hver niðurstaðan verður. Samtökin hafa í mörg ár safnað upplýsingum um afla, aflaverð- mæti og úthald allra togaranna. Hafa þessar upplýsingar verið gefnar út í skýrslu þrisvar á ári og hefur það orðið til þess, að betur er unnt að fylgjast með þróun mála. í skýrslu um afla togaranna fyrir fyrstu 8 mánuði þessa árs kemur í ljós, að aflaverðmæti fyrir hvern úthaldsdag hefur hækkað frá fyrra ári um 26,6%. Til viðmiðunar um útgerðarkostn- að vil ég geta þess, að á þessum degi fyrir ári kostaði hver lítri af gasolíu kr. 2,90 en nú kr. 6,20. Olía hefur því hækkað í verði um 114%. Hampiðjan hefur hækkað í verði veiðarfæri frá sama tíma í fyrra um 90,5% og er það ekki meiri hækkun en á innfluttum veiðarfærum. Þessi dæmi ættu að sýna, svo ekki verði um deilt, að kostnaðarhækkanir hafa verið langt umfram hækkun á tekjum og slíkt getur ekki gengið. Olíuverð Gagnrýnt hefur verið af tals- mönnum annarra atvinnuvega, að olía skuli nú vera niðurgreidd um 22% og talið að það spilli sam- keppnisaðstöðu þeirra. Erfitt er að finna rök fyrir afstöðu þeirra, þegar olía er þriðjungi dýrari hér en í nágrannalöndunum. Verðmyndun á gasolíu er nú sem hér segir:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.