Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 31 Glampur í l'Jarska á gullin jiil l’rás<>títi|i!i‘l 11 r Minningar- þættir Borg- firðings HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hef- ur gefið út bókina Glampar í fjarska á gullin þil, sem eru frásöguþættir eftir Þorstein Guömundsson á Skálpastöðum í Lundarreykjadal. Hann hefur verið virkur í forustu- sveit borgfirskra bænda. Hann hef- ur fengist nokkuð við ritstörf og kvæði og greinar eftir hann hafa birst i blöðum og tímaritum. Þættirnir í þessari bók eru af sönnum atburðum sem höfundur hefur upplifað á langri ævi. Þætt- irnir heita: Gunnar og Kola, Stóri laxinn, Tveir búferlaflutningar, Sörli, Mávurinn, Sagan um járn- klippurnar, Fyrsti laxinn minn, Tveir smáþættir frá Grafarhyl, Droplaug og dóttir hennar, Öræfageigur, Riddarinn á hvíta hestinum og Glampar í fjarska á gullin þil. Bókin er 134 bls. Prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. Lionsklúbbur Garöa og Bessastaðahrepps: Opinn fund- ur um eitur- lyfjamál LIONSKLÚBBUR Garða og Bessa- staðahrepps heldur opinn Lionsfund í Garðaskóla í kvöld, fimmtudag, og er fundurinn helgaður baráttunni gegn eiturlyfjum. A fundinn mæta Alma Þórar- insdóttir læknir og Jóhanna Stef- ánsdóttir hjúkrunarfræðingur og munu þær flytja erindi, sýna kvikmynd og svara fyrirspurnum. „Alice", en svo nefnist kvikmynd- in, er sannsöguleg og fjallar á áhrifaríkan hátt um 15 ára gamla stúlku sem ánetjast eiturlyfjum. Fundur þessi er liður í að fram- fylgja því markmiði Lionshreyf- ingarinnar að leggja lið í barátt- unnni gegn eiturlyfjaógninni. Lionsfélagar vilja hvetja sem flesta til þess að mæta á fundinn og sérstaklega bjóðum við vel- komna alla unglinga úr Garðabæ og Bessastaðahreppi. (KrétUtilkynning) Lýst eftir bifreid AÐFARANÓTT laugardagsins var bifreið af gerðinni Daihatsu Charmant, árgerð 1977, stolið frá Mímisvegi. Bifreiðin ber einkenn- isstafina R—28556 og er gul að lit. Þeir sem vita um hvar bifreiðin er niðurkomin eru vinsamlega beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 28.—29. nóv. Kosningaskrifstofa aö Suöurlandsbraut 14, 2. hæð. Sími28636. , Opiö frá ki. 17.00—22.00 aiia Kjosandi goöur! daga. Þitt atkvæöi skiptir máli — Vertu meö! Stuöningsmenn Bessíar Jóhannsd. Sjálfstæöismenn kjósum Bessí Jóhannsdóttir formann Hvatar á þing ,,Ujtúr vitanrin Eyjólfur Konráð Jónsson DREIFING Almeiína' Bókafélagið Rökræður um nýja stefnu í efnahags- málum Morgunhlaðið 14. 8. 1982. Friðrik Friðrikson. „Að „patent“-lausninni til lækkunar verðbólgu slepptri, þá gætir hvarvetna góðrar frjáls- hyggju. Gert er ráð fyrir léttari skattbyrði, stærri hluta þjóðarframleiðslu ráðstafað af ein- staklingum sjálfum. aukinni sjálfsbjargarhvöt. Eykon cr frjálslyndur maður. En þó togast á frjálslyndi og eitthvað, sem jafnvel má telja stjórnlyndi á stöku stað." Morgunhlaðið 14.8. 1982 Guðmundur Heiðar Frímannsson „f allri bokinni má glöggt finna óþol athafna- mannsins, löngun hans til að koma einhvcrju í verk. Þótt menn vilji ugglaust gera einhvern ágreining við Eyjólf Konráð um úrræðin gegn verðbólgunni, þá held ég að flestir frjálslyndir menn í landinu voni, að hann og aðrir af líku tæi fái tækifæri á næstunni til að svala óþoli sínu, stjórna landinu. Þá er að minnsta kosti ástæða til að standast þá freistingu að trúa bölsýninni. Heimdallur á þakkir skildar fyrir það góða framtak að gefa þessa bók út.“ Arni Sigússon. form. Heimdallar „Af lestri þessa rits vona ég að Ijóst sé, að hugmyndir Eyjólfs eru hugmyndir meginþorra sjálfstæðismanna enda er þingflokkur sjálf- stæðismanna virkur þátttakandi í tillögugerð hans. Gjörbreytt stefna hefur verið mótuð í efnahags- og atvinnumálum og henni ber að fylgja fram til sigurs. Hér er að finna þá upp- sprettu hugmynda og orku, sem breytt getur ófremdarástandi þvf sem í þjóðfélagi okkar ríkir.“ Jónas H. Haralz, 30. nóv. 1979 „Þvi" er ekki að leyna, að þessi þáttur sóknar- innar gegn verðbólgu er sérstaklcga vandmeð- farinn. I því sambandi hefur Eyjólfur Kornáð Jónsson \ grein í Mbl. í október sl. sett fram athyglisverðar hugmyndir, sem þó hafa verið lítið ræddar opinbcrlega.“ Helgarpósturinn. I. júlf 1982 Helgi Skúli Kjartansson „Hver eða hverjir sem að þessu unnu, þá þykir mér það mcrkilcg hugmynd og ágæt að taka upp umræður, einnig andmæli gegn aðalhöf- undi bókarinnar, og hygg ég það lýsi sjálfs- trausti útgefenda fyrir hönd stjórnmálastefnu sinnar að vera svo ófcimnir við vissan ágrein- ing meðal fylgjenda hennar." Frelsið, 3. he/ti 1980 I umræðum á málþingi Félags frjálshyggju- manna 5. apríl 1980, sem birtust í I. hefti þessa árs, lýsti Friedrich A. Hayek í fáum orðum nýjum tillögum sfnum til lausnar verð- bólguvandanum, en þær hafa vakið mikla at- hygli erlendis. Þessar tillögur eru mjög svipað- ar hugmyndunum, sem Eyjólfur Konráð Jóns- son alþingimaður kom orðum að í nokkrum blaðagreinum 1978 og 1979 — áður en Hayek tók til máls.“ Olafur ísleifsson, Físi, 27. ágúst 1981 „Skattalækkun sú, sem patentlausn Eykon snýst um, kynni vissulega að stuðla að tíma- bundinni lækkun verðlags, en það er álitamál, hvort hún drægi úr hraða verðbólgunnar og hversu varanleg áhrif þessarar aðgcrðar yrðu.“ Norðanfari, okt. 1982 Friðrik Sophusson. „Flestum finnast hugmyndir Eyjólfs Konráðs ákaflega merkilegar og það sem hann segir er nokkuð sem menn hafa verið að fjalla um i' öðrum löndum að undanförnu. Á meðal stjórn- málamanna og efnahagsstérfræðinga í hinum vestræna heimi hafa farið fram miklar umræð- ur um þessi mál á síðustu árum, allt frá þeim ti'ma er menn áttuðu sig á, að þau hagfræði- legu lögmál sem starfað hafði verið eftir allt frá stríðslokum dugðu alls ekki lengur. Það varð að leita nýrra leiða." Austurstræsti 18, sími 25544, Skemmuvegi 36, Kópavogi, si'mi 73055.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.