Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 + Eiginmaöur minn GUOMUNDUR BIRGIR VALDIMARSSON rennismiöur, Leilsgötu 11, andaöist í Borgarspítalanum þriðjudaginn 23. nóvember. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna. Svava Guövarðardóttir. + Móöir min, tengdamóðir og amma, SIGRÚN PÉTURSDÓTTIR, andaöist aö Elliheimilinu Grund þann 23. nóvember. Einar Sæmundsson, Guörún Jónsdóttir, Sigrún E. Einarsdóttir, Ásbjörn Einarsson. + SIGURJÓN SIGURBJÖRNSSON, frá fsafiröi, Meistaravöllum 7, andaöist i Borgarspítalanum þriðjudaginn 23. nóvember. Kristín Sigurjónsdóttir, Einar Sigurjónsson, Sigríöur Guójohnsen, Svanhildur Snæbjörnsdóttir, Kristófer Snæbjörnsson + Faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓHANNES GÍSLASON, fyrrverandi múrarameistari, húsvöróur, Austurbrún 4, andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 20. nóvember af völd- ! um slyss. Jaröarförin fer fram frá Fossvogsklrkju föstudaginn 26. nóvember kl. 10.30. Reynir Jóhannesson, Hjördís Sturlaugsdóttir, Elsa Jóhannesdóttir, Jóhann Mosdal, Sólrún Jóhannesdóttir, Stefén Siggeirsson og barnabörn. + Eiginkona mín, VALDÍS SIGURDARDÓTTIR, Ósi, Skilmannahreppi, andaöist í sjúkrahúsi Akraness miövikudaginn 24. nóvember. Jarðarförin auglýst síöar. Þorsteinn Stefánsson. + Faöir okkar, INGÓLFUR ÞORVALDSSON, Bergstaðarstræti 55, lést á heimili sínu 23. nóvember. Fyrir hönd barna og tengdabarna, Guórún Ólafsdóttir. + Ástkær faöir minn, tengdafaðir og afi, OTTO PAULSEN, Ahrensburg-Holstein, Vestur-Þýskalandi, lóst aöfaranótt 22. nóvember. Fyrir hönd annarra vandamanna, Waltraud Anna María Paulsen, Þorsteinn Kr. Guömundsson, Hertha Matthildur Þorsteinsdóttir, Guðmundur Ottó Þorsteinsson. Jaröarför, EINARS GfSLASONAR, Vorsabæ, Skeióum, fer fram frá Ólafsvallakirkju laugardaginn 27, nóvember kl. 2 e.h., ferö veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 12 á hádegi. Fyrir hönd vandamanna, Helga Eiríksdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÓLAFUR EIRÍKSSON, Hegrabjargi, veröur jarðsunginn frá Sauöárkrókskirkju, laugardaginn 27 nóv kl. 2.00. Sæunn Jónasdóttir og dætur. Minning: Sigfríð Bjarna- dóttir Reyðarfirði Fædd 22. júni 1911 Dáin 14. nóvember 1982 Óvænt og snöggt kemur kallið oft, svo hverfult er þetta líf. Sízt óraði mig fyrir því, er ég síðast hitti Sigfríð Bjarnadóttur, að það yrði í hinzta sinn. Góð kynni á genginni braut skulu því þökkuð hér fáum, fá- tæklegum orðum. Er ég hóf kennslu heima var Sigfríð í skóla- nefnd og þá kynntist ég bezt henn- ar einlægu eðliskostum, gjörhygli og greind. Hún var virk í því sem öðru og vildi rækja skyldu sína á þeim vettvangi sem annars staðar. Ég hafði ekki kennt lengi, þegar hún fékk mig til fundar við sig og ég furðaði mig á því, hve vel hún var að sér um skólamál almennt og ekki síður glöggskyggn á vandasöm úrlausnarefni og góðar voru þær leiðbeiningar og ábend- ingar, sem hún gaf mér þá og síð- ar. Alveg sérstaklega var henni kappsmál, að skólinn væri annað og meira en ítroðslustofnun, að hinum félagslega þætti væri sem bezt hlúð, að verkmenntun og tónmennt skipuðu þar verðugri sess, og var þar langt á undan sinni samtíð. Glöggt fann ég að hún var trúhneigð og virti vel fornar dyggðir, þó framsýni og framþróun væri henni ofarlega í sinni. Ég hafði sannarlega miklar mætur á svo víðsýnni og um leið einarðri skoðanamyndun og við nánari kynni kom í ljós, að í engu var hér um innantóm orð að ræða. Ekki spillti það, að með móður minni og Sigfríð tókst fölskvalaus vinátta og húrt kunni öðrum betur að meta þessa einlægu og heil- steyptu konu, sem gerði fyrst kröfur til sjálfrar sín, svo til ann- arra. Þann dóm móður minnar dró ég og dreg aldrei í efa. Sigfríð var kona skarpgreind og sköruleg í allri framgöngu, yfir henni var nokkuð þóttafull reisn á ytra borði, en þeim mun hlýrra var hjartalagið. Flysjungur var hún ekki, skoð- anaföst og fylgdi þeim skoðunum eftir af festu og lagni. Nánari kynni og lífssaga öll sönnuðu mannkosti þá, sem beztir teljast: hreinskiptni og hreinskilni, hjálp- fýsi og fórnarlund og umfram allt einlæga samvizkusemina, sem í öllu dagfari var auðsæ. Þó Sigfríð Minning: Magnús Olafsson frá Fossá í Kjós Fæddur 4. júlí 1908 Dáinn 18. nóvember 1982 Þegar ekið er á hásumardegi inn með Hvalfirði sunnanverðum og komið nær fjarðarbotni, lýkst upp á hægri hönd dálítið gil, og hvítur foss blasir við vegfarandanum. Vestan undir fossinum er rétt, hlaðin úr grjóti, en að baki rétt- inni rísa grænar brekkur, grósku- meiri en gerist. Þar efra er bærinn að Fossá. Af bæjarhellunni sér út á lygnan fjörðinn, sem löngum færði eljumönnum björg í bú. Hér er landslag svo hlýlegt, að komu- manni finnst hann ætíð hafi átt þar heima. Þó er Fossá engan veg- inn afskekkt, heldur lá hér þjóð- leið fyrrum, og svo er raunar enn. Umhverfi bregður ævilangt svip yfir það fólk, er þar vex upp. Sú einfalda staðreynd leitar á hug- ann, er ég minnist Magnúsar Ólafssonar, sem í dag er kvaddur í Laugarneskirkju í Reykjavík. Sjálfur naut ég ekki kynna við Magnús nema liðlega tvo áratugi, hitti hann fyrir roskinn mann, síðan aldraðan. En að baki Magn- úsi lífs og liðnum, og raunar í fari systkinanna frá Fossá, skynja ég sífellt þá mynd, sem hér var laus- lega dregin upp: Grunntónar myndarinnar eru alúð og festa, ásamt ræktarsemi við heimkynni og gróðurreit. Athöfn og ástundun eru á næsta leiti. En handan ann- arra eðliskosta býr opinn og spur- ull hugur barnsins á ströndinni og við þjóðveginn, glaðværð, reisn og þokki, sem hvorki láta bugast við erfiðisverk, andstreymi né ára- fjöld. Magnús Ólafsson fæddist að Fossá 4. júlí 1908. Foreldrum hans, Ólafi Matthíassyni og Ás- björgu Tómasdóttur, varð níu barna auðið. Eru fimm þeirra systkina á lífi, þau Ólafur Ágúst, bóndi að Valdastöðum í Kjós, Þorkell, fyrrum bóndi að Útskála- hamri í Kjós, Áslaug, húsfreyja að Syðri-Reykjum í Biskupstungum, Halldóra, húsfreyja að Hofteigi 6 í Reykjavík, og Ragnheiður, en hún fluttist ung að árum vestur um haf. Þrjú börn þeirra Ólafs og Ásbjargar að Fossá féllu frá í + Þökkum auösýnda samúö og vináttu vlö andlát og útför móöur okkar, systur og ömmu, ÓLAFAR ÞORLEIFSDÓTTUR, frá Hömrum. Sigríður Pálsdóttir, Guömundur Jónsson, Leifur Pálsson, Gun-Britt Pálsson, Höröur Pálsson, Guölaug Guömundsdóttir, Jarþrúöur Guöný Pálsdóttir, Pálmi Þór Pálsson, Soffía Friögeirsdóttir, Guóveig Þorleifsdóttir, barnabörn og barnabernabörn. t Eigínkona min og móöir okkar, VIGDfS JÓNA DAGNÝ PÁLSDÓTTIR, Faxabraut 25, Keflavík, er lóst 19. nóvember sl. veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 27. nóvember kl. 2 e.h. Kristinn Þorsteinn Bjarnason, Bjarki Magnússon, Skúlína Kristinsdóttir, Bjarney Kristinsdóttir, Páll Helgi Kristinsson. tæki virkan þátt í félagsstörfum og væri félagslynd s.s. kvenfélagið er gleggst dæmi um, þá var starf hennar heimilinu bundið fyrst og síðast. Ég minnist þess, hve frænka hennar bar henni góða og bjarta sögu, er hún dvaldist hjá henni. Og sonarsonurinn var ekki síðra vitni um þá umhyggju og kær- leiksríku, vökulu alúð, sem hún veitti af auðlegð hjarta síns. Því á heimilinu, á vettvangi hinnar kyrrlátu annar eða kvika erils, átti hún sína ágætu en óskráðu sögu. blóma aldurs, þau Matthías, Sig- urþór og Valgerður. Magnús óx upp við þau störf, er þá voru algengust í sveit og við sjó. Heimilið að Fossá var mannmargt og gestkvæmt. Reyndi snemma á vinnusemi og sam- heldni systkinanna. En víðar varð að leita fanga, og ungur að árum réðist Magnús til sjóróðra frá Grindavík, var einnig um hríð tog- arasjómaður, en stundaði að öðru leyti í Reykjavík þá vinnu, sem til féll. Árið 1934 kvæntist hann eft- irlifandi eiginkonu sinni, Níelsínu Helgu Hákonardóttur. Um þær mundir var lífsbarátta almenn- ings harðari á íslandi en í margan tíma annan. Hugur Magnúsar stefndi heim í átthagana, til bú- skapar. Bjuggu þau hjón að Fossá um stund, ásamt Halldóru systur Magnúsar og eiginmanni hennar, Þórhalli Þorkelssyni. Sá ásetning- ur, sem þessi búskapur vitnar um, segir meiri sögu en mörg orð. Á þeim árum tókst og með mágun- um, Magnúsi og Þórhalli, sam- starf og vinfengi, sem entist með- an báðir lifðu. Þegar leiðin lá aft- ur til Reykjavíkur, bjuggu fjöl- skyldurnar tvær í nábýli, en árið 1945 var hafizt handa um að byggja að Hofteigi 6, 6g þar áttu þau Magnús og NSelsína, Þórhall- ur og Halldóra heimkynni æ síðan. Nokkru áður en Magnús þannig slóst í för með frumbyggjum við Hofteig, hafði hann fengið fasta vinnu hjá Reykjavíkurbæ. Var hann starfsmaður borgarinnar eftir það allt til ársins 1975, er hann í fyrsta sinni kenndi þess sjúkleika, sem nú hefur dregið hann til dauða. Börn Magnúsar og Níelsínu urðu þrjú talsins. Elzt er Þóra Kristin Helga, gift Guðbrandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.